Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.03.1946, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. mars 1946 K0B6UNBLÍÐ1B I Vindtta Breta friðinn og og Bandaríkjanna tryggir fyrirbyggir harðstjórn ÞEGAR jeg flutti ræðu mína í Fulton, áleit jeg að það væri nauðsynlegt fyrir einhvern, sem ekki skipaði opinbert embætti, að ræða einarðlega erfiðleika þá, er nú ríkja í veröldinni. Mjer var boðið að láta frjáls- mannlega í ljós skoðanir mínar í þessu frjálsa landi, og jeg er þess fullviss, að óskir þær, sem jeg bar fram um nánari samvinnu landa okkar, komi til með að ræt- ast, ekki fyrir atbeina ein- hverra ræðna, sem kunna að verða fluttar, heldur vegna þeirra afla, sem hafa áhrif á allar gerðir mannanna og forlög veraldarinnar. Það eina, sem að mínu áliti skiftir máli, er það, hvort tak- ist að koma á nógu Ijósan og óbrotinn hátt því samræmi í hugsanagangi og gerðum Banda ríkjamanna og Breta, sem nauð synlegt er, til þess að hægt sje að komast hjá nýrri heimsbar- áttu, eða hvort þetta muni eiga sjer stað á líkan hátt og áður hefir verið, með öðrum orðum, eftir að baráttan er hafin. Styrjaldir ekki óhjákvæmi- legar. Jeg er þess enn þá fullviss, að svarið við bessari spurningu verði hagstætt. Jeg álít ekki að styrjaldir sjeu óhjákvæmileg- ar, eða líklegt sje að þær verði háðar í náinni framtíð. — Jeg trúi því ekki, að leiðtogar Rúss lands óski sem stendur eftir styrjöld. Jeg er þess fullviss, að ef við stöndum Saman róleg og ákveð- in, til varnar þeim hugsjónum og ákvörðunum, sem felast í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, muni yfirgnæíandi meiri hluti allra íbúa veraldarinnar standa með okkur, og að með fulltingi þessa sígróandi siðferðislega valdsumboðs, muni málstaður friðar og frelsis eigra og okkur reynast kleift að halda áfram því göfuga verkefni, sem Banda ríkin hafa sýnt svo glæsilega yfirburði við, að koma í veg fyr ir hungur, græða hin hræði- legu sár styrjaldar Hitlers og reisa á ný hina stórskemdu höll siðmenningarinnar. Löngu teknar ákvarðanir. Leyfið mjer þó að lýsa því yfir, að hugsjónirnar um fram- farir og frelsi alls mannkyns- ins munu ekki rætast, nje mun öld allsnægtanna renna upp, án stöðugrar hræðslulausrar holl- ustu við þjóðskipulag Bretlands og Bandaríkjanna. Síðustu tíu lagana hafa mál- in tekið miklum breytingum, sökum ákvarðana, sem hljóta að hafa verið teknar fyrir all- löngu síðan. í stað rólegra sam- ræðna finnum við okkur nú í nærveru hraðra atburða, sem enginn getur tekið ákveðna af- stöðu til eins og stendur. Vera má, að jeg verði beðinn að tala um þessi málefni, eftir að jeg kem heim. Það er margt, sem jeg hlýt að minnast á í kvöld, svo að gott málefni verði ekki fyrir Ræða Winston Churchill í New-York áföllum. Ef eitthvað af því, sem jeg hefi sagt, hefir vakið eftir- tekt, er ástæðan aðeins sú, að það hefir bergmálað í hjörtum allra þeirra, sem'elska frelsið og eru óvinir harðstjórnarinn- ar. Jeg mun sannarlega ekki láta neitt það, sem aðrir kunna að segia, veikja virðingu þá og að- dáun, sem jeg hefi á rússnesku þjóðinni, eða þá einlægu ósk mína að Rússland megi verá öruggt og velmegnandi og skipa heiðurssæti í einu þjóðabanda- lagi. Hvort Rússland fylgir þeirri stefnu eða ekki byggist á á- kvörðufium nokkurra duglegra manna, sem undir forustu leið- toga síns, hafa yfirráð hundrað og áttatíu miljónum Rússa og mörgum fleiri miljónum utan Rússlands í greip sinni. Tjón Rússa. Ekkert okkar hefir gleymt hinu ógurlega manntjóni, sem Rússland varð fyrir af völdum innrásar Hitlers, nje hvernig það reis upp á ný og kom fram í gerfi sigurvegarans eftir að hafa verið ver leikið en nokk- uð annað ríki. Meðal enskumælandi þjóða hefir komið fram djúp og al- menn samúð með rússnesku þjóðinni og mikiil vilji til að eiga samvinnu við hana á rjett- látum grundvelli, til að end- urreisa rústir styrjaldarinnar í öllum löndum Ef að stjórn Sovietrikjanna notar sjer ekki þetta hugar- far í garð þjóðarinnar, ef hún dregur vísvitandi úr því, hlýt- ur öll ábyrgðin að hvíla á herðum hennar. Rússneska stjórnin getur t. d. hæglega látið sig engu skipta þær ræður, sem henni falla ekki í geð. Þessi leið er þeim opin næstu tvær vikurnar. Ríkisstjórn sú, sem jeg hafði forustu í, skrifaði undir samn- ing við Rússland og Persíu, þar sem því var hátíðlega lýst yfir, að sjálfstæði Persíu mundi virt, og að útlendar hersveitir mundu fluttar á brott úr land- inu fyrir tiltekinn tíma. Þessi samningur var samþykktur á ný á ráðstefnunni í Teheran og undirritaður af æðsta manni Sovietstjórnarinnar, Roosevelt sáluga og mjer. Samkvæmt þessu samkomu- lagi hafa Bretar og Bandaríkja- menn þegar yfirgefið Persíu. En nú fáum við þær frjettir, að Sovietstjórnin, í stað þess að flytja lið sitt brott, sje í raun og veru að auka her sinn í land- inu. Öryggisráð og vanþakklæti. Öryggisráðið var stofnsett til að taka til meðferðar einmitt mál af þessu 'iagi, og það hefir verið mjer gleðiefni, að lesa það í dagblöðunum, að fulltrúi Rússa muni \ erða viðstaddur þá fundi ráðsins, sem fram eiga að fara í New York. Jeg mæli eindregið með því, að reynt verði að ráða fram úr þessu vandamáli í Öryggisráðinu, og að þeir, sem úrslit málanna koma til með að skifta mest, beri virðingu fyrir ákvörðun- um þeim, sem teknar verða. Sovietríkin hafa enga ástæðu til að telja að stríðsframlag þeirra hafi verið illa launað. Ef tjón þeirra heíir verið sorglega mikið, hefir ávinningunnn líka verið stórkostlegur. Höfuðóvin- ír hennar — Þýskaland og Japan — hafa verið lagðir að velli. Bandaríkjamenn sigruð- ust nær einir á Japönum. Næst- um því án þess að lyfta hend- inni fjekk Rússland aftur allt það, sem það tapaði fyrir fjöru- tíu árum síðan. I vestri hafa Rússar fengið baltnesku löndin og stóra sneið af Finnlandi. Curzon línunni er nú ekki andrcælt lengur. Dardanellasunilið. Þá komum við að Dardanella- sundinu. Jeg fagna því, að rúss- neska flaggið Maktir á rússnesk um skipum á heimshöfunum. Jeg hefi ætíð fullvissað hina rússnesku blaðamenn vora um það, að Bretland muni. stuðla að því, að Montreux sáttmálinn um Dardanellasund verði end- urskoðaður. Á Postdam ráð- stefnunni buðu Bandaríkin og Bretland Rússum tryggingu fyrir því, að þeir skyldu alger- lega frjálsir ferða sinna um sundið í friði og ófriði. hvort sem um herskip eða flutninga- skip væri að ræða. Tyrkir hefðu verið fúsir til að fallast á þetta. En okkur var sagt að þétta væri ekki nóg, að Rússland yrði að hafa varnarvirki við sund- in, sem gæti drotnað yfir Con- stantinopel. Er. með þessu væri sundunum ekki haldið opnum, heldur væri það sama og gefa einni þjóð völd til þess, að geta lokað þeim eftir geðþótta sín- um. Þetta er ekki í samræmi við undirstöðureglu þá, sem Bandaríkin haía lagt fram um algert frelsi á öllum helstu sjó- leiðum Evrópu — Dóná, Rín og öðrum fljótum, sem renna í gegnum fjölmorg lönd. Tyrkjum þröngvað. Þetta var í boði, og jeg efast ekki um að það sje það ennþá, en ef Rússland heldur áfram að þröngva Tyrklandi, verður fyrsta sporið til úrlausnar að vera það, að Öryggisráðið taki málið til meðferðar. Þannig verður mjög erfið prófraun lögð fyrir það bandalag Sam- einuðu þjóðanna, sem svo marg ir hafa bygt vonir sínar á. Oft hefir veríð á það bent und anfarna daga, að mikils mis- skilnings hefir gætt um ýms málefni. Dæmi um slíkan mis- skilning er það, að okkur er sagt að núverandi ríkisstjórn Bretlands byggist ekki á lýð- ræðislegum grundvelli, sökum þess, að meðlimir stjórnarinnar tilheyri aðeins einum flokki; um sama leyti og ríkisstjórnir Póllands, Rúmeníu, Búlgaríu og annara landa sjeu skipaðar fulltrúum margra flokka. En þetta getur einnig átt við um Bandaríkin, en þar situr eins og kunnugt er einn flokkur að völdum, sem hefir allt fram- kvæmdavald í höndum sjer. Ljeleg rök. En þegar þessi rök eru borin fram, þá er þess ekki gætt, að lýðræðisstjórnir -eru bj'gðar á frjálsum kosningum. Þar kýs fólk frjálslega og eftir eigin geð þótta, þá flokka sem það vill helst hafa við völd. Þar hefir og fólkið rjett til þess að gagn- rýna flokka sina og stjórnina, og getur br&ytt henni með stjórnarskrárlegum aðferðum, hvenær sem því sýnist. Það er varla hægt að kalla það lýð- ræðislegar kosningar, þar sem frambjóðendui' aðeins eins flokks fá að koma fram, og þar sem kjósandinn hefir ekki einu sinni leynilegar kosningar til þess að vernda sig. Slíkum misskilningi mun verða rutt úr vegi, þegar menn eru komnir yfir yfirstandandi erfiða tíma og ef þjóðir Breta, Bandaríkjamanna og Riissa fá að umgangast í fullu frelsi og sjá hvernig allt er hver hiá ann- arri, og hve?nig farið er að hlutunum í þessum þrem ríkj- um. Vafalaust höfum við allir mikið hver af öðrunr að læra. Jeg gleðst yfir því, að lesa í blöðunum, að það hafa aldrei verið fleiri rússnesk skip í New York höfn en í kvöld. Jeg er viss um það, að þið veitið rúss- nesku sjómönnunum góðar mót tökur í landi frelsisins og heima landi hinna hraustu. Vinátta Breta og Bandaríkjanna. Nú sný jeg mjer að öðrum hluta boðskapar míns, — sam- búðinni milli Breta og Banda- ríkjamanna. Undir henni er komið líf og frelsi veraldarinnar. Samband hinna sameinuðu þjóða hætti að vera raunvffruleiki, ef þess- ar þjóðir vinna ekki saman í fyllstu einingu. Ef svo er ekki, getur enginn treyst bandalag- inu, og þá rekast aftur á þjóða- og þjóðernahagsmunir, sem komið hafa okkur út í tvö hrylli leg stríð. Jeg hefi aldrei beðið um hernaðarbandalag Breta og Bandaríkjamanna, eða samn- inga um slíkt. Jeg bað um allt annað, og að vissu leyti meira. Jeg bað um bræðralag, •— frjálst bræðralag gert af fúsum vilja. Jeg efast ekki um að það verði til, það er eins víst og sólin kemur app í fyrramálið. En það þarf enga samninga til þess að láta í ljósi eðlilegar kendir, sem bróast af bróður- legu sambandi. Hinsvegar væri það rangt að gengið væri fram- hjá þessari staðreynd, eða húa dulin. Það getur ekkert varnað þjóð’ um vorum að verða stöðugt hvor annari nátengdari, og ekk- ert fær skyggt á þá staðreynd, að meginvon mannkynsins um frið á jörðu og velþóknun yfir mönnunum liggur í þessu sam- bandi. Þakklæti, Jeg þakka yður af hjartans innsta grunni fyrir all góðvild yðar og gestrisni í minn garð, meðan .jeg hefi dvalið hjer Rödd mín er ekki fyrsta rödd- in, sem hljómað hefir vegna málstaðar frelsis og friðar í yð- ar víðlenda veldi, nje heldur mun hún verða hin síðasta, sem hinir frjálslyndu Bandaríkja- menn vilja láta til sín heyra. Jeg kom til yðar, þegar Bandaríkin standa á hátindi veldis síns og hátignar, mesta veldis og hátignar, sem nokkur þjóð hefir hokkru sinni náð, síð an rómverska ríkið leið. Þetta leggur Bandaríkjamönnum skyldur á herðar, skyldur, sem ekki er hægt að bregðast. Með tækifærunum keinur á- byrgðin. Okkur er öllum veitt- ur styrkur er við þurfum að þjóna göfugum málstað. Við i breska heimsveldinu viljum standa við hlið yðar í voldugri og tryggri vináttu og sam- kvæmt sáttmála hinna samein- uðu þjóða, og saman er jeg viss um að okkur hepnast að lyfta bölvun ófriðarins af mannkyn- inu, og einnig bölvun harð- stjórnarinnar. Þannig mun stöð ugt verða breikkaður sá vegur, sem hinar stritandi miljónir geta gengið eftir til hamingju og frelsis. Brjef Framh. af bls. 6. eða minnsta kosti leiðtogar þess segja að hver styrjöld sje háð til þess að enda styrjaldir: Aldrei framar stríð. En þegar nokkrir mánuðir eru liðnir eru hin fögru loforð gleymd og skriðdrekarnir farnir að bruna aftur. Það hefir heyrst í frjett- um, að braskarar nokkrir í Bandarikjunum hafi reynt að æsa fólk til þess að grafa upp fallna Bandaríkjahermenn um allt Kyrrahafssvæðið, til þess að græða á heimflutningi þeirra. Ekki hefi jeg getað kom ist að því, hvort nokkuð hefir orðið úr þessu, en þykir þrátt fyrir allt ólíklegt, að þetta hafi verið gert. Það var lengi eitt af siðferðiboðum mannkynsins, að raska ekki ró framliðinna. Nú þykir það dygð að grafa sem flesta upp og róta sem mest i hinum rotnandi leifum. Hvert bendir þessi smekkur? P. K. ORÐ, ORÐ INNANTÓM NEWYORK: Meðan prestur einn í San Francisco var að halda fyrirlestur í kirkju sinni um það, hvernig verjast bæri eldsvoðum, brann allt þakið af kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.