Morgunblaðið - 15.08.1946, Síða 2
2
MORGUNBEAÐIÐ
Fimtudagur 15. ágúst 1946
I bílusn Fjallabaksleið ausiur í
Skaiiártungu
Minning
Harðar Þorbergssonar
Frásögn Guðmundar Sveinssonar
NOKKRIR áhugasamir Skaft
fellingar í Reykjavík ákáðu um
sí'ðustu helgi að reyna að kom-
ast í bílum Fjallabaksleið, alla
leið austur í Skaftártungu. Að-
alforingjar leiðangurs þessa
voru tveir þrautreyndir ferða-
garpar, þeir Bergur Lárusson
frá Kirkjubæjarklaustri og
Guðmundur Sveinsson frá Vík
í Mýrdal, starfsmaður hjá Raf
magnsveitu Reykjavíkur. —
Stýrðu þeir sínum bílnum hvor
(Dodge-bílar, með tveim drif-
um).
Var höfð samvinna við á-
hugamenn eystra, þá Gísla Sig
urðsson bónda á Búlandi í Skaft
ártungu og Jón Björnsson stöðv
arstjóra á Kirkjubæjarklaustx-i.
Þeir áttu að freista þess, að
koma á bílum að austan vest-
ur á fjall, á móti leiðangurs-
mönnum úr Reykjavík.
Morgunblaðið átti tal við
Guðmund Sveinsson og fjekk
hjá honum eftirfarandi upplýs
ingar um þenna merkilega leið-
angur.*
Lagt af stað.
Lagt var af stað úr Reykja-
vík kl. 11 á föstudagskvöld. —
Voru leiðangursmenn alls 12 á
tveim bílum, eins og fyrr segir.
Þessir tóku þátt í leiðangrin-
um, auk bílstjóranna: Jónatan
Hallvarðsson hæstarjettardóm
ari, Finnur Jónsson dómsmála
ráðherra, Karl og Ásgeir Magn
ússynir, Páll Sveinsson, Jón
Sigurðsson, Jón Pálsson, Magn
úr Þorgeirsson, Gísli Sveinsson
og Sigurjón Danivaldsson.
Á föstudagskvöld var hald-
ið að Galtalæk á Landi og gist
þar.
I Jukuldali.
Lagt var af stað frá Galta-
læk kl. 8V2 á laugardagsmoi'g-
un. Var haldið sömu leið og
þeir leiðangursmenn fóru fyrr
í sumar, alt að Námskvísl. —
Hún var kornlítil.
Var haldið áfram austur og
fylgt að mestu götuslóðunum í
Jökuldali. Tvær torfæi’ur voi'u
á leiðinni, þ. e. upp úr Kirkju-
fellsósnum og yfir Jökulaals-
kvíslina; en eftir nokkra könn-
un tókst greiðlega að komast
yfir torfærur þessar.
KI. 9 að kvöldi var komið
í klofann í Jökuldölum. Þar
var náttað.
Lagt á austurfjallið.
Árla sunnudagsmorgun var
lagt af stað úr Jökuldölum og
haldið austur á fjallið, rjett
austan við lækinn við klofann.
Síðan var haldið norður fyrir
Grænalón og áfram þar austur
heiðarnar, alt mjög greiðfær
leið. — Var svo aftur komið á
Fjalabaksleið við Skuggafjöll.
Þar var leiðin svo greiðfær, að
ekið á fjórða „gear“.
Þeir leiðangursmenn gerðu
ráð fyrir, að ókleift væri að aka
gegn um hraunið úr Eldgjánni
og ákváðu því að aka eftir svo
nefndri Álftavatnsgötu, sem er
litlu vrestar en aðalleiðin. Þar
er ein torfæra á leiðinni, Stóra
£ii. Gekk þó greiðlega að kom-
ast yfir gilið.
Var svo haldið á svonefndar
Axlir, sem eru rennisljettar
hæðabungur og hægt að aka
þar hvar sem er.
Komið á bílaslóð.
Var svo komið aftur á Fjalla
baksleið á svonefndum Lamba
fitjahólum. Þar rákust leiðang
ursmenn á nýja bílaslóð og sáu
strax hverskyns var: Að austan
menn voru komnir hjer fram
hjá.
Var nú snúið við og haldin
slóð þeirra austan-manna, sem
voru þá komnir alla leið inn
í Eldgjá. Þar voru þeir Gísli
á Búlandi og Jón Björnsson
með tvo bíla og átta unga röska
menn með sjer.
Þeir austanmenn tjáðu, að
við Reykvíkingarnir hefðum
lagt óþarfa lykkju á leið okk-
ar, því síst væri verra að aka
niður í Eldgjá en yfir Stóra-
gil, leiðin, sem við fórum.
Þeir austanmenn lögðu af
stað frá Búlandi á laUgardags-
kvöld og unnu kappsamlega að
lagfæringu á leiðinni, einkum á
tveim stöðum hjá Hánýpufit.
Var nú leiðin orðin greiðfær
alla leið að Búlandi. Þangað
var komið klukkan sex á sunnu
dagskvöld.
Leiðin greiðfær.
— Hvað vilt þú svo segja um
þessa leið?, spurði Morgunbl.
Guðmund Sveinsson.
— Yfirleitt er leiðin greiðfær
bílum, segir Guðmundur, og
þarf mjög litlar lagfæringar,
6. Wells
París í gærkveldi.
FRÖNSK BLÖÐ birta í dag
greinar um H. G. Wells, hið
breska stórskáld, sem Ijest í
gær, 79 ára að aldri. — Meðal
annarra ritar Leon Blum, leið-
togi franskra jafnaðarmanna,
grein um Wells í eitt Parísar-
blaðanna. Ségir Blum m. a., að
Wells hafi ekki einungis verið
breskt skáld, hann hafi verið
skáld alls heimsins, sem hefði
haft til að bera framsýni og
ímyndunarafl til þess að sjá,
hverju ifram myndi vinda í
heiminum. Mannkynið hefði
með honum misst eitt af sínum
fremstu öndvegisskáldum.
Jnformafkm’ um
fiskverslun
K.höfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
DANSKA blaðið Information
gerir erfiðleika danska fiskiút-
flytjenda að umræðuefni og
segir það óskiljanlegt, að Rúss-
ar skuli ekki óska eftir að kaupa
danskan fisk, en kaupi mikið
magn af fiski af íslendingum,
sæki sjálfir fiskinn (sic) og
borgi hann í dollurum. Blað-
ínu finnst bæði auðveldara og
ódýrara fyrir Rússa að kaupa
danskan fisk. — Páll.
til þess að hún verði fær hvaða
bílum sem er.
Brýr myndi þurfa á þrem
stöðum: Á Námskvísl, Dala-
kvíslina og Ófæru. Allt smá-
brýr.
Sem dæmi upp á það hversu
gi’eiðfær leiðin er, sagði Guð-
mundur, má geta þess, að við
eyddum aðeins röskum 100 lítr
um af bensíni á hvorn bíl milli
bæja. En vegalengdin er talin
röskir 100 km.
Gísli á Búlandi, sem er þaul-
kunnugur á þessari leið, taldi
sjálfsagt að brúa Ófæru
skömmu áður en hún fellur í
Skaftá. Við það fengist sljett
og greiðfær leið alla leið að
Herðubreiðarhálsi við Eldgjá.
Taldi Guðmundur, að auð-
veldast myndi að gera greið-
færa akbraut með því, að fara
norðan við Stóra-Kýling og
beint sem leið liggur austur fyr
ir Grænafjall. Með ýtu myndi
auðvelt að gera hjer greiðfæra
bílabraut og yrði kostnaður af
þeirri ,,vega“-gerð sáralítill. —
Eini teljandi kostnaðurinn væri
brýrnar þrjár, er áður voru
nefndar.
•
Hinir áhugasömu Skaffell-
ingar eiga þakkir skilið fyrir
framtak sitt. Verður áreiðan-
leiga skamt að bíða þess, að
leið þessi verði lagfærð svo, að
hún verði fær öllum bílum sum
armánuðina. Myndi hún verða
fjölfarin, bæði til gagns og gam
ans.
— PALESTINA
Framh. af 1. síöu.
Málamiðlun.
Ekki hefir enn verið tilkynt
um efni tillagna Trumans í öll-
um smáatriðum, en þær verða
birtar strax og breska stjórnin
hefir tekið afstöðu til þeirra.
En fregnir frá Washington
herma, að í tillögunum sje gert
ráð fyrir skiftingu Palestínu
milli Gyðinga og Araba, en
þannig að Gyðingar fá allmiklu
stærra landsvæði en áður hafði
verið ráðgert. Einnig er þar
gert ráð fyrir meiri sjálfstjórn
Gyðinga á svæði sínu varðandi
innflytjendur til svæðisins.
Miðað að brottför Brcta.
I tillögunum er gert ráð fyr-
ir því, að stefnt verði að því að
útrýma íhlutun Breta í Palest-
ínu. — Sagt er, að Dean Ache-
son, að stoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hafi útbúið
þessar tillögur í samráði við
færustu sjerfræðinga, þar á
meðal dr. Nahum Guldman,
stjórnarmeðlim í framkvæmda
ráði Gyðinga.
Verðlaunum heitið.
CAIRO: — Sidky Pasha, for
sætisráðherra Egyptalands, hef
ir heitið þeim 5.000 sterlings-
punda verðlaunum, sem gefið
geti upplýsingar, sem leiði til
handtöku skemdarverkamanna
þeix-ra, er sprengdu Davíðshó-
telið í Jerúsalem í loft upp.
Blum mimiis! H
(Dáinn 4. júlí 1946).
Kæri fjelagi og vinur'
Þú manst, að fyrir nokkrum
árum lágum við sem oftar, í
sjúkrarúmunum á stofunni okk
ar, og röbbuðum saman um
ýms sameiginleg áhugamál.
Sólin sendi geisla sína inn
um gluggann og yljaði upp
umhverfið. Þá var eins og geisl
arnir færðu fram í huga okk-
ar endui’minningar frá liðnum
j ttímum, og við sögðum hvor
öðrum frá æskudögum okkar.
Gegnum þær samræður kynt-
umst við hvor öðrum miklu
betur, en af nokkru öðru. Því
inn í þessar samræður spunn-
j ust framtíðardraumar og vonir
1 og við fundum, að við áttum
ir.’.örg sameiginleg áhugamál. Á
cinni slíkri stundu sagðir þú
við mig:
,,Sá okkar, sem lifir lengur,
skrifar miningargrein um
hinn“. Jeg var samþykkur
þessu og bjóst við, að þetta
þyrfti jeg aldrei að gera. En
nú, — nú er þetta komið, og
jeg stend inn og get ekki leng-
ur leitað stuðnings til þín. Nú
knýja mig sorgleg hlutskifti, að
gera skyldu mína. og efna lof-
orð mitt við þig.
En Hörður, hvað á jeg að
segja í svona stuttu mál, af öllu
því, sem jeg hefi við þig að
minnast? Á hverju á jeg að
byrja, af öllu því mikla starfi,
sem þú hefir afrekað hjer með-
al okkar sjúklinga og fyrir hug
sjónir samtaka okkar S. I. B.
S.“.
Það er erfitt að geta ekki opn
að sannleikanum leið, út til
þjóðarinnar, og látið hana
finna, að hjarta þitt barðist fyr
ir hagsmunamálum hnnar, og
þú varst fæddur með hæfileika
til að veita málefnum hennar
forustu. Að geta ekki sagt
henni frá hugsjónum, sem þjer
entist aldrei aldur til að sjá
rætast og fylgja fram og með
því sjálfur sanna, hva'ð sterk
og athafnarík sál, í þínum lík-
ama bjó. Jeg veit, að allir þeir
mörgu, sem einu sinni hafa sjeð
þig, talað við þig og leitað að-
stoðar til þín, skiija þessi orð
mín og finna sannleikann í
þeim.
Höi’ður Þorbergsson var
fæddur 4. maí 1920, á Þingeyri
við Dýrafjörð. IJann var hjón-
anna Þorbei'gs Steinssonar og
Jónínu Benjamínsdóttur. Hörð-
ur ólst upp í foreldrahúsum og
naut umönnunar ástríkra for-
eldra sinna. Hann var svo ham
ingjusamur að mega finna til
þess öryggis og trausts, sem
gott heimili og góðir foreldrar
veita börnum sínum.-Við slíkar
aðstæður mótaðist hugar hans
og skapgerð, og sem seinna
varð honum gott vegarnesti á
lífsleiðinni. Það gaf honum
sjálfstæðar skoðanir og fram-
sýni, og einnig að Hörður varð
hvers manns hugljúfi og vinur.
Þegar Hörður að loknu barna
skólanámi fór á Núpsskóla,
kom strax í Ijós, að hann átti
yfir hæfileikum að búa, •— hæfi
leikum er áttu eftir að þroskast
og mótast. Þa kom strax fram
hans sterki og beinbeitti vilji,
sjálflstætt og örugt hugarfar.
Þaðan fór hann með bjartar
vonir og óskir og góða einkunn,
sem ástundarsamur og góður
námsmaður.
Hörður var svo heima um
stund, og vann við fyrirtæki
föður síns. Hann ákvað að
halda áfram námi, fór á Versl-
unarskólann og stundaði nám
sitt af kappi. En það átti ekki
að verða hans hlutskifti að
ljúka prófi þaðan, því vorið ’40
veiktist hann og várð að hætta
námi, og á Vífilsstöðum háði
hann baráttu fyrir tilveru
sinni gegn ofsóknum hvíta-
dauðans.
En Hörður ljet ekki hugfall-
ast, og fór strax að leita sjer
að nýjum viðfangsefnum, inn-
an sjúkrahússins.
Um þær mundir, sem Hörður
Þorbergsson kom á heilsuhælið,
höfðu fjelagssamtök berkla-
sjúklinga starfað í 2 ár, og
voru því að mótast og skapa
sjer fastan grundvöll. — Hann
fjekk strax áhuga fyrir fjelags-
málum og fann, að hann gat
mikið fyrir þau unnið. Það kom
þá strax í ljós, að fjelagssam-
tökin höfðu fengið góðan og
starfssaman fjelaga.
í fyrstu virtist Hörður lítið
veikur og vonir stóðu til að
hann myndi yfirstíga veikindin
eftir stutta dvöl á hælinu Hann
var hress og hafði fótavist, og
hæfileikar hans fengu að njóta
sín. Hann veitti forstöðu Styrkt
arsjóði sjúklinga og var gjald-
keri hans. Af einlægum áhuga
fyrir hagsmunum sjúklinga hóf
hann starf sitt.
Þrátt fyrir vonbrigði um
fenginn bata og þungar og erf-
iðar árangurslausar aðgerðir,
hjelt hann baráttunni áfram og
var nú kjörinn formaður Sjálfs
varnar, fjelags berklasjúklinga
á Vííilsstöðum.
Nú komu fram hæfileikar
hans til að veita málefnum for-
ustu og leiða aðra fram til bar-
áttu og sigurs. Hann vann sjer
f starfi sínu traust og álit
allra, sem honum kyntust, og
áttu samvinnu við hann. Hann
var virtur og dáður af fjelög-
um sínum, og var nú í daglegu
tali kallaðui- „foringinn“.
Undir hans forustu færðist
fjelagslífið í aukana, varð
skemtilegt og öflugt, og það mót
aðist af hæfileikum hans. Fram
á síðustu stund hjelt hann bar-
áttunni áfram og fylgdist með
öllu af sama brennandi áhuga,
sem altaf einkendi hann og
störf hans.
Jeg veit, að allir, sem til
Framh, á bls. 8.