Morgunblaðið - 15.08.1946, Síða 6
6
MORGCNBEA8IÐ
Fimtudagur 15. ágúst 1946
1
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriítargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Gestir og heimamenn
MAÐUR heitir Björn Fransson. Hann hefir lengi haft
það starf, að taka saman erlendar frjettii- fyrir útvarp-
ið. Þegar ritstjórn Þjóðviljans þykir mikið við liggja,
þá er sami Björn fenginn til þess að skrifa þar greinar
og skýra málin frá kommúnistisku sjónarmiði. Hann
er fyrir nokkru orðinn nafntogaður meðal þjóðarmnar,
fyrir það hve blygðunarlaus hann er í því að snúa sann-
leikanum við, kommúnistum í vil, eins og þegar hann
tók sjer fyrir hendur að staðhæfa í löngum fyrirlestr-
um í útvarpinu, að hið skefjalausa einræði Rússlands,
væri hið fullkomnasta lýðræði í heiminum(!)
Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, birtust hjer
fyrir nokkru greinar eftir litauviska mentamanninn
Teodoras Bieliackinas um ástandið, eins og það er nú,
í Eystrasaltslöndunum. Hann lýsti hinni blóðugu kúgun,
sem hin austræna „herraþjóð“ hefir þar í frammi og
hinum sáru vonbrigðum sem þjóðir þessar hafa orðið
fyrir.
Þjóðviljinn kaus Björn Fransson til andmæla að þessu
sinni. Birtist grein hans í Þjóðviljanum á þriðjudag.
Úr andmælum varð að vísu ekkert hjá Birni. Hann
reynir ekki í grein sinni að bera brigður á eitt einasta
atriði í lýsingu Bieliackinasar á ástandinu í Eystrasalts-
löndunum. í stað þess veltir hann sjer yfir hinn litauiska
mann með óþverralegum skömmum. Er aðal efni máls
hans það, að Bieliackinas sje hinn kaldrifjaðasti nasisti.
Línan frá Moskva er þessa dagana sú, að úthúða öll-
um fyrir það að þeir sjeu fasistar, eða nasistar, sem ekki
eru já-bræður kommúnista. Er þessháttar málþóf komm-
únista sennilega gert með það fyrir augum, að deyfa
smátt og smátt andstygð manna á bandalagi Stalins við
Hitler sumarið 1939. Bandalag það er öllum hugsandi
mönnum í heiminum minnisstætt enn í dag m. a. vegna
þess, að þá sannaðist það, svo aldrei mun það gleymast,
að ráðstjórnin rússneska getur gert bandalag við hvaða
glæpaþrjót í mannsmynd sem vera skal, og öll hin vilja-
lausu kommúnistapeð um gervallan heim, að Birni
Franssyni meðtöldum geta snúist strax til fylgis við
hvaða stefnu sem þeim er fyrirskipað að austan. Saman-
ber afstöðu Þjóðviljamanna fyrir fylgi sínu við Nasista-
stjórn Þýskalands, er þeir sögðu að það væri smekks-
atriði hvort menn væru með eða móti Hitlersstjórninni.
Teodoras Bieliackinas hefir flutt sannar fregnir af
því sem hefir verið að gerast í Eystrasaltslöndunum
undanfarin ár og er að gerast þar enn í dag. Björn Frans-
son getur ekki haggað við neinu orði af því sem útlend-
ingur þessi hefir sagt þaðan að austan. Björn reynir
það ekki. Því hann veit sem er að ef hann reyndi slíkt
myndu falsrök hans og staðhæfingar verða reknar ofaní
hann jafnharðan aftur.
Björn Fransson siðameistari Þjóðviljans segir í enda-
lok hins soralega og máttlausa reiðilesturs síns, að ís-
lendingar krefjist þess, af gestum sínum, að þeir hegði
sjer eins og siðuðum mönnum sæmir. Að öðrum kosti
segir ,,siðameistarinn“ er þeim kærast að slíkir gestir
hypji sig brott hið bráðasta.
Ekki er hlaupið að því, að finna gleggra dæmi um
íasistiskt einræðis-brölt en það, sem lýsir sjer í þessum
ummælum hins sálsjúka máltóls kommúnismans Björns
Franssonar.
Þar sem hið „austræna lýðræði“ nýtur sín, þar eru
valdhafarnir ekki að hafa fyrir því, að rökræða málin
við andstæðinga sína, ellegar þá, sem hafa einhvern þann
sannleika að flytja, sem er þeim óþægilegur. „Slíkir
menn“ eins og Björn Fransson kemst að orði, eru látn-
ir hverfa á einn eða annan hátt. Islendingar kunna ekki
við þær aðferðir, þó æstustu Rússa dindlar hugsi til þess
sem væntanlegrar paradísar, ef íslenska þjóðin á eftir
að rata í þá ómælanlegu óhamingju, að verða hinu
kommúnistiska einræði að bráð, á sama hátt og hinar
kúguðu Eystrasaltsþjóðir nú.
UR DAGLEGA LIFINU
Gamla fólkið þarf út
í sólskinið.
MJER hefir borist athyglis-
vert brjef um þörf gamla fólks
ins hjer í bænum á að ljetta
sjer upp einn dag og komast
út i sólskinið utan bæjarins og
helst að týna svolítil ber. Á
þessu er síst vanþörf og hug-
myndin ágæt. Brjefið er svona:
Hr. Víkar! Hjerna í bænum eru
sem kunugt er margir góðir og
greiðviknir menn, sem eiga
einkabifreiðar. Og hjer er líka
mesti fjöldi af gömlu fólki, sem
margt hvert býr í sólarlitlum
íbúðum, eða að minsta kosti
getur ekki heitið að hreyfi sig
út úr bænum yfir sumarið, eins
og margir aðrir leggja land
undir fót. Mjer var að detta í
hug hvort einhverjir framtak-
samir einkabíleigendur vildu
ekki taka sig saman og bjóða
gömlu fólki út úr bænum einn
góðan dag, þá helst til berja,
þvi að varla trúi jeg að óreyndu
að aldraða fólkið sje enn búið
að týna niður berjatínslunni og
þeim sem fyrir þessu gengust
myndi vera marglaunuð fyrir-
höfn sín af þakklæti farþeganna
Engir eru eins þakklátir því
sem gert er fyrir þá, eins og
einmitt gamalt fólk, en það er
satt að segja ósköp mikið út-
undan í öllum þessum ferða-
glaumi, en langar hinsvegar
vafalaust til þess að ljetta sjer
upp ekki síður en aðra.
•
Elliheimilið
sjer um sína.
Með þesu á jeg ekki við það
gamla fólk, sem dvelur á Elli-
heimilinu. Heimilið sjer sjálft
fyrir því. Það býður sínu fólki
altaf í ferðalag á hverju sumri
og eru þessar ferðir þegnar með
miklu og innilegu þakkæti og
til þeirra hlakkað af einlæg-
um huga. — En hitt fólkið, sem
býr hingað og þangað um bæ-
inn, það er það sem jeg á við.
Það myndi ekki þurfa mikið
framtak til þess að koma þessu
í kring og yrði til mikils sóma
þeim mönnum, sem fyrir þessu
stæði. Þetta gæti líka orðið
föst venja, eins og er sumsstað
ar úti um lönd, þegar þeir yngri
og röskari taka sig til að gera
gamla fólkinu glaðan og á-
nægjulegan dag, og gleði þeirra
gömlu er svo innileg og barns-
leg, að henni gleymir enginn,
sem hefur kynnst henni. —“
•
Ágæt uppástunga.
SVONA var brjef þessa frum
lega manns, og mjer finnst upp
ástungan hreinasta perla. —
Gamla fólkið er oft vanrækt,
það þýðir ekki að ganga fram
hjá því. Það er búið að vinna
fyrir okkur, sem nú erum full-
orðin og við erum því miður oft
tómlát um hag þess. En jeg
þekki Reykvíkinga svo vel, að
jeg veit að þeir drepa ekki
hendi við sóma sínum. Það
hafa þeir aldrei gert. Og jeg er
viss um að góða menn skortir
ekki manngæsku og framtak til
þess að koma á þessari skemti-
ferð, safna gamla fólkinu sam-
an, bjóða því og gera því glað-
an dag. Og ef þetta yrði föst
venja, væri það Reykvíkingum
til enn meiri sóma og ánægju,
— eitt af þeim atriðum, sem
gætu gert bæjarlífið fegurra
og bjartara.
Fyrirspurnir um
frímerki.
ÞRÍR DRENGIR skrifa: „Við
höfum safnað íslenskum frí-
merkjum í nokkur ár og höfum
við ætíð haft mesta ágirnd á
sjaldgæfustu og dýrustu merkj
unum, sem gefin eru út.
Oft eru á fylgibrjefum send-
inga verðmestu merkin og
þætti okkur ekki nema sann-
girni að þau tilheyrðu þeim
sem á sendinguna. En nú er
þetta ekki þannig, heldur eru
frímerkin tekin á póstafgreiðsl
unni og sjer maður þá ekki
meira af þeim, nema ef vera
kynni að þau sæust í búð seinna
með okurálagningu innan um
rusl, sem auðvitað þarf að
kaupa með, þó maður eigi nóg
af því í söfnum sínum. Okkur
er sagt að andvirði þessara frí-
merkja renni í sjerstakan sjóð.
Er það rjett? Og hversvegna
á þessi sjóður meiri heimtingu
á frímerkjunum en viðskipta-
vinirnir, sem hafa keypt þau
sínu verði? —
Jeg kém þessari spurningu
hjermeð á framfæri til rjettra
aðila og annarri um svipað efni
frá ,,Spurulum“. Hann spyr hve
lengi póstmálastjórnin ætli að
hafa í gildi frímerki með mynd
um dansks konungs. Að því
spyr jeg líka því jeg undrast
slíka ráðstöfun að hafa slík frí-
merki enn í gildi hjer í hinu
unga lýðveldi.
•
Hvað höfum við lært?
Á LEIKNUM á mánudaginn
kom strax í ljós að við höfum
lært af Dönunum eitthvað í
knattspyrnu. Spyrnurnar voru
yfirleitt ekki eins háar og þær
hafa verið löngum, og einmitt
skiftingar í framlínu Víkings,
— alveg upp á danskan máta,
— gáfu þeim tvö fyrstu mörk-
in eftir sjerlega lagleg upp-
hlaup. Það var yfirleitt meira
um lága knetti frá manni til
manns, en verið hefir. — Nei,
heimsóknir sjallra íþrótta-
manna eru ekki ónýtar, jafnvel
þó þeir segi áhorfendur hjer
hlutdræga þegar heim kemur.
í því sambandi get jeg sagt það,
að foringi danska liðsins á
leikvelli, Karl Aage Hansen,
sagði við mig meðan hann
dvaldi hjer, að hann hefði
aldrei Ieikið landskappleik fyr
ir prúðari áhorfendum en hjer.
„Það er nú eitthvað annað í
Stokkhólmi“, sagði hann.
<iiiiiMimiiii|ll|lllllllmll|||||l|tii«iiiiiiiim«iiMmiiiiiiiiiiiiiiimriiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmnmi|",ll,l,lim,lnim't*«iiiiiiiiiiii mti iiiiiiiimiiiimi iiiiiiiiiiiiiiiiiiih
| MEÐAL ANNARA ORÐA .... [
” IIIIIMIItlMllllllllllMIIIIIIIIMimaMmllMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMmillMIIIIIIIIIIIIMIIia
Flugleiðirnar yfir íshafið.
Vilhjálmur Stefánsson.
ÞAÐ MUN hafa verið Vil-
hjálmur Stefánsson landkönn-
uður, sem fyrstur vakti athygli
íslendinga á því, hve miklar
líkur væru til þess, að margar
loftleiðir myndu í framtíðinni
liggja norður yfir íshafið.
Þegar hann fór fyrst að tala
um þetta, og aðrir sem kunnir
voru þessum málum, var flugið
ekki nema skamt á veg komið,
í samanburði við það sem nú er.
Þá áttu engar reglubundnar
flugferðir sjer stað yfir heims-
höfin eins og nú.
Veðráttan og
vegalengd.
Hjer á landi þótti veðráttan
ekki þessleg, að menn myndu
leggja leið sína að nauðsynja-
lausu um þessar slóðir er þeir
væru að bregða sjer milli stór-
borganna í Ameríku og Evrópu.
En Vilhjálmur landkönnuður,
sem hafði skrifað bækur um
hin vinalegu heimskautalönd,
gerði ekki svo mikið úr því, að
hamfarir veðranna myndu
hamla flugferðum. Hann benti
á það sem aðalatriði málsins,
að þegar um langflug væri að
ræða, á milli landa, þá myndu
menn leggja megin áherslu á,
að velja sjer stystu leiðirnar.
Og þá myndi heimskautaleiðin
oft verða fyrir valinu.
Hnötturinn.
Menn eru svo vanir að horfa
á landabrjef heimsins dregið
upp á ferhyrndan reit, að þeir
gleyma því hálft í hvoru hvern
ig jörðin er í laginu. En þegar
hnattlíkan er skoðað þá liggur
það í augum uppi, að megin-
hluti allra landa á jörðunni er
öðru megin á hnettinum, og
Evrópa miðsvæðis á þeim jarð-
arhelming þar sem löndin eru.
En öll lönd sem hafa flug-
samgöngur að ráði, eru fyrir
norðan miðjarðarlínu. Nú ligg-
ur það í augum uppi, að ef
fljúga á milli staða, sem eru
á sömu breiddargráðu en alveg
sitt hvorumegin á hnettinum og
staðirnir eru fyrir norðan mið-
jarðarlínu, þá er styttra að fara
norður yfir pól, heldur en að
fylgja breiddarbaugnum alla
leið. Ef t. d. menn ætla að
fljúga frá stað í Evrópu sem er
á 60 breiddargráðu til staðar
í Ameríku sem er alveg hinú
megin á hnettinum en á sömú
breiddargráðu, þá er það 50%
styttra, að fljúga beint norður
yfir pól, heldur en að halda
beint í vestur á sömu breiddar-
gráðu alla leiðina.
Yfir norðurpól.
Ef fljúga skal t. d. milli
Boston og Tokio og fara skal
stystu leið, þá liggur hún rjett
hjá heimskautinu. Sama er, ef
fljúga skal frá San Francisko
til Moskva. Og mæli maður það
með spotta á jarðlíkani, hve
leiðin er löng milli New York
og Moskva, þá furðar mann á
því, hve munurinn er mikill, á
vegalengdinni, eftir því hvort
mælt er frá austri til vesturs,
ellegar mælt er norður yfir ís-
hafið.
Hættuminna flug.
Þegar Vilhjálmur Stefánsson
byrjaði að tala um hinar norð-
lægu flugleiðir, þá hjeldu menn
að þetta væru draumórar einir,
vegna þess að aldrei kæmi til
mála að menn legðu flugleið
sína yfir illviðrasvæði íshafs-
ins. En reynslan hefir kent flug
mönnunum, að flugið yfir ís*-
hafið getur að ýmsu leyti verið
hættuminna og þægilegra, en
í suðlægara loftslagi. Þar er t.
d. ekki eins. mikil hætta á ís-
ingu eins og sunnar, þar sem
loft er rakara. Og þar er hæg-
ara að komast yfir storma og
illviðri én annarstaðar. En
mestu máli skiftir, þó eins og
Framh. á bls. 3.