Morgunblaðið - 16.06.1946, Side 7

Morgunblaðið - 16.06.1946, Side 7
Sunnudagur 16. júní1946 MORGUNBLAÐIÐ 7 Fyrstu kosningar lýðveldisins. EFTIR hálfan mánuð gengur þjóðin til kosninga í fyrsta sinn síðan lýðveldið var stofnað. Af þeirri orsök einni verða þess- ar kosningar merkilegar. Verður og af þeim markað, hvernig kjósendur landsins hugsa sjer að byggja upp hið íslenska þjóðfjelag, marka stefnuna, sem liggja á til frelsis og frama og öryggis um afkomu þjóðar og einstaklinga. í>egar hið íslenska lýðveldi var stofnað að Lögbergi fyrir tveim árum, gerðu landsmenn sjer yfirleitt vonir um, að sá samhugur sem þá ríkti, myndi geta leitt til þess, að þingræð- isstjórn yrðix mynduð áður langt liði. Núverandi ríkisstjórn komst á, fjórum mánuðum eftir lýð- veldisstofnunina. Um tíma höfðu menn vonast eftir, að allir þingflokkarnir | f jórir, kæmu sjer saman um | meginatriði í landsmálum. svo þjóðin gæti fyrstu lýðveldisár- in staðið einhuga að þeim grund velli, sem leggja þyrfti, til auk- inna afkasta í framleiðslunni til sjávar og sveita. | Þetta mistókst að nokkru, með því að Framsóknarflokk-1 urinn skarst úr leik. Er óþarfil að rekja það mál nánar að þessu sinni. Stjórnarandstaða Framsókn- ar hefir verið með þeim end- emum, sem alþjóð eru kunnug. Nægir í því efni að minnast á, að Framsóknarmenn hafa í 20 mánuði staglast á, að Komm- únistar væru óhafandi í ríkis- stjórn. Með samvinnu við þá væri verið að gefa þeim „lykla völd“ o. s. frv., eins og Tíminn komst að orði. Framsókn er lalt- ari. MENN hafa margt út á Kom- múnista að setja, eins og les- endum þessa blaðs er kunnugt. En eitt verður þó aldrei hrak ið, að í október 1944 reyndist hollusta Framsóknarflokksins við framfaramál þjóðarinnar lakari en kommúnista. A fyrsta ári lýðveldisins skar Framsóknarflokkurinn sig útúr, þegar taka þurfti upp veigamikil umbótamál með þjóð inni. Þegar á reyndi kom það í ljós, að Framsókn var verri en kommúnistar. Það er auðheyrt á skrifum núverandi forustumanns Fram sóknar, að þeir eru farnir að skilja hve höllum fæti þeir standa, hve lítils þjóðin hjer á eftir væntir sjer af flokki þeirra. Það er sýnt, að forusta Fram- sóknar býst við ósigri í ýmsum sveitakjördæmum, og telur, að flokknum sje það nauðsynlegt, að safna atkvæðum hjer í Reykjavík utan um framboðs- lista, sem getur engum manni komið að. Framsóknarmenn gera ráð fyrir, að atkvæðin hjer í Rvík kunni að geta fleytt Hermanni Jónassyni, Eysteini Jónssyni, eða einhverjum síður kunnum tindátum Framsóknarflokksins inn á þing. Með og móti. í ÞETTA sinn verða kjós- endur að hugleiða: Hvort þeir eru með eða móti Framsóknar- flokknum. Enginn kjósandi get REYKJAVÍKURBRJEF ur greitt þeim flokki atkvæði, nema hann treysti forustu Her- manns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Skóli reynslunnar ætti að vera nægilegur til þess að fvlg- ismenn og aðdáendur þessara tveggja stjórnmálamanna í’eynd ust heldur fáir. Þessir tveir stjórnmálamenn hafa aldrei getað bygt upp neitt nýtilegt með þjóðinni. Þeir settust í bú fyrirrennara sinna, er voru mestu valdamenn þjóðarinnar, eyddu fje atvinurekenda láns- trausti þjóðarinnar og örfuðu fólksflóttann úr sveitunum, svo þar sem þeir ætluðu að efla fylgi sitt og búsæld almennings gripu þeir víða í tómt. Því jarð- irnar ui'ðu mannlausar. Ef Framsókn hefði tekist að ráða stefnunni í landsmálum haustið 1944, þá hefðu engin skip verið keypt, bátar vjelai', verksmiðjur eða landbúnaðar- verkfæri í stórum stíl. Því Framsókn ætlaði að láta alt slíkt bíða, þangað til verð- ið lækkaði, kaupið lækkaði og þjóðin væri búin að eyða inn- stæðum sínum í verkföll, svo hún gæti ekkert keypt, þegar loks verðið hefir lækkað. Fyrir fimm vikum sagði Tím- inn að vísu, að Hermann Jón- asson hefði þá fyrir nokkrum nóttum orðið mesti framfara- maður landsins. Menn skildu þau ,,sinnaskifti“, svona í'jett fyrir kosningarnar. En ekki hef ir enn frjettst um neinn mann sem tryði á, að þar fylgdi hug- ur máli. Stjórnarflokk- arnir. Á ÁRUM áður snerust kosn- ingar fyrst og fremst um það, hvort kjósendur, væru með eða á móti ríkjandi rikissttjórn, er þeir gengu að kjörborðinu. Nú er yfirgnæfandi meirihluti kjós endanna með ríkisstjtórninni. Sá meirihluti haggast ekki við kosningarnar. Það er alveg víst, því þau framfara og umbóta- mál sem núverandi ríkisstjórn hefir beitt sjer fyrir, eiga svo miklum vinsældum að fagna. En innan ríkisstjói'narinnar starfa menn, sem kunnugt er, með mjög mismunandi skoð- anir á ýmsum málum. Alveg eins eru skoðanir fylgismanna stjórnarinnar mismunandi. Þeir, sem á annað boi'ð ganga að kjörborðinu, sem fylg- ismenn núverandi stjórnar, þeir gera sjer grein fyrir því, hvaða flokkur það er, sem stjórnina styður, er á mestan þátt í sttjórnarsamstarfinu og þeim umbótum, er stjói'nin hefir komið í kring. Engum getur blandast hugur um, að núverandi ríkisstjórn komst á fyrir forgöngu Sjálf- stæðisflokksins og þá fyrst og fremst Olafs Thors. Það sem áunnist hefir fyrir þjóðina frá því um haustið 1944, er fyrst og fi-emst honum að þakka. Þetta vita allir — og viður- kennd, að minsta kdsti með sjálfum sjer. Blöð Alþýðuflokksins og kom múnista gera hverja tilrauina af annari til þess að leiða rök að því, að flokkar þeirra sjeu aðalflokkar stjórnai'samstarfs- ins. 15. júní. Þetta er skiljanlegt sjálfhól frá þeii-ra hendi — en hlýtur að koma flokkum þeii’ra að á- kaflega litlu gagni. Því meiri ákefð, sem blöð þeirra sýna í málarekstri þessum, því fastar er að því kveðið. hve forusta Sjálfstæðisflokksins i stjói'nar- samstarfinu er orðin vinsæl með þjóðinni. Hver fyrirskipar. ÞEGAR það kom á daginn, að allir 5 þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, sem í öndverðu hliðruðu sjer hjá að styðja nú- verandi ríkisstjórn, byðu sig fram fyrir flokk sinn urðu von- brigði Tímamanna mikil. Þeir sem 1 Tímann skrifa, hafa haldið því fram, að með þessu væri Sjálfstætðisflokk- urinn hálft í hvoru að snúast gegn núverandi ríkisstjórn. En samþyktir flokksins eru eindregnar með ríkisstjórninni, eins og þær samþyktir Lands- fundar Sjálfstæðismanna, sum arið 1943, sem mæltu svo fyrir að leita skyidi stjórnarsam- starfs á sem víðtækustum grundvelli. Tíminn talar um að þessir þingmenn flokksins hafi verið „látnir bjóða sig fram“. En eins og allir vita, hefir aldrei verið og getur aldrei verið um nein slík valdboð að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn gengur heill og einhuga til kosninga, með það fyrir augum að halda áfram umbótastarfi sínu. En Framsóknarflkkurinn er klofinn og sundraður, eins og best sjest í Þingeyjar- og Ár- nessýslu, á hröðum flótta und- an árásum þeim, er flokkurinn hefir fengið með rjettu, út af þeirri einsýnu afturhaldspóli- tik, sem hann hefir í’ekið •— og forustumenn hans ei'u nú sjálf- ir fai'nir að óttast Þjóðhátíðardagur. LIÐIN eru 35 ár síðan 17. júní var fyrst haldinn hátíð- legur um land allt, það var á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911. Þá sameinaðist íslenska þjóðin í hugheilli þökk til hins mikla þjóðskörungs. Síðan hefir 17. júní verið þjóðhátíðardagur hjer á landi — einkum fyrir forgöngu æsk- unnar og íþróttafjelaganna. Fyrir tveim árum fekk þessi þjóðhátíðár nýtt gildi, er hann var valinn sem stofndagur lýð- veldisins, og verður hann af þeim orsökum hátíðisdagur hjer á landi um alla frmatíð, meðan íslensk þjóð og þjóðai'sál lifir. „Þagnið, dægurþras og í'íg- ur“, kvað Hannes Hafstein á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, fyrir 35 árum. Þá stóð þjóðin sameinuð til að heiðra minn- ing hins látna foringja síns. Hvernig sem stríðið verður blandið í framtíðinni, þá munu altaf þau mál vera uppi með þjóðinni, sem henni er þörf á að sameinast um. Það yrði góður, gagnlegur og heillaríkur háttur, ef íslenska þjóðin gei-ði það, að venju, að hafa á hverju ári eitthvað það mál á dagskrá 17. júní, er sam- einaði hana til átaka fyrir vel- ferð sinni og komandi kyn- slóðar. Að þessu sinni hefir verið í’eynt frá vissum flokki, að skapa úlfúð og torti'yggni í sam bandi við 17. júní, er lýsti sjer m. a. í því, þegar kommúnist- ar fóru fram á, að fulltrúar í- þróttafjelaganna i undirbúnings nefnd yrðu sviftir atkvæðis- rjetti sínum. En blöð kommún- ista þóttust geta sagt það fyr- ii', að á tveggja ára afmæli lýð- veldisins myndi þjóðin ekki bera gæfu til að standa saman. um frelssmál sín. Þær hrakspár kommúnsta —• sem um leið voru tyllivonir þeirra, múnu að engu verða. íslenska þjóðin stóð sameinuð 17. júni 1911, sameinuð að Lög- bei'gi fyrir tveim árum um lýðveldisstofnunina. Sameinuð stendur hún enn um sjálfstæði sitt. Og svo mun verða. Meðan. kommúnistar fá ekki fyrir- skipun um það úr vissri átt, að skerast úr leik. Stcfnuskráin. indverski Þjóðþings- flokkurinn hafnar tillögum Breta New Dehli í gærkvöldi.— Einkaskeyti til MorgbL FRÁ REUTER. FORSETI Þjóðþingsflokksins indvei'ska hefir ritað Wavell varakonungi brjef, þar sem hann tjáir honum, að Þjóðþings- flokkurinn geti ekki tekið tillögum Breta um skipan Indlands- málanna. Till. Breta snerust að mestu um framtíðasrtjórnskip- un landsins og væntanlega stjórnai-skrá þess. Það hefir löngum verið hátt- , ur stjórnmálaflokka, enda eðli- legur, að birta fjölþætta stefnu skrá fyrir hverjar kosningar. Samkvæmt starfsreglum og lögum Sjálfstæðisflokksins hafa Landsfundir hans æðsta vald í málefnum hans. Fyrir ári síðan hjelt flokk- urinn fjölmennan Landsfund á Þingvöllum. Þar var samþykt starfsskrá og stefna fyi'ir flokk inn í helstu dagsltrármálum þjóðarinnar. Þessi starfsskrá Sjálfstæðis- flokksins er birt hjer í blað- inu. En jafnframt ei'u nefndar helstu framkvæmdir þær, sem síðan hafa komist á. Þeir menn, sem fyrir ári síð an gerðu samþyktir á Lands- fundi flokksins um stefnumál hans, geta nú gert sjer ljósa grein fyrir hvað áunnist hefir. Þegar litið er yfir þessi mál, er ekki nema eðlilegt, að for- usta Sjálfstæðismanna í málefn um þjóðarinnar sje orðin vin- sæl. Stefnan, sem unnið hefir ver- ið eftir, er í fám orðum þessi: Alhliða framfarir í atvinnumál um, aukinn styrkur í menning- armálum og sem best öryggi einstaklinga og þjóðar. í brjefinu til varakonungs- ins kemur það fram, að telja megi þetta lokasvar flokksins við tillögum Indlandsmálanefnd arinnar. Meðlimir nefndarinn- ar, sem höfðu lýst yfir því, að þeir mundu leggja af stað heim leiðis á morgun, hafa nú til- kynt opinberlega, að þeir hafi hætt við að fara frá Indlandi að svo stöddu. Ekki er þó talið loku fyrir það skotið, að enn kunni að finnast einhver lausn þessara mála. _ Wavell varakonungur og breska Indlandsmálanefndin höfðu fund með sjer í dag. — Þeir ræddu saman í þrjár klst. í morgun, og munu halda áfram ' viðræðum sínum bráðlega. Enn hefir ekkert komið fram, sem bent gæti á það, að þeir hafi leitast eftir nýjum viðræðum við leiðtoga sjórnmálaflokk- anna indversku. Þess er vænst, að opinber yf- irlýsing um þessi mál verði gefin út á morgun. v víxíXí><í>«><Sfxí-?,<»> Kosningsskrifsfofa Sjálfsiæðisflokksins er í Sjálfsfæðishús- inu við Ausfurvöll Látið skrifstofuna vita um það fólk, sem er farið burt úr bænum. — Opið frá kl. 10—10 daglega. — Símar 6581 og 6911. — Kjósið hjá borgarfógeta í Miðbæjarbarnaskólanum, opið 10—12 f. h. og 2—6 og 8—10 e. li. D-lisli er lisli Sjálfslæðisflokksins Símar: 6581 og 6911.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.