Morgunblaðið - 05.09.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.09.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBEAÐIÐ Fimtudagur 5. sept, 1946 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Tilkynning | I írá beitunefnd um § beitusíldarverð I 46. dagur Vesturloftið var sem á glóð sæi, og Mac Tavish skildi undir eins hvernig í öllu lá. Honum varð að orði: „Óþokkarnir hafa kveikt í Bel Manoir!“ Óhugnanlegri þögn sló yfir alla. Fólk horfði sem agndofa á eldsbjarmann. Svo kallaði barónsfrúin upp úr eins manns hljóði: „Fanginn! Hvað hefir orðið um hann?“ Mac Tavsih svaraði: „Hann er farinn þaðan. Hann er eng- inn heimskingi“. Hann var ekki að svara bar- ónsfrúnni heldur sagði hann þetta vegna Agnesar, ef ske kynni að hún uppgötvaði það, að hann hafði sagt henni ósatt. * í dögun rendi báturinn að frönsku bryggjunni 1 New Or- leans. Þar voru margir aðrir bátar, mannaðir Svertingjum, Indíánum og Sabúsum. Voru þeir komnir til að selja ávexti, fisk og rækjur. Það var engu líkara en að þeir væri allir í háa rifrildi og þess vegna tóku þeir ekkert eftir bátnum, sem Cesar reri að bryggjunni. En uppi á bryggjunni ætlaði Yankee varðmaður að stöðva þau. Hann var svo drukkinn, að þær konurnar smeygou sjer fram hjá honum og ljetust ekki sjá hann. Á markaðstorginu biðu þær svo á meðan Cesar reyndi að ná í ökutæki. Honum voru allar leiðir kunnar í borg- inni. Og hann vissi hvar hús Mac Tavish var, þar sem hers- höfðinginn dvaldist nú. Eftir litla stund kom hann aftur með tvær kerrur. Bar- ónsfrúin og Aristide settust í aðra, en þær frænkurnar og Cecar í hina. Á leiðinni sáu þau að ótal bál höfðu verið kynt á götunum og voru glæður í sum- um hrúgunum enn. „Það er gert vegna hitasótt- arinnar“, sagði Cecar. „Hún er slæm hjer í New Orleans. Þeir hreinsa næturloftið með bál- unum“. * Ekki hafði alt leikið í lyndi fyrir þeim Wicks hershöfðingja og konu hans. Það var engu líkara en að þau væri sjálf að steypa ógæfu yfir sig. Hers- höfðinginn, sem var vanur að hafa sitt fram með frekju, rak sig alls staðar á í þessari und- arlegu borg. Hann skildi ekki hugsunarhátt fólksins. Enginn bar virðingu fyrir honum, en þeir ljeku sjer að því að upp- nefna hann og kalla hann „Skjálgglyrnu“, „Grautar- vömb“, „Silfurspón11 og „Graut arsleikju“. Liðsforingjar hans sögðu honum frá þessum nöfn- um, og það var engu líkara en að þeim væri dillað, enda var hann ekkert vinsælli meðal undirmanna sinna heldur en mpðal borgarbúa. Og svo voru hönum send ótal nafnlaus brjef, þar sem hann var kallaður þessum nöfnum. Louisa var útsett með það að hnýsast í þessi brjef, og hún hafði það til að skella nöfnunum á mann sinn, þegar hún var sjerstak- lega óánægð með hann. Hún hafði fylgst með öllu, og henni var nú orðið það ljóst að hann átti engrar uppreistar að vænta í þessari borg. Hann hafði ekki einu sinni heiðurinn af því að hafa hertekið borgina. Það gerði sjóliðið undir forystu Farragut. Það var ekki fyr en eftir að borgin hafði gefist upp, að hershöfðinginn var settur í land af einu herskipanna. Og svo hafði honum mistek- ist algerlega að stjórna borg- inni. Það kom stundum að frúnni að hana langaði til að leysa frá skjóðunni og tala ær- lega yfir hausamótunum á hon- um. Hana langaði til að rigsa um gólfið og segja: „Hers- höfðingi, þú ert fífl! Þú hefir alltað farið öfugt að. Þú hefir verið grasasni í pólitík og glóp- ur í herstjórn. Þú ert svikari og harðstjóri. Jeg hefi lengi vitað þetta, en jeg hefi aldrei fyr þorað að segja það“. Ekki leið henni betur ef hún hugsaði um hann sem eigin- mann. Hún hafði sjeð hann á nærfötunum og vissi því hvað var undir hinum glæsta ein- kennisbúningi. Hún var viss um að það var samræmi milli lík- amsvaxtar og innrætis manns- ins. Þess vegna hafði hún and- styggð á honum. Og oft gekk hún úr rúmi frá honum og svaf annars staðar út af þessu, en þorði þó ekki annað en bera því við að hún væri lasin og vildi hafa fullkomið næði. Sama var hvað hann fjekst við, alt skyldi það enda með skelfingu. Hann hafði ekkert vit á herstjórn. Hann var glóp- ur í pólitík. Hann hafði ætlað að koma á friði og ró 1 borg- inni, en aðeins gert ilt verra, svo að nú logaði alt í uppreisn. Það eina, sem honum hafði tek- ist var að vera „smart“, að græða fje. En það þurfti engan vitsmann til þess. Það vissi hún vel á kynnum sínum við lands- menn í Nýja Englandi. Hún kendi honum jafnvel um hvarf þeirra Tam frænku og Agnesar. Hún kendi honum um það, að þær skyldi ekki finnast. Hún kendi honum um það, að Tom Bedloe hvarf, eini maður- inn, sem hægt var að tala við í New Orleans. Það var allra sárast. Hún saknaði hans sárt. Hann hafði alltaf getað komið henni í gott skap. Ekki hvarflaði það að henni, að margar yfirsjónir hershöfð- ingjans voru henni að kenna. Hún var þó ekki viss um það að öll ráð sín hefði verið sem heppilegust, en hún hafði á reiðum höndum nægar afsak- anir fyrir sig. Það var eins og ástandið versnaði dag frá degi. Menn gerðu sjer dælla við þau. Hers- höfðinginn hafði skipað svo fyrir, að borgin skyldi hreins- uð og sóttvarnastöðvum komið upp, en einmitt þá kom hita- sóttin og kóleran utan af flóa- hjeruðunum. Og verst af öllu var það að þeir í Washington voru orðnir óánægðir með hers höfðingjann. Hann hafði þeg- ar fengið þrjú viðvörunarbrjef frá hermálaráðuneytinu. Hon- um var skipað að slaka á klónni og stjórna af meiri mannúð. Liðsforingjar hans voru jafnvel farnir að pískra um það, að hann yrði bráðum settur af. > Frú Louisa kendi Lincoln um þetta. Hann kunni ekki að meta menn, sem fóru fram með harðri hendi eins og hershöfð- ingjum. Hann var algjörlega ó- líkur „gentlemönnum" Nýja Englands. Hún' mátti ekki hugsa til þess að hershöfðing- inn yrði settur af, og hvern fögnuð það mundi vekja meðal óvina hans í þessari borg. Hún var því til með það að fara vægara í alt en áður. Þau urðu að fá nokkurn frest, að minsta kosti á meðan hershöfðinginn var að koma bómull og sykr- inum í peninga. Hún hafði ekki farið var- hluta af illgirni borgarbúa. Hún hafði líka fengið hótunar- brjef. Fyrsta brjefið hafði hún fundið í saumakörfu sinni, einu sinni þegar hún ætlaði að fara að gera við nærföt hershöfð- ingjans. Það var blátt umslag og utan á það ritað „Madame la Generale“. Hún vissi þegar að það var til sín. Hana lang- aði mest til að fleygja því, en forvitnin varð öllu öðru yfir- sterkari. Þess vegna reif hún það upp og las: — Madame la Generale. Þjer eruð hræsnari og skækja. Þjer eruð forað. Það er skammarlegt að þjer, gömul fitubryðja, skul- uð reyna að ná ástum Tom Bedloe. Hann hatar yður og hæðist að yður! Madame, við höfum lagt það á yður að yður skal finnast eins og þjer sjeuð stungin glóandi nálum í höf- uðið og belginn. Þið hjónin megið loka og stela húsi mínu. Þið megið reyna að setja mig í varðhald. Þið megið stela öllu í New Orleans, en þið skuluð ekki hafa neitt gott af því. Það væri best fyrir yður að hverfa úr borginni áður en dauðann ber að garði. La Lionne.------------ Louisa skalf og nötraði af bræði og reif brjefið tvisvar í sundur og ætlaði að fleygja því. Sá sig svo um hönd. Það var vitlaust að fleygja því. Það var gott vitni gegn þessari djöful- legu konu. La Lionne! Eigandi hóruhúss, að þora að skrifa svona! Hún kallaði á dyravörð- inn. „Hverjum hafið þjer hleypt hjer inn?“ „Engum nema hershöfðingj- anum“, sagði vörðurinn. Hann steig ekki í vitið. „Þjer ljúgið því! Einhver hefir komið með brjef hingað“. „Jeg hefi engan sjeð“, sagði vörðurinn lafhræddur. „Jeg segi það alveg satt, jeg hefi engan sjeð nema hershöfðingj- ann sjáífan. Frúin vissi að maðurinn var alt of einfaldur til þess að hann gæti tekið þátt í nokkru sam- særi. Hann sagði vist satt. Ein- hver annar í húsinu hafði tekið á móti brjefinu. Hún rauk fram í eldhús og helti sjer yfir kokk- inn og vinnukonuna. „Þetta lá í saumakörfunni minni“, æpti hún. „Ekki hefir það komist þangað sjálfkrafa". •iiiiiiiiiftiiiiiiinniitnim ••••••*•• hhii»iiiiiiiiiii iii imiiM | Bílamiðlunin | | Bankastræti 7. Sími 6063 = | er miðstöð bifreiðakaupa. 1 IIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIallllllll ~ Hjermeð tilkynnist að beitunefnd hefur a- | | kveðið að verð á frystri beitusíld skuli vera | | kr. 1,40 fyrir kílóið afhent í smásölu út úr húsi, j | enda sje allur kostnaður við frystingu og | | geymslu síldar innifalinn í verði þessu. BEITUNEFND. 1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Hafnarijörður Hálf húseignin Krosseyravegur 6, Hafnar- firði, er til sölu. 1 herbergi laust til íbúðar nú þegar. Skrifleg tilboð í eign þessa sendist fyr- ir 10. þ. m. til undirritaðs, er einnig gefur nánari upplýsingar. Björn Jóhannsson, sími 9087. Góð afylnna Saumakonur vanar karlmannafatasaumi geta fengið góða atvinnu við hraðsaumastofu Álafoss h.f., — Uppl. á afgreiðslu Álafoss, Þingholsstræti 2. Afgreiðslumaður eða stúlkur óskast nú þegar. , íilUsMMi Háteigsveg 2. Húgagnaversianir - Heiidsalar. Sel til húsgagnaverslana góð og vönduð hús- gögn frá Danmörku. Allar gerðir. — Sel til heildsala mjög vandaða klappstóla. — Gjörið svo vel og leitið tilboða. GUÐNI ÓLAFSSON, Solvænget 1, Köbenhavn Ö. «®x®^<®^<®^<®<®^^x^<8>^>^^<®<®^<®^,3xSx®<®x^<®<£<$xSxí>^^^^<$x$>^<§k$x$x$x3x$>^<$> Vjelsturlur sem hlotið hafa einróma lof fyrir gæði, höf- um vjer nú fyrirliggjandi. j^róttur L.p. Laugaveg 170. ^x$X$>«X$^X$^X$X$X$X®X$^X$>^X®X$X$X$><$X$>«X$X$X$X$X$^X$><$>^XÍX$>^XSx^ÍXÍX$x$>^X®^<»< AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.