Morgunblaðið - 04.07.1946, Side 12

Morgunblaðið - 04.07.1946, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. júlí 1946 Skafti S. Stefánsson, veitingaþjónn Minningarorð Fæddur 22. mars 1921. Dáinn 3. júní 1946. EINN af drengjunum, sem ólst upp á Frakkastígnum sam- tímis mjer, var óvenjulega röskur og hugaður. Jeg man það enn svo vel, þegar við leik- bræður hans stóðum og horfð- um á hann, og hann ljek listir sínar. Hann virtist ekkert ótt- as, og vera allir vegir færir, líka þar, sem við sáum aðeins háska og hættur. Hann var líka fimastur okkar allra, hann klifraði djarflega, og hann kveinkaði sjer aldrei, þótt hann fengi áfall. Og það kom oft fyr- ir. Við jafnaldrar hans þorðum heldur ekki að takast á við hann. Þótt við værum flestir hærri en hann í loftinu, áttum við það nærri víst, að hann stæði, þegar við vorum fallnir. En það var heldur engin ástæða til að stofna til áfloga við hann. Hann var ekki bannig gerður, að hann sæktist eftir þeim. Hann var friðsamur, og það var gott og auðvelt að eignast vináttu hans. Við leikbræður hans vorum. allir vinir hans. Þessi drengur var Skafti Sæmundur Stefánsson eða Skafti eins og hann var venju- lega kallaður. Húsin okkar stóðu hvert andspænis öðru, og fyrir okkur litlu drengina voru þau í raun og veru aðeins eitt hús. Jeg gerði mig að minsta kosti jafn heimakominn hjá foreldrum hans Vigdísi Sæ- mundsdóttur og Stefáni Guðna syni og heima. Hjá þeim fanst víst flestúm þeir væru komnir heim. — Við Skafti ljekum okk ur saman, og það, sem annar stakk upp á, var hinn jafn fús á að framkvæma. Svona liðu þessi hugljúfu bernskuár. Og það er gaman að minnast þeirra nú. — Við vorum að vísu eng- ir englar fremur en önnur börn, og sumt af því, sem við gerð- um rriá eflaust nefna prakkara- strik. En allt var það gert í sakleysi pg alltaf var vinátta innsigluð með því. Jeg man, að mömmurnar okkar tóku sjer- staklega hart á því, þegar við fórum í það, sem við kölluðum „ferðalög“, og vildum skoða okkur um í bænum. Samt gát- um við aldrei kæft þeSsa útþrá niður og aftur og aftur leidd- umst við á sömu „glapstiguna“. Það var alltaf siður okkar á þessum ferðalögum að leiðast. Svo kom æskan og árin liðu, skólagangan hófst og með henni önnur viðfangsefni. — Og svo fluttust foreldrar Skafta burtu af Frakkajstígnum, og hann með þeim. Þá fækkaði samfundunum, en vináttan hjelst. Hvernig átti annað að geta verið. Skafti var svo trygg ur og vinfastur. — Hann heils- aði alltaf brosandi og svo var ljett og glaðlegt yfir allri sám- ræðunni. — Hann hafði alltaf einhvern nýjan fróðleik eða nýja hugmynd á takteinum, og maður vildi gjarnan hlýða á hann. — Hann var kappsfullur og ákafur og maður hlaut að hrífast með honum. — Og svo var hann ævinlega sannsýnn og vingjarnlegur. Skafti er dáinn, en þessar minningar um hann deyja aldrei. Þótt mörg ár sjeu liðin síðan þær urðu fyrst til, hafa þær ekki máðst, heldur skýrst. — Skafti breyttist ekki með aldrinum. Þótt viðfangsefni hans yrðu auðvitað önnur, en þau, sem bernskan og æskan lögðu honum upp x hendur, þá brást hann eins við þeim og í leik og starfi áður. Hann var áfram kappgjarn og framsæk- inn. Hann var áfram ljúfur og vinfastur. Hann var áfram glaðlegur og ljettlyndur. Hann sá ævinlega björtu hliðinu á öllum hlutum, og oft þá skringi legu. Það var gaman að koma til hans og rabba við hann. Hann hafði altaf tíma og löng- un að ræða við mann. Iiann hafði gaman af bókum, og hon- um þótti líka gaman að því að rökræða um það, sem hann las. Eins og annað ættfólk hans hafði hann yndi af hljómlist. Og ósjálfrátt fór maður í Ijett- ara skapi frá honum en maður kom. Þetta eru minningar óskilds manns um Skafta heitinn Stefánsson, og hann er þakk- látur fyrir að eiga þær. —■ Hafðu þökk fyrir þær, kæri vinur. Þeir, sem nær honum stóðu, geyma sínar helgu og fögru minningar um hann, og þær ljetta þeim harminn og breiða bros yfir tárin. Foreldrarnir, sem kveðja hann, systkinin hans og unn- xstan og drengirnir hans, geyma sínar minningar. Þó kveðjan þeirra sje klökk, þá felast þó í henni öryggi og fögnuður yfir því, að hann, sem verið er að kveðja, var góður drengur, — og góðra drengja bíða Guðs vegir. — Þau vita, að hugur hans stefnir til þeirra og bæn- ir hans verða þeim Ijós á ó- förnum vegi. Allir, sem Skafta, þekktu, vita, að þeim hefir bæst vinur handan fortjaldsins mikla. Guðm. Sveinssoxi. — fþróftir Framh. af bls. 11 hlaupara L. Strandberg fyrir skömmu. Hann mun keppa í spretthlaupum og langstökki. Ragnar Björk, hástökkvari, hefur um mörg ár verið tal- inn einn besti hástökkvari Svía, náði 196 cm. í fvrra. í ár hefur hann stokkið 192 em. Hann mun keppa í há- stökki og ef til vill fleiri greánum. Nánari frjettir af fyrir- komulagi mótsins verður hjer í blaðánu síðar í vikunni. BEST AÐ AUGLYSA í MORGUNBLAÐINU Minningarorð um Kristínu Hannesdóttur KRISTÍN Hannesdóttir fyrr- um húsfreyja að Meðalholtum í Flóa, ljest að heimili sínu að- faranótt 13. þ. m. eftir þunga baráttu við ellilasleika s.l. ár. í gær var Kristín jarðsett að Gaulverjabæ og var þar fjöl- ment. Þessi mei’kiskona Ijest í hárri elli, því hún var fædd 5. nóv. 1854, dóttir Hannesar bónda í Tungu í Flóa Einars- sonar, spítalahaldara í Kaldað- arnesi, Hannessonar og konu hans Kristínar Bjarnadóttur frá Laugardælum. Kristín giftist 16. okt. 1877 23 ára Jóni Magnússyni frá Baugsstöðum og bjuggu þau fyrst í Tungu í Flóa, en fluttu þaðan 1884 að Meðalholtum og bjuggu þar góðu búi. Þau eign- uðust 10 börn og náðu 7 fu.ll- orðinsaldri, en þrír drengir dóu ungir. Börn þeirra voru Hannes bóndi í Meðalholtum, giftur Guðrúnu Andrjesdóttur, frá Vestri-Hellum. Jón hjer í Rvík og Ingibjörg, til heimilis í Með- alholtum, bæði ógift. Kristín gift Gísla Brynjólfssyni á Haugi. Guðlaug gift Guðlaugi Jónssyni bónda á Hellum (dáin fyrir fáum árum). Kristín (önnur) gift Árna Egilssyni trje smið í Rvík, Guðný gift og bú- sett í Ameríku. — Auk barna sinna ól Kristín upp 2 dætra- dætur sínar. Einnig ól hún upp Bjarna Bjarnason, á Selfossi. Kristín missti mann sinn 26. júní 1921. Hún hjelt búskap áfram í nokkur ár þar til Hann es sonur hennar fór að búa. Kristín var fríð og nett kona að sjá, en öllu fegri var hennar innri maður, þeim, sem kyntust henni. Kristín átti því láni að fagna að vera alltaf heilsugóð, enda kom það sjer vel, því hún var ætíð sívinnandi og víking- ur að öllu, sem hún gekk, utan húss og innan. Kristín var ann- áluð fyrir gesrisni og alúð við þá, sem hjá henni voru eða heimsóttu. Kristín mátti aldrei vita að nokkrum liði illa og var einlæg og hugarhrein og fór ekki röngum dómi um menn nje málefni, enda átti hún vini marga, en hvergi óvini, því hugarfar hennar var hreint og góðvilji hennar djúprættur. Það verða því margir, sem minnast Kristínar með þakk- læti síns hjarta og sakna henn- ar. Fyrir margt ber að lofa þessa konu fyrir langa ævi og fyrir 62 ára fagurt starf að Meðalholtum. Blessuð sje minning hennar. 27. 6. 1946. Lárus Salómonsson. I Barnabílarnir j eru komnir. i Austurstr. 4. Sími 6538. I BEST AÐ AUGLÝSA ! MORGUNBLAÐINU iiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiniiniiiiiiiiii Sippubönd nýkomin. 5 QLi jLL) Austurstr. 4. Sími 6538. iiiiiiiiimimi ii ii ii iii 111111111111111111 n n 11111111111111 £iiiniii1111111111111111111111111111111111111111111111ii1111111111111111111111111111(1111111111111111111111» •Jtm i.iiii iii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | X-9 A A A A íiiJiiiiiiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiimiiiimmm. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin iiii iiiiiiiiiiiiiimniiiiiiiiiiiniiiijiiiimmmmmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiPiiiiimmmiiimmiiiimiimmmr^ a Eftir Robert Storm I ■ ■immiiimiiiiiimmmiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmi iiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmiiiii r MUH7.„\V5UU, IT J 50UNDED EXCITINÖ — AND IT !4>! I TMOUöUT YOUR CQ/APAUS WOUUD 3E ‘&TIMULATIMÖ — . AND IT 10! r FHll-iP—! I'/YÍ JU&T NOT THE í'iUSNT, eUFPERiNö TYPE...I'V£ GOT T0 L5T Y3U KNOW THAT VtA DEG’PEP.ATiLV IN LOVE WITH vou—/MV HEARTSSAT C’PSLLZ I OUT VOUR NAúiS... S\ ...I-I CAN'T WHI&TLE FOR DAV&, AFTER VOU'YE Ki&GED AtE ... O'M, AiV DARUNö, VCU DO LOVE Mf:, DON'T VOUT PHIL... UH — JUET WHV DID VOU C0/V1E ÁLONö ON THI5 TREASURE ^ S, CRUI-5E 7 ÍM 19*5. Kin^ rc.„ircs Syndiotc, tnc . Worl J rip: t' Ókunnur maður hefir hlustað á vildu og X-9 tala saman á gulleynni. — Wilda: Hversvegna fórstu eiginlega í þessa ferð? — X-9: O, jeg hjelt það gæti að það yrði gaman að vera með þjer, eins og líka er. — Vilda: Philip. Jeg get ekki þagað lengur. Jeg verð að segja þjer, að jeg er voðalega afskaplega það nafnið þitt . . . Jeg er alveg magnþrota, þegar þú kyssir mig. Ó, elskan mín, þykir þjer ekki vænt um mig líka? orðið spennandi. Og það er það líka. Og jeg hjelt hrifin af þjer. Þegar hjartað í mjer slær, þá stafar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.