Morgunblaðið - 31.03.1946, Side 7

Morgunblaðið - 31.03.1946, Side 7
Sunnudagur 31. mars 1946 MORGUNBLAÐIÐ % SJÖ'TUG UR Stein.gnm.ur Matth.La.sson, læknir Á MORGUN 31. marz er Steingrímur Matthíasson læk nir, sjötugur. Hann hefur nú um allmörg ár dvalið erlend- is og starfað þar sem læknir. En hann hefur oft sýnt með því, sem hann hefur ritað á þessum árum að hugur hans er hjer heima hjá okkur og hjer á hann heima, hjer nýt- ur hann sín best og hjer er hans rjetta starfssvið. Við vinir hans vonumst líka eftir því að sjá hann alfluttan heim. Á þessum merkisdegi æfi sinnar hvarflar efalaust hug- ur hans heim til ættjarðarinn- ar til ættingja og vina og hinna mörgu velunnara, því ekki getur ástsælli mann en Steingrím. Jeg er líka sanfærður um, að á þessum degi sendir fjöldi landsmanna honum hlýjar kveðjur að minnsta kosti í huganum og vonast eftir að sjá hann og heyra og fagna komu hans. Mjer, sem þessar línur rita, hefur jafnan fundist á okkar langa viðkynningu og vináttu íímabili, sem geislar hrein- leika, friálslyndis og góðleika stöfuðu af Steingrími. Er það og mjög að vonum, því eplið fellur ekki langt frá eikinni, því hann er sonur vors ágæta þjóðskálds og arnfleyga and- ans manns Matthíasar Joch- umssonar. En hann dá allir þeir sem unna skáldskap og háleitum hugs^mu'm. Stein- grímur heitir líka eftir öðru ágætu þjóðskáldi voru, Stein- grími Thorsteinssyni rektor rnentaskólans um langt skeið og oft fylgir gifta nafni. Stein- grímur læknir hefur líka sýnt það með ritsmíðum sínum, að í æðum hans rennur skálda blóð, þó ekki hafi hann ort annað en gamanvísur. Það sem einkennir alt sem Steingrímur skrifar er frjáls- lyndi, fjörugt hugsjónalíf sam fara sterkri tilhneigingu tii þess að fræðast og fræða aðra og breiða út þekkingu meðal landa sinna. Hann hefur haft sterka tilheigingu til þess að ferðast og leita að aukinni íræðslu, sjá með eigin aug- um, sannprófa og halda þvi sem gott er eftir boði Páls postula. Steingrímur hefur heldur ekki grafið pund sitt í jörðu, hann hefur af fremsta megni reynt að ávaxta það ineð því að útbreiða þekkingu á því sem hann taldi þjóð sína varða mestu. . sfst okkur skólabræðrum hans Um bekk vorn fjelaga vil jeg segja þetta, sem jeg veit sannast og rjettast, að jeg hygg óvanal. að með bekkjar- bræðrum myndist svo traust vinátta og innilegt bræðralag, sem enst hefur til þessa dags, innilegs saknaðar og sársauka verður vart, þegar einn og einn kallaður heim. En þann- ig hefur það verið með bekkj- avfjelaga okkar. Jeg minnist með gleði margra ánægjulegra stunda írá hinum mörgu skólaferð- um haust og vor. Við Stein- grímur og Ingólfur Gíslason vorum oft samferða í þessum íerðum, kom þá oft allmarg^ skemtilegt fyrir, sem vakti hlátur og gleði. Skáldleg kýmni beggja þessara ágætu fjelaga lagði þá oft til efni- viðinn til ánægjunnar. Sem læknir hefir Steingrím ur getið sjer hinn besta orð- stýr. Hann hefur reynst ágæt- ur skurðlæknir og gætinn. — Margir sem notið hafa hans lijálpar hafa haft orð á því við mig, að þeim hafi jafnan fundist sem björtum sólar- geisla hafi brugðið yfir er hann kom inn á heimili þeirra eða inn á sjúkrastofu, þar sem þeir lágu sjúkir menn. Hið milda bros hans dróg úr verki og hinn hjálpfúsa hönd hans. Steingrímur hefur verið hinn tíðförlasti til útlanda meðal íslenskra lækna. Jónas Ilallgrímsson segir um býin ,,Bera. bý bagga skoplítinn, hvert til húsa heim þaðan koma ljós hin logaglæstu á altari hins göfga Guðs“. Steingrímur hefur verið ið- :n eins og býin að safna þekk- ingar og viskumálum til þess að fræða alla sem heima sátu. Þeir sem eitt sinn hafa kynst Steingrími Matthíassyni verð ur hann hinnisstæður, svo að þeir gleyma honum aldrei. Veldur þessu hinn glaðværi en þó festulegi svipur hans, hin frjálsa hugsun og vakandi ahugi á starfi hans. 1922 heimsótti jeg hið heims iræga heilsuhæli í Battle Creek í Ameríku og stofnanda þess að stjórnanda mannvin- inn merka Kellogg lækni. Er jeg hafði kynt mig honum var fyrsta spurning hans um Steingrím. „Þekkið þjer dr. Matthíasson það er ágætis gáfu- og áhugamaður á lækn- ingum og mannheill. Hann hlýtur að vera leiðandi læknir a íslandi", kvað hann sig langa mikið til þess að sjá ís- land áður en hann dæi. Því miður varð nú ékki af því. Steingrímur Mathíasson er flestum íslendingum að öllu góðu kunnur bæði vestan hafs eg«austan, sem læknir og hinn frjósami fræðari um þau mál, sem líf og heilsu og andlega velferð varða. Jeg veit að allir landsmenn íagna heimkomu hans og óska honum langra lífdaga. En .’jerstaklega tel jeg ljúft og skylt að færa honum ham- ingjuóskir á sjötíu ára afmæli hans og bjóða hann hjartan- lega velkominn heim í okkar hóp á 50 ára starfsafmæli okk ar bekkjarbræðra og hlökkum til endurfunda. Jónas Kristjánsson. Enskir Barnavagnar og kerrur nýkomið. Vagnarnir eru stórir og rúmgóðir á háum hjólum. Sjerstaklega vand aðir. Verð kr. 499,00, kr. 577,00 og kr. 752,00. Minni gerð kr. 407,00. Ný sending af kerrum með lokuðum hlið- um og brettum yfir hjólum, einnig mjög vandaðar. Verð kr. 117,00 og kr. 186,00. Verksmiðjan Fáfnir f Laugaveg 17B. — Sími 2631. »<S>^<®><»«x>»<ííxSxíxSx<»<$kSx$xS><<$xSx»<.Sx$xS>3>«*$><$><S>^<®*»»^<$x®x$>»<$x»<$<£3x®^»^<$>^<$xS Við sambekkingar Stein- gríms kyntumst fyrst er við gengum upp í 1. bekk gamla latínuskólans eins og hann var kallaður 1890 er við byrj- uðum skólagöngu okkar. ■— Stéingrímur var þá meðal hinna yngstu í bekk okkar en andlega þroskaður „Þjettur á velli og þjettur f lund“ eins og hann átti ætt til. Það var eitt- hvað bjart og drengilegt yfir þessu fagra og fjörlega glaða ungmenni, sem laðaði að sjer alla, sem honum kyntust. ekki | Enskir ARINAR | !! (kamínur), fyrirliggjandi. | Arinbjörn Jónsson j !! heildverslun | ;; Laugaveg 39. — Sími 6003. j !♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦<»♦♦♦♦♦♦♦«>♦♦»♦«>»♦♦<«>»»♦<»♦♦♦« Einar Jónsson ú Mora- stöðum sjötugur EINAR Jónsson bóndi að Morastöðum í Kjós verður 70 ára í dag. Þar, sem Einar hefir verið á ferð, hefir gcður maður geng- ið. Langar mig þess vegna að senda honum kveðju mína, á þessum afmælisdegi hans og segja í stuttu máli þeim, sem ekki þekkja hann, ofur lítið um hann. Ættstofn hans á fasta og gamla rót þarna í dalrum. — Fyrir fjögur hundruð árum, er vissa fyrir því, að forfeður hans bjuggu í Mýrdal, sem nú er kallaður Miðdalur og er næsti bær við Morastaði. Voru það hjónin Ásdís Vigfúsdóttir og Jón Pólsson, bróðir Alexíusar ábóta í Viðey. sem þar var ábóti, þegar klaustrið v?r rænt 1539. Sonarsonur þeirra hjóna var Orrnur hinn gamli, sem var staðarráðsmaður í Skálholti, þegar Brynjólfur biskup kom til stólsins 1639. en síðar sýslu- maður og bjó í Eyjum. Fjórði maður frá Ormi svslumanni var Guðmundur Þórðarson Gísla- 'sonar síðast á Neðra-Hálsi og fjórði maður frá Guðmundi, er Einar í Morastöðum. Hefir ætt stofn þessi verið allsterkur og ófúinn, enda margur fríður kvistur á honum vaxið og er Einar einn af þeim. Einar ólst upp við þröng kjör, því foreldrar hans, hjón- in Hallbera Pálsdóttir og Jón Einarsson í Skorhaga voru litl- um efnum búin. eins og flestir í þá daga voru. Hann byrjaði búskap snauður að fjármunum, en ríkur að björtum vonum. Hann átti bratta efnahagslega göngu fyrir höndum, en hann kleif þrítugan hamarinn og getur nú litið með sigurbrosi yfir farinn veg. Þegar hann flutti að Mora- stöðum árið 1908 fóðraði jörðin ekki meira en 3 kýr og 40—50 kindur. Nú fyrir allmörgum ár- um lá reið mín þar um dalinn, taldi jeg þá 13 kýr, sem rekn- ar voru til mjalta heim að Mora stöðum. auk þairra nokkur ung viði. Nú fóðrar túnið allan þennan hóp, enda er það orðið stórt, sljett og fallegt á að líta. Gamla, litla baðstofan er orðin að stóru og vönduðu steinhúsi. Við hli-5 þess ar allstór heyhlaða og því næst fjós og safngryfjur, alt vel gerðav. steinbyggingar. Það má enginn ætla að Einar hafi hjer verið einn að starfi. Árið 1904 gekk hann að eiga Guðrúiu Jónsdóttur frá Mora- stöðum, góða og duglega konu, sem lifði glöð og ánægð við hlið manns síns og kvartaðí aldrei þó að efnin væru lítil og gang- an erfið. Hún andaðist 20. f. m, og borin til hinstu hvíldar 1. þ. m. Útför hennar heiðraði rnik ill fjöldi ættingja og vina, sem jafnan munu blessa minningu hennar. Þau hjónin eignuðust 3 sonu og eina dóttur, sem til þroska komust. eru þau öll vel gefin og dugleg. Elsti sonurinn, Gunnar, sem lengst og mest hefir unnið með föður sínum að því að breyta kotbýli í góða og glæsilega jörð, hefir nú tekið við búsfor- ráðum og mun halda áfram að gera garðinn frægan. Mikill fjöldi góðkunningja, vina og frænda veit ieg, að senda honum hlýjar kvcðjur á þessum tímamótum æfi hans, þakka honum «amleiðina á liðn- um árum og óska honum bless- unar á ókomnum tímum. Einn af þeim langar mig að vera talinn. Sólm. Einarsson. Þakka hjartanlega heimsóknir, hlóm, skeyti og gjajir á sextíu ára ajmœlisdegi mínum, 28. mars s. I. Signý Eiríksdóttir, Hrísateig 4, Reykjavík. UNGLINGA rantar til a8 bera blaðið til kaapenda við Bárugötu Tjarnargötu Við flytjum blöðin heim til barnanna. Talið strax við afgreiðsluna. Sími 1600. Wcra un bla&iti «sXSxíxS><S><SxSk*^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.