Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.1946, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. ágúst 1946 HORUUN BLAÐIB 11 LO.G.T. FERÐAFJELAG Templára fer skemtiför út í Viðey á morgun (sunnudag) ef veður leyfir. Farið verður frá Ver- búðarbryggjunum kl. 2 e. h. Maður kunnur eynni og sögu hennar, verður með í förinni Allir templarar og gestir þeirra, velkomnir meðan skip rúm leyfir. Þátttaka verður að tiikynnast fyrir kl. 8 í kvöld, til Steiribergs, sími 7329 eða Freymóðs, smi 4441. Stjórnin. »3*»<»<»<»»<»<»<»<»<»<$k»<»S*»<»<»<»3><»»<Í Fjelagslíf SKÍÐADEILDIN Farið verður upp í Skálafell í dag kl. 3. Skíðanefndin. Í.R. SKÍÐA- DEILDIN Sjálfboðaliðsvinna að Kolviðarhóli um helgina. Lagt af stað kl. 1,30 í dag frá Varðarhúsinu. ÁRMENNINGAR Farið verður í Jósepsdal í sjálf- boðavinnu frá í- þróttavellinum í dag kl. 2. »»<»<»»<»<»»»<»»<»<»<»»»»»<»<»»»»<J Tilkynning K.F.U.M. Almenn samkoma, sunnu- daginn 25. ágúst kl. 8,30 e. h. Ungt fólk annast samkom- una. — Allir velkomnir. *»»»»<»»»»<»»»»<»<»''*• »»<»»<»»»1 Kaup-Sala Danskur innflytjandi óskar eftir tilboði fyrir ca. 10 þúsund krónur, eða minna, í bómullarvörur eða gardínuefni með ca. 6 kr. (ísl.) verði. Til- boð ásamt sýnishornum sendist Dansk Textil, Henning Ander- sen, Vestergade 3. Köberihavn. NOTUB flfTSGÖGN keypt ávalt hæsh. verði. —. Sðtl heim. — StaSgreiðsla. — Sím> 6691. — FornverRlumr) Gretti* «ötu 49. Dömur! Nýja SOKKAVIÐGERÐIN hefur afgreiðslu á Hverfisg. 117, Ingólfsbúð, Hafnarstræti, Víðimel 35, Álfafelli, Hafnar firði. #>»<»»<®><»»»»»»»»»»<»»»»»»»»<S Vinna Ungur vjelfræðingur, sem hefir 12 ára reynslu í Die- sel- og hráolíuvjelum, óskar eftir atvinnu. Ravn Petersen, Engbovej 55, Rödovre, Dan- mark. Ungur danskur vjelfræðing- ur, kvæntur, óskar eftir at- vinnu á íslandi. Tilboð merkt: „683“, sendist til Nordisk An- nonce Bureau, Köbmagergade, 38, Köbenhavn, K. Tveir norskir bændur, sem vinna nú Danmörku, óska eftir atvinnu á Islaridi. Tilboð merkt: „913“, sendist Polacks Annoncebureau, Köbenhavn. | Bankastrætx 7. Sími 6063 | § er miðstöð bifreiðakaupa. I HIIIIU.IIUIUU.UUUMkUUIMIUIUIUUHUIHIMIit.llllllUlÚ ^t)aa LóL 236. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 2.20. Síðdegisflæði kl. 13,30. Ljósatími ökutækja frá kl. kl. 22.00 til kl. 5.00. Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúð- inni Iðunni, sími 1911. Næturakstur annast B.S.R., sími 1720. Söfnin. í Safnahúsinu eru eftirtöld söfn opin almenningi sem hjer segir: Náttúrugripa- safn: sunnudaga 1 Vz—3 e. h. og á þriðjudögum og fimtudög- um kl. 2—3. Þjóðminjasafnið opið sömu daga kl. 1—3. Skjala safnið er opið alla virka daga kl.kl. 2—7 og Landsbókasafnið alla virka daga kl. 10—10. Dómkirkjan: Messað verður á morgun kl. 11 árd. — Sjera Sveinn Víkingur, prjeáikar, en sjera Jón Thorarensen, þjónar fyrir altari. Hallgrímssókn: — Messað á morgun í Austurbæjarbarna- skólanum, kl. 11 árd. Sigurjón Árnason. í kaþólsku kirkjunni í Rvík. Hámessa kl. 10. í Hafnarfirði kl. 9. 50 ára er í dag Björn Ket- ilsson, Grettisgötu 7. Fimtugur verður í dag Jón Jónsson, byggingameistari (frá Flatey), Ránargötu 35 A. Hjónaband: Gefin verða sam an í hjónaband í dag, af sjera Jóni Auðuns, ungfrú Lára Ás- geirsdóttir og Arne Nielsen, húsgagnasmiður. Heimili þeirra verður á Lindargötu 30. Enn- fremur: Gefin voru saman í hjónaband í gær af sjera Jóni Auðuns. Ungfrú Guðný Jóns- dóttir og Guðmundur Jónatans son, bifreiðarstjóri. — Heimili þeirra verður á Ægissíðu 109. Hjónaband: í dag verða gef- in saman af sr. Garðari Svav- arssyni, ungfrú Hulda Guðrún Egilsdóttir, Laugarnesvegi 53, og Lárus Kjærnested verkstj. Heimili ungu hjónanna, verður að Hraunteig 30. Hjónaband: í dag verða gef- in saman í hjónaband, ungfrú Helga Guðmundsdóttir, Lauga veg 61, Rvík, og Björn Gísla- son, Vífilsgötu 3, Reykjavík. — Heimili ungu hjónanna er á Vífilsgötu 3, Rvík. Hjónaband: í dag verða gef- in saman í hjónaband í Wilm- ington, Delavare í Bandaríkj- unum, ungfrú Patrecia Hopper og Halldór Þ. Guðmundsson, flugvjelavirki. Hjónaband: í dag verða gef- in saman í hjónaband í Banda- ríkjunum, Hulda Guðnadóttir og Louis G. Amrich. Heimili þeirra verður 1001 no. 12 th. Ave, Melrose Park. — Illinois. I dag verða gefin saman í hjónaband í Hafnarfirði af sjra Kristni Stefánssyni, Svanhvít Friðriksdóttir frá Vestmanna- eyjum or Kristinn Sigurjóns- son ljósmyndaprentari. Heim- ili ungu hjónanna verður á Unnarstíg 3, Hafnarfirði. Hjónaband: í dag verða gef- in saman í hjónaband hjá borg ardómara ungfrú Sigrún Jóns- dóttir frá Reyðarfirði og Matt- hías Guðmundsson, lögreglu- þjónn. Heimili þeirra verður, Eskihlíð 12 A. Viðgerð á M.s. Dronning Al- eS;andrine lýkur í dag. Hjeðan fer skipið í kvöld ld. 10. Skipafrjettir: Brúarfoss fór frá Khöfn 20. 8., væntanlegur til Rvíkur á sunnudagsmorg- 1 un. Lagarfoss kom til Leith 21. í 8., fór þaðan 22. 8. til Khafnar. Selfoss er á Skagaströnd, fór þaðan í gærkvöldi 23. 8. til Siglufjarðar. Fjallfoss er á ísa- firði, fer þaðan í gær 23. 8. til Siglufjarðar. Reykjafoss er í Reykjavík. Salmon Knot er í Rvík. True Knot kom til New York 20. 8. Anne kom til Gauta borgar 16. 8. Lech fór frá Rvík 17. 8. til Greenock og Frakk- lands. Lublin fór frá Reykjavík 22. 8. til Hull. Horsa kom til Leith 20. 8. Dregið í Hrað- keppninni Eins og skýrt var frá hjer í blaðinu í gær, hefst hin árlega Hraðkeppni kvenna í Hand- knattleik kl. 5 e. h. á hinum frábæra handknattleiksvelli í Engidal Völlurinn þar er gras- völlur og einhver sá besti er til er hjer á landi. — Mótanefnd keppninnar sem er skipuð af íþróttasambandi Hafnarfjarðar kom saman í gær og var þá dregið um í hvaða röð fjelögin skyldu keppa. En til keppninn- ar senda Hafnarfjarðar fjelog- in FH og Haukar (tvö lið hvort) og Reykjavíkurfjelögin Fram og Ármann (eitt lið hvert). Drátturinn fór þannig að keppnin hefst með leik milli Fram og Hauka B, síðan keppa FH A og FH B og að lokum Haukar A og Ái’mann. ■ Áður en leikirnir hefjast riiunu öll liðin ganga í búning- um og undir fánum inn á völl- inn, og Garðar S. Gíslason, for- maður mótanefndar setja mót- ið með stuttri ræðu. Keppni þessi er útsláttar- keppni svo eftir þessa leiki verða þi’jú lið eftir. Verður því að draga upp á ný í kvöld, um hvaða fjelög skuli keppa milli leikinn, en hann mun verða leikinn á morgun kl. 3 e. h. — Það fjelag er vinnur hann keppir svo til úrslita við fjelagið er sat hjá, og fer sá leikur fram kl. 9 annað kvöld. í sambandi við úrslitaleikinn mun verða haldin nokkurs kon ar hátíð í Engidal, hefst hún með því að Lúðrasveitin Svan- ur frá Reykjavík mun byrja að leika kl. 8 um kvöldið, og mun hún leika þar til úrslitaleik- urinn hefst, og einnig í hálf- leik, en að leiknum loknum mun dans verða stiginn á skraut lega upplýstum danspalli. Á miðnætti mun fara fram flug- eldasýning. Veitingar munu verða á staðnum, kaffi, smurt brauð og heima bakaðar kök- ur, bakaðar af handknattleiks- stúlkum Hauka. í FYRRINÓTT var stolið tveim hjólbörðum undan bif- reið og úr verkfærageymslu hennar tösku með ýmsum verk- færum. Þetta var fólksbíllinn R- 3501. Hann stóð við bílaverk- stæðið Stillir við Laugaveg. Tveim hjólbörðum á felgum var stolið undan honum. Þá hefir þjófurinn brotið upp farang- ursgeymslu bílsins, en þar stal hann leðurtösku er í voru ýmis konar verkfæri. »»»»»♦»»»♦»♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»•♦♦♦♦»»••♦••♦» Hjartans þakkir til barna minna og tengdabarna, frændfólks og vina, sem minntust mín með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á sextugsafmæli mínu. Guðmunda Guðmundsdóttir. Njálsgötu 102. ►♦♦•♦•♦♦♦♦♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» Foranlediget ved forskellige Forespörgsler fra herværende Færinger henledes Opmærk- somheden herved paa, at der ved Afgivelsen af Stemmeseddel til Folkeafstemningen paa Færperne den 14. September er Adgang til at stemme om fplgende to Spprgsmaal: 1. Önsker De den danske Regerings Forslag sat i Kraft? Ynskja tygum danska stjornaruppskotid sett i gildi? 2. Önsker De Færperne lpsrevet fra Danmark? Ynskja tygum loysing Danmarkar og F0r- oya millum? Kgl. Dansk Gesandtskab. Reykjavík, den 22. August 1946 <§X§X§X§X§X$X$><$X§X$X§X$X$X3X^<$X$X§X$X^<£<$X§X^<§><^<^<$X§X$X§>^X$X§X§X^<$>^<^^X$X^<§>^><^§X$>^X$ ITvær góðar sfúlkur i vantar strax til að ganga um beina. — Góð | vinnuskilyrði. — Uppl. í síma 19, Borgarnesi. | Hótel Borgarnes | <$*$»»»<$»»$>»<$»»»»<$»»»»»»»»»»»»»»»»»»$>»»»»»»»»»»»»» Konan mín, VALDÍS BJARNADÓTTIR, Grettisgötu 48B, andaðist í Landakotsspítala 23. þ. m. — Fyrir mína hönd og annara aðstandenda. Guðjón Jónsson. GRÍMUR ÓLAFSSON, bakari, andaðist í Landakotsspítala föstudaginn 23. þessa mánaðar. Börn og tengdabörn. Jarðarför dóttur okkar, INGIBJARGAR (STELLU), fer fram frá Dómkirkjunni n.k. mánudag og hefst frá heimili okkar, Brávallagötu 16, kl. 13,30. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þorgerður Bogadóttir, Guðmundur Pjetursson. Innilegar þakkir til allra þeirra, er á margvís- legan hátt auðsýndu samúð og vinarhug, við andlát og útför BENÓNÝS ÁRNASONAR, sonar okkar. Árni Sigfússon Árný Friðriksdóttir, Bergþórugötu 14. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát pg jarðarför, JÚLÍUSAR PETERSEN. Aðstandendur. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við and. lát og jarðarför mannsins míns, GUÐNA EIRÍKSSONAR, Karlskála, Jónína Stefánsdóttir. ■9Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.