Morgunblaðið - 26.03.1946, Side 16

Morgunblaðið - 26.03.1946, Side 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: ÁSTANDIÐ í AUSTURRÍKI. Sunnan eða suðvestan stinn- ingskaldi. Smá skúrir. Þriðjudagur 26. mars 1946 Svíþjóðarfarar Armanns Þetta er kvenfimieikaflokkur Ármanns, sem tekur þátt í fimleikamóíi í Gautaborg í Svíþjóð, er hefst 4. apríl n. k. — Á mvndinni eru (tali5 frá vinstri): — Jón Þorsteinsson, íþróttakenn- ari, Katrín Ármann, Gerður Sigfúsdóttiv, VilfríSur Gtiðnadóítir, Inga Árnadóttir, Guðrún Niel- sen, Sigríður Bjarnadóttir, Sigríður Gunnarsdó+tir, Hulda Guðmundsdóttir, lnga Guðmunds- dóttir, Þóra Stefánsdóttir, Auður Jónsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Sigríður Arnlaugsdóttir og Hukla Gígja. (Ljósm.: Sig. Norðdakl). ísvarinn fiskur seldur fyrir um 5 millj. kr. 24 skip seldu í vikunni sem leið * ————— í VIKUNNI sem leið seldu 24 íslensk skip afla sinn á Englands-markað. Afla- og söluhæsta skipið var að þessu f.inni bv. Júpiter frá Hafnarfirði, er seldi rúml. 3900 kits, íyrir rúm 15,600 sterlingspund. Samanlagt magn fiskjarins var 41,475 kits, er selt var ryrir samtals 193,813 sterlingspund, eða í íslenskum krónum Norðnrenn bjóða að senda hingað Mundt-sýningu FJELAG ísienskra myndlista manna hefir nýlega fengið skeyti frá Lárusi Pálssyni leik- ara, sem nú dvelur í Oslo, þar sem hánn skýrir frá því, að Muneh-nefndin norska bjóðist til að senda hingað málverk eftir Edward Munch til sýning- ar hjer á landi. Þessi sýning verður sýnd um öll Norður- lönd. Stjórn myn-llistarmannafjel- agsins svaraði því að það ýrði þegið með þökkum að fá hing- að Munch-sýningu, en ekki v.eri hægt að taka á móti sýn- ingunni fyr en í september í haust vegna þess að búið er að ákveða aðrar sýningar í Sýn- ingarskálanum þangað til. Hefir enn ekki borist svar uin hvort Munch-nefndin get- ur sent sýninguna í septém- ber. Ásgeir Jónasson, skipsfjóri, íátmn ÁSGEIR JÓNASSON, skip- stjóri, frá Hrauntúni í Þing- vallasveit, lést í Landakots- spítala aðfaranótt sunnudags, 61 árs að aldri. Ásgeir hefir verið í þjónustu Eimskipafjelags íslands allt frá stofnun þess. Hann var stýri- maður á ýmsum skipum fje- lagsins frá 1915 til 1926, er hn.nn varð skipstjóri á e.s. Sel- foss. Hann var skipstjóri þess skips, þar til Eimskip festi koup á e.s. Fjallfoss, en skip- stjóri þess var hann þar til síð- ari hluta árs 1945. Ný kvifemynd með Gnnu Borg og PoulReumeri NÝJA BÍÓ hefir fengið danska kvikmynd, sem þau Anna Borg o° Poul Reumerf leika aðalhlutverkin í og yerð- ui hún sennilega frumsýr.d hjer í Jiessari viku. Kvikmynd þessi heitir á dönsku „Afíæren Birte“ og verður nefnd ,Siðferðisglæpur“ á íslensku. Efni myndarinnar er eins og íslenska nafnið bend ir til um siðferðisglæp. Mun efni myndarinnar vera bygt á sannsögulegum viðburði, sem gc-ðist í Kaupmannahöfn fýrir nokkrum árum. Þetta er mjög merkileg kvik- mynd í sinni röð þó vanda- mál það, sem kvikmyndin fjall'- ar utn sje, sem beturPfer ekki algengt hjer á landjjp^. FARIÐ AÐ FÆKKA LONDON: Nýlega kom breska beitibkipið Ajax til Chatham. Á skipinu voru að- eins brír mcnn, sem verið höfðu á skipinu árið 1939, ér það lenti í orustunni við þýska vasaorustuskipið Graf Spee. 5,056,581,17. Flest skipin seldu í Fleet- wood, 14, hin skipin seldu ým- ist í Grimsby, Hull eða Aber- deen. Fleetwood. Þar seldu 14 skip afla sinn cg eru þau þessi: Es. Bjarki seldi 1971 kits, fyrir 7,030 sterl ingspund. Es. Huginn seldi 1813 kits, fyrir 7,230 pund. Ms. Kristján seldi 1297 kits, fyrir 5,110 pund. Ms. Pdchards seldi 1187 kits, fyrir 4,180 pund. Es. Ólafur Bjarnason seldi 1855 kits, fyrir 7,291 pund. És. Ald- en seldi 1132 kits. fyrir 4,463 pund. Ms. Sæfari seldi 962 kits„ fyrir 3,248 pund. Ms. Rifsnes seldi 1855 kits, fvrir 6,732 pund. Ms. Dagný seldi 1584 kits, fyrir 4.876 pund. Ms. Gunnvör seldi 1416 kitr, fyr- ir 5,363 pund. Ms. Eldborg seldi 2933 kits, fyrir 11,531 ):und. Maí seldi 2980 kits. fyr ir 11,701 pund. Helgafell seldi 292_9 kits, 'fyrir 11,435 pund pg ms. Capitana seldi 2956 kits, fyrir 9,859 pund. Grimsby. Þar seldu þessi fjögur skip: Ms. Fanney seldi 1551 kits, i'yrir 6,104 pund. Júpiter seldij 3986 kits, fyrir 15,643 pund. Gylfi seldi 2908 kits, fvrir 11, 475 pund og ms. Siglunes 2010 kits, fyrir 7,937 pund. Hull. Þrjú skip seldu afla sinn þar, þau: Ms. Fell seldi þar fyrir 9,550 pund. — Ekki er vitað um hversu afli þess var mikill. Haí'steinn seldi 2812 kits, fyrir 10,859 pund og Kári seldi 2924 kits, fvrir 11.451 pund. Aberdeen. Þar seldu þessi þrjú skip: Ms. Rúna seldi 1347 kits. fyr- :r 5,349 pund. Ms. Sleipnir seldi 1041 kits, fyrir 4,048 pund og Haukanes sem seldi 2911 kits, f'yrir 11,338 pund. HOfarjregar með „Drottningunni" DRONNING ALEXANDRINE fór í gærkveldi áleiðis til Kaupmannahafnar. Þar á með- al voru 30 sjómenn, sem eru að sækja vjelbáta, fimleikastúlk- ur Ármanns og nokkrir útlend- ingar. Meðal farþega voru m. a.: Emilía Borg leikkona, Theodor Johnson veitingamaður, Árni Einarsson kaupmaður, Kjartan Ólafsson rakari, Magnús Thor- lacius, Guðmundur Loftsson og frú, Lárus Blöndal bóksali og frú, Cecilia Helgason, Björn E. Árnason endurskoðandi, Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og frú, Jón Dahlmann, Óskar B. Er- lendsson lyfjafræðingur, ung- frú Jóhanna Sigurðurdóttir, ungfrú Margrjet Kristinsdóttir, Ágústa Thorberg, Eyjólfur Jó- hansson rakari, H. Biering kaupmaður, Baldvin Ryel kaup maður, Oddur Jónsson og frú, Einar Einarsson. Með skipinu fóru um 300 tunnur af lýsi á vegum Rauða krossins. MANNTAL í FRAKKJANDI LONDON: Fyrsta marintal í Frakklandi síðan 1938 var tek- ið þann 11. mars s. 1. Mun ár- angurinn brátt verða birtur. TÍU ÍRAR HANDTEKNIR LONDON: Nýlega hafa 10 ungir írar verið handteknir í Dublin, sakaðir um undirróður gegn ríkinu og stjórninni. Þá minnist hún á það, er Munksgaard tók að gefa út ljós prentanir af ýmsum íslenskum skinnbókum. Þá segir hún að íslendingar hafi einkum unnið fyrir Dani er þeir hafi starfað að handritunum, eða þá Svía og Norðmenn. Frúin óskar að neitað verði að afhenda handritin, en tel- ur þó að lána mætti til íslands hin yngri handrit í safni Árna Magnússonar, svo fremi að þau hafi aðeins þýðingu fyrir íslend inga, en ekki Norðurlandaþjóð- irnar í heild. Telur hún láns- tímann mega vera 25 ár. Snýr sjer að sijórnmálunum. Síðan tekur frúin áð ræða um hina stjórnmálalegu hlið málsins og segir að sumir haldi því fram, að það muni styrkja vináttu og góða sambúð þjóð- anna, ef handritin verði afhent. Telur hún Dani almennt ekki geta skilið slíkt’ og segir: „Það Kviknar í að Sunnuhvoli UM KLUKKAN 11 í gær- morgun kom upp eldur í kjall- ara undir íbúð að Sunnuhvoli við Háteigsveg. En íbúð þessi er sambyggð fjósinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var talsverður eldur í kjallaranum og mjög mikill reykur í fjós- inu. Varð að hleypa út einum 20 stórgripum til þess að forða þeim frá köfnun. Slökkvistarf- ið var ekki miklum erfiðleik- um bundið og eldurinn fljót- lega slökktur. Skemdir urðu ekki miklar. Skíðamóti Reykja- víkur lýkur á sunnudaginn SKÍÐAMÓTI Reykjavíkur lýkur n. k. sunnudag. Verður þá háð kepprn unglinga frá 13 til 15 ára. Skátafjelag Reykja- víkur sjer um þenna hluta móts ins og fer það fram við skálá fjelagsins Þrymheim í Hengla- fjöllum. Keppt verður í bruni. stökkl og svigi, og hefst keppnin kl. 1 e. h. skarð, sem íslendingar rufu í gott samkomulag þjóðanna með sambandsslitunum, verður ekki fyllt með þvi, að við látum meira af hendi. Nei, mínir góðu íslendingar, þið komuð íúalega fram, og ef þið óskið að bæta fyrir það, þá sýnið vinsemd. Bjóðist til þess að bætta við þessar sífeldu kröfur um hand- rit, sem við eigum með öllum rjetti, •— það gæti fyllt skarðið nokkuð. — Ef íslendingar gefa það í skyn, að framgengt kunni að fást kröfum um fiskveiðar Færeyinga við ísland, sje skjöl unum skilað, þá ber áð hafná öllum slíkum málaleitunum. —i Kannske óska sumir stjórn- málamenn eftir því, að þægja í einu tveim bjóðum, sem áður lutu Dönum, og sem er þó næsta erfitt að gera til hæfis. Slíka stjórnmálamenn vil jeg biðja að muna eftir að það er; ógjörlegt að kasta á glæ erfða- hlut, sem varpar ljóma yfir Danmörku. „Þi9 komuð lúalega fram" Skcsmmir um íslend- inga í Berlingske „Handritin varpa Ijóma yfir Danmörku" Kaupmannahöfn í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. LIS JACOBSEN dr. phil. ritar grein í Berlingske TidendQ um handritakröfu íslendinga og segir að fyrir henni sjeu engar lagalegar, siðferðislegar og stjórnmálalegar heimildir. Frúin heldur aðallega fram rökum, bæði rjettarlegum og siðferðileg- um, sem áður hafa komið í ljós. Hún ræðir t. d. allmikið um það, hversu Danir hafi unnið mikið úr handritunum, ræðir t. d. verk Rasks og Kaalunds í því sambandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.