Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 6
6 MORGCNBLABlb Sunnudagur 17. mars 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. / Auglýsingár: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Tækifæri bónda UNDIR þessari fyrirsögn er forustugrein Tímans þann 13. mars og þýðingarmesta tækifæri bændanna er þar talið það, að þeir geti í næstu kosningum útrýmt af Al- þingi þeim: Jóni Pálmasyni, Ásgeir Ásgeirssyni,,Eiríki Einarssyni, Ingólfi Jónssyni, Gunnari Thoroddsen, Garð- ari Þorsteinssyni og Sigurði Bjarnasyni. Sjálfsagt er það rjett, að þetta tækifæri er fyrir hönd- um, ef allir þeir bændur, sem stutt hafa þessa þingmenn vildu kjósa Tímamenn í þeirra stað. Þessir menn eru að venju taldir upp í Tímanum í þeirri röð, sem óvild Tíma- liðsins segir til um. Njóta þeir Jón Pálmason og Ásgeir Ásgeirsson „þess heiðurs", eins og Finnur Jónsson ráð- herra sagði í fyrra, að vera í þessu efni efstir á blaði. Setjum nú svo, að Tímaliðinu tækist að fella þessa sjö þingmenn, sem það telur meira virði að losna við en alla aðra og eru á Tímavísu mikið hættulegri en t. 8. Komm- únistar. ★ Ríkisstjórnin sem nú er gæti verið eftir sem áður. En bændur væru yfirleitt búnir að einangra sig inn í Tíma- klíkuna spiltasta fjelagsskapinn sem til er í landinu og það fyrir heilt kjörtímabil. Þetta hefði að sjálfsögðu þær afleiðingar að um leið og allir bændur settu sig í and- stöðu við ráðandi vald á Alþingi væru þeir óbeinlínis að óska eftir að fá baráttu við meiri hlutann og sem allra minsta möguleika til áhrifa. Þeir gætu að vísu látið gera síhækkandi kröfur um aukin fjárframlög og hækkað af- urðaverð og gengið að fullu framhjá því hver munur er á kröfum og hinu að koma einhverju fram sem viðunandi og skynsamlegt er. Tímaklíkan mundi þá nota aðstöðu sína til þess, að etja bændum út í verkfallsbaráttu við aðrar stjettir Hún mundi beita áhrifum sínum gegn allri nýsköpun og ný- breytni, en miða alla starfsemi við hrunstefnu og hrak- spádóma eins og foringjunum er tamast. Kæmi og þá fram í fullkomnasta stíl það spámannseðli, að meta meira áhugann fyrir því, að spádómarnir rættust, heldur en hitt hvort einni stjett eða annari og þjóðinni allri liði betur eða ver. Það er í fullu samræmi við starfsemi Tímamanna frá því er núverandi stjórn tók við völdum. ★ Ef bændur landsins yrðu á þenna hátt við hinum heitustu óskum Tímamanna, sýndu þeir vilja sinn í þá átt, að fá aftur yfir sig það ástand sem ríkti á árunum 1931---’38 þegar bændur höfðu að kalla mátti ekki lausan eyri til eins eða neins, þegar lambsverðið komst niður í 8 krónur, þegar fjárpestirnar voru fluttar inn í landið, þegar flestir bændur voru svo skuldum vafðir að stofna varð hinn alkunna Kreppulánasjóð, og þegar allir sjóðir voru upp jetnir og alt lánstraust þjóðarinnar erlendis glatað. Þá mætti segja að hrunstefnan og hrakspárnar væri í góðri framkvæmd. Þá mætti segja að bændur hefðu notað hið rjetta Tímalega tækifæri. Raunar hefir þess ekki orðið vart, að aðrir en æstustu menn Tímaliðsins í bændastjett, eins og Jón í Deildar- tungu, Halldór frá Kirkjubóli og Gísli í Eyhildarholti hafi óskað þess, að framfarastefnan í landinu væri brotin á bak aftur og afturhaldsstefna Tímaliðsins hafin til skýjanna. Hitt er vitað og meira segja viðurkent á ólíklegasta stað, í sjálfum Tímanum, að „ýmsir gamlir og góðir Fram- sóknarmenn" eru komnir inn í „Selfosshieifinguna“ sem Tíminn kallar og fyrirlíta Tímadeildina svo djúpt, að þeim er brígslað um, að hafa mestan áhuga á því að gera henni tjón. Þegar svo er komið, þá má nærri geta, hvort nokkrir heilvita Sjálfstæðisbændur vilja styðja Tímadeildina. Þeim mundi án efa hitt geðfeldara að nota sín tækifæri til þess að vinna stjett sinni, landinu og þjóð- inni í heild alt það gagn er þeir mega, með því að útiloka Tímaklíkuna frá öllum völdum og áhrifum! ÚR DAGLEGA LÍFINU Bæjarskömm. ÞAÐ KOM TIL MÍN MAÐUR fyrir nokkrum dögum og spurði mig hvers vegna jeg hefði al- drei skrifað um eina mestu bæjarskömmina. Það stæði þó venjulega ekki á því, að minst væri á það sem aflaga færi í bænum. Hann kvaðst eiga við bryggjusjoppurnar, sem hann nefndi svo, við höfnina. Hann ráðlagði mjer að ganga eitt- hvert kvöldið framhjá „Dala- kofanum", sem han nefndi svo, en það er veitingakrá, skamt frá verbúðunum. Jeg fór að ráðum mannsins og gekk þarna fyrir og jeg verð að segja það alveg eins og er, að mjer hreinlega ofbauð og er ekki nokkur von til þess að jeg geti í fáum orðum lýst því, sem þarna fór fram. — Þessi sjoppa er sannkölluð bæjar- skömm. Sukk og svall. ÞEGAR GENGIÐ var fram hjá þessu veitingahúsi, ef því nafni skyldi kalla, gaus út óg- urleg pest, það var sambland af brennivíni, öli og tóbaks- reyk. Inni heyrðist bölv og ragn og skammaryrði. — Lögreglu- bíll kom þarna að og lögreglu- þjónarnir fóru burtu með mátt lausan mann á milli sín og hentu honum upp í bíl. Þessi máttlausi maður var klæddur eins og sjómaður. Einhver mað ur, sem stóð þarna nálægt, sagði mjer að þannig gengi það til stundum. Sjómenirnir kæm ust stundum ekki lengra en inn í þessa eða hina sjoppuna við höfnina og lentu svo í kjallar- anum í Pósthússtræti til gist- ingar. • Fyrstu kynni af höfuðstaðnum. ÞAÐ GETUR VERIÐ, að þess ar sjoppur sjeu nauðsynlegar — og að einhverstaðar þurfi vondir að vera — en það er slæmt þegar krár eins og þessi þarna við höfnina blasir við ó- kunnugum mönnum, sem koma sjóleiðis til bæjarins, bæði er- lendum mönnum og innlend- um. Reykjavík hefir stundum fengið misjafnt orð á sig út á landsbygðinni. Höfuðborgin á að vera ein ógurleg Babylon, en það eru einmitt staðir eins og þessir, sem koma óorði á bæj inn. Og meðal annara orða, get- ur það verið að heilbrigðiseft- irlit bæjarins hafi litið inn í „Dalakofann“ og aðra slíka staði í bænum, um kvöld er skyggja fer? • Óhreinir pcningaseðlar. MIKIÐ SKELFING fara menn illa með peninga sína. — Það kann að vera einkamál hvers eins hvernig hann eyðir fje sínu í vitleysu og óhófi, en hvernig farið er með peninga- seðla er hreint ekki neitt einka mál. Það er næstum undan- tekning að gefið sje til baka með hreinum og sljettum pen- ingaseðlum í verslunum hjer í bænum. Þetta er ekki verslun- unum að kenna, heldur al- menningi, sem ekki hefir neina hirðu á því að geyma peninga- seðla í þar til gerðum veskjum, eða peningabuddum. Það er alveg óskaplegt að hugsa sjer hvað þessir skítugu peningaseðlar, sem ganga manna á milli geta borið með sjer af bakteríum. Það hlýtur að vera sóðalegt verk að vera gjaldkeri í stóru fyrirtæki þar sem mikið er peningum af 1 umferð. „Þjóðhetjan“ Bör. NÚ ER BÖR BÖRSON kom- inn í bíó og fólksösin er fyrir framan Tjarnarbíó frá því snemma á morgnana af fólki, sem er að reyna að ná sjer í miða fyrir kvöldið. Helgi Hjörvar hefir gert Bör að einskonar þjóðhetju meðal okkar, enda er sagan um hann skemtileg og mun þó lestur Hjörvars og þýðing sögunar hafa átt stærri hlut í að gera Bör vinsælan, en sagan sjálf. Já, það eru meiri lætin með hann Bör, ef þessu heldur á- fram er ekki annað sjeð, en að einhver fari að stinga upp á því að honum verði reist „veglegt minnismerki“ í einhverjum skemtigarðinum okkar. • Mjólk á flöskum og smjör. HÚSMÆÐRAFJELAGIÐ kom saman á fund hjer á dögunum til að ræða landsins gagn og nauðsynjar og til að fá sjer einn snúning á eftir kaffinu, eftir því sem blöðin herma í frjettum. Á fundinum samþyktu þær, blessaðar dúfurnar, að nú vildu þær fara að fá mjólkina á til- luktum flöskum og virðist það ekki nema sanngirniskrafa, sem þær ættu að hamra á þang að til það fæst. Þær gerðu líka samþykt um smjörið og var það ekki von- um fyr, því víða er nú lítið um viðbit á heimilum hjer í bænum. En í samabandi við þessa sam þykt um smjörið kemur mörg um til hugar, hvort nokur vand kvæði sjeu á því að við fáum keypt smjör frá Danmörku. — Það eru orðin svo mikil við- skipti milli þessara gömlu sam bandsþjóða. Við seljum Dönum vefnaðarvöru í stórum stíl. — Væri það ekki góð skifti að fá smjör fyrir tuskurnar? Fornrit fyrir fisk. ÞAÐ HAFA orðið talsverð- ar umræður um frjettina, sem barst í gær frá Kaupmanahöfn um að Danir ætluðu sjer að ,,handla“ við okkur um fornrit- in okkar gömlu og láta okkur fá öll þau góðu gömlu skinn, ef við vildum lofa Færeying- um að dorga hjer áfram á okk ar miðum. Já, það má nú segja, að oft hefir þorskurinn komið okkur að haldi! BRJEF SENT MORGUNBLAÐINU Sigurför mannkynsins Hr. ritstjóri! ÞAÐ getur verið að jeg sje það sem kallað er gamaldags, en mjer er farið að finnast það kallað er menning, ákaflega skriítið á þessum síðustu ár- um, og sjerstaklega núna eft- ir þetta mikla stríð, sem braut niður á sex árum alt það, sem bygt hafði verið upp milli styrj aldanna tveggja. Núna á því herrans ári 1946, þykir það fínt að grafa upp um alt lík manna, sem búin eru að liggja í jörðu mánuðum og stundum árum saman. Og menn eru látn ir róta í þessu berhentir, það á að vera einhver hegning, en mjer er spurn, hefði slíkt get- að skeð eftir síðasta stríð? Jeg hef heyrt, að einhverstað ar austur í Asíu sje til mjög viltur mannflokkur, sem nefnd ur er Höfuðskeljaviðarar, er mig minnir, á hann heima á eynni Borneo. Þessi mann- tegund safnar að sjer hauskúp- um og þykir sá mestur, er flest- ar á höfuðkúpurnar, jeg tala nú ekki um, ef hann hefjr drep ið alla þá, sem þær eru af. Það getur sýnst svo, að vest- rænar þjóðir hafi tekið sjer þessa svonefndu „villimenn“ til fyrirmyndar, þegar þeir rífa heilann úr sigruðum óvinum og geyma og hafa til sýnis, eins og einhver djásn. Ber þetta ekki alt vott um eitt og það sama, að smekk og góðum sið- um sje furðulega að fara aftur. Það hefir ekki farið neinum sögum af því í styrjöldum und anfarinna þriggja alda, að aðr- ar eins pyntingar og misþyrm- ingar hafa verið um hönd hafð ar og í þessari styrjöld, og ber það ásamt öllu öðru ekki fagurt vitni um „menningu“ þá, sem nú ríkir hjer í heiminum. Þó hafa víst flestir, sem þátt tóku í nýafstöðnum ófriði, talið að þeir væru að berjast fyrir menningunni, en árangurinn er ekki betri, en sjá má af þeim dæmum, sem jeg hefi tekið hjer á undan. Flestir halda því fram, og jeg með þeim, að þar sem menn ing sje, þar eigi og að vera mannúð. Þetta hugtak er að vísu næsta teygjanlegt, og víst er um það, að mannúðin er oft misskilin. En þar sem eru grimmar og ógeðslegar athafn- ir um hönd hafðar, getur aldrei verið um neina menningu að ræða, því fyrst og fremst er stefnt að því með henni, að mannlífið sje tvennt í senn: betra og fegurra. Og nú, meðan hungurdauði vofir yfir miljónum, — já, hundruðum miljóna eftir æðis- gengna styrjöld, er ný ófriðar- blika þegar komin upp fyrir sjóndeildarhringinn. Og svo hneyklsast menn á ölhneigðum manni, sem fellur hvað eftir annað fyrir freistingum Bakk- usar. Hann lofar sjer því að drekka nú ekki framar, og sama er um mannkynið, það Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.