Morgunblaðið - 31.03.1946, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.03.1946, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: INNFLUTNINGUR olíumál- Sunnudagur 31. mars 1946 Varhugavert myndahrask Á ÖÐRUM stað hjer í blað- inu í dag er minnst á það upp- átæki danskra farandsala, að hrúga hingað olíumyndum til sölu. Var fyrsta tilraunin gerð til þess fyrir nokkru og mun háfa orðið svo áhótasöm fyrir sölumennina að í dag er fitjað upp á annari tilraun í stærri stíl. í gær birtist hjer í dagblaði auglýsing, sem var svo ósvífin að orðalagi að leitun mun vera á öðru eins. Þar er komist þannig að orði, að tilætlun auglýsendanna er auðsjáanlega sú að hafa áhrif á fullkomna fábjána. Þar er sagt, að „mikil cg sjerstæð málverkasýning“ hyrji í dag hjer í bænum, „þar sem sýnd eru meðal annars nokkur af frægustu verkum hinna gömlu heimskunnu mál- ara(!)“. Minna má ekki gagn gera. En auglýsendur eru svo nærgætnir við sjálfa sig, að geta ekki naíns síns í sam- bandi við sýningu þessa „fræg- ustu verka“ hinna „gömlu heimskunnu“ o. s. frv. En manni skilst að nöfn' þeigra sje að finna í 3. dálki á 4. síðu Vísis, þar sem talað er um yæntanlega „danska sýn- ingu“, er opna eigi hjer í dag og sje sölusýning. Þar er rninnst á nokkra danska mál- ara, en enga heimskunna. í greininni er þess ennfremur getið, að höfundar ýmsra þess- ara mynda hafi átt hlutdeild í stofnun hins íslenska mál- verkasafns. Með öllu er það óskiljanlegt, hvað það kemur þessari sölu- sýningu við. Þó þessir málarar hafi gefið eitthvað af verkum sinum hingað fyrir 60 árum, sem þeir trauðla hafa komið í verð, er engin ástæða til að örfa Reykvíkinga í dag til að láta farandsala selja hjer mynda- skran fyrir margfalt verð. Allra síst þar eð þeir virðast, -eftir auglýsingum sínum að dæma, vera á svipuðu stigi og cirkusleikarar, er hafa apa- og slöngusýningar sjer að at- vinnu. Hiilercæska handlekin London í gærkveldi. FRÁ HERFORD í Westfalen í Þýskalandi b?rast þær fregn- ir í kv <ld, að bresk og amerísk leynilögregla hafi handtekið leiðtoga allvíðtækrar leyni- hreyfingar Þióðverja á ■ her- námssvæðum Breta og Banda- ríkjamanna á Þýskalandi. Var þetta opinberlega tilkynnt í dag. — I til]rynningunni seg- ir, að handteknir hafi verið sex leiðtogar hreyfingaf, sem í voru að mestu leyti piltar og stúlkur úr Hitlersæskunni og samfjelagi þýskra stúlkna. Einnig segir í tilkynningunni, að fólk þetta hafi stofnað með sjer fjelagsskap til þess að flýta viðreisn Þýskalands aftur. ■—Reuter. Nash 1946 Þessir bílar, sem eru á þessari mynd, eru jyrstu ame- rísku bílanir af smíðaári 1946, sem hingað flytjast. Þeir fíilmar Fenger og Jón Sigurður Guðmundsson, verslunar- menn, komu með þá með sjer nú fyrir nokkrum dögum. í Ameriku hafa þeir dvalið rúmlega 4 ár. Mörg þægindi eru í bílum þessum. Fullkomnasta lofthreinsunar- og hitunartæki. T. d. er ekið er í sandstormi og vagninn þá að sjálfsögðu lokaður, verður þess ekki vart inni í bilnum. Loftið hreins- ast í sjerstaklega gerðum tækjum. Þá er hœgt að breyta cftursœti og farangursgeymslu á mjög einfaldan hátt í rúm, sem. 3 til 4 geta sofið í. Þá hafa margar aðrar endurbætur verið gerðar, sem of langt e að telja hjer. Ljósm. Morgunblaðsins Friðrik Clausen. Bærinn tekur 12 milljóna kr. lán til byggingar túrbínu- stöðvar o.fl. LANDSBANKI ÍSLANDS hefir sent Reykjavíkurbæ til- boð um að ábyrgjast sölu á skuldabrjefum, að upphæð sam- tals 12 milljónir k-róna. En lán þetta verður veitt til bygg- ingar fyrirhugaðrar eimtúrbínustöðvar við Elliðaár og til fyr irhugaðra aukninga á innanbæjarkerfi Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Bæjarráð samþykti, með 3 samhljóða atkvæðum Sjálf- stæðismanna, á fundi sínum í fyrradag, að taka þessu tilboði bankans. 4%skuldabrjef. Skuldabrjefin eru veitt í tvennu lagi. Annað til bygg- ingu varastöðvarinnar og eru það 4% skuldabrjef til 20 ára, að upphæð sjö milljónir kr. Hin skuldabrjefin eru sömu- leiðis 4% brjef, til 10 ára, að upphæð fimm milljónir kr. Bankinn krefst ábyrgðar- þóknunar 2%. Aukning kerfisins. í hinni fyrirhuguðu aukn- ingu rafmagnskerfisins hjer innanbæjar, er einn liðurinn sá, að reist verði aðveitustöð, fyrir vestasta hluta Reykja- víkurhafnar og ysta hluta Sel tjarnarnes. Gert er ráð fyrir að stöð þessi verði vestur við Kaplaskjólsveg. Aðveitustöð þessi hefir í för með sjer aukið öryggi fyr ir alt kerfi bæjarins. Þá mun kerfið í heild verða styrkt, vegna aukinnar orku frá túr- bíustöðinni og fyrirhugaðri viðbótarvirkun Sogsvirkjun- arinnar. Eimtúrbínustöðin. Um s. 1. áramót hóst undir- búningur að byggingu eimtúr bínustöðvarinnar og hefir því verki verið haldið áfram síð- an. Er svo ráð fyrir gert, að byrjað verði að steypa grunn stöðvarinnar eftir um það bil hálfan mánuð. Því verki mun verða lokið um miðjan maí. Þegar því er lokið, verður byrjað að setja niður ketil stöðvarinnar. Það verk mun taka 3 til 4 mánuði. Efni til ketilsins er væntanlegt í næsta mánuði. Þessu næst verða undirstöð ur veggja steyptar. Efni til hússins er væntanlegt í júlí, en það er járngrind, sem fljót legt er að setja upp. Síðan verður klætt utan um grind- ina. Mun húsið sjálft verða fullsmíðað í ágúst eða septem ber n. k. Á þessum tíma eru svo væntanlegar hinar ýmsu vjelar stöðvarinnar, sem sett ar verða niður jafnóðum og þær koma. Samkvæmt upphaflega fyr irfram gerðri áætlun, átti stöð þessi að vera tilbúin til notkunar í okt. n. k., en verk- föllin í Bandaríkjunum hafa haft í för með sjer tafir á smíði vjela og er talið að stöð in muni taka til starfa í nóv. eða desembgr n. k. Kaupir bærinn „Sólheima? BÆJARRÁÐ hefir samþykkt að mæla með því, að Reykja- víkurbær kaupi húseignina Tjarnargötu 35, en þar starf- rækja þrír læknar sjÚKrahúsið Sólheimar. Læknar þessir hafa sent bæjarráði brjef, þar sem þeir bjóða bænum húsið til kaups. En þeir hafa ráðstöfunarrjett á því til 14 maí n- k. Segir svo m. a. í brjefi lækn- anna, að kaup þessi skuli fara fram með það fyrir augum, að þeir geti rekið þar áfram sjúkrahús. eins og þeir hafa gert á undanförnum árum. Eða nánar tiltekið, til þess tíma að nýtt sjúkrahús, er þeir hyggj- ast byggja og væntanlega verð- ur að mestu lokið innan hálfs annars árs. Hið nýja sjúkrahús þeirra verður reist á túnunum fyrir sunnan Flókagötu Er það all- stór lóð er Reykjavíkurbær hef ir úthlutað þeim, Sjúkrahúsið verður mjög vegleg bvgging. Þar verða sjúkrarúm fyrir allt að 100 sjúklinga. Að sjálfsögðu verður það búið hinum full- komnustu tækjum. Drengur fótbrotnar í GÆRDAG vildi það slys til skamt frá Laugarnesskóla, að lítill drengur, Bjarni Böð- varsson, til heimils Efstasundi 54 varð fyrir bifreið og fót- brotnaði mjög illa. Haraldur litli var á reið- hjóli og var að mæta bíl, ætl- aði hann að hemla reiðhjól- inu, en hemlar þess munu hafa verið slæmir. Bifreiðar- stjórinn reyndi eftir getu, að afstýra slysinu, og ók hann bifreið sinni út af veginum, en alt kom fyrir ekki. Dreng- urinn lenti með annan fótinn undir bifreiðinni og brotnaði hann illa, opið brot, og skurð á fótlegginn yfir brotinu. Bjarni er 11 ára gamall. Hann var fluttur í Landsspít- alann. Honum leið vel eftir atvikum í gærkvöldi. 6áf vantar í GÆRKVÖLDI var Ivst eft- ir vjelbátnum Egill Skallagríms son frá Bíldudal. Hafði bátur- inn farið í róður í fyrrakvöld, frá Bíldudal, en ekkert til hans spurst síðan. Talið yar senni- legt að báturinn hafi lagt lóð- ir sínar út af Patreksfirði. Voru bátar, sem vovu á leið þangað beðnir að skyggnast eftir bátn- um. Veður var ekki siæmt á þessum slóðum. LONDON: í Núrnberg var lögð fyrir Göring fundargerð frá stjórnarfundi, sem hann átti að hafa setið árið 1940. Göring neitaði að fundargerð þessi væri sannleikanum sam- kvæm. Rúmlega 200 skíðum úthlutað til skólabarna Skíðadagurinn á morgun SJÓÐSTJÓRN Skíóasjóðs skólabarna í Reykjavík hefir nú fengið 240 skíði fyrir börn, frá Svíþjóð og munu þau verða afhent barnaskólum bæjarins áður en langt um líður. Jónas B. Jónsson, fræðslu-* fulltrúi Reykjavíkurbæjar skýrði blaðamönnum frá þessu í gærmorgun. Skiði þessi keypti Jónas B. Jónsson, er hann var í Svíþjóð á <j. 1. sumri, fyrir mjög hagkvæmt verð, e.n skíð- um þessum -'ylgja stafir og bindingar. Sjóðstjórnin ákvað kaupin í samráði við skóia- stjóra barnaskólanna. Eins og fyr segir eru í send- ingu þessari 240 skíði. íþrótta- fulltrúi ríkisins mun ráðstafa 60 pörum, til barnaskóla út um land, sem óskað hafa þeirra. Skíðadagurinn er á morgun, mánudag. Verða þá seld merki Skíðadagsins um nær því allt land. Verður tekjum af sölu merkjanna varið til að stuðla að því. að bæjarskólabörnum verði gefinn kostur á að kom- ast í skíðaferðir. Á skíðadaginn í fyrra söfnuðust í sjóðinn alls 40 þús kr., þar af 30 þús hjer í Reykjavík. Af þeim var varið um 1000 krónum. Sjóðstjóm skipa 3 menn. Einn tilnefndur af Í.B.R., Bene dikt Jakobsson, annar af Skíða ráði , Reykjavíkur, Einar B. Pálsson og Jónas B. Jónasson, en hann er foimaður stjórnar. Þegar sjóðsstjórn þykir fært, getur hún í samráði við skóla- stjórnina varið innstæðu sjóðs- ins til skálabygginga fyrir skóla börn bæjarins. enda koini jafn mikil upphæð annars staðar frá, og sjeu skálarnir ætlaðir til þess, að börn geti dvalið í þeim bæði við nám og skíða- iðkanir Lesbókin í dag Hún byrjar á grein eftir Vilhjálm Stefánsson þar sem hann ber saman menhirigu vora og ósið- aðra Eskimóa. Þar næst er grein um Edduljóð, sem fundist hafa suður á Suð- urhafseyjum og svipar til Völuspár. Þá er afmælis- Ijóð til Eyþórs Stcfánsson- ar tónskálds, eftir Gísla Olafsson frá Eiríksstöðum. Enn er grein er segir frá spádómum hins fræga rit- höfundar H. G. Wells um endalok mannkynsins. Svo er grein um hvernig hægt er að ferðr.st og „sitja kyr á sama stað“. Þá er Barna hjal, þáttur af Brokeyjar- Jóni og greinarflokkurinn Ókunn lönd. Svo er ein- kennileg smásaga um mann, sem lifir líf sitt aftur á bak. Loks er bridge, smælki og myndir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.