Morgunblaðið - 24.05.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1946, Blaðsíða 2
2 KORGONBLiDIÐ Föstudagur 24. maí 1946 1 Söngfjelag L0.G.T. | heldur skemtun í G.T.-húsinu í kvöld, kl. 9,30. | SKEMTIATRIÐI: Kórsöngur, dans. Aðgöngumiðar á sama stað, kl. 5-7 og eftir kl. 9. | Skemtinefndin. Í^SxS^kÍxSxS^xSk Sumarbústaður við Þingvallavatn til sölu. Nánari uppl. gefur Pdálflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7, símar: 2002 og 3202. Saumastúlkur vantar nú þegar, einnig hjálparstúlkur. ^JJrei&ar J}ónóóon klæðskeri. Garðastræti 2. Sími 6928. i herbergi og eldhús í nýju húsi til sölu. Nánari uppl. gefur Málf lutningsskrif stof u Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar. Austurstræti 7, símar: 2002 og 3202. K A P U R Ný sending tekin upp í dag kl. 1 e. h. Versl. Eygló Laugaveg 47. Erfðafestuland 3% hektar til sölu. Nánari uppl. gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7, símar: 2002 og 3202. AUGLtSING ER GULLS ÍGILDl Sendiberra á íslandt í 22 ár SKILHAÐABVEISLA fYRIR FOmAAY-HJÓi^lA UM 140 vinir de Fontenay sendiherra og frú Guðrúnar konu hans, hjeldu þeim hjón- um skilnaðarveislu í Sjálf- stæðishúsinu um hádegið í gær. En þau hjónin taka sjer far með Drotningunni til Hafnar í kvöld alfarin af landi burt a. m. k. að sinni. Tekur sendi- herrann bráðlega við stöðu sinni í Ankara. Vilhjálmur Þ. Gíslason skóla- stjóri var veislustjóri, en hann er í stjórn Dansk-íslenska fje- lagsins. Vilhjálmur mælti fyrir minni sendiherrahjónanna, og lýsti af kunnleik og hlýhug starfi de Fontenay sendiherra þau 22 ár, sem hann hefir dvalið hjer. Hann komst m. a. að orði á þessa leið: Fontenay sendiherra hefir kynst íslandi og íslendingum, menningu okkar, tungu og bók- menntum betur en nokkur er- lendur maður, sem hjer hefir dvalið. Ritgerðir hans t. d. um Jónas Hallgrímsson, um Araba og Islendinga, hafa varpað nýju ljósi yfir viðfangsefnin. Hann hefir ekki aðeins starfað hjer sem „diplomat“, heldur og sem fjölfróður lærdómsmaður. Lýsti ræðumaður síðan vin- áttu og hlýju hugarfari sendi- herrans í garð íslendinga og hve framúrskarandi fjölfróður hann er. Síðan vjek ræðumað- ur máli sínu að sendiherra- frúnni, er hefir verið ágæt stoð manni sínum og stjórnað hinu gestrisna höfðingjaheimili þeirra með alúð og virðuleik. Að lokum óskaði ræðumaður þeim hjónum velfarnaðar í hinu nýja umhverfi í væntan- legu startfi þeirra. Þá mælti O. Kornerup Han- sen formaður Danska fjelags- ins hjer nokkur orð til sendi- herrahjónanna, þakkaði þeirra ágætu viðkynningu og starf á undanförnum árum. Hann flutti þeim sjerstakar alúðar- kveðjur frá fjelagi hans. Nú tók de Fontenay sendi- herra til máls. Hann kvaðst hafa lifað hjer blómaskeið æfi sinnar og ætti margs að minn- ast. Sendiherrastarf sitt hafi hann rækt með það fyrir aug- um fyrst og fremst, að bera vingjarnleg boð milli þjóðanna, m .a. um ólík sjónarmið þeirra í ýmsum málum. Mjer var frá upphafi ljóst, að viðskifti þjóðanna, Dana og íslendinga, myndi enda á þann veg sem varð, sagði hann. Óskaði hann íslandi til ham- ingju með fengið frelsi. Smá- þjóðir eiga erfitt uppdráttar nú á tímum, sagði hann. Það er innileg ósk mín, að þær vonir sem íslendingar í dag gera sjer um bjarta framtíð megi rætast. Síðan rifjaði hann upp hve margskonar góðar endurminn- ingar hann ætti frá liðnum 22 árum, hve góðum viðtökum hann hvarvetna hefði átt að fagna, ekki síst meðal bænda á ferðalögum um landið. Þá mintist hann og með sjerstakri ánægju samverustunda með íslenskum stúdentum hjer á landi og á stúdentsárunum í Höfn . Er hann nú yfirgæfi starf sitt kvaðst hann ekki hafa þá tilfinningu að hann væri að fara hjeðan alfarinn. Að endingu óskaði hann landi og þjóð gæfu og gengis. Síðan tók frú Guðrún de Fontenay til máls. Þakkaði hún Vilhjálmi Þ. Gíslasyni fyrir vingjarnleg orð í hennar garð og viðstöddum vinum þeirra hjóna fyrir alúð og góðvild á undanförnum árum. Hafi jeg staðið vel í stöðu minni, sagði hún, þá er það fyrst og fremst því að þakka, að jeg hefi átt styrka stoð mjer við hlið. Vissulega á jeg allar mínar bestu endurminningar hjeðan. En jeg hlakka til þess að koma í fjarlæg lönd, þangað sem vagga menningarinnar stóð. Jeg vona að ef einhver Islendingur á leið þar urrí, fari Alls var veitt í 125 herpi- og hringnætur sumarið 1944, en eftir því sem komist verð ur næst verða um 200 veiði- skip við Norðurland í sumar. Ný skip koma stöðugt til landsins og hefir verið lögð áhersla á það að flýta smíði báta í Danmörku og Svíþióð, svo að þeir geti tekið þátt í síldveiðunum. Unnið hefir verið acj því að stækka flestar síldarbræðsl- urnarj svo sem Rauðku, verk- smdðjur á Hjalteyri, Djúpa- vík og Ingólfsfirði. Mun þessu verki nú vera að mestu lokið. Þá er verið að reisa tvær síld arverksmiðjur á vegum ríkis ins, hvort sem þær verða til- búnar í byrjun vertíðar. Verði þær fullgerðar þarf ekki að kvíða að afferming síldveiði- skipa tefjist. Nokkur áhugi er á því að leigja færeysk skip til síld- veiða hjer við land í sumar, en til þess að þau fái að leggja afla sinn á land í verksmiðjur hjer, þarf leyfi atvinnumála- ráðherra. Síðast þegar jeg frjetti var ekki búið að veita löndunarleyfi fyrir færeysku skipdn. Mikill hörgull er á veiðar- færum til síldveiða, nótum og bátum, og er vafamál að til verði næg og góð veiðarfæri handa öllum flotanum. Ekk- ert hefir komið af nýjum veiðarfærum til landsins s. 1. 2 ár og Norðmenn hafa enn hann ekki framhjá okkar dyr- um. Hún kvaðst ekki geta hugsað sjer að fara hjeðan al- farin, þó hún nú ætti óvenju- lega langa ferð fyrir höndum. Að endingu óskaði hún íslandi og einkum æsku íslands vel- farnaðar. f Sr. Bjarni Jónsson vígslu^ biskup rifjaði upp nokkrar endurminningar frá Garðsár- unum og þakkaði sendiherra fyrir hönd stúdenta. Haraldur Björnsson leikari þakkaði sendiherra og frú hans fc h. leikara í Reykjavík. Er staðið var upp frá hádeg- isverði, var sest að kaffiborð- um, en sendiherrahjónin, kvöddu þá, er þarna voru komnir til að þakka fyrir góða viðkynningu og óska þeim alls hins besta í framtíðinni. ekki veitt útflutningsleyfi á herpinótabátum eftir styrjöld. ina, en þaðan voru bátar lang ódýrastir. Þá er nú afarhátt verð á nótum og bátum ti’l síldveiða, þótt tækin sjeu not uð. Fyrir stríðið var verð nót ar og báta um 12,000 kr., en í dag er það illfáanlegt fyrir 50—60,000 kr. Aldrei hafa jafnmargir átt afkomu sína undir síldinni og nú, ekki einungis sjómenn- irnir, verkafólk og útgerðar- menn, sem við hana fást, held ur allir landsmenn, beint og óbeint, en ekki síst ríkissjóð-< ur. Nú ríður á að síldin bregð ist ekki. — Gerir þú ekki út á síldi veiðar í sumar? Nei, ekki í þetta skipti, jeg á ekkert síldveiðaskip, aðeing einn lítinn fiskibát, sem jég vil helst selja. En þó að jeg geri ekki út, kaupi jeg ta!s-> vert af síld á Siglufirði til söltunar og frystingar, en sjálf ur er jeg að fará til útlanda og verð þar í 1—2 mánuði, eií verkstjórar mínir: Gunnar Halldórsson og Rögnvaldur Sveinsson,, annast kaup á síld og ráðningar á fólki fyrst í stað. Sjálfur er jeg að vinna að undirbúningi síldarverk- smiðj ubyggingar, en gengur hægt og bítandi. Jeg* hef keypt vjelarnar, en erfitt að fá fólk og mjer finst vinnan dýr. Framh. á bls. 8. Vleiri þáttaka í síldveiðum í sumar en nokkru sinni áður ViSfal við Óskar Halldórsson, sem hefir margt á prjónunum ÞÁTTTAKA í síldveiðum við Norðurland verður miklu meiri í sumar en nokkru sinni fyr. Veldur þessu aðallega hátt verð á bræðslusíld og síldarafurðum, lýsi og mjöli, einnig mun nokkuð af saltsíld vera selt fyrir allgott verð. Þetta sagði Óskar Halldórsson í viðtali við Mbl. í gær og bætti við:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.