Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 24. ágúst 1945 Oslóar-mótið ÉSLENSK LANDKYNNING ÞAÐ ER orðið alkunnugt, að þannig hefdr það tekist, að þjóð vor er nú erlendis sett á bekk með þeim ófremdar- mönnum, sem enga virðingu sýna siðferðilegum rjetti annarra. Yfirskriftum eins og íslendingar stela bókum, ís- lenskir sjórœningjar ogíslend ingar neha að borga. rithöf- undalaun, fjölgar meir og meir í erlendum blöðum. ■— Lengi vel hikuðu útlendir blaðamenn auðsjáanlega við að trúa þungorðum ádeilum Vilhelms Moberg og ýmsra annarra frægra rithöfunda í garð íslendinga, hjeldu að or sakir vandkvæðanna væri styrjöldin, því að þá hindruð- ust samningagerðir, og þeir bjuggust við, að alt mundi komast í besta lag, þegar menn hefðu skrifast á um málin. Þegar sú varð ekki raunin, áleit fjöldii siðaðra manna, að hið umrædda bóka hnuppl væri einungis sök edn staka óheiðarlegra fjárgróða- manna — og að íslensk stjórn arvöld hlytu að taka í taum- ana. En svo kom frásögn um þao í Berlingske Aftenavis í Danmörku, að ferðasögurit- undinum Aage Krarup Niel- sen hefði verið neitað um rit- laun og að þarna væri ekki aðeins við að eiga einstakan bókútgefanda, heldur hefði bókútgefendafjelag íslands samþykt það á fundi, að greiða engdn ritlaun fyrir er- lendar bækur, sem gefnar væru út í íslenskum þýðing- um, þar sem fjelag^menn litu svo á, að þeie væru alls ekki skyldir til þess: ísland væri ekki í Bernarsambandinu. Hvort þessi frásögn er rjett er mjer ókunnugt, en síðan hún birtist hefur greinum þeim fjölgað mjög, þar sem rætt er um bókaþjófnað ís- lendinga, og mjer er kunnugt um það, að íslendingum er- lendis hefur sárnað mjög þessi áburður, ekki síst vegna þess, að þarna er um að ræða óverjandi mál, ómögulegt að bera blak af þeim, sem þarna bera ábyrgðina. Hinir erlendu höfundar hafa reynt að ná rjetti sínum með því að leggja málin fyrir dómstólana, og er sú staðreynd ekki samboðin siðmentaðri þjóð, að skráður eða óskráður rjettur einstak- lingsins verði að sækjast í hendur oss með málaferlum, og hafa þeir, sem hafa valdið þessu, sannarlega verið nær- göngulir heiðri vorum sem þjóðar, og hvort hafa þeir ekki höggvið nærrí ákvæðum íslenskrar stjórnarskrár um eignarriett einstakldngsins? Jeg vil svo upplýsa það, að þetta bókahnupl hefur þegar dregið á eftir sjer dilk, haft þau áhrif, að íslenskir rit- höíundar, sem skrifa á erlend i:m málum, eru illa sjeðdr — að' jeg ekki segi rjettlausir, og ennfremur er þegar komið á daginn, að íslensk skáldrit verða elcki gefin út í þýðing- um erlendis, meðan svona standa sakir. Fyrir tveimur arum byrjaði jeg að vinna* að því, að vekja áhuga fyrir þýðingum íslenskra bóka á erlend mál, þar sem jeg leit þannig á, að bestu skáldrit íslnskra höfunda væru fylli- lega samkeppnisfær í bók- mentaheiminum Nú var að komast allmikill skriður á málið, bækur eftir tvo ís- lenska höfunda, sem skrifa á íslensku, höfðu verið þýddar og útgáfa bóka frá fleiri höf- undum var í yfirvegun hjá al þjóðlegu fyrirtæki, sem hefur með höndum að koma bókum frá ýmsum löndum á fram- færi í þýðingum hjer og þar um allan hinn mentaða heim. Nú með síðustu skipsferð frá útlöndum, hafa hinir tveir rithöfundar, sem jeg vjek að að áðan, fengið þá vitneskju, að bækur þeirra geti als ekki komið út, fyrr en ísland sje komið í Bernarsambandið, og alþjóðlega fyrirtækið hefur tilkynnt, að ógerningur sje að semja um borgun fyrir íslensk rit, meðan útlendum höfundum sje neitað um rit- laun frá íslandi. Sjálfur hef jeg heldur ekki komist hjá að finna, hvað það geti kost- að, þegar íslenskir bókaút- gefendur gera sjer lítið fyrir og brjóta lög um bókmenta- lega landhelgi annarra þjóða, áður en jeg fór heim í vor, hafði jeg samið um útgáfu skáldsögu minnar „De gyldne Tavl“, í nokkrum löndum, en nú hef jeg fengið hana endur senda frá Svíþjóð, og jeg býst við að útgáfa hennar verði stöðvuð í Noregi og minnsta kosti tveimur öðrum löndum, þrátt fyrir samninga. Sænska útgáfufjelagið skrifar, að það vilji ekki gefa út íslenska bók án þess að borga fyrir hana, því það álíti slíkt ekki sam- boðið sóma sínum, en á hinn bóginn vilji það ekki greiða ritlaun fyrir íslenskar bækur, meðan sænskir rithcfundar nái ekki rjetti sínum á íslandi bækur þeirra sjeu gefnar þar út, án þess að gjald komi fyrir. Nú veit jeg ekki, hvort þeir háu herrar, sem vilja grund- valla bókaútgáfu á hnupluðum erl. bókum, nenna að gera sjer hugmyndir um, hvaða afleið- ingar þetta hefir fyrir ísl. höf., sem skrifa á erlendum málum — eða fá bækur sína.r þýddar. Guðmundur Hagalín, sem. mjer er kunnugt um, að ekki var þess vitandi, þegar hann skrifaði grein sína í Alþýðubl. 18. þ. m., að nokkurt babb væri þegar komið í bátinn, gaf mönnum nokkra hugmynd um, hvað það mundi kosta ísl. ríkið, ef það ætti að greiða hlut Laxness vegna útgáfu „Sjálfstæðs fólks“ í Ameríku Hann komst að þeirri niðurstöðu, að með verðlagi kreppuáranna fyrir styrjöldina, mundi greiðslan nema sem svaraði framleiðslu 150—200 bænda eða afla 19 síldarskipa með 170 manna áhöfn. En þó að þetta væri nú meint að nokkru leyti sem gam ansamar öfgar, og þó að jeg ætli hjer ekki að leggja fyrir lesendurna neitt reilcningsdæmi, þá býst jeg við, að ísl. bókaút- gefendum þætti þrengt sínum kosti, ef þeir ættu að borga laun þau, sem ísl. rith. gætu fengið og munu fá að öllu eðli- legu og skaplegu á erl. vett- vangi. Og þess vænti jeg, að al- menningi hjer á landi þyki það ekki bera vott um neina sín- girni eða þröngsýni, þó að manni gremjist það, efir margra ára baráttu, af sjá ávextina af starfi sínu verða að engu og verða fyrir stórvægilegu fjár- hagslegu tjóni vegnar fram- komu einstakra gróðamanna og fyrir skammsýni ísl. stjórnar- valda um hagsmuni og heiður einstaklinga og þjóðarinnar út á við. Því jeg er í engum vafa um það, að þó að ísland gangi í Bernarsambandið, þá hefir þetta hnuplmál vakið svo mikla og óheppilega athygli erl., að það mun líða langur tími þang að til erlend bókaútgáfufjelög, bóksalar og blaðamenn sýna ísl. bókum sama áhuga og áð- ur. Jeg botna hreint ekki í því, get ekki einhvern veginn látið mjer skiljast það, hvernig ísl. bókaútgefendur — hvort þar eiga nú sameiginlega sök marg ir eða fáir —- hafa getað látið sjer detta í hug að hnupla erl. bókum, þó að Island sje ekki í Bernarsambandinu. í mínum augum er slíkt það brot á al- mennu velsæmi, að jeg tel það síst betra en hvert annað hnupl eða rán. Jeg vænti þess fast- lega, að ísl. stjórnarvöld láti ekki hjá líða að sýna sig sem verði almenns rjettlætis, jafn- vel þó að erl. þegnar eigi í hlut — og hvað þá um vörslu þeirra á hagsmunum ísl. rithöfunda? Annað af hendi ísl. stjórnar- innar gæti líka orðið dýrkeypt, og áreiðanlega mun það, sem þegar er fram komið í þessu máli, ekki styðja að velvild og sanngirni, þegar ræða skal um endurheimt ísl, skjala og hand rita úr erl. söfnum. Og þótt ein hverjir — jeg get ekki trúað, að það sjeu allir — íslenskir bókaútgefendur hafi hugsað sjer að þyngja pyngjuna á kostnað erlendra rithöfunda, sem því miður veitir fæstum af sínu — þá verður öðrum að blæða fyrir. Hverjum? Is- lensku þjóðinni fyrst og fremst, því að hún verður að borga í þeirri mynt, sem dýrari er gulli, þar sem heiður hennar sem sið- mentaðrar þjóðar, og því næst ísL rithöfundum, á erl. vett- vangi, en þeir munu flestir svo fátækir, að þar sje ekki mikið að reyta, uns komið er inn að skyrtunni — og eru þeir þar undir sömu sök seldir, hvort sem þeir skrifa á erlendum málum eða á íslensku. Bjarni M. Gíslason. Selassie vill húsið aftur LONDON: — Haile Selassie Abyssiníukeisari vill fá aftur hús það, sem hann keypti í Fair field í Englandi. Keisarinn keypti húsið, þegar hann var í útlegð í Englandi. LONDON: — Nýlega hófst í London alþjóðaráðstefna um það, hvernig best verði nýtt þýsk einkaleyfi fyrir ýmsum uppgötvunum. Framh. af bla. 1. 100 m hlaup: Archea, England 10,6 sek. Taanberg, Noregur 10,7 Monti, Ítalía 10,7 Bally, Frakkland 10,8 Hákansson, Svíþjóð 10,9 Finnbjörn Þorvaldsson, Island, 10,9. Kúluvarp: Gunnar Huseby, Island 15,56 m Gonjainov, Rússland 15,28 Lehtila, Finnland 15,23 Nilsson, Svíþjóð 15,16 Petterson, Svíþjóð 14,87 Brenlund, Finnland 14,75 400 m hlaup: Holst-Sörensen, Danm. 47,9sek Lunis, Frakkland 48,3 Pugjh. England 48,9 Nclinge, Svíþjóð 48,9 Robcrt?,. England 49,4 80 m grindahlaup, kvenna: Planners-Koen, Holland 11,8 Gonioli, Rússland 11,9 Linað á ferða- bönnum á Þýskalandi London í gærkveldi. LINAÐ verður nú mjög á ferðabönnum, sem hafa verið í gildi milli breska og banda- ríska hernámssvæðisins á Þýska landi og mun þctta verða upp- haf að því að þssi tvö hernáms- svæði verði ein fjárhagsleg heild. Gilda nú venjuleg skil- ríki milli svæðanna og sömu skömtunarseðlar fyrir matvæli og bensín eru í gildi á báðum svæðunum. Berlín er tekin und an þessum tilbreytingum og get ur enginn fengið að ferðast þangað, nema hann hafi vega- brjef áritað af öllum hernáms- aðjlunum. — Reuter. r(Skulum hafda áfram innflufningi" London í gærkvöldi. RAÐ Gyðinga, sem hefir ver- ið á fundum í Jerúsalem, hefir látið hafa það eftir sjer, að Gyð ingar muni halda áfram að flytj ast ólöglega til landsins helga, hvað sem Bretar segi eða geri. Ráðið mun halda áfram fund- um sínum á næstunni. - iúgésiavíu deilan Frh. af bls. 1. að nauðlcnda með skothríð júgóslavneskra orustuflugvjela þann 9. ágúst s. 1. — Sagði flug maðurinn að óveður hefði hrak ið flugvjel hans inn yfir júgó- slavneskt land og brátt hefðu 3 júgóslavrieskar orustuflug- vjelar komið á vettvang. Flug- maðurinn sagðist ekki hafa skilið merki þeirra rjett og þá hefðu þær skotið á flugvjel hans, sem var óvopnuð far- þegaflugvjel. Eftir að nokkur skot höfðu hitt ílugvjelina, nauðlenti hann og var tekinn höndum af Júgóslövum, ásamt öllum öðrum er í vjelinni voru. — 1 Sjelonova, Rússl. 11,9 Iversen, Danmörk 12,2 Leevoren, Svíþjóð 12,4 Matesova, Tjekkóslóv. 12,4 i ■ i Langstökk kvenna: Kowdya, Holland 5.67 m Gajlis, Rússland 5.66 m Vasiljeva, Rússland 5.63 m Piccanini, Ítalía 5,28 m Iversen, Danmörk, 5,25 m Althin, Svíþjóð 5,24 m I Kringlukast kvenna: Dumdadse, Rússland 44,52 Niesink, Holland 40,46 Wajs-Gretnieuiez, Póll. 39,37 Eklund, Svíþjóð 36,90 Dobazavkska, Pólland 56,33 Sevajukova, Rússland 34,05 50 km. ganga: Lundgren, Svíþjóð, 4 klst. 38,20 mín. Forbes, Bretland, 4 klst. 42,50 Megnin, Bretl., 4 klst. 57,04 Spangberg, Noregi, og fimti Kritensen, Danmörku. Mackenzie King vill utanríkisráðherra- fund MACKENZIE KING, for- sætisráðherra Kanada er nú í þann veginn aö leggja af stað heim af friðarráðstefn- unni í París, sökum aðkall- andi stjórnarstarfa. Hann ræddi vdð blaðamenn í dag og sagðist telja það mjög nauðsynlegt að utanríkisráð- herrar stórveldanna fjögurra kæmu saman á sjerstakan fund sem bráðast, til þess að flýta fyrir ráðstefnunni. Dr. Ewatt, hinn skeleggi málsvari smáþjóðanna og full trúi Ástralíu sagði einnig við blaðamenn í dag, — en hann er og á förum heim, — að hann væri glaður yfir því, að Ástralíumenn gætu nú komið fram sem sjálfstæð þjóð, og enn glaðari vegna þess að Bretum þætti slík staða Ástra líumanna ánægjuleg. — Reuter. De Gðsperi farinti heim London í gærkveldi. DE GASPERI, forsætisráð- herra Itala er nýkominn til Róm frá París, þar sem hann sat friðarráðstefnuna fyrir hönd þjóðar sinnar. Ilann kemur heim til þss að gefa forseta og ríkisstjórn skýrslu um at- burði á ráðstefnunni. Hann sagði við blaðamenn á járn- brautarstöðinni, þegar hann kom, að hann hefði ekki orðið var við annað en kala í garð Itala hjá fulltrúum stórveld- anna. •— Reuter. DRÁPU LEÐSFORINGJANN London: Kínverskir komm- únistar dárpu nýlega amc- rískan liðsforingja með því að varpa að honum hand- sprengju. Allmargir af íöru- nauturn hans sær'oust".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.