Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.04.1946, Blaðsíða 8
8 MORGDNBLAdIÐ Miðvikudagur 17. apríl 1946 JIUrcgllttMðfrÍto Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Leabðk. Sænsku bátarnir FYRIR nokkru skýrði atvinnumálaráðherra frá því á Alþingi er hann svaraði fyrirspurn frá Sigurði Bjarna- syni, að þess mætti vænta að afhendingartíma nokkurs hluta þeirra skipa, sem Svíar eru að byggja fyrir íslend- inga, myndi seinka um a. m. k. einn mánuð. Þessi dráttur nær til helmings stærri tegundar bátanna, þ. e. þeirra, sem er 80 tonn. Það er óhætt að segja að þessar upplýsingar vöktu í senn furðu og vonbrigði, svo hægfara og seint hefir gengið smíði þessara skipa. í fyrra var gert ráð fyrir að flest þeirri yrðu tilbúin og komin hingað til lands fyrir síldarvertíð. Það varð ekki. Síðan hefir það verið talið fullvíst, að skipin yrðu fullbúin fyrir vertíðina í sumar. En þá koma þær fregnir, sem getið var hjer að ofan. Það verður að segjast, að þessi frammistaða hinna sænsku skipasmíðastöðva og vjelaverksmiðja er fjarri því að fullnægja þeim vonum, sem íslendingar höfðu gert sjer um þessi viðskipti. Það er og fvrirsjáanlegt að þetta háttalag er líklegt til þess að baka ýmsum út- gerðarmönnum, sem skipin hafa keypt, stórtjón og hið mesta óhagræði. í þessu sambandi má einnig benda á að þessi skip eru mjög dýr. Sjest það greinilega áf verði þeirra báta, sem nú er verið að smíða fyrir ýmsa fslend- inga í Danmörku og sumir hverjir eru komnir hingað til lands. En úr því sem komið er, er aðalatriðið að reynt verði að hraða afhendingu Svíþjóðarbátanna svo sem mest má verða. Á það mun ríkisstjórnin leggja mikla áherslu. En það verður bókstaflega að fá það fram í dagsljósið, hvernig stendur á sleifarlaginu á afgreiðslu skipanna. Annað er óviðunandi eins og þessum málum er komið. Sjálfum sjer líkir EITT af einkennum þeirra manna sem rita í Tímann er það, að þeir uppnefna andstæðinga sína og setja á þá allrahanda samlíkingar sem eiga að vera þeim til vansa. En oftast eru þessar samlíkingar þó svo mishepnaðar, að þær verka öfugt við það sem ætlast er til, þannig að ýmist eru þær til hróss fyrir þá sem stefnt er að, eða hitta Tímadátana sjálfa. Þetta er ekki svo undarlegt, því til þess að finna upp og nota rjett samlíkingar um aðra þarf snjalla menn. í höndum klaufa snýst slíkt vopn æfin- lega öfugt. Síðasta dæmið af þessu er að finna í Tímanum 16. þ.m. og snýr nú að Jónasi frá Hriflu aðalleiðtoga Framsóknar- flokksins um 25 ára skeið. Nú líkir Tíminn Jónasi við „hinn glataða son“, sem sje kominn til Sjálfstæðismanna og þeir sjeu nú að- fagna eins og foreldrarnir forðum í dæmisögu meistarans. Þetta sýnir flónsku Tímaritaranna mæta vel. Samkvæmt lík- ingunni ætti Jónas að vera fæddur og uppalinn sem Sjálfstæðismaður. Síðan hafi hann komist á villigötur í siðferði og fjármálum og sokkið svo djúpt, að orðið hefði að nærast á drafi meðal svína. En nú væri hann aftur kominn heim til foreldra sinna sem slátruðu alikálfi og stofnuðu veislu, til að fagna hinum glataða syni. Að því leyti er samlíkingin röng, að Jónas hefir aldrei verið Sjálfstæðismaður og hefir nú nýlega lýst því, að hann sje jafnharður Framsóknarmaður sem altaf áður og fylgi hinni upphaflegu stefnu flokksins. Sjálfstæðis- menn geta því ekki fagnað Jónasi sem glötuðum syni. Hinu geta þeir fagnað, að þessum harðvítugasta and- stæðingi er farið að ofbjóða svo það andlega draf sem Tíminn býður landsfólkinu, að hann vill ekki vera með í því mötuneyti. Að því leyti hittir samlíking Tímans í mark. Þeir eru löngum sjálfum sjer líkir, Tímamenn. \Jihverji ilripa ar: ÚR DAGLEGA LlFINU Ösin við skipa- komurnar. ÞAÐ ER GAMALL SIÐUR að fagna vel skipakomum hjer hjer á landi. Hjer í Reykja- vík lagðist það þó að mestu nið- ur styrjaldarárin að bæjarbúar þyrptust niður að höfn er skip komu eða fóru. Ferðir skipa voru leyndarmál í styrjöldinni og almenningur vissi ekki eins vel um komu- og brottfarar- daga skipanna og nú. En Reykvíkingar hafa ekki gleymt sínum gamla vana og í hvert sinn, sem farþegaskipin koma eða fara fyllist hafnar- bakkinn af fólki, sem kemur þangað til að kveðja eða heilsa kunningjunum. En venjulega slæðist svo mikið með af fólki, sem ekki ná neitt sjerstakt er- indi, að vinir og venslafólk far- þega kemst ekki að. • Þarf eftirlit. ÞAÐ ER ekki hægt að banna fólki að ganga niður að höfn og horfa á skipin koma og fara, en hitt væri hægt og ætti að gera, að hafa eftirlit með því að farþegar komist nokkurn veginn óhindrað leiðar sinnar og að venslafólk þeirra hafi forgangsrjett að fara um borð framyfir hina, sem ekkert er- indi eiga nema að slæpast. Þetta er auðvelt verk fyrir 2—3 lögregluþjóna. Þeir ættu að afmarka svæði og hleypa ekki öðrum inn á það en þeim er eiga erindi að skipunum. Sjerstaklega þarf að koma í veg fyrir að krakkar sjeu að flækjast fremst á hafnarbakk- anum, því af slíku geta auð- veldlega hlotist slys. Þegar regla er einu sinni komin á í þessum efnum munu menn láta sjel vel líka. Skotið með matvælum. MATVÆLAÁSTANDIÐ hef- ir aldrei verið eins slæmt í heiminum eins og nú. Miljónir manna svelta og fólk hrynur niður úr hungri svo þúsundum skiftir víða um lönd. Margar þjóðir leggja hart að sjer til þess að geta miðlað af sínum matvælum til þjóða, sem illa eru staddar. Við íslendingar höfum tekið þátt í þessari sjálf- sögðu hjálparstarfsemi, bæði með þátttöku okkar í UNRRA og með frjálsum samskotum. Það er ekki nema eðlilegt að hugsandi mönnum svíði, er þeir sjá illa farið með matvæli og vilji reyna að koma í veg fyrir að börn og unglingar leiki sjer að matnum, eða noti mat sem skotfæri eins og nú tíðkast meðal unglinga hjer í bænum. • Útrýmum baunabyssunum. VIÐ OG VIÐ brýst út bauna- byssufaraldur meðal stráka hjer í bænum. Þeir búa sjer til gúmmíslöngur til að slöngva matbaunum, eða þeir blása þeim út um rör. Oft getur þetta verið hættulegur leikur og slys hafa hlotist af, er strákarnir hitta með baununum t.d. í augu fjelaga sinna. Það er þess vegna ekki nóg að skammarlega sje farið með matvæli í þessum ljóta leik. Ætli kennarar gætu ekki hjálpað til að útrýma bauna- byssunum með því, að í hverj- um einasta bekk í barnaskól- unum væri sagt frá hörmung- arástandinu í heiminum og börnum gert ljóst hvað þau eru að gera þegar þau fara illa með mat. Heita síðan á þau til lið- veislu um það að fara ekki illa með matinn. Væri þetta ekki reynandi? Knattleikir á götunum. OG ÚR ÞVÍ AÐ farið er að ragast í leikjum barnanna á annað borð, þá er rjett að nota tækifærið og minnast á leiki, sem eru saklaus skemtun í sjálfu sjer, en geta valdið stór- slysum. Á jeg þar við knatt- leiki barna á götunum. Börnin gleyma sjer gjörsam- lega við þessa leiki og hugsa ekki um annað en knöttinn, sem þau eru með og elta hann fram og aftur. I hita leiksins athuga þau ekki umferðina og hefir oft munað mjóu að börn, sem eru að knattleik á götun- um yrðu undir bílum. Það er stundum alveg ómögulegt fyrir bílstjóra að átta sig á eða forða slysi, þegar barn hleypur alt í einu fyrir bifreiðina. Leikvellir eru orðnir það margir í bæn- um, að börn, sem vilja leika sjer í knattleik ættu að geta stundað leiki sína á þeim. En það verður að krefjast þess af lögreglunni að hún sjái til þess- aá börn sjeu ekki að slíkum leikjum á götum úti. Ennfrem- ur ættu foreldrar og forráða- menn barna, að brýna fyrir þeim að leika sjer ekki að knattleikjum á umferðargötum. • Blíðan. ÞAÐ GLAÐNAÐI yfir mönn- um í gær í blessaðri blíðunni og vonir hafa vaknað hjá mörg- um um að það yrði gott veður um páskana. En því miður er of snemt að spá nokkru um veðrið seinni hluta vikunnar. En ekki væri það ónýtt að fá nokkra daga eins og í gær. En kanski verður komin rigning aftur þegar þessar línur koma fyrir augu lesendanna. En ef til vill dugar að heita á Stranda kirkju og biðja veðurfræðing- ana að gera sitt besta. )■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ * •«»■■*■»nu'wmm-* i Á ALÞJÓÐA VETTVANGI 1 i .........................I Forsætisráðherra heimsins—Trygve Lie „Forsætisráðherra heimsins“ hefir Trygve Lie verið nefnd- ur, síðan hann tók við aðal- ritara embætti hins nýja þjóða- bandalags. í „Norrænum frjettum“ birt- ist nýlega grein um Trygve Lie, þar sem m. a. er komist að orði á þessa leið: „Trygve Lie fjekk stöðu þá, sem hann sjálfur hafði sagt að væri „sú ægilegasta sem hugs- ast getur“, en um leið ein þeirra, sem er virðulegust allra í alþjóðlegu tilliti. Mikill mað- ur frá fámennri þjóð á að leit- ast við að gera hin miklu þjóða- samtök starfhæf. svo starfs- hættir geti þar samrýmst hin- um háleitustu hugsjónum. Rólyndir menn. Svo er að sjá, sem menn með nýjum svipeinkennum sjeu að komast til valda og áhrifa í al~ þjóðamálum Lie er einn af þeim. í Englandi er Ernest Bevin áhrifamestur. Frá Bel- gíu kemur forseti bandalags- ins Paul Henri Spaak. í Sví- þjóð situr Per Albin Hansson við stýrið og í Danmörku stýr- ir Hedtoft-Hansen jafnaðar- mönnum. Allt eru þetta sósíal- demókratar af rólyndasta tagi, raunsæismenn, vinsælir, en nokkuð þungir á bárunni. Trygve Lie er samskonar mað- ur. Ferill hans líkur hinna. Sonur veggfóðrara. Hann er rjett innan við fim- tugt. Fæddur í einu úthverfi Oslóar, sonur veggfóðrara. Misti ungur föður sinn. Móðir hans átti erfitt með að standa straum af námskostnaði hans. Hann var ekki nema 17 ára, er hann vakti eftirtekt meðal flokksbræðra sinna. Tók laga- þróf og varð yfirrjettarmála- flutningsmaður árið 1919. Hann varð lögfræðilegur ráðunautur verkalýðssambands ins norska, og skömmu síðar ritstjóri við ,,Arbejderbladet“. i Upp frá því tók hann með lífi og sál þátt í stjórnmálunum, I einkum bæjarmálefnum Osló, skrifaði bækur og ritlinga og varð 10 árum seinna dóms-1 málaráðherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins; en hún tók við völdum um sama leyti og ófriðarblikuna dró yfir Ev- rópu. Forsjáll ráðherra. Rjett áður en styrjöldin braust út varð hann viðskifta- málaráðherra. Fjekk hann því þá til leiðar komið, að miklum vörubirgðum var safnað í Norð ur-Noregi. Hann kom því líka; til leiðar, að allur verslunar-1 floti Noregs komst undir eftir- lit ríkisstjórnarinnar. Kom það síðar í ljós, að þessi ráðstöfun varð að miklu gagni. Hann fylgdi norska hernum í styrj- öldinni vorið 1940 og varð Há- kon konungi og Ólafi prins samskipa til London, er þeir og ríkisstjórnin urðu að flýja land sitt. í fremstu röð. Þegar norska stjórnin í Lon- don hóf störf sín tók hann við störfum utanríkisráðherra. — Hann var þá 44 ára. í London varð Trygve Lie meðal þeirra ráðherra land- flóttastjórnanna, sem þar höfðu aðsetur, er mest kvað að. Það var því talið eðlilegt að honum yrði falin staða aðalritara Hinna sameinuðu þjóða. Trygve Lie er fremur fámáll að jafnaði. En þegar hann tek- ur til máls, verður hann trauðla misskilinn. Svo skýr er öll framsetning hans og ákveðin. Nýlega komst hann þannig að orði: Engin þjóð getur komist hjá ófriði með því einu að lýsa yfir hlutleysi sínu. „Nasismi og fasismi eru ennþá á lífi“, full- yrti hann í einni af fyrstu ræð- unum er hann flutti í banda- lagsráðinu. „Ekkért er mjer eins hug- i i Framh. ájbls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.