Morgunblaðið - 21.09.1946, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. sept. 1946
Framsöguræða forsætisráðherrans
Frh. af bls. 1
sera ekki vildu aðhyllast óskir
þær, sem fram voru bornar af
hálfu Bandaríkjanna hinn 1.
október s.I.
Bandaríkin hafa með þessu
samningstilboði algerlega fallið
frá öllum kröfum um herstöðv-
ar og landsrjettindi.
Hver einasti hermaðnr Banda
ríkjanna skal liverfa burt frá
íslandi.
Hið eina, sem eftir stendur
er, að Bandaríkin skuli, um
takmarkaðan og stuttan tíma,
fá að hafa áfram þau, og þau
ein, afnot af Keflavíkurflug-
vellinum, sem þau telja sjer
nauðsynleg til þess að geta int
af hendi þær skyldur sem
Bandaríkin hafa tekið að sjer
í sambandi við herstjórn
Þýskalands. Eru þau rjettindi
nánar skilgreind í 5. grein, og
skal jeg leyfa mjer að lesa hana
upp:
,,Flugförum þeim, sem rek-
in eru af Bandaríkjastjórn eða
á hennar vegum í sambandi
við framkvæmd þeirrar skyldu,
er Bandaríkin hafa tekist á
hendur, að hafa á hendi her-
stjórn o geftirlit í Þýskalandi,
skulu áfram heimil afnot af
Keflavíkurflugvellinum. — í
þessu skyni skal stjórn Banda-
ríkjanna heimilt að halda uppi
á eigin kostnað, beinlínis eða
á sína ábyrgð þeirri starf-
semi, þeim tækjum og því
starfsliði,. sem nauðsynlegt
kann að vera til slíkra afnota.
Taka skal sjerstakt tillit til sjer
stöðu slíkra flugfara og áhafna
þeirra, hvað snertir tolla, land-
vistarleyfi og önnur formast-
riði. Engin lendingargjöld
skal greiða af slíkum flugför-
um“.
Engar fjárhagsskuldbindingar.
I samningnum felast engin
önnur rjettindi sem máli skifta
Bandaríkjunum til handa. Þó
þykir rjett að leiða athygli að,
að samkv. 9. og 10. grein ber
þeim eigi að greiða innflutn-
ingsgjöld af efnisvörum til við-
halds og viðauka á flugvellin-
um eða af nauðsynjavörum
þeirra manna, er þar dvelja til
fullnægingar á þeirri nauðsyn,
er 5. grein ræðir um, nje held-
ur tekjuskatt af þeim hluta
tekna þessara manna, sem
greiddar eru af öðrum en ís-
lenskum aðilum.
Þessum fríðindum til skýr-.
ingar skal á það 'bent, að samkv
8. gr. ber hvorugum samnings-
aðilanum skylda til að taka
á sig útgjöld út af viðhaldi eða
rekstri ílugvallarins, umfram
það, sem hann sjálfur telur
nauðsyr.legt vegna sinna eigin
hagsmuna. Af þessu leiðir, að
Islendingar munu engin út-
gjöld hafa af samningnum
nema þeir óski þess sjálfir. og
þá væntanlega vegna þess, að
þeir telji, að íslenskum sjerhags
munum sje nauðsynlegt að
halda samningnum í gildi, en
þess reynist eigi kostur án fjár
framlaga af íslendinga hálfu.
Hinsvegar falla íslendingum að
sjálfsögðu sem eigendum flug-
vallarins, allar tekjur af hon-
um. I þessu Ijósi eru hin fyrr-
greindu fríðindi eðlileg.
íslendingar til starfa.
Samkvæmt 6. grein er svo
til ætlast, að íslendingum verði
kent, eftir því, sem kringum-
stæður leyfa, þau störf er
snerta rekstur flugvallarins, í
því skyni, að íslendingar geti
í sem allra ríkustum mæli, tek-
ið þau að sjer. Að sjálfsögðu
fækkar þá amerískum mönnum
á flugvellinum.
Rjett þykir að geta þess, þótt
það liggi í hlutarins eðli, að ís-
lensk stjórnarvöld ráða vali
þeirra Islendinga, er taka við
störfum á flugvellinum.
Þá þykir mjer í þessu sam-
bandi rjett, að leiða athygli að
því, að þeir amerískir þegnar
sem ætlað er að starfi fyrst um
sinn að rekstri flugvallarins,
verða að sjálfsögðu að afla sjer
dvalar og atvinnuleyfis frá ís-
lenskum stjórnarvöldum og
verða þeir undir íslenskri lög-
sögu og löggæslu meðan þeir
dvelja hjer. Hversu margir þeir
verða, verður ekki með fullri
vissu staðhæft. Fram að þessu
munu um 1000 af þeim um 1300
amerísku hermönnum, sem hjer
dvelja, hafa gegnt starfi á flug-
vellinum.
Hermennirnir fara nú allir af
landi brott, en við störfum taka
æfðir starfsmenn í flugvalla-
þjónustu. Jafnframt verða gerð
ar sjerstakar ráðstafanir til að,
spara mannafla. Telur stjórn
Bandaríkjanna, að komist verði
af með um 600 manns í þessu
skyni að óbreyttum kringum-
stæðum. Hefir stjórn Banda-
ríkjanna skýrt mjer frá, að hún
muni leitast við að komast af
með sem allra fæsta menn til
þessara starfa.
í 7. gr. er svo fyrir mælt, að
stjórnir beggja ríkjanna komi
sjer saman um ýmsar reglur
varðandi rekstur og öryggi á
flugvellinum. Er þar skýrt
kveðið á um, að Islendingar
hafi úrslitavald um allan rekst-
ur flugvallarins.
Mikil verðmæti.
I 11. gr. segir, að við nið-
urfellingu samningsins megi
stjórn Bandaríkjanna fara burt
með hreyfanleg verðmæti sem
bætt hefir verið á flugvöllinn
frá samningsdegi, ef stjórn
íslands vilji ekki kaupa þau.
I þessu felast fríðindi Islend-
ingum til handa, sem vel mega
nema tugum miljóna króna, þ.
e. a. s., að íslendingar eignast
þau verðmæti sem ekki eru
hreyfanleg endurgjaldslaust.
Læt jeg þá hlið málsins þó
liggja á milli hluta, þareð til-
gangur þessa samnings er ekki
sá, að afla íslendingum nýrra
verðmæta heldur alt annar og
þýðingarmeiri.
Uppsagnarfresturinn.
12. gr. samningsins fjallar um
rjettinn til að .segja samningn-
um upp.
Er svo fyrir mælt, að samn-
ingurinn gildi meðan skyldan
til herstjórnar og eftirlits í
Þýskalandi hvílir á Bandaríkj-
unum þó þannig, að eftir 5 ár
frá samningsdegi, er hvorum
aðila um sig heimilt að krefjast
endurskoðunar. Skal endurskoð
un lokið innan 6 mánaða frá
því hennar var óskað. — Náist
ekki samkomulag hefir hvor
aðili um sig rjett til einhliða
uppsagnar með árs fyrirvara.
Samkv. þessu fellur samn-
ingurinn úr gildi:
1. Strax og skyldu Bandaríkj
anna til herstjórnar og eftir-
lits í Þýskalandi lýkur.
2. Síðasta lagi 6 Vá ári frá
samningsdegi, ef annar hvor
aðili óskar, og það alveg jafnt
þótt ekki verði lokið her-
stjórnarskyldu Bandaríkj-
anna í Þýskalandi.
Mjer þykir sennilegt, að
margir hefðu kosið að hægt
væri að fella samninginn úr
gildi með styttri fyrirvara. Um
þetta hefir eigi náðst samkomu
lag. Vil jeg í því sambandi
skýra frá, að enda þótt stjórn
Bandaríkjanna nafi lýst yfir að
Bandaríkin muni í einu og öllu
virða ákvæði herverndarsamn-
ingsins frá 1941, þá telji Banda
ríkin sjer samt eigi skylt að
hverfa að svo stöddu burt með
her sinn frá íslandi, þar eð ó-
friðnum sje enn eigi lokið, í
þeim skilningi er samningur-
inn fjallar um. Af Islands hálfu
hefir á engan hátt verið fallist
á þann skilning. Er því hjer
um að ræða þýðingarmikinn
ágreining, sem mjög er æski-
legt að geti jafnast í fullu bróð
erni. Hefir það nú tekist, ef
samningsuppkast þetta nær
samþykki Alþingis.
Jafnframt vil jeg skýra frá
því, að framan af þeim samn-
ingaumleitunum, er nú hafa
staðið yfir, hjelt stjórn Banda-
ríkjanna fast við, að hinn nýi
samningur gilti meðan Banda-
ríkin hefðu skyldu til herstjórn
ar í Þýskalandi. Á það var jeg
með öllu ófáanlegur til að fall-
ast, en stakk í þess stað upp á
árs uppsagnarfresti. Stóð lengi
í þófi um þetta atriði. Þar kom
þó loks að Bandaríkin fjellust
á IIV2 ár. Jeg vildi heldur eigi
ganga að því. Tókust loks sætt-
ir um 6Vz ár. Vænti jeg, að því
verði unað af íslands hálfu
þegar á alt er litið.
Þá þykir rjett að geta þess,
að rjsi ágreiningur út af þessum
samningi, mun hann verða út-
kljáður annað tveggja af Haag
dómstólnum, samkv. þar að lút
andi samningi milli íslands og
Bandaríkjanna frá 1930, eða
samkvæmt reglum sameinuðu
þjóðanna um ágreining er rísa
kunni milli þeirra.
Farsæl lausn vandamálsins.
Jeg tel, að með þessu samn-
ingsuppkasti, ef að samningi
verður, hafi farsællega tekist
að lcysa mikið og vandmeðfar-
ið mál, sem vel gat valdið ör-
lagaríkri deilu milli okkar og
okkar voldugu vinaþjóðar
Bandaríkjanna.
Fyrir nokkru síðan báru
Bandaríkin fram óskir um rjett
til herstöðva á íslandi. íslend-
ingar eru vel minnugir margs
þess, er Bandaríkin hafa vel
gert í garð þeirra. og eigi síst
þess, að fyrstir allra viðurkendu
þeir rjett íslendinga til stofn-
unar lýðveldis. Af því, og hinni
einkar vinsamlegu sambúð á
ófriðarárunum, leiddi, að íslend
ingar vildu út af fyrir sig geta
orðið við óskum Bandaríkjanna.
Hinsvegar töldu Islendingar, að
rjettur til herstöðva á íslandi
erlendu ríki til handa, væri
ekki samræmanlegur sjálfstæði
íslands og fullveldi. Var því
eigi annars úrkosta en að synja
þessari beiðni Bandaríkjanna.
Stóðu þá sakir þannig, að ís-
lendingar höfðu neitað beiðni
Bandaríkjanna, og enn var ó-
sjeð hversu tiltækist um brott-
flutning hers Bandaríkjanna frá
íslandi svo vandræðalaust yrði.
Nú er lausn fáanleg á mál-
inu.
Bandaríkin hafa nú látið nið
urfalla óskirnar um herstöðvar.
Hugsanlegur ágreiningur um
skilning samningsins frá 1941,
er úr sögunni og allur her
Bandaríkjanna hverfur burt af
íslandi.
Islendingar hafa þannig end-
urheimt land sitt að fullu.
I fyrra og nú.
Að nafna þennan samning í
römu andránni og hið svo-
nefnda herstöðvarmál er goðgá.
I fyrra báðu Bandaríkin
okkur um Hvalfjörð, Skerja-
fjörð og Keflavík. Þau fóru
fram á langan leigumála kann-
ske 100 ár, vegna þess, að þau
ætluðu að leggja í mikinn kostn
að. Þarna áttu að vera voldug-
ar herstöðvar. Við áttum þarna
engu að ráða. Við áttum ekki
svo mikið sem að fá vitneskju
um hvað þar gerðist. Þannig
báðu Bandaríkin þá um land af
okkar landi til þess að gera það
að landi af sínu landi. Og marg
ir óttuðust að síðan ætti að
stjórna okkar gamla landi frá
þeirra nýja landi.
Gegn þessu reis íslenska þjóð
in.
Nú aftur á móti afhenda
Bandaríkin okkur Ilvalfjörð,
Skerjafjörð, Keflavík, allt ís-
land. Jafnframt tjá þau okkur
vandræði sín. Þau segjast hafa
skuldbundið sig gagnvart öðr-
um ríkjum, já, eiginlega gagn-
vart sameinuðu þjóðunum, að
íslandi meðtöldu, til þess að
hafa fyrst um sinn á hendi her-
stjórn í Þýskalandi. Þau leggja
áherslu á, að til þess að geta
innt af hendi þá skyldu, sje
þeim nauðsynleg viss flugrjett-
indi á Islandi, einnig í því skyni
að auka öryggi og spara manns
líf. Bandaríkin beiðast því tak-
markaðra og tímabundinna af-
nota af flugvelli þeim, er þau
hafa bygt á eigin kostnað fyrir
meir en 130 milj. kr., og af-
henda nú íslendingum til fullr-
ar eignar og umráða. Þau benda
á, að svipuð og meiri rjettindi
hafi þau í öðrum löndum, sem
liggja á leið þeirra til Þýska-
lands. Þannig sje og það um
aðra þá, er hafi herstjórnar-
skyldu í Þýskalandi. Þeir hafi
allir flugrjettindi í löndunum,
sem eru á þeirra leið til Þýska
lands.
Full umráð.
Landvistarleyfi.
Bandaríkin taka skýrt fram,
að þau óski engra rjettinda ann
ara en þeirra sem með þurfi til
að fullnægja herstjórnarskyld-
unni sem á þeim hvílir. Þau
kveða alveg greinilega. á, að
mannfjöldinn, er dvelja fái á
flugvellinum miðist við það
minsta sem sje nauðsynlegt 1
þessu skyni.
Þau vilja í einu og öllu búa
svo um hnútana að alt sje fyr-
ir opnum tjöldum svo ekkert
orki tvímælis.
Það cr skýrt tekið fram, að
Islendingalr eigi flugvöllinn.
Það er jafntvímælalaust fært
í letur að Islendingar hafi úr-
slitavald yfir rekstri hans.
Enginn hermaður má starfa
á flugvellinum.
Enginn Amcríkani má starfa
þar nema hann fái Iandvistar-
og dvalarleyfi frá íslenskum
stjórnarvöldum. I því skyni að
fækka Ameríkönum á strax að
byrja að kenna íslendingum
störfin, svo þeir geti sem fyrst
og í sem ríkustum mæli tekið
við þeim. Það eru íslensk stjórn
arvöld sem þessa menn velja.
Að óbreyttri stjórn á íslandi
rjeði Finnur Jónsson landvistar
og dvalarleyfum en Áki Jak-
obsson veldi íslendingana á
völlinn, ef honum svo sýndist.
Það er hægt að segja: Jeg
vil alls engan samning við
Bandaríkin. Jcg vil fjand-
skapast við Bandaríkin. En
það er ómögulegt að segja:
Jeg vil halda vinfengi við
Bandaríkin og þess vegna
leysa þörf þeirra, ef jeg get
það mjer að meinfangalausu.
en ncita þó að gera þennan
samning.
Að mínu vili cr íslcnding-
um það lífsnauðsyn að halda
vinfengi við sem flestar þjóðir.
og þá eigi síst þær, scm næstar
okkur eru. Jcg tcl að sjálf-
stæði íslands velti á því, að ís-
land beri gæfu til að svara til-
mælum annara þjóða játandi
eða neitandi eftir því, hvað við
á. —
Ut fró þcssu grundvallarsjón
armiði var jeg ófáanlegur til
að verða við óskum þeim, sem
Bandaríkin báru fram 1. okt.
í fyrra.
Út frá þessu sama sjónarmiði
er jcg ófáanlegur til að neita að
verða við þeim óskum sem nú
eru fram bornar.
Frá umræðunum.
Þegar Ólafur Thors forsætis-
ráðherra hafði lokið framsögu-
ræðu sinni, tóku til máls Bryn-
jólfur Bjarnason mentamála-
ráðh. og þá Hermann Jónasson
form. stjórnarandstöðunnar.
BRYNJÓLFUR BJARNASON
lýsti því yfir, að hann og flokk-
ur hans væri andvígur samn-
ingsuppkasti því, sem fyrir
lægi. Sagði að allir flokkar A1
þingis hefðu lýst sig andvíga
því, að Bandaríkin fengju hjer
herstöðvar, og því ættu þeir
líka að vera á móti samnings-
uppkasti þessu.
Síðan tók hann að setja út á
einstök atriði samningsins. En
auðfundið var, að þar var hann
ekki sterkur á svellinu, því
margt af því, sem hann’ þá
sagði, var á hreinum misskiln-
ingi bygt, ellegar hann vildi
ekki fara rjett með eins og þeg-
ar hann hjelt því fram, að ís-
lensk stjórnarvöld gætu engu
ráðið um það, hve margir Banda
ríkjamenn yrðu á flugvellin-
um(!)
Fleira var það, sem ráðherr-
ann misskildi, eða þóttist mis-
skilja, eins og t. d. að samkv.
samningnum, gætu Bandaríkja-
hermenn verið eins lengi 1
Framh. á 12. síðu,