Morgunblaðið - 16.06.1946, Síða 8

Morgunblaðið - 16.06.1946, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. júní 1946 STEFNUMÁL SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Framh. af tils 2. 8. Flokkurinn telur sér- staka nauðsyn þess að vera á varðbergi gegn því, að skólarnir séu gerðir að áróð- urshreiðum fyrir pólitíska flokksstarfsemi. 9. Flokkurinn telur þjóðar- nauðsyn að efla og styrkja íþróttalífið í landinu og tel- ur, að íþróttirnar séu ómetan legur þáttur í uppeldis- og heilbrigðismálum æskulýðs- ins. Sett voru á síðasta alþingi eftirfarandi lög: Lög um skólakerfi og fræðsluskyldu. Lög um fræðslu bama. Lög um gagnfræðanám. Lög um menntaskóla. Lög um húsmæðrafræðslu. Gagngerðar samgöngu- bætur á landi, sjó og í lofti. Sjálfstæðisflokkurinn legg- ur áherzlu á, að samgöngur á landi, sjó og í lofti, séu endurbættar og auknar í sem fyllsta samræmi við kröfur nútímans og þarfir þjóðar- innar. Telur ílokkurinn, að þessu marki verði bezt náð með því: 1. Að haga svo framkvæmd um við vega- og brúagerðir að notaðar séu sem mest,hrað virkar vélar, og áherzla sé- íögð á, að tengja á sem hag- kvæmastan hátt fjölmenn þorp og héruð við akvega- kerfi landsins, einkum þar sem vegleysur hamla eðli- legri þróun viðskipta á milli sjávarþorpa og byggðanna. 2. Að efla Eimskipafélag íslands og skapa því þau, starfsskilyrði, að það geti hér eftir sem hingað til innt af hendi þá þjóðnytjastarf- semi, sem það hefur rækt. 3. Að stefnt sé að því, að ísland geti sjálft haft með höndum allar flugsamgöngur innanlands og einnig tekið þátt í að halda uppi flugsam- göngum við önnur lönd. Tel- ur fundurinn, að ríkinu beri að leggja fram fé í þessu skyni, ef með þarf, án þess þó að seilast til yfirráða í félögum þeim, sem það starf hafa með höndum. Einnig tel ur fundurinn að halda beri áfram fyrirgreiðslu fyrir þró- un flugmála, á líkan hátt og gert var á síðasta þingi, þ. e., að ríkið byggi og við- haldi flughöfnum eftir því, sem þörf er á víðsvegar í landinu. Á síðasta þingi voru sett lög um austurveg. Lög um kaup á nýjum strandferðaskipum, sem heimila ríkisstjóminni að láta smíða ný strandferða- skip erlendis. Samtykkt þingsályktun um byggingastyrk til flóabáta. Eimskipafélagið hefur fest- kaup á mörgum nýjum og alls hafa verið fest kaup á svo mörgum nýjum skipum til vöra- og farþegaflutninga að sá skipastóll landsmanna fjórfaldast. Aukinn iðnaður lands- manna. Sjálfstæðisflokkurinn vill vemda þann iðnað, sem fyrir er í landinu, tryggja honum verkefni, rekstursfé og mark að. Flokkurinn vill einnig stuðla að því, að hér rísi nýr iðnaður, sem sýnt er, að eigi erindi hingað og hefir tilveru skilyrði undir góðri stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn vill sérstaklega vinna að því í iðnaðarmálum —• 1. Að iðja og iðnaður eigi kost á lánsfé til starfsemi sinnar í réttu hlutfalli við aðra atvinnuvegi þjóðarinn- ar. 2. Að útlendri iðnaðarfram leiðslu verði ekki ívilnað í tollálögum gagnvart þeirri íslenzku, né veitt aðstaða til ósanngjamrar samkeppni. 3. Að sett verði löggjöf um iðnskóla, er tryggi þeim svip aða aðstöðu og héraðs- og gagnfræðaskólum. 4. Að ekki verði dregið úr þeim kröfum um sérkunn- áttu iðnaðarmanna, sem nú gilda, svo að stefnt verði á- fram að því að fá sem besta iðnaðarvinnu og iðnaðarfram leiðslu. 5. Að unnið sé að því, að á hverjum tíma sé næjanlegt efni og áhöld fyrirliggjandi í landinu til iðju og iðnaðar- starfg. 6. Að komið verði upp raf- orkuverum um land allt fyr- ir sveitir og sjávarþorp, svo að iðnaður, hvar sem er á landinu, eigi kost á nægilegu rafmagni til starfrækslu sinn ar. 7. Að hlynnt verði að því, að heimilisiðnaður eflist sem mest og fái sem besta að- stöðu. 8. Landsfundur Sjálfstæðis flokksins lýsir sig fullkom- lega samþykkan þeirri stefnu er síðasta Alþingi tók í á- burðarverksmiðjumálinu. Fagnar fundurinn því, að Nýbyggingarráð hefur nú einróma falið sérfræðingum athugun málsins og treystir því, að rannsókn verði hrað- að svo sem auðið er, en að því að eins verði ráðist í stofnun verksmiðjunnar, að tryggt þyki, að áburðurinn verði eigi dýrari en sam- bærilegur erlendur áburður. Vítir fundurinn þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að villa mönnum sýn í þessu máli og telur, að það eigi að sjálfsögðu að athugast á full- komlega hagfræðilegum grundvelli. Kirkjumál. Landsfundur Sjálfstæðis- manna lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við kirkju og kristindóm og telur það höfuðnauðsyn, að kristileg áhrif aukist með þjóðinni. Guðrún Sigurðardóttir frá Sólmundarhöfða á Akranesi. Fœdd 4. ágúst 1863, — Dáin 28. janúar 1946. Kveðja frá dœtrum hennar. Þín braut er nú gengin, og brostinn sá strengur, er batt þig við jarðlífsins margbreytta skeið, nú engin er tálvon, sem angrar þig lengur, en eilífðarvegferðin framundan greið. Huga vorn margskonar myndir nú fylla, er mótast þar liafa, frá bernskunnar tíð, og mömmunnar látinnar minningar gylla, við munum þinn kærleik og atlotin blíð. Þín minnig sje blessuð og með okkur geymist, uns merki vort fellur, þá runnið er skeið, en ást þín og umönnun allra síst gleymist, er okkur þú sýndir í þrautum og neyð. í heiminum fegri, þjer hugljúf nú mæta, þinn hjartkœri maki og börnin þín öll, er himininn gista, og hug þinn mun kœta, að hvergi sjest skuggi í Alföðurs höll. ú Alvaldur sál þína signi í hæðum, sólbjarta fetaðu eilífðarbraut, margreyndur andi þinn mettist af gæðum, miskunnsemd drottins þjer falli í skaut. D—listi er I sti Sjálfstæðismanna | X-9 ^ £ £ £ £ Eflir Roberl Slorm 1 AÍ0RNIN6...A 5RI6K VVÍIKJO ST!U- WHIPS AC.R06S 7HE I6LAND. É5UT THE FUKV OF THE STORM WAS PAZZEO OUT TO g>EA... & I3ASV, VÆ'LL FLOAT HER, IF WE HAVE TO > Qlð A CANAL FKO/M HERE TO ORLANDO! j THINK \V5 CAN V SET HER AFLOAT ! A6AIN i PHlLT Á Með morgninuin lægir vindinn og ferðalangarnir fara að hugsa um að koma bátnum á fiot á ný.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.