Morgunblaðið - 24.05.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1946, Blaðsíða 10
10 BOBGUNBLAÐIB Föstudagur 24. maí 1946 45. dagui Samt er einn hvítur maður nú að búa sig undir að rann- saka þetta nýja og óþekta land, hugsaði Theo. Andartak var hún hreykin af dugnaði Merne — en svo varð hún óttaslegin. Faðir hennar leit einnig svo á, að þessi kaup væru heimsku- leg. Það myndi fyrirfram vit- að, að leiðangurinn færi út um þúfur. Merne myndi ekki að- • eins lenda í ótal hættum—held ur myndi einnig gert gys að honum. Hvernig get jeg komið í veg fyrir að hann fari? hugsaði hún í örvæntingu. Jeg verð einhvern veginn að fá hann til þess að hlusta á mig. En henni var fyllilega ljóst, hve van- megnug hún var. Aaron starði annars hugar út í bláinn, og hjelt áfram, eins og hann væri að tala við sjálf- an sig. „Áður en langt líður mun þetta mikla landflæmi skiftast í eðlilega hluta. Það er ekki til — og mun ekki verða til stjórn, er getur stjórnað landi, sem er svo landfræði- lega ólíkt. Landið handan Al- lighenie-fjallanna hlýtur alltaf að hafa sína eigin stjórn". „Heldurðu það?“ sagði Theo kurteislega. Hún hafði aðeins eina ástæðu til þess að hafa áhuga á landinu handán Alleg- henie-fjallanna — og sú ástæða átti ekkert skylt við stjórnmál. „Jeg held það, já“, ansaði Aaron hugsandi. Raunar leiddist honum að hugsa um allt það, er ekki kom honum sjálfum við. En nú var hann einmitt að hugsa um þetta í sambandi við sjálfan sig. Ó- ánægjan í vestrinu — reiði Spánverjanna — gat ekki met- orðagjarn og víðsýnn foringi notað sjer það? Hvernig? Þess- ari spurningu var ekki hægt að svara í bráð. Hann ætlaði að halda áfram að vera góður varaíorseti og svo myndi hann sækja um landstjóra-embættið í New York fylki. Ef hann fengi það, myndi aðstaða hans í stjórn- málunum batna til muna. Hann reis á fætur. „Jeg ætla að fara að hátta. Vegurinn frá Fíladelfíu myndi þreyta sjálf- an Apollo. Það er best fyrir þig að fara líka að sofa. Jeg vil að þú verðir fersk og falleg ann- að kvöld“..Hann hneigði sig og ætlaði að ganga út. Svo sneri hann sjer allt í einu við, eins og honum hefði dottið eitthvað í hug. „Heyrðu — manstu eft- ir stóra kapteininum, sem þú hittir í Vauxhall-görðunum forðum?“ Theo leit snöggt á föður sinn og eldroðnaði. Aaron horfði glettnislega á hana. „Já, jeg veit, að það er ekki fallegt að minna hina virðdlegu frú Alston á það, þegar hún var ung og gjálíf! En þú munt hitta hann aftur annað kvöld. Hann er einka- ritari forsetans“. Henni tókst að brosa. „Jæja •— er það? Jeg — jeg skal reyna að haga mjer almenni- legá að þessu sinni“. Aaron hló. „Jeg vona það“. Hann geispaði. „Góða nótt elskan“. Hann gekk til herberg- is síns, og hugsaði ekki meira um Lewis. Sextándi kafli. Það var hellirigning, þegar Theo vaknaði morguninn eft- ir. Merne myndi áreiðanlega ekki búast við henni niður að fljótinu í þessu veðri. En þó að það hefði verið glaðasólskin og gott veður — hefði hún þá get- að farið? Aaron var þegar kominn á fætur. Hún heyrði hann ganga um í herbergi sínu. Hún lok- aði augunum, og reyndi að sofna aftur. En hún gat það ekki. í fyrsta sinn varð henni nú ljóst, það, sem Merne hafði vitað frá öndverðu — að ást þeirra var algjörlega vonlaus. Örvæntingin greip hana helj- artökum. „Leiðir okkar eru skildar að eilífu“, hafði hann einu sinni sagt. Það var sannleikurinn, og þó —. Hann var hjer í borg- inni, örskammt frá henni. Þau myndu hittast í kvöld. Þau hlutu að geta fundið einhverja leið, til þess að hittast aftur — aðeins nokkrum sinnum. Það er allt, sem jeg bið um, hugs- aði hún í örvæntingu. Aðeins að fá að heyra rödd hans nokkr um sinnum enn, og horfa á hann. Innra með sjálfri sjer vissi hún, að þetta var ekki satt: Það var ekki- allt, sem hun þráði. Hin nývaknaða ástríða læsti sig um hverja taug í líkama hennar og krafðist fullnæging- ar. Þegar hún hvíslaði nafn hans, var rödd hennar þrungin slíkri þrá, að hún varð ótta- slegin. Hún grúfði andlitið niður í koddann. Hann hjelt áfram að rigna allan daginn. Drengurinn var úrillur, og orgaði í sífellu. Það stoðaði ekkert, þó að Elenora og Theo gerðu allt sem þær gátu til þess að reyna að hafa ofan af fyrir honum. Um hádegið var Theo orðin dauðþreytt. „Elskan mín — viltu ekki gera það fyrir mig, að hætta að gráta?“ sagði hún, en Gampy var ekki á því. „Held urðu, að það sje ekki eitthvað alvarlegt að honum?“ spurði hún Elenoru með kvíðasvip. Þetta var nú „annað sumarið“, og þá áttu svo margar hættur að steðja að. Elenora hristi höfuðið. „Nei — hann er bara að taka tönn, litla greyið. C’est tout“. Theo varð rólegri. Hún hafði höfuðverk, og lagði sig útaf. Dagurinn ætlaði aldrei að líða. Ekki bætti það úr skák, að hún •fjekk brjef frá Jósep. Hún kærði sig ekki um, að hugsa um hann núna, og brjef hans var óvenju ástúðlegt. Það leit út fyrir, að hann saknaði henn- ar. Hann ætlaði að koma norð- ur á bóginn mjög bráðlega •— með næstu ferð, ef hann gæti. Hún sat grafkyrr og starði á brjefið. Þá gat hún átt von á honum eftir viku. Hún sá hann allt í einu ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum sjer: dökkt og stórskorið andlit hans, klunna- legan vöxtinn og augup, sem voru tortryggnisleg eins og í hundi, sem hefir sætt illri með- ferð. En hann var maðurinn hennar og hann elskaði hana. Hún vissi, að hann elskaði ekk- ert á jörðinni nema hana og barnið. Og hún kenndi í brjósti um hann. Vesalings Jósep. Það var sagt, að meðaumkv- unin væri náskyld ástinni. — Stundum hafði látið nærri, að hún tryði því. En nú myndi hún aldrei trúa því framar. ■— Nú vissi hún, að ást milli manns og konu átti ekkert skylt við meðaumkvun. „Halló“, sagði Aaron, sem kom inn í stofuna í þessu, með fangið fullt af pinklum. Hann hafði lagt af stað um hádegið til þess að kaupa leikföng handa dóttursyni sínum. „Jeg sje, að þú hofir fengið brjef frá Karolina!“ Hún kinkaði kolli. „Jósep mun bráðlega leggja af stað hingað". Aaron leit snöggt á hana, og kenndi forvitni í augnaráðinu. Hún virtist ekki beint hlakka til þess að sjá mann sinn. Ekki svo að skilja, að hann hlakkaði til þess heldur. Honum þótti Jósep fremur leiðinlegur — og eins og nú stóðu sakir gat hann ekkert gagn gert. En maður varð ætíð að gera það besta úr öllu. „Prýðilegt!11 hrópaði hann glaðlega. „Sjáðu, jeg keypti hjern^ spiladós handa Gampy. Hjelt að hún myndi kannske milda skap hans örlítið, svo að hann hætti að orga. Jeg held annars, að hann fái ekki nógu hollan mat að borða. Hann þarf að drekka geitamjólk. — Jeg keypti geit í heimleiðinni. •— Gefðu drengnum geitamjólk tvisvar á dag!“ Theo hló, en svaraði engu. Aaron vafði utan af spiladós- inni, sem var afar skrautleg. „En hvað hún er falleg!“ hrópaði Theo. „Hún hlýtur að hafa verið dýr?“ „Já“, ansaði Aaron glaðlega. „Hún kostað tuttugu og fimm dali, og jeg á ekki eyri eftir. Jeg keypti líka góða bók handa þjer. Jeg held að það sje kom- inn tími til þess, að þú lesir eitthvað af viti. Jeg var stór- hneykslaður þegar jeg sá lje- legan reyfara eins og „Castle Rackrent“ liggja á náttborðinu þínu. Jeg er viss um, að þú hefir ekki þýtt eina línu úr latínu, síðan við hittumst síð- ast“. Hún hristi höfuðið. „Það er svo heitt í Suðurríkjunum og mjer — mjer líður einhvern veginn aldrei vel þar. Það er alltof mikið erfiði að opna bók. Dagarnir drattast áfram — hver öðrum líkir------- „Af hverju færðu ekki manninn þinn til þess að kaupa hús uppi í fjöllunum?“ greip Aaron fram í fyrir henni. „Það er hreint og beint sjálfsmorð, að dvelja í þessu óheilnæma loftslagi! Negrarnir eru þeir einu, sem þola það“. Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Lóa Langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 55. báða þjófana á höndum og fótum. Nú kom annað hljóð í strokkinn. — Elsku besta fröken, sagði Dúndur-Kalli. Fyrirgefðu okkur, við vorum bara að gera að gamni okkar! Gerðu okkur ekki mein, við erum bara vesælir flækingar, sem komum til þess að biðja um svolítinn matarbita. Og nú fór Nabbi meira að segja að hrína. Lóa setti töskuna upp á skápinn aftur. Svo sneri hún sjer að föngunum. ( — Kann annar hvor ykkar að dansa skottís? — Ja, jú, sagði Dúndur-Kalli. — Ætli við kunnum það ekki báðir. — Mikið var það gaman, sagði Lóa. Eigum við þá ekki að fá okkur snúning? Jeg er alveg nýbúin að læra, skal jeg segja ykkur. — Jú, jú, við skulum dansa við þig, sagði Dúndur- Kalli og glaðnaði yfir honum. Þá tók Lóa stór skæri og klippti böndin af föngunum. — En við höfum engan til að spila undir, sagði Lóa mæðulega. En svo datt henni nokkuð í hug. — Getur þú ekki spilað á greiðu, sagði hún við Nabba. Svo dansa jeg við þenna hjerna. Hún benti á Dúndur- Kalla. Ojú, hann Nabbi gat víst spilað á greiðu. Og hann spil- aði svo hátt að heyrðist um allt húsið. Herra Nilson sett- ist glaðvaknaður upp í rúminu og horfði á Lóu dansa við Dúndur-Kalla. Hún var grafalvarleg á svipinn og dans- aði eins og hún ætti lífið að leysa. Þar kom, að Nabbi vildi ekki spila lengur af því, sagði hann, að hann kitlaði svo mikið í varirnar. Og Dúndur- Kalli, sem hafði þrammað eftir vegunum allan daginn, iór að þreytast í löppunum. J — Æi góðu, bara svolítiðlengur, bað Lóa og hjelt áfram sð 4ansa. Og Nabbi og Dúndur-Kalli þorðu ekki annað en halda áfram. Þegar klukkan var þrjú um nóttina, sagði Lóa: 3 herbergi, eldhús og bað til leigu. Hitaveitú. Listhafendur leggi nöfn sín á afgr. blaðsins, merkt: ,1. júní“. Haframjöl 1 pökkum, fyrirliggjandi. Jj^ert ^JJriótjánóóon & Co., L/. íbúð í Vesturbænum til sölu. . * , Nánari uppl. gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7, símar: 2002 og 3202. * < > t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.