Morgunblaðið - 04.07.1946, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 4. júlí 1946
Filipseyjar öðiasi sjáifstæði í dag
Philipseyjar öðlast sjálfstæði í dag — á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, eins og Bandaríkja-
menn höfðu lofað með samþykki fulltrúadeildarinnar á lögum um sjálfstæði eyjanna, sem
Fulltrúadeildin samþykti 1934 að tillögu Röosevelts forseía. — Bandaríkjamenn hafa ráðið
yfir Pilipseyjum frá því 1898 cr þeir hlutu þær í friðarsamningum við Sjánverja. Bandaríkja-
mcnn liafa bcitt sjer fyrir miklum framförum á Pilipseyjum í stjórnartíð sinni þar, en Pilips-
eyjabúar hafa altaf barist fyrir sjálfstæði sínu og sjá nú langþráðann draum rætast. Pilips-
eyjarbúar hafa komið á hjá sjcr stjórnarfyrirkomulagi, sem er líkt og í Bandaríkjunum.
Douglas MacArthur hershöfðingi aöstoðaði þá í að koma sjer upp öflugum landvörnum og börð-
ust Bandaríkjamenn og Pilipseyjamenn hlið við hlið á móti Japönum. Mikil hátíðahöld fara
fram í Manilla í dag. Var íslandi boðið að senda fnlltrúa á hátíðahöldin, en því var ekki
viðkomið sökum þess hve lítill tími var til stefnu, en leiðin löng. — Iljer á myndinni sjest
Truman forseti vera að ræða við Muel Roxas forseta Pilipseyja og Paul V. McNutt, sem var
landsstjóri í Pilipseyjum, en verður nú fyrsti sendiherra Bandaríkjanna í hinu nýja sjálfstæða
lýðveldi.
Áhugi fyrir eflingu S. I. B. S.
Skofið inn um glugga
á Kópavogshæii
Á ÞRIÐJUDAGslKVÖLDIÐ
um kl. 11,30 var skotið af
riffli inn um glugga á hælinu
í Kópavogi, inn í herbergi,
þar sem tveir blindir menn
dvelja. Vissu þeir ekki hvað
um var að vera og vissu
menn ekki, hvað þar hafði
gerst fyrr en í gærmorgun, að
glerbrotin fundust um allt
gólf í herberginu.
Lögreglan í Hafnarfirði
hefur mál þetta til meðferð-
ar. Hefur komið í ljós, að í
fyrrakvöld var vart við 2
menn þarna suðurfrá, er
voru að skjóta af byssu. —
Biður lögreglan í Hafnarfirði
alla þá, sem einhverjar upp-
lýsingar geta gefið í máli
þessu, að hafa samband við
sig. _
Frá Sumardvala-
nefnd
SIÐASTI barnahópurinn, sem
fer í sveit í sumar á vegum
sumardvalarnefndar leggur af
stað frá Miðbæjarskólanum n.k.
föstudagsmorgun kl. 9 upp að
Reykholti. En það heimili hefir
ekki getað tekið til starfa fyr,
vegna gagngerðra endurbóta á
húsnæði Reykholtsskóla.
Hin heimilin tóku til starfa
krlngum 20. júní og eru öll
heimilin fullskipuð, en á þeim
dveljast samtalS um 320 börn.
Sumardvalarnefnd biður þess
getið að heimsóknir á barna-
heimilin sjeu stranglega bann-
aðar, og er þetta gert af knýj-
andi nauðsyn, bæði sökum trufl
ana þeirra er sífeldri gestanauð
fylgja og svo vegna smithættu.
í Reykholti er sími og verður
fjmirspurnum um líðan barna
þar svarað á þriðjudögum, en
alls ekki á öðrum tímum.
Annars er skrifstofu Rauða
Krossins gert aðvart um ef veik
indi ber að höndum og mun
hún þegar láta aðstandendur
vita.
0 farþegar með
Danmerkur-
flugvjelinní
MEÐ flugvjelinni frá Dan-
mörku og Prestswick, á veg-
um Flugfjelags íslands, komu
í gærkveldi 13 farþegar.
Farþegar voru þessir: Gísli
Friðbjarnarson og frú, Jón Hj.
Sigurðsson prófessor, Anna
Olesen, Egill Jónsson, frú S.
Waage. frú S. Pálsson, Smith,
Sigurður Sigurðsson berkla-
yfirlæknir, Guðmundur Karl
Pjetursson, læknir, Gunnlaugur
Guðjónsson, Valgarð Thorodd-
sen verkfræðingur, I. Unhall.
Tekinn eftir messu.
LONDON. Gengi Nikolaje-
wich, júgoslafneskur verkfræð
ingur, sem sá um byggingu
ameríska hermannagrafreits-
ins í Belgrad, var nýlega hand-
tekinn um leið og hann kom út
úr kirkju frá messu, þar sem
verið var að minnast fallinna
amerískra flugmanna. Yfirmað
ur amerísku kirkjugarðánna í
Jugoslafíu bar þegar fram
mótmæli.
FIMTA þing S.I.B.S. var hald-
ið að Reykjalundi í Mosfells-
sveit dagana 22. og 23. júní.
Þingið sátu 46 fulltrúar frá 6
sambandsfjelögum, auk mið-
stjórnar og gesta. Forseti þings-
ins var kosinn Jónas Þorbergs-
son útvarpsstjóri.
Á þinginu voru fluttar skýrsl
ur miðstjórnar, vinnuheimilis-
stjórnar og yfirlæknis heimil-
isins.
Síðustu tvö árin, 1944 og 1945
hafa verið sjerstaklega við-
burðarík og merkileg í sögu
sambandsins. Á þessum tveim
árum hafa stórir hlutir gerst.
Nokkru eftir að síðasta þing
var háð, í júlí 1944, var vinna
hafin við vinnuheimilið. Nú
eru komin upp þarna 11 íbúð-
arhús fyrir vistmenn, auk lækn
isíbúðar og íbúðar fyrir starfs-
fólk. Vinna er nýlega hafin við
aðalbygginguna, sem verður
mikið hús. Búið er að fjarlægja
hermannaskálana, sem stóðu á
landinu, þá, sem ekki eru 1 not-
kun, en eins og kunnugt er,
eru allmargir skálar ennþá not
aðir við rekstur heimilisins, fyr
ir smíðastofur, eldhús, mötu-
neyti o. fl. Landið hefir nú verið
sljettað að mestu og verður sáð
í það á næstunni.
Á þinginu fór fram kosning
miðstjórnar til næstu tveggja
ára. Kosningu hlUtu þessir
menn: Maríus Helgason forseti.
Olafur Björnsson, gjaldkeri.
Þorleifur Eggertsson ritari.
Þórður Benediktsson varafor-
seti, Oddur Ólafsson, Ásberg
Jóhannesson og Björn Guð-
mundsson meðstjórnendur.
Til vara: Daníel Sumarliða-
son, Jónas Þorbergsson, Stefán
Kristmundsson. Jóhann Kúld.
í vinnuheimilisstjórn var kos
inn Árni Einarsson. Til vara:
Helgi Steingrímsson. — Meðal
ályktana, sem þingið afgreiddi,
voru þessar:
,.Unnið skal að því, að við og
við verði flutt í Ríkisútvarpið
á vegum sambandsins fræðslu-
erindi um berklaveiki og berkla
varnir“.
,.Fimta þing S.Í.B.S., haldið
að Reykjalundi dagana 22. og
23. júní 1946. lýsir gleði sinni
yfir þeirn árangri, sem náðst
hefir á síðustu tveim árum í því
að hrinda fram áhugamálum og
verkefnum berklavarnasamtak-
anna.
Jafnframt vottar þingið Al-
þingi, ríkisstjórn, fjelagsheild-
um, einstökum styrktarmönn-
um og þjóðinni allri hjartfólgn-
ar þakkir sínar fyrir skilning
þann, er samtökin hafa átt að
mæta, og styrk allan veittan
með ráðum og dáð, og væntir
þess að mega framvegis njóta
sömu góðvildar og rausnar frá
hendi ráðamanna og almenn-
ings, — uns hrundið hefir verið
fram þeim velferðarmálum, er
samtökin hafa með höndum fyr
ir land og lýð“.
í þinglok var borin fram svo
hljóðandi tillaga til þingsálykt-
unar og samþykt einróma:
„Fimta þing S.Í.B.S., háð að
Reykjalundi dagana 22. og 23.
júní 1946, ályktar að skora á
ríkisstjórn hins íslenska lýð-
veldis að hlutast til um að rík-
isstjórn Bandaríkja Norður-
Ameríku efni loforð sitt um
brottflutning herliðs síns af ís-
landi og tregðist ekki stundinni
lengur um efndir“.
Ennfremur skorar þing SÍBS
á ríkisstjórn hins íslenska lýð-
veldis að neita afdráttarlaust
öllum tilmælum erlendra ríkja j
um landvist eða landsrjettindi j
fyrir herlið, hvort sem það er
vopnað eða eigi“.
Mikill áhugi ríkti meðal þing
fulltrúa fyrir að efla samtökin
í framtíðinni. Þingið vottaði frá
farandi miðstjórn og öðrum
starfsmönnum sambandsins
traust sitt og þakkir fyrir fórn-
fúst og árangursríkt starf á und
anförnum árum. Þinginu var
slitið kl. 22,00 á sunnudag.
EDDU CIANO SLEPPT
RÓM. Edda Ciano, greifa-
frú, dóttir Mussolini, var
sleppt úr haldi í gær, en hún
hefur verio fangi á Lipari-
eyjum ásamt börnum sínum
undanfarna mánuði. Hvert
þau ætla að flytja er ekki
vitað. — Reuter.
CARACCHIOLA METÐIST
LONDON. Hinn frægi
þýski kappakstursmaður, Ru
dolf Caracchiola, meiddist
alvarlega, er hann kollók sig
í bifreið, sem hann hafði
smíðað sjálfur og var að
reyna nærri Indianapolis í
Bandaríkjunum.
Sjálhvöm !
iunnlendinga
ÞÓRARINN HELGASON
bóndi í Þykkvabæ í Landbroti
hefir nýlega sent frá sjer bækl-
ing, sem hann neínir: „Svarað
fyrir Sunnlendinga“. Er þar
tekin upp vörn fyrir Búnaðar-
samband Suðurlands og þá
hreyfingu er það vakti og seinna
varð til þess að stofnaö var til
Stjettarsambands bænda. Hefir
Ólafur í Gróðrarstöð Akureyr-
ar ráðist harkalega á Búnaðar-
samband Suðurlands í riti sern,
Búnaðarfjelag íslands hefir
gefið út. Kallar Ólafur Selfoss
hreyfinguna svonefndu „maka-
laust frumhlaup“. sem sýni
„hvernig nokkrir ofstopamenn
geta, með vanhugsuðu valda-
brölti, baktjaldamakki og klofn
ingsiðju, stofnað hagsmunum
heillar stjettar í voða“.
Er ekki furða þó að sunn-
lenskir bændur reyni að bera
Rönd fyrir höfuð sjer, þegar
þeir eru bornir slíkum sökum.
Mun þeim þykja hart undir því
að búa, að þeirra eigið fjelag,
Búnaðarfjelag íslands, skuli
vera látið gefa út slíkan óhróð-
ur og prenta hann í nafni bænda
og dreifa honum út um alt land,
á þeirra kostnað.
í svari sínu fyrir Sunnlend-
inga rekur Þórarinn Helgason;
rækilega gang þessa máls —<
stofnun stjettarsambandsins —<
og sýnir fram á það með óhrekj
andi rökum, að stjórn Búnaðar-
fjelags íslands hafi áður afsal-
að sjer allri þátttöku í hags-
munabaráttu bænda, og aí
hálfu Búnaðarþings lá ekkerfi
annað fyrir heldur en fálm og
vanmáttur, þegar sunnlenskir
bændur hófust handa um stofn
un stjettarsamtaka með boðun
Laugarvatnsfundarins 1945.
Þann fund ,,yfirtók“ svq Bún
aðarfjelag íslands, þegar það
sá, að bændur mundu gera al-
vöru úr því að stofna með sjer
óháð og frjáls hagsmunasamtök
eins og aðrar stjettir þjóðfjelags
ins. Illu heilli tókst forkólfum
Búnaðarfjelags íslands að gera
stjettarsambandið að einni
deild sinni og þar með háð ríkig
valdinu og þingmeirihluta á'
hverjum tíma, til þess að geta,
—- eins og Ólafur í Gróðrastöð-
inni kemst að orði, — ,,hald-
ið kröfunum innan skynsam-
legra takmarka og hindrað að
samtökunum sje beitt af óbil-
girni til framdráttar einkasjón-
armiðum og valdaspekúlönt-
um“.
Svo er þá komið skoðunum
sumra búnaðarþingsmanna á
hagsmunabaráttu bænda, að
þeir telja nauðsyn til bera, að
ríkisvaldið hafi þar hönd í
bagga með, svo bændur beiti
ekki samtökum sínum til fram-
dráttar óbilgjörnum einkasjón-
armiðum.
Nú á næstuni eiga bændur
landsins að greiða atkvæði um
það, hvort þeir vilja hafa stjett-
arfjelag sitt háð ríkisvaldinu
og undir eftirliti þess, eða hvort
þeir vilja að það sje frjálst og
sjálfu sjer ráðandi. Áður en sú
atkvæðagreiðsla fer fram, ættu
bændur að kynna sjer rit Þór-
arins Helgasonai og þau rök,
sem hann færir fram gegn á-
róðri Ólafs í Gróðrastöðinni og
fjelaga hans.
G. Br. |