Morgunblaðið - 26.03.1946, Síða 7

Morgunblaðið - 26.03.1946, Síða 7
Þriðjudagur 26. mars 1946 MORGUNBLAÐIÐ T - FRÁ WASHINGTON - Washington í mars. JÁRNBRAUTARLESTIN rölti af stað út úr Pensilvaniastöð- inni, við höfðum náð í þægileg sæti í einum vagninum, sem var þjettskipaður fólki, er virt- ist vera af öllum stjettum mann fjelagsins. Þarna voru nokkrir hershöfðingja'- sem auðsjáan- lega .voru að koma heim úr stríðinu, það lá vel á konun- um þeirra, þær voru að skoða nýju armböndin sín og háls- menin, er þeir höfðu fært þeim austur frá Kína eða Síam, svo voru líka óbreyttir hermenn í sjöunda himni. yfir því að vera að koma heim eftir langa og stranga útivist. Rosknir kaup- menn voru að nlaða í reikning- Um yfir vörur, er þeir höfðu keypt í New York og ungu stúlkurnar virtust ánægðar með nýju kjólana sína og kápurnar. Beint á móti okkur sátu tvær miðaldra konur bláar og búldu leitar og svo ófríðar að fádæm- um sætti. Þær virtust nýkomn- ar úr hitabeltislöndunum í Afríku, svartar sem bik nema tennurnar, þær skotruðu hýru auga til blámannanna, sem voru þarna á ferð og fíugi að bjóða varning sinn — vistir öl og slíkt. — Lestin þaut áfram, stansaði lítið 1 stórborgunum Philadelphiu og Baltimore og ekkert í þorpunum, sólin skein og landið var fagurt og frítt, skógar, vötn og akrar og eftir fjögUrra tíma ferð brunaði lest- in inn í stöð'na í Washington það er stærðar holl, sem ekki verður með orðum lýst. Við náðum í töskurnar okkar og fylgdum straumnum eftir löng- um gangi 1 áttina til útidyr- anna. Ekki hófðum við gengið lengi er við mættum þeim Thor og Ágústu, sem einhvern veg- inn höfðu sloppið inn í stöð- ina, þau fögnuðu okkur vel og hjeldum við nú út í bílinn, sem beið við hliðið. Annar bæjarbragur. Var nú ekið framhjá Capi- tolio, Hvíta húsinu, Washing- tonnálinni og fjölda stórhýsa, myndastyttum og skemtigörð- um og sáum við strax að hjer var ólíkt um að litast, annar bragur á öllu en í New York, húsin lægri. dreifðari og Eftir ing Fyrri fallegri, ekki eins mikil læti og gauragangur, titirnir á trján um grænni og loftið ljettara. Massachusetts gatan er löng en loks komum við þó að Nr. 3839 — sendiherrabústaðnum — það er failegt og gott hús álíka að stærð og útliti og hús- in í kring, græn flöt með fögr- um trjám fyrir framan en trjá- garður og stór bílskúr bakatil. Við fengum lil íbúðar ágætt herbergi með tilheyrandi baði og öðrum þægindum, komum okkur vel fyrir og sáum fram- undan mjög notalega dvöl hjer hjá dóttur okkar og tengda- syni og þremur sjerstaklega efnilegum börnum þeirra. Næsta dag fór jeg svo að ráfa um göturnar í kring og virða fyrir m;er þennan fræga stað. Veðrið var gott þessa daga um miðjan nóvember, sólskin á daginn og að mestu logn, en dálítið andkalt á kvöldin, ekk- ert moldryk á götunum og eng- in Lundúnaþoka yfir bænum. Húsin eru falieg eins og áður er sagt og mikil tilbreytni í lögun þeirra og lit, víða mikið af trjám umhverfis þau en ann ars er útsýni eíki stórfenglegt, ' til fjalia sjest ekki vegna fjar- lægðar og misturs við sjón-' deildarhring, engin Esja, Snæ- fellsjökull nje Keilir og til sjáv ar sjest auðvitað ekki því bær- inn er langt inni í landi. Fólkið virðist vera mjög viðfeidið og greiðvikið, telur ekki eftir sjer dálitla fyrirhöfn við að segja til vegar og slikt, afgreiðsla í búðum, pósthúsum og veitinga- stöðum er hlýieg og frjálsmann leg. Vegir eru góðir, gangstjett- ir breiðar en vegalengdir mikl- ar svo það kemur sjer vel að mikið er um ökutæki. Flutningatæki, Mjer þótti einkennilégt að hjer er ekki reynt að „hringja á bíl“, eins og við köllum það heima, þar höfum við staðið við símann og hnngt á eina stöð af annari og oft fengið sama ólf Gíslason lækni grein svarið að bíll væri- ekki fyrir hendi og svo setið ráðalaus, hjer er ekki eytt tíma í þetta, maður fer bara út á götuna og veifar og kallar á leigubíl, sem framhjá fer — þeir eru auð- þektir af lit og öðrum merkj- um. — Skrítið í fyrstu að sjá mann standa á gangstjettinni, Hvíta húsið Myndastytta Georges Washingtons rjetta upp hendina, blístra og kalla ,,taxi“ og bíllinn stansar vanalega þótt eitthvað sje í honum af farþegum, ef hann er ekki fullsetinn, svo bætir hann við sig eins lengi og hann get- ur og kemur hverjum einum á sinn stað, að þessu eru þæg- indi og líklega einhver sparn- aður fyrir báða parta. Oft ber við að' einkabílar bjóði manni að sitja í eins og gengur og þekkist vel heima líka. Strætis- vagnarnir eru tvennskonar, sumir renna eftir sporbraut, en hinir eru venj’ulegir ,,Strætó“, eins og hjá okkur, nema stærri og sætin þægilegri, en iangt er frá að allir cái sæti, einkum vissa tíma dagsins. Gjaidið er 10 cent fyrir manninn en fyrir það er hægt að keyra langa vegu. Hjá vagnstjóranum er málmkassi á fæti, setur hver farþegi þar aurana niður um rifu og tekur ekki farmiða nema skifta eigi um ökutæki. Ef á þarf að halda skiftir vagn- stjórinn peningum, er þá títt að hann rjetti manni þrjú smá málmmerki fyrir 25 cent, er þá eitt af þeim sett í kassann, en hin geymd til síðari þarfa, er þetta nokkur sparnaður og eins sje jeg að margir eru með viku kort, er þeir aðeins sýna vagn- stjóranum, munu þau fást með töluverðum afslætti. Umferðin. Á aðalgötum þar sem mikil er umferð eru ljósmerki sem stjórna umferðinni, er það til mikils öryggis þegar fara skal yfir fjölfarna. götu, í mestu verslunarhverrunum safnast fólkið, sem barf að fara yfir götuna, saman á gangstjettinni og allir horfa á rauða Ijósið, sem blasir við, svo þegar {^æna ljósið birtist leggur flokkurinn af stað og kemst heilu og höldnu yfir, en veggir myndast af bílum og strætisvögnum á báða bóga, græna ljósið gerir kraftaverk, það klýfur um- ferðarstrauminn eins og Moeses Rauðahafið forðum, svo fólkið gæti komist farsællega yfir milli veggjanna. Jeg held að umferðaslys sjeu fátíðari hjer en heima tiltölulega, virðast þó vagnarnir fara nokkuð hart stundum. Einn sunnudaginn brunaði bíll með okkur lang-a leið í suðvestur átt. lá vegurinn í mörgum bugðum upp á háa hálsa eða fjöll, landið er fagurt og gróður fjölbreytilegur, en við nutum ekki góðs útsýnis, því þoka huldi láglendið að nokkru og bótti okkur það slæmt, samt höfum við ýmis- legt tií að dáðst að t. d. veg- inum, sem er snildarlegur og þó aðeins byggður fyrir fólk, sem fer til fjallanna iil að hressa sig og njóta fegurðar og fjalla- lofts. Á heimleiðinni hittum við ágætan friðsælan veitinga- stað, við ræiur fjallanna og fengum þar góðan miðdagsmat, veitingafólkið var mjög stima- mjúkt við okkur og sýndi ails- konar lotningarmerki, mun það hafa sjeð á okkur að við vorum afkomendur fornra Sækon- unga. Við skildum vel og heiðarlega við þessa litlu Para- dís og þeystum heimleiðis. I kirkju. I kirkju fórum við annan sunnudagsmoi'gun það var hægðarleikur því að sjáif dóm- kirkjan — Washington Cath- edral stendur hjer stutt frá. Iiún á feyknastóra lóð og sanda á þessu svæði ýmsar byggingar svo sem skólar, biskupshús, skrautgarður, lík- lega kallaður biskupsgarður o. s. frv. Kirkjan er enn i smíð- um og hefir verið það í ca 30 ár og virðist eiga iangt í land, hún verður fádæma falleg. Nokkurskonar meðhjálpari tók á móti okkur þá inn var korn- ið og vísaði okkur til sætis, söngurinn var góður og' fram- koma prestsins virðuleg, en ræðuna heyrðum við ekki vel, því salurinn er mjög stór og ekki laus við bergmál, prest- arnir virðast leggja mikla á- herslu á að hvetja menn til friðar, samvinnu og bræðra- lags og mun ekki vanþörf. I lok meásunnar var gengið með safnbauk fyrir hvern mann er nota skyldi íækifærið til að gefa fyrir sálu sinni. Á eftir stóð svo presturinn nálægt prjedikunarstómum og gekk margt af kirkjugestunum til hans og þakkaði fyrir kenning- una. Við gengum um alt þetta veglega guðshús og skoðuðum það, skrautið er mikið, mál- verk og ofnir og útsaumaðir dúkar, gull og silfurmunir og slíkt og margir kirkjusalir eru i byggingunni hver upp af öðr- um og hver við hliðina á öðr- um svo nokkrir prestar gætu haldið þarna guðsþjónustu sam tímis. I sal nær anddyrinu er nokkurskonar búð^ þar sem seld eru guðrækilegar bækur og kort, helgimyndir og kross- ar og margt bessu líkt Þessu næst gengum við um biskups- garðinn og nutum fegurðar hans í sólskininu. Smithsonian-safnið. Ingólfur Thors, dóttursonur okkar 15 ára, sagði einn morg- uninn nýlega: „Jeg skal nú skreppa með ykkur, afi og amma, á Smithsonian safnið“. Við þáðum þetta og hjeldum, sem leið liggur, með „strætó" langt niður í bæ, fórum út úr vagninum skamt norðan við Washingtonminnismerkið, göng um meðfram Smithsoníangarð inum ■— stór skreyttur fer- hyrndur "flötur, nokkurskon- ar Austurvöllur, bara marg- falt stærri, sunnan við hann eru rauðbrúnar byggingar og norðan við hann gleitt skemti- legt stórhýsi, hún þessi og ýms fleiri tilheyrandi þessu geysi- mikla safni, sem er kent við James Smithson, enskan mann, er dó árið 1829, hann gaf eigur sínar til að stofna þetta fyrir- tæki, sem e- ekki emgöngu safn heldur lika vísindaleg stofnun undir valinni stjórn, að aukaj og útbreiða þekkingu manna á öllum hlut- um milli himins og jarðar. Jeg er sannfærður um að þótt dug- legur grúskari verði langri æfi til að skoða þessi söfn, þá kæmi hann því ekki í verk svo vel væii. Við lögðum leið okkar inn í rauðbrúrta húsið fyrst, litum á frægar flugvjelar sem hanga þar í lofti, þar á meðal Lindberghs flugvjel, búninga húsmæðra í Hvíta húsinu t. d. Mörthu Washington og ósköpin öll af öðrum búningum frá eldri tímum og svo varð okkur starsýnt á angar raðir brons- líkneskja af stjórnmálamönn- Framhald á bls. 12 Þinghúsið i Washington

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.