Morgunblaðið - 02.04.1946, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. apríl 1946
r* i ■■ .i.ii ..... .......
%
MINNING:
Asgeirs Jónassonar skipstjóra
NÆSTUM því daglega heyr-
um við andlálsfregn eins eða
annars kunningja og vinar, og
finst það ekkert nema eðlilegt,
því eítt sinn skal sjerhver
deyja. En þó er eins og maður
stundum geti ekki áttað sig á
eða trúað, að einmitt þessi vin-
ur manns hafi verið kvaddur
í burtu frá oss. Svo var það
einmitt með Ásgeir Jónasson.
Við höfðum hitt hann glaðan
og reifan að vr.nda fáum dögum
áður og svo er hann fyrir til-
tölulega stuttum tíma kominn
í land, eftir að hafa verið sam-
fleytt á sjónu.vn um áratugi og
síðustu árin við hættulegustu
skilyrði, sem sjófarendum hafa
nokkurn tíma verið búin og
margur þar hlotið hina votu
gröf. Það er emmitt þetta sem
maður ekki gat áttað sig á 1
bili, en um það getur mannlegt
vit eða vísindi engu umþokað.
Ásgeir Jónasson er fæddur að
Hrauntúni í Þingvallasveit 11.
nóv. 1884, en óslt upp að Mið-
felli í sömu sveit En þrát fyrir
það að forfeður hans hefðu yrkt
jörðina og hin fræga og fagra
Þingvailasveit er hann óslt upp
-í heillaði huga hans og hann
ávalt dvaldi þar í frístundum
sínum, var annað sem heillaði
hann meira en dróg til sm, það
var hafið. Og þangað fóv hann.
Á sjónum kunni hann best við
sig, og þeim störfum helgaði
hann starfskrafta sína.
Hann byrjaði sjóferðir 1906
og var á hinum ýmsu skiþum,
er þá voru fyrir hendi. Karl-
menska hans og sjómannslund
kom ávalt í Ijós „hvort sem
fleytan er smá eða seglprúð að
sjá. og hvert súðin er trje eða
stál, hvort sem knýr hann ár
eða reiði eða rammaukin vjel
yfir ál“. Og hann var einn af
þeim gæfusömu sonum Tslands,
sem lifðu og störfuðu á þeim
miklu tímum, er hinar stór-
feldustu breytingar og fram-
farir urðu á sjávarútvegi okk-
ar og lagði þai ótrauður krafta
sína, hvaða rúm sem hann skip-
aði.
Farmannaprófi lauk Ásgeir
1914 og gekk strax í þjónustu
Eimskipafjelags íslands, er það
hóf starfsemi sína og fekk sitt
fyrsta skip Gullfoss. Og til gam
ans má geta þess, að hann stóð
við stýrði þess skips, er það
sigldi inn á Reykjavíkurhöfn í
fyrsta skifti.
Árið 1926 varð hann fastur
skipstjóri hjá Eimskipafjelagi
íslands og tók þá við stjórn á
Selfossi. Þar var hann til þess
er fjelagið keypti Fjallfoss, þá
tók hann við stjórn hans, og
var þar, til hann hafði náð því
aldurstakmarki, er mönnum í
þjónustu fjelagsins eru sett,
sem er 60 ára aldur og fór þá
í land litlu seinna, eða vorið
1945, þrátt fyrir að starfskraft-
ar hans væru óbilaðir.
í hversdagslífi sínu og starfi
var Ásgeir ávalt hægur og stilt
ur. En sem hinn gjörathuguli
maður veitti hann ávalt sam-
verkamönnum sínum athygli
og fylgdist með athöfnum
þeirra og framkomu og gerði
athugasemdir við þau, en ávalt
þannig, að hver og einn, sem
með honum var, ávalt og altaf
elskaði hann og virti, og mat
ábendingar hans mikils, enda
var hann altaf leiðbeinandi,
sjerstakiega yngri manna, sem
með honum voru. Besta lýsing-
in á Ásgeiri sem yfirmanni og
samstarfsmanni er þannig orð-
uð af stýrimanni, er var með
honum nær óslitið í 12 ár: •—
„Hann var sjómaður góður, at-
hugull og eftirtektarsamur,
hafði skarpa hugsun og rasaði
aldrei fyrir ráð fram. Sam-
vinnubýður við undirmenn
sína, án þess að láta ganga á
rjett sinn, nje þeirra er trúðu
honum fyrir ábyrgðarmiklu
starfi. Honum var ant um alla,
sem minnimáttar voru og leið-
beindi þeim á allan hátt og
hjálpaði. Sjerstaklega trygg-
lyndur og vinfastur, en vandur
að vinum. Aftur á móti fastur
fyrir, ef að honum var veitst
og Ijet þá ekki sinn hlut, hver
sem í ilut átti. Við samverka-
menn hans sendum honum
okkar hinstu kveðju, með þakk-
læti fyrir samvinnuna“.
Fróðleiksmaður var Ásgeir
m'ikil, enda las hann mikið og
átti kynstur af bókum. Einnig
ljóðelskur og vel hagyrtur, og
var unun að. er hann í vina-
hóp hafði yfir ljóð og kvæði,
enda stálminnugur á allt, er
hann las og heyrði
Vegna starfs síns, sífellt á
sjónum, gat hann ekki tekið
virkan þátt í áhugamálum sjó-
mannastjettarinnar, en með
þeim fylgdist hann af áhuga
miklum, og gaf oft góðar bend-
ingar um hin ýmsu mál stjett-
arinnar og er hann var kominn
í land, var bæði af honum sjálf
um ákveðið að taka virkan þátt
þar í, og við stjettarfjelagar
hans hlökkuðum til að njóta
samvinnu hans, áhuga, skarp-
skygni og þekkingu á hinum
ýmsu málefnum sjómannastjett
arinnai.
Ásgeir kvæntist árið 1918
Guðrúnu Gísladóttur frá Gufu-
skálum og eignuðust þau þrjár
dætur, er allar eru nú
uppkomnar. — Hafa þau
ávalt átt heima hjer í bæ
og komið sjer upp stóru og
góðu húsi og hafa búið þar
með mesta mvndarskap og átt
prýðisheimili. Um áramótin síð
ustu fór Ásgeir að finna til las-
leika, en hafði altaf fulla fóta-
vist. Fyrir skömmu lagðist
hann inn á Landakotsspítala til
athugunar og var gerður á hon
um uppskurður er tókst vel og
var farinn að hressast vel eftir
hann. En versnaði svo allt í
einu og andaðist aðfaranótt 24.
mars s.l., rúrnlega 61 árs að
aldri.
Við fráfall Ásgeirs Jónasson-
ar er öllum vinum og kunn-
ingjum harmur búinn. — En
mestur er þó harmur konu hans
og dætra, er eiga á bak að sjá
umhyggjusömum og ástríkum
eiginmanni og föður. En hinar
mörgu og ljúfu endurdminn-
ingar um liðnar samverustund-
ir lifa og mýkja hina miklu
sorg og sáran söknuð sem þeim
er búinn.
Við fjelagar "hans og sam-
verkarr.enn frá sjónum, kveðj-
um hann og þökkum honum
samstarfið og Ijúfar endurminn
ingar frá því með nokkrum
línum úr hinu fagra ljóði, er
best hefir verið kveðið um okk-
ar íslensku sjómenn:
Hvort með ho’malands strörid,
eða langt út í lönd,
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegnum vöku og draum,
fljettar trygðin þann taum,
sem hann tengir við land sitt
og Þjóð,
Þegar hætt reynast för,
þegar kröpp reynast kjör,
varpar karlmenskan íslenska
bjarma á hans slóð.
Blessuð sje minning þín.
Þorv. Björnsson.
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiim
Hálft hús =
i í Norðurmýri til sölu. — i
i Ennfremur lítið hús í —
i Skerjafirði. =
= Haraldur Guðmundsson §E
= lögiltur fasteignasali. =
= Hafnarstræti 15, sími 5415 H
E og 5414 heima. i
iimmimmimimimmmmimimiimimmimimiimt
IO
Haldið því hreinu og gljáandi.
HARPIC
Örugt ráð til að hreinsa W. C.
Illlllllllll!l!llllllllllllllllll!ltlllilllllllllllll!i:illlllllllllll
= ' s
1 Vantar
[aðstoðarstúBku ]
s á tannlækningastofu mína 1
= nú þegar.
| Uppl. kl. 9,30—13,30 á |
| morgun — miðvikudag. |
Stefán Pálsson,
tannlæknir.
5 Hafnarstr. 17. Sími 4432. §
niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiim
Kvenfjelag Lauganessóknar
heldur 5 ára afmælisfagnað laugard. 6. apríl $
og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7,30 f
f að Þórs-Cafe.
Fjelagskonur, f jölmennið. Heimilt er að taka
| með sjer gesti. Aðgöngumiða sje vitjað á Lauga- f
|nessveg 61 á morgun (miðvikudag.)
STJÓKNIN.
Til sölu
|Komplet borðstofuhúsgögn ásamt hornbóka- |
skáp með tilheyrandi borði. Alt handútskorið
af fínustu gerð. Einnig radiógrammófónn 18
lampa, 12 plötu skiftir o. fl. er til sölu og sýnis
frá kl. 2—5 næstu daga, Tjarnargötu 3, miðhæð. f
<♦>
Á
#
w
<§*$><$><$x$><$>3x$x§x$x$><$><$x$k$><$x$*$><§><§><$><$k$><$><$><$x§x$x$><$k$x^><§k$><§x§x§><§x$><$><$x$><$x$x^
Tilkynning
Langferðataxtar eftirgreindra f jelaga eru sem
hjer segir:
Kr. 1,60 fyrir ekinn kílómeter með flutning
aðra leið að 2500 kg.
— 1,92 sje hlassið 3000 kg. Ef flutningur er
báðar leiðir bætist 50% við.
Vörubílastöðin Þróttur,
Fjelag vörubílaeigenda í Hafnarfirði.
Bílstjóradeild Verkalýðsfjel. Akraness,
Bílstjórafjelagið Mjölnir, Árnessýslu.
Bílstjóraf jelag Rangæinga, Rangárvallasýslu.
Lrá barnaskóEum Reykjavíkur
Fullnaðarpróf (þ. e. próf barna fæddra 1932)
og ennfremur árspróf 10—12 ára deilda (þ. e.
barna fæddra 1935, 1934 og 1933) fara fram í
barnaskólum Reykjavíkur dagana 9—13. apríl |
n.k. — Prófskyld börn á þessum aldri, sem
ekki stunda nám í skólum, er hafa prófrjett-
indi, skulu koma til viðtals í barnaskóla þess
skólahverfis, þar sem þau eiga heima, mánu-
daginn 8. april n.k. kl. 4 e. h.
Skólastjórarnir