Morgunblaðið - 05.09.1946, Page 12
VEÐURUTLITIÐ. Faxaflói:
Faxaflói: NA-gola eða kaldi.
Ljettskýjað.
UM DAGINN OG VEGINN I
PARÍS. — Sjá grein Sigurðat
Bjarnasonar á bls. 7. ____
Fimtudagur 5. september 1946
Sjómeim í Keffavtk neyðast
til ai henda nýveiddri
síld í sjóinn
FRJETTARITARI Morgurtblaðsins í Keflavik símaði í gær-
kvöldi, að gert væri ráð fyrir að talsvert miklu af nýveiddri
Faxasíld verði hent í sjóinn. Frystihúsin þar gátu ekki veitt
móttöku nema litlum hluta af afla bátanna í gær.
Undanfarna daga hafa -10 bát
ar stundað reknetaveiði hjer í
Flóanum. Afli þeirra hefir ver-
ið tregur. En nokkuð hefir
hann lagast síðustu daga. í dag
var afli þeirra mjög góður, eða
frá 100 til 250 tunnur á bát.
Vegna þess hversu mikið
barst að í dag, er gert ráð fyrir
að henda verði talsverðu magni
aflans í sjóinn. Ástæðanu fyrir
þessu er sú, að frystihúsin geta
ekki tekið á móti nema 700
tunnum á dag. Um söltun er
ekki að ræða. Lítilsháttar hef-
ir verið flutt til Revkjavíkur og
Hafnarfjarðar og víðar, en þetta
er alveg hverfandi lítið. í dag
bárust hingað 1500 tunnur. —
Síldin er mjög stór og feit.
Flestir bátar hjeðan úr Kefla
vík, sem stunduðu síldveiðar
fyrir Norðurlandi í sumar, eru
nú komnir heim. Aðrir 10 bátar
eru nú tilbúmr á reknetaveið-
ar. Þeir munu þó ekki fara út,
fyr en lausn hefir fengist á
löndunarspursmáli þessu.
RæSf um alþjóða-
malvælaráð á ráð-
stefnu FAO
Kaupmannahöfn í gærkvöldi.
Á FUNDI ráðstefnu matvæla
og landbúnaðarsamtaka Sam-
einuðu þjóðanna í dag flutti
Sir John Boyd Orr, forseti
samtakanna ræðu. Sagði hann
það tillögu sína, að stofnað yrði
alþjóðlegt matvælaráð, sem að
nokkru tæki að sjer störf þau,
sem UNRRA gegnir nú. Hann
sagði, að eitt aðalverkefni ráðs
þessa myndi vera að verðfesta
matvæli á heimsmarkaðnum.
Belgar kæra Fran-
cosljómina
Briissel í gærkveldi.
Á MORGUN mun belgiska
stjórnin senda sendiherra sín
um í Washington harðorða
kæru, stílaða til Sameinuðu
þjóðanna, út af framferði
spönsku stjórnarinnar í sam
bandi við belgiska fasistafor
ingjann Degrelle. Er Franco
stjórninni gefið að sök að hafa
skotið. skjólshúsi yfir Deg-
relle og síðan hjálpað honum
til þess að flýja burt, eftir að
þess hafði verið krafisf, að
hann yrði framseldur sem
stríðsiglæpamaður. Belgisku-
dómstóll hafði dæmt Deg-
relle til dauða. Er jafnvei bú-
Tst við því, að belgiska stjórn
in muni kæra Francostjórn-
ina fyrir Öryggisráðinu.
— Reuter.
Tónlistarskólinn fær
kennara í flautu-
leik
Árni Björnsson lýkur námi
í Englandi.
ÁRNI BJÖRNSSON hljóð-
færaleikari lauk á síðastliðnu
vori prófi í flautuleik við Royal
Manchester College of Music.
Hann kom hingað til lands, á-
samt konu sinni, með síðustu
ferð e.s. Brúarfoss. Árni naut
námsstyrks frá Tónlistarfjelag-
inu, með það fyrir augum, að
hann yrði síðari kennari við
Tónlistarskólann. Hann fór til
náms í september 1944 og lauk
prófi s.l. vor, eins og fyr segir.
Árni mun hefja kenslu í flautu
leik við Tónlistarskólann nú í
haust. Má vænta þess, að skól-
anum komi starfskraftar hans
að góðum notum, því að skort-
ur hefir verið á kenslu í flautu
leik sem og í leik ýmissa ann-
ara blásturshljóðfæra. Við Roy
al Manchester College of Music
stunda nú nám tveir íslending-
ar, Andrjes Kolbeinsson, í obó-
leik, og Egill Jónsson í klari-
nettleik. Andrjes hóf þar nám
haustið 1944, en Egill 1945. —
Munu þeir báðir að líkindum
ljúka burtfararprófi næsta vor.
Báðir njóta þeir styrks frá Tón-
listarfjelaginu, og er í ráði, að
þeir verði kennarar við Tónlist
arskólann. í vetur ljek Eigill
á klarinett á fjórum hljómleik-
um hinnar kunnu Hallé-hljóm-
sveitar í Manchester. í þessari
symfóníuhljómsveit eru 70—80
menn, en stjórnandi hennar er
hinn heimskunni hljómsveitar-
stjóri John Barbirolli.
Byrnes
Slullgarl
London í gærkvöldi.
MAC NARNEY hershöfðingi,
. yfirmaður hernámssveita
Bandaríkjanna í Þýskalandi, til
^kynti í dag, að James F. Byr-
I nes, utanríkisráðherra Banda-
. ríkjanna, myndi ílytja ræðu í
(Stuttgart á föstudaginn. ■—
I Áheyrendur hans verða meðlim
r herstjórnar Bandaríkjamanna
í Þýskalandi og þeir aðrir her-
menn, sem þá verða í borginni.
Byrnes mun ræða stefnu
Bandaríkjastjórnar varðandi
hernám Þýskalands, bæði hing
að til og hjer eftir.
— Reuter.
Borgarstjórinn í
Wrnnipeg sendir
Bjarna Benedikts-
syni kveðjur
I GÆRMORGUN gekk Grett-
ir L. Jóhannsson ræðismaður
íslands í Winnipeg á fund borg
arstjórans í Reykjavík, Bjarna
Benediktssonar. Flutti ræðis-
maðurinn persónulegar kveðjur
til borgarstjórans frá Garnet
Coulter, borgarstjóra Winni-
pegborgar.
Hljóðar brjef Coulter borg-
arstjóra á þessa leið:
Kæri herra borgarstjóri.
Ræðismaður íslands í Winni-
peg, hr. G. L. Jóhannsson, hef-
ir tjáð mjer, að hann og hin
ágæta frú hans munu væntan-
lega fara í heimsókn til íslands.
Sú heimsókn gefur mjer mjög
kærkomið tækifæri til þess að
flytja persónulegar árnaðar
óskir íbúanna í Winnipeg til
yðar, bæjarstjórnarinnar í
Reykjavík og íslensku þjóðar-
innar allrar. Hugurinn, sem á
bak við þessar óskir liggur, er
ákveðinn og einlægur.
Á frumbýlisárum Manitoba-
fylkis og Winnipegborgar fluttu
margir Islendingar til borgar-
innar og nærliggjandi hjeraða
í Manitoba, eins og yður mun
kunnugt um. Þessir íslensku
frumbyggjar tóku algerlega
sinn þátt í þróun og vexti borg
arinnar og fylkisins. Vjer erum
öll mjög hreykin ?f þessari þátt
töku.
Eftir því, sem tímarnir liðu,
stækkaði íslenska þjóðarbrotið
í Winnipeg. Nú er svo komið,
að íbúarnir af islensku bergi
brotnir láta mjög til sín taka
í viðskifta-, menningar- og fje-
lagslífi borgarinnar.
Hjá oss voru Engilsaxar hinn
grundvallandi þjóðarstofn. Fólk
af íslenskum ættum átti vel
heima í þjóðfjelagsbyggingu
vorri. Vissulega er það ekki
undarlegt, þegar um er að ræða
sameiginlegan ættmeið, sam-
ræmi í siðmenningu, lífsskoðun
og frelsishugsjónum. Þetta ís-
lenska fólk hefir algerlega sam
einast háttum þjóðfjelags vors
og alið upp marga menn, sem
hafa með höndum ábyrgðar-
miklar stöður á sviði dómstóla
og stjórnmála, mennta- og upp
eldismála, til gagns og bless-
unar fyrir þetta land.
Jeg sendi yður, herra borg-
arstjóri, einlægustu kveðjur
mínar, og við yður læt jeg í
ljósi þær vonir mínar til ís-
lensku þjóðarinnar, að hið ná-
komna samband, er skapast hef
ir milli íslands og þessa hlutar
Kanada, megi enn haldast og efl
ast.
Yðar einlægur,
Garnet Coulter (sign).
borgarstjóri.
(Frá Þjóðræknisfjelaginu).
Tveir af fremstu
tónsnillingum heims
halda hjer hljómleika
Serkin og Busch væntanlegir eitir
daga.
í GÆR spurði Morgunblaðið þær frjettir, að hingað væru
væntanlegir tveir heimsfrægir hljómlistarmenn, fiðluleikarinn
Adolf Busch og píanósnillingurinn Rudolf Serkin. Blaðið fekk
frjettir þessar staðfestar hjá formanni Tónlistarfjelagsins. Hann
sagði, að þeir væru væntanlegir eftir nokkra daga. Hjer munu
þeir halda alls 6 hljómleika, í Reykjavík og Hafnarfirði.
Fimm hljómleikar verða
haldnir hjer í Reykjavík. Þar
af verða tveir fyrir styrktar-
meðlimi Tónlistarfjelagsins. —
Leikur þá Serkin einleik á pí-
anó. Þrír opinberir tónleikar
verða haldnir. Munu þeir Busch
og Serkin leika hinar 10 són-
ötur fyrir fiðlu og píanó, er
Beethoven samdi. Hljómleik-
arnir fara fram í Gamla Bíó.
Sami miðinn gildir á alla þrjá
hljómleikana. — í Hafnarfirði
jhalda þeir eina opinbera tón-
; leika og fara þeir fram í Bæj-
arbíó.
Auglýsendur eru beðnir að
athuga, að auglýsingar, sem
koma eiga í sunnudagsblaðinu,
verða að hafa borist fyrir kl. 7
á föstudagskvöld.
Rudolf Serkin.
fnnlaka íslands í
bandalag samein-
uðu þjóðanna
SAMKVÆMT upplýsingum
sem utanríkiSráðuneytinu hefir
borist frá sendiráðinu í Washing
ton, samþykkti Öryggisráð
hinna sameinuðu þjóða hinn 29.
f. m., með 10 samhljóða atkvæð
um, að mæla með umsókn Is-
lands um inngöngu í Bandalag-
ið. Fulltrúi Ástralíu greiddi
ekki atkvæði um neina þeirra
umsókna sem fyrir lágu, en um
inntökubeiðni Islands tók hann
sjerstaklega fram, að Ástralía
væri meðmælt inntökubeiðn-
inni. Af Frakklands hálfu var
lýst yíir stuðningi við umsókn
íslands, en fulltrúar Banda-
ríkjanna og Sovjetríkjanna
sögðust mæla vinsamlega með
umsókninni. Fulltrúi Póllands
var í forsæti, er .inntökubeiðni
Islands kom fyrir ráðið, og ljet
hann þess getið, að engin á-
greiningur hefði ríkt innan þess
um inntökubeiðni Islands.
Það skal ennfremur tekið
fram, að samtímis var sam-
þykkt með samhljóða atkvæð-
um að mæla með inntökubeiðni
Svíþjóðar og Afganistan, en öll-
um öðrum umsóknum var hafn
að.
(Frá Utanríkisráðuneytinu).
London: Bandarískur her-
rjettur dæmdi nýlega 54 ára
gamlan þýskan lögreglumann
í ævilangt fangelsi. Hann
hafði myrt bandarískan flug-
mann, sem sveif til jarðar í
fallhlíf.
Tengdasonur Busch.
Rudolf Serkin er tengdason-
ur Busch. Hann er fæddur ár-
ið 1903. Þeir hafa leikið saman
í 25 ár. Fyrst komu þeir opin-
lerlega fram í Berlín árið 1920.
Þeir hafa haldið hljómleika í
flestum borgum heims. — Þar
hefir heimsókn þeirra verið
talinn stórmerkut viðburður £
hljómlistalífi borganna. Serkin
er talinn vera einn af þrem
mestu píanósnillingum heims-
ins.
Eru á leið til Englands.
Svo sem kunnugt er, kom
Adolf Busch hingað á s.l. ári.
Þótti honum dvölin hjer vera
hin ánægjulegasta og fekk
mikla ást á landinu. Nú ætl-
aði hann að koma með konu
sína með sjer. En svo sorglega
vildi fyrir nokkrum dögum, að
hún dó í sumarbústað þeirra
hjóna skamt frá New York. —
Serkin kemur með konu sína.
Þau eru öll á leið til Englands
og koma hingað sennilega um
15. þ. m., með flugvjel frá
Ameríku. Hjer munu þau dvelja
í tvær vikur.
lækið til reynslu
HARALDUR BÖÐVARSSON
& CO, Akranesi, hefir boðið
Reykjavíkurbæ til kaups Rad-
artæki í hinn nýja togara Ing-
ólf Arnarson.
Sjávarútvegsnefnd hefir sam
þykkt, að leggja til við bæjar-
ráð, að fyrirtækinu verði gjört
tilboð að setja tækið í skipið
til reynslu, útgerðinni að kostn
aðarlausu í samráði við eftir-
litsmann ríkisins með bygg-
ingu íslensku togaranna.;