Morgunblaðið - 16.06.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1946, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. júní 1946 MORGUNBLAÐIÐ 3 Jóhann Jósefsson, alþingism. sextugur 69 ára hjúskaparafmæli. JOHANN Þ. JOSEPSSON, alþlngismaður, á afmælisdag 17. júní og verður sextugur á morgun. Hann fer til Vest- mannaeyja til þess að vera þar með vinum og kunningj- um á afmælisdaginn. Starfssaga Jóh. er, sem kunn ugt er, að mestu leyti saga Vestm.eyja undanfarna ára- tugi. Þar er hann borinn og barnfæddur, þar var hann bú settur fram undir fimmtugs aldur. En þingmaður Vest- mannaeyja hefir hann verið síðan haustið 1923. ★ Hve löng er samvinna ykk- ar Gunnars Ólafssonar orðin? spurði jeg Jóhann, er jeg skrapp heim til hans í fyrra- kvöld. Hún hófst 1910. Gunnar misti stöðuna sem verslunar- stjóri við Brydesverslun í Vík í Mýrdal, vegna þess að hann bauð sig fram sem Sjálfstæð- ismaður til þings haustið 1908, og var kosinn þegar „uppkastið“ var á ferðinni. Þá var alvara í kosningunum. Þá komst Jón Magnússon að í Eyjum, en jeg var með sjera Ólafi Fríkirkjupresti, er fjell. Jeg fór einförum eftir þann ósigur. Þá var jeg verslunar- maður hjá Gísla Johnsen, kom þangað um fermingu 1901. Gísli hóf fyrstur veru- lega samkeppni í verslun við J. P. T, Bryde, sem áður hafði öll viðskipti í Eyjum að heita mátti. Þegar Gunnar kom til Eyja, stofnuðu þeir þar saman út- gerð og verslun, Gunnar og Pjetur Thorsteinsson, en buðu mjer að vera með. Þá var jeg 24 ára, átti ekkert og þótti fengur að komast í þennan fjelagsskap. Þá keyptum við svonefnda Tangaverslun af Bryde, og þar hefir okkar fcækistöð verið síðan. En hvar hefir þú fengið málkunnáttu þína, svo þú getur auk norðurlandamál- anna talað og skrifað ensku, þýsku og frönsku? Það kom mest af sjálfu sjer. Jeg hafði ekki annað en barna skólapróf frá sr. Oddgeiri Guðmundssyni, en hann var ágætur kennari. Gísli John- sen hafði fyrirgreiðslu er- lendra fiskiskipa, sem leituðu til Eyja, og jeg varð ferju- maður oftast milli skips og lands, og sá um afgreiðsluna. Eins lærði jeg dönsku af liásetum á Marstal-skútunum sem komu með vörur til Eyja á vorin. Þessi ferjumanns og afgreiðslustörf hafði jeg á hendi í 16 ár. Það voru stund- um slarkferðir, altaf á opnum bátum og fiskiskipunum varð að sinna hvort sem þau komu að nóttu eða degi. En því má jeg ekki gleyma, að Magnús Jónsson, sýslumaður, bauð mjer tilsögn í ensku, þegar hann var í Eyjum. Þar fjekk jeg undirstöðuna og er hon- um alla æfi þakklátur fyrir góðvild hans og hugulsemi. Flaug aldrei að þjer að leita fcurt frá Vestmannaeyjum meðan þú varst ungur? Um það leyti, sem jeg rjeði Jóhann Þ. Jósefsson mig hjá Gisla Johnsen, lang- aði mig mest til Ameríku, en tveir eldri bræður mínir voru farnir að heiman, svo jeg mátti ekki fara frá móð- ur minni. Hún varð um þessar mundir ekkja í ann- að sinn. Faðir minn, Jósef Valdason, var skipstjóri. Hann stundaði meðal annars hákarlaveiðar á þilskipi. Hann druknaði þeg ar jeg var á öðru ári. Hann var Eyfellingur að ætt. Móð- ir mín, Guðrún Þorkelsdóttir, ættuð úr Eyjum, giftist aftur, Magnúsi Guðlaugssyni úr Landeyjum og missti hann h'ka í sjóinn þegar jeg var ný fermdur. Hann ætlaði að „setja mig til menta“ en þeg- ar hans misti við, voru engin efni til þess. Hann reyndist mjer sem besti faðir. Þegar jeg rjeðst til versl- unar hjá Gísla Johnsen, lang aði mig 1 flest annað en það. En ekki var á öðru völ nema þá að stunda róðra ef jeg yrði kyrr í Eyjum. Með okk- ur Gísla var hin besta sam- vinna meðan jeg var hjá honum. Er Pjetur J. Thorsteinsson hafði verið með okkur í firm anu Gunnar Ólafsson & Co., í fimm ár, óskaði hann að selja okkur sinn hlut og fara. Síðan vikum við Jóhann talinu að framfaramálum Vestmannaeyja hvernig af- komumöguleikar breyttust, er vjelbátarnir komu til sög- unnar með atorku og fram- taki Eyjamanna. En hafnar- skilyrði í Eyjum voru ekki í samræmi við bátakostinn. Því var hafist handa um hafn argerð árið 1913, undir for- ystu Karls Einarssonar, sem var sýslumaður og alþm. En nú eru hafnarskilyrði það góð að um annað eins dreymdi mann ekki í mínu ungdæmi, þegar vöruskipin, sem komu á vorin, voru í dauðans hættu á höfninni í hvert sinn, sem hvessti alvarlega af austri. Þó er mjög margt enn ógert í hafnarmálunum, eftir rúm- lega 30 ára stríð við erfiða aðstöðu. Stækkun skipanna krefst meiri og betri hafnar- aðstöðu og því má ekki gleyma, að öll afkoma í Eyj- um er háð höfninni. Þá rakti Jóhann fyrir mjer í fáum orðum ýms umbóta- mál Eyjamanna og sagði, að mest hrifning hefði gripið menn er björgunarmálin voru á ferðinni. Þá lagði Sigurður lyfsali Sigurðsson til hið skáld lega hugarflug. Kaupfjelags- stjórarnir Jón Hinrikssson og Gísli Lárusson í Stakka- gerði, raunsæi hinna reyndu manna. Karl Einarsson bæj- arfógeti og fleiri góðir menn lögðu og sitt til. Upp af björgunarmálum Vestmannaeyja, reis hin ís- lenska landhelgisgæsla, sem kunnugt er. En Jóhann var framkvæmdarstjóri fjelags- ins er keypti Þór og mannaði hann með Jóhanni P. Jóns- syni skipherra og Friðrik- kólastjóra, Einari Einarssyni síðar skipherra og fleiri á- gætis mönnum. Nú vikum við tali að þing- störfum Jóhanns og erind- rekstri fyrir þjóðina erlendis. Þingsaga hans er of löng og margþætt til þess að hún verði rakin hjer í þetta sinn. En hún er um leið sagan um framfaramál Eyjanna í ná- lega aldarfjórðung. En erind- rekstur Jóhanns til Mið- Evrópulanda hófst 1931, er hann fyrir tilmæli ríkisstjórn rinnar eða Ásg. Ásgeirsson- ar þáverandi ráðherra og Tryggva Þórhallssonar þá forsætisráðherra, fór til Þýskalands til þess að losa þar um miljón marka, er feng ist hafði fyrir ísfisk og fraus þat inni. Síðan hafði Jóhann þá samn inga á hendi í 8 ár og var íyrst ísfiskur einn sem seld- ist, en tegundir þær, er hann seldi hjeðan til úflutnings urðu yfir 30 áður en lauk. Síðan Jóhann Þ. Jósefsson tók að sjer formensku Ný- byggingarráðs, er það var stofnað, hefur hann aukið merkum þætti við starfssögu sma, sem kunnugt er. ★ Nú vikum við tali að kosn ingunum, eins og gengur um þessar mundir. Vinstri flokkarnir hafa, sagði Jóhann, náð um stund raeirihluta í Eyjum. Jeg þyk- ist sjá, að það sje þegar kom- ið svo, að margir, sem í vetur greiddu þeim atkvæði, finni það nú, að best fer á því, að þeir menn hafi völdin í bæj- arstjórn, sem fvlgja stefnu Sjálfstæðisflokksins og feta í fótspor þeirra atorku- og öugnaðarmanna, er hófu um- bætur í Eyjum um aldamót- in. En öll afkoma almennings byggist þar á framtaki þess- ara manna. Þegar til undirbúnings und |ir alþingiskosningarnar kom, Jannst mjer það skylda mín, 'að bjóða mig enn sem fyrr .í þjónustu Vestmannaeyinga, ,meðan þeir óska eftir henni. Svo margar og hlýjar endur- (minningar á jeg frá samstarfi ynínu við þá á undanförnum árum. En úr því að jeg fór að minn ast á starf mitt frá fyrri ár- um, get jeg ekki látið hjá líða, !að minnast þess, hve hve mik HALLGRÍMUR Níelsson, hreppstjóri á Grímsstöðum á Mýrum og kona hans, Sigríður Helgadóttir, eiga 60 ára hjú- skaparafmæli á þriðjudag 18. júní. Þau hafa búið allan sinn búskap að Grímsstöðum við rausn og miklar vinsældir. Brúðkaupsdaginn verða þau stödd á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Sigríðar og Lúð vígs Guðmundssonar, skólastj. Handíðaskólans. UTVARPIÐ UTVARP I DAG: 8.30— -8.45 Morgunútvarp. 11.00 Messa í Dómkirkjunni — (sjera Bjarni Jónsson vígslu biskup!. 12.15—13.15 Hádegisútvarp. 13.30 Útvarp frá hátíðahöldum vegna aldarafmælis Menta- skólans í Reykjavík: a) Skóla uppsögn í hátíðasal Mennta- skólans. b) 15.15 Útvarp úr kifkjugarðinum í Reykjavík: Sigurður Nordal prófessor flytur ræðu við leiði Svein- bjarnar Egilssonar. c) 15.45 Ræða á Menntaskólatröpp- unum (Tómas Guðmunds- son skáld). b) Stúdentakór- innsyngur. 18.30 Barnatími (Pjetur Pjet- ursson o. f 1.). 19.25 Tónleikar: Lagaflokkur eftir Prokoffieff. 20.00 Frjettir. 20.30 Aldarafmæli Menntaskól ans í Reykjavík: Ávörp og ræður. kórsöngur. 22.00 Frjettir. 22.05 Danslög (plötur). 23.00 Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 8.30— 8.45 Morgunútvarp. 11.00 Morguntónleikar (plöt- ur): íslensk tónlist. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. il gæfa varð'mjer það ungum að komast í fjelagsskap við Jannan eins ágætismann og Gunnar Ólafsson. Við höfum nú rekið útgerð og verslun s.'man á Tanganum síðan 11910. Hjer er aðeins minst á fátt eitt um æfi og starf Jóhanns I'. Jósefssonar. En hann er, cins og alþjóð er kunnugt, á marga lund óvenjulegur mað- ur, fjölgáfacur og bráðdug- legur áhugamaður. | Sjálfstæðisflokkurilnn er þakklátur Jóhanni Þ. Jósefs- syni fyrir mikilvæg störf hans í þjóðmálum, fyrir hug- kvæmni hans, dugnað og for- ystu í mörgum þjóðþrifamál- um. Mætti flokkurinn og þjóð in í heild og Vestmannaeying ar sjerstaklega, lengi njóta forystu hans og starfskrafta. V. St. 13.30 Messa í Dómkirkjunni (herra Sigurgeir Sigurðsson biskup. — Stefán Guðmunds- son syngur). 14.00 Forseti íslands leggur blómsveig á minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austur- velli. Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur. (Athöfninni lýst). 14.15 Ræða af svölum Alþing- ishússins (Ólafur Thors for- sætisráðherra). 15.15 Útvarp frá íþróttamóti á Iþróttavellinum: a) Ræða (Ben. G. Waage, forseti T. S. I.). b) Lýsing á íþróttum og kappleikjum. 19.25 íslensk tónlist (plötur). 20.00 Frjettir. 20.20 Útvarp frú útihátið í Hljómskálagarðinum: a) Á- vörp og ræður (Jakob Haf- stein framkvæmdarstjóri, Guðmundur Ásbjörnsson for seti bæjarstjórnar Reykja- víkur, dr. Einar Ól. Sveins- son prófessor). b) Almenn- ur sÖngur (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar). c) Upp- lestur: Ættjarðarkvæði (Lár- us Pálsson leikari). d) Kór- söngur. Fóstbræður. Karla- kór Reykjavíkur. e) Luðra- sveit Reykjavíkur leikur. — Pjetur Jónsson syngur f) Bændaglíma. g) Danslög. Dagskrárlok kl. 2 e. miðn. ÚTVARPIÐ Á ÞRIÐJUDAG: 19.25 íþróttaþáttur í. S. í. —• Sundkepni Dana og íslend- inga. 20.30 Erindi: Vetrarvertiðin. Fyrra erindi (Davíð Ólafs- son fiskimálastjóri). 21.15 Upplestur: „Húsfréyjan á Bessastöðum“, kaflar úr nýrri bók (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi). 22.30 Dagskrárlok. ■f 111111111111 iii iiiiiiii ■>! itn iii iii •iimimiiitmiiuimniiHii Matsalan ) Bröttugötu 3. Vil bæta við nokkrum | mönnum í fast fæði. — | Framvegis verða og seld- | ar iausar máltíðir. Salur- = inn fæst framvegis leigðF f ur til fundarhalda. Uppl. á staðnum, sími i 6731, milli kl. 6 og 7. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.