Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 6
c MORGO NBEA0I8 Laugardagur 24. ágúst 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. íþróttamenn kynna landið ÞAÐ HLÝTUR alltaf að vera okkur íslendingum mikið gleðiefni, þegar einhverjir landa okkar vinna afreksverk, sem vekja alþjóða athygli og aðdáun. Nú hafa frjettir borist um það, að íslensku frjálsíþrótta- mennirnir sem staddir eru í Osló og taka þar þátt í Evrópumeistaramótinu hafi staðið sig mjög vel, jafnvel framar björtustu vonum. Einn þeirra, Gunnar Huseby, reyndist snjallari öllum öðrum íþróttamönnum álfunnar i einni íþróttagrein, kúluvarpi. Hann varð þar Evrópu- meistari. Getur hver sem er gert sjer fulla grein fyrir, hvílíkur heiður það er fyrir hann og land hans. Hinir íþróttamennirnir hafa einnig staðið tiltölulega mjög framarlega. T. d. komst Finnbjörn Þorvaldsson í úrslit í 100 m. hlaupi. Þegar allir spretthörðustu menn álfunnar koma saman á einn stað, er það ekki á vegum neins liðleskings að ná það langt. — í tveimur greinum, hástökki og þrístökki, hefir íslendingur verið í sjöunda sæti, og frammistaða hinna íslensku keppendanna hefir einnig verið góð, það sem af er og engin ástæða er til að ætla að svo verði ekki áfram. ★ Þessir ungu menn, sem þarna eru að verki, hafa ekki ein ungis unnið sjálfum sjer sæmd, heldur hafa þeir einnig kastað ljóma yfir land sitt. Það er fyrr spurt að því, hverr- ar þjóðar maðurinn sje en hvað hann heiti. Þess vegna er það fyrst og fremst landið, sem nýtur góðs af og tekið er eftir í sambandi við afrek íþróttamannanna. Þess vegna stöndum við íslendingar í mikilli þakkarskuld við þessa menn og aðra, sem af ósjerhlífni og áhuga vinna að eflingu og viðgangi íþróttamálanna hjer á landi. Við verðum að sýna þeim í verkinu að við kunnum að meta starf þeirra. Það er ekki nóg að láta sjer einungis nægja að taka í hönd á þeim og þakka þeim fyrir. í slíkum tilfellum sem þessum verður okkur á að spyrja. Höfum við gert skyldu okkar við þessa menn? Höfum við reynst íþróttaæsku landsins eins trúir og við eigum að vera henni. Höfum við gert það, sem í okkar valdi hefir staðið til þtss að efla líkamsmennt landsmanna? Þessum spurningum og öðrum í sömu átt, verður hver og einn að svara fyrir sig. En engum dylst að íþrótta- æskan geti unnið landinu, og vinni því mikið gagn, jafn- vel meira en flestir gera sjer í hugarlund. Þess vegna verðum við að keppa að því, að gera samtök hennar sem öflugust og starfsskilyrði sem best. ★ Flestir munu þó játa, að enn vanti hjer allmikið á, að eins vel sje búið að íþróttamönnunum og æskilegast hefði verið. Að vísu eru íþróttamannvirki reist og endurbætt fyrir álitlega fjárhæð árlega, og sennilega hlutfailslega meira fje veitt til íþróttamála hjer en víðast annarsstað- ar, en æska hverrar þjóðar er ein dýrmætasta eign hennar og því er mikilvægt að henni sje ekkert tómlæti sýnt. ★ íþróttamennirnir í Osló hafa enn einu sinni minnt á Sögueyjuna í norðrinu. Við getum verið ánægðir með þau kynni, sem þeir hafa gefið af henni. Við höfum þegar verið viðurkenndir í hópi menntuðustu þjóða heims á hinu bóklega sviði. Nú hafa þessir landar okkar minnt aíþjóð á, að einnig, hvað líkamsmennt snertir, standa Islendingar í fremstu röð — ef til vill tiltölulega fremst allra Norðurálfuþjóða. Af þessu megum við þó ekki mikl- ast, heldur vinna markvíst að því að vera færir um að vinna enn stærri sigra á íþróttasviðinu sem öðrum sviðum í framtíðinni. ísland hefir eignast Everópumeistara í einni íþrótta- grein 1946. Þeirri tign megum við ekki sleppa. Þetta er glæsileg byrjun, höldum áfram á þessari braut. ÚR DAGLEGA LÍFINU Brjef frá námsmanni vestra. MJER hefir borist brjef frá einum landa okkar, sem nú er við nám vestur í Bandaríkjun- um og ræðir hann um sitthvað skemtilegt. Brjefið er á þessa leið: Altaf finst manni nú jafn gaman að fá Morgunblaðið, jafnvel þó að það sje oftast meira en mánaðar gamalt þeg- ar það loksins kemur. — Já, það er eins og maður þurfi að fylgjast með öllu sem gerist heima, þó að maður sje svona langt 1 burtu. Frjettirnar sem manni finst einna þýðingar- mestar eru venjulega trúlofun- artilkynningarnar. Auðvitað þarf maður að fylgjast með því hvort nokkuð af gömlu kærust- unum verður eftir, þegar maður kemur heim aftur. Þegar jeg hef svo komist að raun um að kærusturnar eru ennþá trygg- ar manni, þ. e.a.s. þó að ein og ein dragist úr lestinni, þá er það varla teljandi, þá les jeg úr daglega lífinu með einna mest- um áhuga. Finst þeir þarfaþing. ÞESSIR dálkar eru mesta þarfaþing og koma mörgu góðu til leiðar. Auglýsingarnar get jeg varla sagt að jeg líti á og erlendu frjettirnar er jeg venjulega löngu búinn að lesa. Með innlendu frjettirnar er aft- ur öðru máli að gegna, þó að maður sje oftast búinn að fá út- drátt úr þeim gegnum brjefa- skriftir. Að lesa þær á prenti er altaf nokkurskonar staðfest- ing á því, sem maður hefir heyrt áður. Mesta athygli hefir frammi- staða íslensku íþróttamannanna vakið hjá mjer. Þeir eiga sann- arlega heiður skilið fyrir þá góðu frammistöðu sem þeir hafa sýnt. Jeg les íþróttafrjett- irnar með jafn miklum spenn- ingi og fólkið er i á millilanda- kappleikjum- • Komið upp gras- velli. VIÐ þurfum endilega að útbúa góðan grasvöll handa ís- lensku knattspyrnumönnunum. Orsök þess að jeg fór að skrifa þessar línur er sú, að jeg er hjer í garðyrkjuskóla og tek sem aðalfag garðbyggingafræði. I alt sumar hef jeg verið að læra eitt fag, sem nefnt er ,,grasvellir“! í þessu fagi lær- um við að gera grasvelli fyrir hverskonar íþróttir. Það vakti því athygli mína, er jeg las í Morgunblaðinu frá 19. júlí, að einn dönsku knattspyrnumann- anna, Knud Lundberg, hefði símað til blaðs síns Information, að íslendingar nái ekki lengra í knattspyrnu fyr en þeir fái grasvelli. Oft þegar jeg hef verið í kenslustundum, hef jeg verið að furða mig á því hvers vegna íslendingar skuli ekki iðka í- þróttir sínar á grasvellum. Við vitum að gras grær hvar sem er á Islandi án þess að nokkuð sje gert til þess að hjálpa því. Hjer á Long Island er öðru máli að gegna, gras grær alls ekki þar sem hitinn er svo mikill. Hjer þarf því stöðugt að hafa eftirlit með grasvöll- unum, til þess að halda öllu í jafnvægi. • Um gerð vallanna. ÞAÐ getur verið að ekki sje hentugt að nota grasvelli heima vegna hinnar votviðrasömu veðráttu, og auðvitað lætur enginn sjer detta í hug að nota grasvelli, án þess að framræsa þá. Það þarf bæði að hafa til þess ræsi, sem taka yfirborðs- vatnið, án þess að það þurfi að síga gegnum moldina og síðan hafa holræsi, sem taka jarð- vatnið og halda moldinni hæfi- lega þurri. Ef þetta væri gert rjett, væri hægt að nota gras- velli mjög fljótt eftir rigning- ar. Nei, jeg held það sje frekar kunnáttuleysi að kenna, að ekki skuli hafa verið notaðir grasvellir heima. Auðvitað þarf svo að velja rjettar grastegund- ir, sem mynda haldgott yfir- borð, velja rjettar moldarteg- undir og sjá um að næringar- efnin, ásamt sýrustigi sjeu í rjettum hlutföllum. Það ríður á að rjett sje með farið, bæði áð- ur en grasfræinu er sáð og eins á eftir. Semsagt, jeg er alveg viss um að við ættum að geta iðkað íþróttir okkar á grasvöll- um, eins og aðrar menningar- þjóðir. • Þarf að koma sem fyrst. EFTIR að aðalprófunum hjer í skólanum lýkur í haust, er jeg að hugsa ufn að draga sam- an í ritgerð um aðferðirnar til þess að búa til góðan grasvöll, svo að jeg geti sent það heim. Að vísu væri mest gaman að spreyta sig sjálfur á að gera grasvöll, en það er útlit fyrir að jeg muni dveljast hjer nokk uð enn, en grasvelli þurfum við að fá sem allra fyrst. Það væri sannarlega þarft spor, sem stigið væri með því að byrja á að gera grasvöll straks næsta vor, það verður að hefjast handa sem fyrst. J.H.B. — Víkar þakkar þessum ungu mentamanni áhuga sinn á þessu l þýðingarmikla atriði fyrir í- þróttirnar, biður hann vel að lifa og vonast eftir greininni um grasvallagerð við tækifæri. | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . [ • 9 llllllimilllKIIIIIIIMHIIIIIIMIIMMMMMMMMIMIMIMIIMMIIIIIMMIIMimilllllllNU Hvernig bærinn breytti um svip Stimpill. FYRIR nokkru rak jeg aug- un í enskan póststimpil, sem var áminning til manna um það, að forðast dauðann á þjóð- vegunum. Þykir, með Bretum, ástæða til, að menn hafi slíka áminning daglega fyrir augum. Ellegar hún verði að minnsta kosti rifjuð upp fyrir mönnum í hvert sinn sem þeir fá póst- brjef. Slysahætta. Eðlilegt væri að slysahættan sje allmikið meiri í miljóna- borgum heldur en í fámenninu hjá okkur. Hjer eru umferða- slysin þó orðin svo mörg, og svo alvarleg, að mönnum blöskr ar. Slysavarnafjelagið vinnur að því, að aðvara almenning og kenna mönnum hvernig þeir eigi að fara að því, að forðast slysin. Lögreglan vinnur að því sama. Er allt það starf góðra gjalda vert. En hefir ekki hing- að til borið þann árangur, sem menn kunna að hafa vonast eftir. Ellegar rjett væri ef til vill að líta á það mál frá annari hlið og segja sem svo, að ef Slysavarnafjelagið væri ekki til og engar leiðbeiningar þesá kæmu fram þá myndu slysin verða ennþá fleiri og meiri. Daglegar áminn- ingar. Hjer er ekki ástæða til að leiða neinum getum að því, af hverju slysin stafa, af ógæti- legum akstri, gölluðum öku- tækjum, óhlýðni við umferða- eða ökureglur eða öðru. — En gætilegur akstur sýnist manni að myndi altaf vera aðalatriðið. Og daglegar áminningar um hættuna, og varúð gegn hætt- unum, ættu að koma að notum, ekki síður hjerna en þar sem áminningar í þessu efni eru settar á póstbrjefin. Ekki veit jeg, hve mörg dauðaslys hafa orðið hjer á göt unum, í allt, vegna bílaumferð arinnar. Þau eru orðin mörg í hlutfalli við fólksfjölda bæj- arins. Þau eru orðin svo mörg, að dagleg ábending um þau ætti að koma að gagni. Ábendingar þær gætu verið með ýmsu móti. Ein aðferð gæti þar komið til greina. Að merki yrðu sett á göturnar, þar sem akstursslys hafa orðið, er valdið hafa bana. Svipbreyting í bænum. Hafa menn látið sjer detta í hug, hvernig Reykjavík liti út, ef slík merki yrðu sett hjer upp? Það kann að vera, áð mönnum þætti ónærgætnislegt, að setja upp slík merki sem áberandi væru, vegna þess, að að þau yrðu til þess, að ýfa upp sár þeirra, sem hafa mist ætt- ingja sína og ástvini í ökuslys- um. Hugsanlegt væri að hafa þau ekki að staðaldri, heldur að- eins um tíma t. d. í næsta sinn sem Slysavarnafjelagið og lög- reglan efna til umferðaviku,.til þess að brýna fyrir mönnum að halda settar umferðareglur. — Merki þessi gætu verið það lengi að bæjarbúar gætu átt- að sig á, og fest sjer í minni hve hin sviplegu umferðaslys eru orðin mörg í allt á götum höf- uðstaðarins. Ef allir þeir, sem aka bif- reiðum hjer, vissu, og myndu eftir því, hvar fólk hefir látið lífið í ökuslysum, væri líklegt að þeir myndu líka eftir því, að fara varlega þegar þeir aka um þessa staði. En því miður eru slys^taðirnir orðnir svo margir, að líklegt er, að áminn- ingin entist mönnum þann spöl sem þeir aka frá einum slys- staðnum til annars. LONDON: —Mary Church- ill, dóttir Winston Churchills, flutti nýlega ræðu á ráðstefnu breska íhaldsflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.