Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBEAÐIÐ Laugardagur 24. ágúst 1946 Sagan af Glímu-Birni 7. Þegar fóstbræður hans komu heim, urðu allir þeim mjög fegnir, einkum foreldrar Björns. Næsta vetur fóru þeir suður og fundu þá bræður undir fellinu, voru fjalla- búar daufari en þeir voru vanir. Þeir fóstbræður spurðu hvernig stæði á því, en þeir sögðu, að foreldrar sínir væri dánir og mundi Guðrún systir þeirra vilja fara í sveit, því henni þætti dauflegt að vera hjá þeim; bæði hún þá fóstbræður að flytja sig burt úr eyðidal þeim, er for- eldrar þeirra höfðu búið í. Þeir tóku þessu vel og fóru á fjöll upp með þeim bræðrum. Þegar þeir komu í dalinn, fagnaði Guðrún þeim vel; bað Gísli hennar, því að vingott hafði verið með þeim, er þeir fóstbræður voru þar áður, og var það mál auðsótt. Þeir bræður leystu systur sína vel af hendi og greiddu heimanfylgju hennar í pening- um, gangandi fje og allskonar vörum; fengu þeir henni meðal annars fjórtán hesta og nokkur hundruð fjár, svo margt, sem þeir fóstbræður gátu komist með. Þeir buðu þeim bræðrum að koma til byggða, en þeir vildu það ekki og kváðust ekki geta verið hjá byggðamönnum fyrir ósköpum sínum og hamremi; fylgdu þeir Gísla og Birni á leið og skildu við þá hjá fellinu með kærleikum. Um haustið kvæntust þeir fóstbræður báðir; átti Gísli Guð- rúnu, en Björn fekk göfugt kvonfang; tóku þeir sína jörð- ma hvor og gerðust hinir bestu bændur. Vináttu sína hjeldu þeir meðan báðir lifðu, og lúkum vjer þessari sögu. 36. dagur Ekkert var það í fari hennar eða fasi sem minti á það, að hún kanaðist við það sem skeði kvöldið áður. Hún var alveg eins og þegar hún tók á móti honum heima hjá sjer í New Orleans. Hún sagði: „Mac Tavish er kominn aftur“. „Hverja þýðingu hefur það?“. „Enga — en hann segir að allir búgarðar hjer í nágrenn- inu sjeu mannlausir. Negrarnir hafa hlaupið út í fenin. Her- mennirnir hafa farið niður fljótið. Það eru tveir hermenn á meðal þeirra, sem við drápum í gærkvöldi“. „Eruð þjer þá örugg hjer?“. „Mac Tavish veit það ekki. Það getur verið að þeir komi aftur". Hún helti kaffi í bolla handa honum og hann tók eft- ir því, að á bakkanum var sami silfurborðbúnaðurinn og hon- um var færður matur á í kof- ann. Hann sagði þá: „Mig langar til að vita hvort þjer senduð mjer þennan silf- urborðbúnað í kofann, til þess að jeg gæti giskað á hvar jeg væri niður kominn?“. „Já“. „Hvers vegna gerðuö þjer það?“. Hún svaraði engu, en ein- kennilegt bros Ijek um varir hennar. „Kaffið var ágætt, sterkt og hressandi. Hún sagði: „Jeg bjó það til sjálf — svona búum við til kaffi í Martinique. Kaffið hjer í Louisiana er bara skolp“. Hann hlustaði varla á þetta, var að hugsa um hvernig ætti að þýða bros hennar. Hann vissi nú að hún elskaði hann ekki fremur en hann elskaði hana. Þetta var eitthvað meira en venjuleg ást. Það var líkara segulmagni, er dregur járn að sjer. Og þá var hún segul- magnið, en hann járnið. Hún fór að taka til í her- berginu. Hann horfði á hana og drakk kaffið. Hún reisti við stól, sem þau höfðu felt kvöld- ið áður. Hún dró tjöldin fyrir gluggana, svo að engin hætta væri á að sæist inn. Hún ljet alveg eins og hann væri þar ekki. „Hver er þessi Hector Mac Tavish?“ spurði hann. Hún hjelt áfram starfi sínu, en svaraði: „Það er nágranni okkar. Jeg hefi þekt hann síð- an hann var lítill drengur. Jeg gerði hann einu sinni hrædd- ann vegna þess hvað jeg var örgeðja. Þá vorum við seytján ára. Hann var sakleysið sjálft. Síðan hefir hann ekki getað litið mig rjettu auga“. Hún hló. „Jeg var ekki að spyrja um það“, sagði hann kuldalega. Hann' sá að það var kominn tími til þess að láta hana ekki leika með sig lengur. Þá sagði hún: „Hann er for- ingi okkar. Hershöfðinginn hef- ir lagt undir sig húsið hans. Hann er heiðursmaður á okkar vísu“. „Það er svo“. „Já, það er svo“. Hún hafði nú lokið því að taka til. „Veit nokkur að jeg er hjer?“ spurði hann. „Nei, allir halda að þjer haf- ið komist undan, og Mac Tavish varð reiður þegar hann kom heim“. „Þjer gætuð gert mjer mik- inn greiða“. „Hvað er það?“. „Að færa mjer rakhníf, sápu og vatn. Jeg er víst ekki álit- legur, eins og jeg er núna“, sagði hann og strauk um skegg- broddana. „Mjer líst best á yður svona. Skegg gerir menn karlmann- lega. En ef þjer viljið það . . .“ „Já, jeg vil það“. Hún tók bakkann og fór, en hann gekk út að glugganum og leit út. Þar sem negraþorpið hafði verið var nú aðeins ösku- hrúga og rusl. Og kofinn, sem hann hafði verið í, var líka öskuhrúga. Hann glotti að til- hugseminni um það, að ef hún hefði ekki bjargað honum, þá væri hann nú ekki annað en sviðin bein. A grasflötinni milli hallar- innar og kofanna voru stórir blóðblettir. Einhverjir höfðu borið líkin burtu. Móða lá yfir landinu. Alt í einu greip hann löngun til þess að vera kominn aftur til New Englands, í hreina og góða loftið þar. En nú var ekki því að heilsa. Og þá greip hann sú tilhugsun að hann væri viltur, að hann hefði farið langan veg, verið rekinn áfram af einhverjum krafti, sem hann rjeði ekkert við. Þá var barið að dyrum og hann hrökk við. „Þetta getur ekki verið hún. Hún ber ekki að dyrum“, hugsaði hann. Og þess vegna svaraði hann ekki. Aftur var barið harkalega, og svo heyrðist karlmannsrödd: „Opnið undir eins, annars mun jeg skjóta í gegn um hurð- ina“. Hann laumaðist til hliðar við dyrnar, svo að sjer væri öhætt. Þá var kallað aftur: „Opnið þjer! Opnið þjer!“ Og svo var skotið. Kúlan fór í gegn um hurðina og lenti í rúmstokkn- um. Nú var alt hljótt um stund. Síðan sagði röddin: „Jeg kem aftur“. Tom heyrði nú að gengið var burt frá hurðinni, en hann grun aði að þetta væri bragð og hreyfði sig því ekki. Og enn stóð hann þarna til hliðar við dyrnar, er lykli var snúið í skránni. Þá hugsaði hann: „Jæja, þá er svona komið. Nú ganga þeir af mjer dauðum“. En það var unga barónsfrú- in, sem inn kom. Hún var með heitt vatn á könnu og rakáhöld. Hún var hin rólegasta og brosti aðeins er hún sá hann standa þarna upp við vegg. Hún ljet áhöldin á borðið og sagði: „Það var Amedé frændi sem skaut. Hann hefur víst laumast á eft- ir mjer í morgun og staðið á hleri“. Hann glotti: „Skotið kom ekki nálægt mjer“. „Hann er vís til að koma aft- ur“, sagði hún. „Jeg vona að hann geri það ekki. Það er ekki að vita hvernig hefði farið fyrir mjer ef jeg hefði legið í rúminu“. „Hann var fyrsti elskhugi minn, og þá var jeg seytján ára. Hann háði einvígi út af mjer og misti þá annan handlegginn. Hann drap mann, sem kallaði mig Kveola-skækju“. Hún sagði þetta svo blátt á- fram að honum lá við að hlæja. „Og hvað skeður nú?“. „Ekkert — fyr en svar er komið frá New Orleans“. „Og hvað skeður þá?“. „Ef til vill skjóta þeir yður. Ef til vill sleppa þeir yður. Það er alt undir því komið hverju hershöfðinginn svarar. Hann hló. „Það er að minsta kosti best að fara hreinn og nýrakaður í gröfina“. Hann hló vegna þess að hann var viss um að engin hætta var á að hann yrði skotinn. Hann skyldi það á raddblæ hennar og augnaráði. Það var engin hætta á að hann yrði skotinn á meðan hún vildi halda lífinu í honum. -k Undir kvöld kom piltur nokk ur, Callendon að nafni, með með svarið frá New Orleans. Hershöfðinginn hafði ekki svar að skriflega. Hann hafði svar- að í blaðinu Delta. Þar var til- kynt að átta helstu menn borg- arinnar hefðu verið hneptir í varðhald. Þetta voru aðallega rosknir menn, sem höfðu verið kyrrir í borginni í þeirri von að þeir gætu hjálpað íbúunum eitthvað. Hver þeirra átti marga frændur og vini í liði landvarnarmanna. Einn þeirra var til dæmis náskyldur Hector Mac Tavish. Á eftir þessari frjett var birt yfirlýsing frá hershöfðingjan- um um það, að þessir menn væru teknir í gislingu, sem svar við ofbeldisverkum af hálfu landvarnarmanna. Þeir hefðu rænt þremur liðsforingj- um úr hernum. Ef þessum liðs- foringjum yrði gert hið minsta mein, mundu allir gislarnir verða skotnir í einum hóp. Hinn fámenni hópur land- varnarmanna safnaðist saman í salnum í Bel Manoir, og Mac Tavish las boðskapinn. Hann var náfölur og þungur á brún. Að lestrinum loknum lagði hann blaðið á borðið og sagði: „Við verðum víst að taka til annara ráða“. Ungur maður, Chawin Bois- clair, hrópaði þá: „Við gerum áhlaup á vígin og björgum föngunum“. „Hvernig eigum við að fara að því?“ sagði Mac Tavish. „Við erum ekki nema fimtán eða tuttugu í hæsta lagi“. „Það hlýtur að vera hægt“, sagði pilturinn. „Við verðum að finna einhver ráð til þess“. Þá tók Amedé til máls. Það var brjálsemis glampi í augum hans. Hann var orðinn gulbleik- ur í framan og fitlaði með þess- ari einu hendi við hnappana í treyju sinni. Hann sagði: „Það er ekki nema um eitt að gera — að skjóta fangann“. Ef Loftur getur Jiað ekki — þá bver? — Heldurðu ekki að hjóna- bandið sje lotterí? — Nei, í lotteríi hefur mað- ur þó altaf einhvern sjans. Að morgunguðsþjónustunni lokinni kom óframfærinn, rauð hærður hermaður til prestsins og rjetti honum feimnislega umslag, og sagðist ætla að gefa dálítið til kirkjunnar. — Við höfum altaf þörf fyr- ir peninga til þess að halda kirkjunni við, sagði presturinn vingjarnlega. En þegar her- maðurinn dró fram fimm tíu dollara seðla, þá sagði hann: — Þetta eru miklir peningar, finst þjer ekki? Hermaðurinn eldroðnaði: ■— Satt að segja vann jeg þessa peninga í spilum. — Hm, heldurðu ekki, að það væri rjettara af þjer að gefa þeim peningana, sem þú vanst þá af ? — Þeir eru farnir til annarr- ar heimsálfu, svaraði hermað- urinn. — Jæja, þá skal jeg taka við þeim. Tvisvar sinnum eftir þetta kom hermaðurinn með sams- konar gjafir, og presturinn tók við þeim, eftir að hann hafði reynt að fá hermanninn til þess að skila þeim aftur til þeirra, sem hann hafði unnið þá af. En þegar hermaðurinn kom í fjórða skiptið og þá með 100 dollara, Þá ákvað presturinn að segja stopp. — Heyrðu, góðurinn minn, sagði hann, hvass á brýnina, fjárhættuspil er mjög slæmur ávani. Og þó að þú gefir kirkj- unni alt, sem þú vinnur, þá er það engin afsökun fyrir þig. — O, jeg gef nú kirkjunni ekki alt, svaraði hermaðurinn fljótmæltur. Jeg gef henni einn tíunda. Þegar jeg heyrði þessa fínu ræðu þína um forsjá drott- ins til handa' þeim, sem tíunda, þá ákvað jeg að reyna. Og það gekk svei mjer glatt! ★ Forstjórinn bendir á sigarettu stubb á skrifstofugólfinu: •— Smith, eigið þjer þetta? — Nei, nei, herra forstjóri. Þjer sáuð hann á undan. ★ Fyrsta filmstjörnudóttir: — Hvernig kantu við nýja pabb- ann þinn? Onnur filmstjörnudóttir: — O, hann er indæll. — Já, finnst þjer ekki. Við höfðum hann í fyrra. ★ Næturklúbbsgesturinn ráfar draugfullur út kl. 4 um nóttina: — Hamingjan góða, hvaða lykt er þetta? Dyravörðurinn: — Ó, þetta er bara ferskt loft, herra minn. ir — Hefurðu sjeð nýju, hljóð- lausu barnavagnana? — Nei, mjer er skítt sama um þá. Það væri meira varið x hljólaus börn. ★ — Það er maður frammi með trjefót að nafni Smith. — Og hvað heitir hinn fót- urinn á honum? ★ — Jeg hef aldrei sjeð annað eins fjölmenni við kirkjuna okkar eins og var þar í gær. — Hvað, er kominn nýr prest ur til ykkar? — Nei, kirkjan brann til kaldra kola. ★ — Mjer er sagt, að í Mexico geti maður fengið þrjú pund af sykri, pund af kaffi, pott af wisky og konu fyrir 20 kall. — Ætli wiskyið sje þá ekki einhver bölvaður óþverri?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.