Morgunblaðið - 21.09.1946, Qupperneq 9
Laugardagur 21. sept. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
9
íslenskur ullariðnaður
Eftir Bjarna S. Hólm
Sólheimar og
bráðabirgðalögin
ÞAÐ er öllum kunnugt að í
hvert skifti sem Islendingar, á
liðnum tímum, áformuðu end-
urskipulagningu atvinnulífsins
var íslensk ull og ullariðnaður
einn stærsti liður í þeim áform-
um þeirra.
Það væri því ekki nýtt fyrir-
bæri þó nýsköpunaráform at-
vinnulífsins, í dag beindust að
ullinni, þó margt hafi breyst,
frá tímum Skúla og Innrjett-
inganna.
Það fyrsta sem gera þarf, áð-
ur en hafist er handa um stór-
felda framleiðslu úr íslenskri
ull, er að gera nákvæma athug-
un á sjálfri ullinni og fjárstofn-
inum, svo hægt sje að sjá, með
vissu hverskonar iðnaður, úr
ullinni er hagkvæmastur.
Islenska ullin er að flestu
leyti sjerstæð ullartegund, þó
mikinn skyldleika sje að finna
með henni og ull af Shetland
fje.
Það sem sjerstætt er við ís-
lensku ullina og sýnir ljósleg-
ast frumstæði kynstofnsins er
aðallega tvent:
1) Á íslensku sauðkindinni
eru tvær algerlega ólíkar teg-
undir af ull, af einni og sömu
skepnu, nefnilega tog og þel.
2) íslenska sauðkindin fellir
reyfin einu sinni á ári. Þessi
einkenni sýna ljóslega hversu
kynið stendur nálægt hinni svo-
nefndu „Mouflon" tegund, en
svo er nefnd hin fyrsta tegund
fjár, sem vitað er að hafi verið
tamið húsdýr, hjá Kaldeum, fyr
ir um 5000 árum síðan.
Eins og áður er getið skiftist
revfið, af ísl. sauðkindinni í
tvær tegundir: tog og þel.
Tog: Þessi tegund af ull er
svo frumstæð, í eðli sínu, að
hún, í sumum tilfellum, lýkist
meira hári af angorageit en ull.
Hárin eru löng, ákaflega mis-
munandi að lengd, styrk og fín-
leik.
Þel: Þessi tegund liggur nær
skinninu og er, að mestu, hulin
af toginu. Hún er mörgum sinn-
um fínni en togið og hefir alt
aðra eiginleika. Sá galli er líka
við þelið að það er mjög mis-
jafnt að styrk, fínleik og lengd.
Að vísu er bæði þel og tog all
mismunandi, eftir því hvaðan
af landinu ullin er og er það
eitt af hinum mörgu verkefn-
um sem bíða sjerfróðra manna
að athuga og gera nákvæma
rannsókn á ullinni úr hinum
ýmsu hjeruðum landsins.
Þegar um er að ræða fram-
leiðslu úr ull eru um að ræða
3 tegundir fullunnar vöru, sem
síðan má skifta niður í fleiri
flokka nefnilega filtgerð, dúka-
gerð og prjón.
Filt: Þessi tegund iðnaðar, úr
ullinni, tel jeg ekki heppilega
og er mjer ekki kunnugt um
að hún hafi verið reynd hjer.
íslenska ullin hefir ekki þá eig-
inleika í nægilega ríkum mæli,
sem ull til þessarar framleiðslu
þarfnast.
Prjónafatnaður: Fyr á öld-
um var íslenska prjónlesið
frægt um öll Norðurlönd fvrir
gæði. Mikill hluti íslensku ull-
arinnar var þá unnin heima, til
útflutnings var aðallega unnið
peysur, sokkar og vettlingar.
Peysurnar náðu svo mikilli
frægð, á Norðurlöndum, að en
þann dag í dag eru skjólgóðar
útprjónaðar peysur nefndar þar
Islender eða Islandsk Tröje,
enda þótt útflutningur þessi
hafi legið niðri, um aldir.
Jeg er sannfærður um ágæti
islenskrar ullar til prjónfatn-
aðar, enda virðist svo að þegar
viðskifti við Norðurlönd hófust,
að nýju, eftir styrjöldina hafi
eftirspurn eftir prjónavörum,
lopa og bandi verið mikil.
Dúkagerð: Áður en hafist er
handa um framleiðslu dúka
verður að gera sjer ljóst hvaða
tegund af garni hagkvæmast er
að spinna.
Nú er um tvær meginreglur
að ræða: kambgarn (Worsted)
og krossgarn (Woollen). Mun-
urinn á þessum tveim tegund-
um er aðallega sá að þegar
worsted er spunnið er nauðsyn-
legt að fá hárin af sem jöfn-
ustu lengd og til þess að liggja
öll á sama veg langs eftir garn-
inu. Með sjerstökum kembir
eru stuttu hárin (noil) hreinsuð
úr lopanum.
Dúkar úr garni þessarar teg-
undar eru sljettir og áferðar-
fallegir, þar sem tiltölulega
mjög lítið af hárum stendur út
úr garninu.
Garn af þessari tegund tel
jeg mjög vafasamt að borgi sig
að framleiða úr íslenskri ull, í
fyrsta lagi að úrgangur úr ull-
inni verður svo mikill, í sum-
um tilfellum alt að 30%. í öðru
lagi er ullin svo ójöfn, í eðli
sínu að mjög líklegt er að ó-
jöfnur, sem yrðu væru óviðráð-
anlegar. í þriðja lagi er aðferð-
þessi talsvert kostnaðarsöm og
því óvíst hvort það borgaði sig
að kaupa dýrar, fullkomnar
vjelar sem hæpið væri hvort
mögulegt sje að vinna sam-
keppnisfæra vöru, sömu teg-
undar, við önnur lönd.
Wollen: Þessi tegund af garni
byggist á því að fá hárin til
þess að krossa hvert annað, eins
mikið og mögulegt er, af því
leiðir að hvert einstakt hár bind
ur hvort annað og er þarafleið- I
andi mögulegt að nota stutt og
löng hár saman. Jeg tel þessa
aðferð henta okkur betur og
vitað er að hún er mun ódýr-
ari.
Það er ljóst að erfitt er að
spinna mjög fínt band, úr ís-
lensku ullinni, sem stafar af
því að togið er svo mikið gróf-
ara en þelið og er því hætt
við, þegar um mjög fínt band
er að ræða, að í því sjeu veik-
ir spottar sem aðeins eru nokk-
ur toghár.
Að þessu athuguðu gæti les-
andi haldið að íslenska ullin
væri ekki hæf til annars en
prjónafatnaðar, en það er hinn
mesti misskilningur.
íslenska ullin hefir, að mínu
áliti marga góða kosti. Sá er
einn kostur við íslensku ullina
hversu hlý hún er sem stafar
af því hversu mikil lyfting er
í hárunum, sem skapa loftrúm
í dúkinn, Það sem jeg tel ákjós-
anlegasta dúkaframleiðslu, ur
íslensku ullinni eru eftirfarandi
tegundir: til klæðnaðar tweed-
efni fyrir yfirhafnir og sport-
klæðnað. Húsgagnaáklæði,
rekkjuvoðir, gólfdregla og
gólfteppi. Jeg held að íslenska
ullin sje það vel fallin til þess-
arar tegundar að dúkar úr
henni gætu orðið fullkomlega
samkeppnisfærir, við erlenda
vöru sömu tegundar.
Jeg held að öllum sem hlut
eiga að máli sje ljóst hversu f
misráðið það er að selja ullina
út úr landinu óunna og næsta
óflokkaða, þegar möguleikar
eru á að vinna hana heima og
fá úr henni samkepnisfæra
vöru, við önnur lönd.
í stuttu máli tel jeg hag-
kvæmast fyrir okkur íslend-
inga að vinna úr ullinni prjóna-
fatnað og tiltölulega fáar teg-
undir dúka, sem svo ætti að
verða okkar sjergrein, þá væri
ef til vill möguleikar á að selja
framleiðslu okkar á heims-
markaðinn og fá þá í skiftum
fínni dúka sem við þörfumst og
ekki er hagkvæmt að fram-
leiða hjer.
Allar þær athuganir sem jeg
hef gert hjer á undan eru bundn
ar við ullina eins og hún er nú.
Jeg tel mjög mikla möguleika
á að hægt sje að fá betri ull
með því að flytja inn sæði er-
lendra kynstofna og innanlands
kynbótum. Á þessu sviði eru
stórkostleg verkefni, sem bíða
úrlausnar og mikil þörf sjer-
fróðra manna.
Eitt af því sem þörf er að
koma í betra horf, hið fyrsta,
er flokkun ullarinnar. Flokkun
sú sem nú á sjer stað er ein-
göngu litaflokkun, gæðaflokk-
un getur ekki átt sjer stað með-
an ullin er þvegin heima og alt
kemur í einni bendu til ullar-
matsmanna. Meðan engin gæða
flokkun á sjer stað, verður þess
varla vænst að ullin geti verið
góð markaðsvara eða hversu
góða fiskmarkaði hefðum við
ef fiskurinn væri eingöngu met-
inn eftir lit?
Það er vissulega kominn tími
til þess að við íslendingar opn-
um augu okkar fyrir þeim
möguleikum sem íslenska ullin
getur skapað, á sviði iðnaðarins
og þann skerf sem hún gæti
lagt til þjóðarbúsins, ef rjett er
á haldið.
Heiðhjól
með hjálparmótor til sölu,
einnig 11 m af gólfdúk. —
Upplýsingar á Hraunteig
12 í kjallaranum, kl. 3—5
f. h. í dag.
Peninsaveski
með myndum og pening-
um, merkt Hermann
Gunnarsson, Hringbraut
209, tapaðist fimtudags-
kvöld eða föstudagsmorg-
un. Skilist gegn fundar-
launum til Efnisvarðar
landssímans, Sölfhólsgötu i j
11. ?
‘MMMM«MMMIUIIMHII<MltrMHMIIIMMMIinHMI-ninillllie
BEST AÐ AUGLÝSA
í MORGUNBLAÐINU
ÞAÐ mun fleirum en mjer, af
þeim sem til þekkja, hafa orð-
ið á að spyrja, hvað er nú að
gerast, þegar þeir sáu frjett í
blöðunum að taka ætti með
bráðabirgðalögum barnaheimil-
ið Sólheima 1 Grímsnesi leigu-
námi úr höndunum á ungfrú
Sesselju, sem stofnsetti það um
1930 og hefir starfrækt síðan.
Sesselja bjó sig undir þetta starf
með því að kynna sjer rekst-
ur slíkra heimila og vinna á
þeim í 7 ár, bæði í Sviss og
Þýskalandi. Að þeim tíma liðn-
um kom hún heim full af á-
huga, löngun og stórhug í því
að stofnsetja slíkt heimili til
þess með því að geta fórnað
sjer fyrir þurfandi smælingja,
sem vegna slæmrar aðstöðu
vantaði aðhlynningu og nægi-
lega góð uppeldisáhrif. Þess
vegna rjeðist hún í það stór-
ræði, sem það var fyrir ein-
stæðing, unga stúlku, að byggja
á Sólheimum stærðar hús með
smávegis styrk frá Reykjavík-
urbæ, eða kr. 10 þúsund, og
hjálp Prestafjelagisins, sem
lagði stofnuninni til jörðina.
Síðan byggði hún annað hús, 3
hæða steinhús, eftir beiðni ríkis
stjórnarinnar fyrir fávita og
fjekk til þess kr. 15. þúsund
styrk úr ríkissjóði. Auk þessara
styrkja fjekk hún lán kr. 10
þúsund, úr Thorkelssjóði til
þessara framkvæmda allra, og
eru þá taldir þeir opinberu
styrkir, sem hún hefir fengið til
þess að byggja þessi 2 stór-
hýsi. Styrki til rekstursins mun
hún hafa fengið eitthvað smá-
vegis sum árin.
Þegar svo ríkið setti á stofn
fávitahælið á Kleppjárnsreykj-
um fyrir 2 árum, voru fávit-
arnir frá Sólheimum fluttir
þangað, svo að nú stendur það
hús tómt, sem hún byggði til
þeirrar starfsemi.
Jeg sem nokkuð hefi fylgst
með rekstri barnaheimilisins á
Sólheimum og sem nokkurt
skyn þykist bera á það, hvernig
búa eigi að börnum, eftir að
hafa alið sjálfur upp mörg börn
og ekki tekist það ver en hverj-
um öðrum miðlungsmanni, verð
að segja að jeg tel Sesselju sem
forstöðukonu barnaheimilis
hafa innt sitt starf af hendi
með prýði, sem liggur meðal
annars í því að hún hefir dálít-
ið óvanalega lyndiskosti til að
bera, sem nauðsynlegir eru
þeim sem umgangast börn og
eiga að hafa á þau góð áhrif,
sem sje fórnfýsi, umhyggju,
manngæði og skilning á þörfum
þeirra.
Enda augljóst mál, að hún
hefði ekki sem ung stúlka á-
kveðið sjer þetta hlutskipti eða
lífsstarf, ef hún hefði ekki
fundið hjá sjer sterka löngun
til þess a.ð vinna að þessum
sínum hugðarmálum og fórnað
með því mörgum öðrum mögu-
leikum til þægilegra starfa og
auðveldari, fjevænlegri og vin-
sælli.
Nú sýnist svo sem það opin-
bera telji, af mjer óþekktri
nauðsyn til bera að taka úr
höndum hennar þetta lífsstarf
hennar og hugðarmál, sem hún
svo mjög þráir að fá að vinna
að áfram, eftir að hún í gegn-
um marga erfiðleika er búin
að búa sjer þau góðu skilyrði,
sem nú eru til staðar þarna á
Sólheimum.
Nú má vel vera að eitthvað
megi að því finna, hvernig
fröken Sesselja hefir rekið
þessa stofnun og er ekki sagt
. með því meira en það sem
segja má um hverja stofnun
eða flestar, t. d. er það stað-
reynd að stundum getur stað-
ið þannig á, jafnvel á hverju
prívat heimili hvað þá á barna-
hælum, að ef maður eða menn
rekast þar inn geti rekið augun
í eitthvað sem ekki ætti í strang
asta skilningi að eiga sjer stað,
án þess þó að það sje þess virði
að gera úr því veður eða opin-
berar ákærur. Aðalatriðið er,
að algeng, dagleg aðbúð og um-
gengni við börnin sje þannig,
að þeim líði vel andlega og
I líkamlega, en sje haldið til aga,
og að það sje og hafi verið til
staðar á barnaheimilinu Sól-
heimum staðfesta mín kynni í
mörg ár af því heimili.
Jeg hefi að vísu heyrt að
kæra hafi komið fram á hend-
ur Sesselju vegna einhverrar
vanrækslu í starfinu, en hitt
hefi jeg líka heyrt, að sá sem
kæruna sendi hafi ekki haft
hreinan skjöld í framkomu
sinni við börn og hafi með kær-
unni viljað fela sínar syndir
bak við meinta bresti Sesselju
kannske í von um að geta
fengið forstjórastarf við Sól-
heima, þegar búið væri að reka
Sesselju?
I þessu kærumáli mun ekki
hafa gengið dómur eða úrskurð-
ur enn og finnst mörgum að
vonum að það ætti að gerast
áður en stofnunin væri með
valdboði tekin úr höndum stofn
andans.
Hvernig ætli Alþingi komi til
með að líta á það?
Reykjavik, 18. sept. 1946.
Sig. Á. Björnsson
frá Veðramóti.
MHHHMUHHHHHHHHMHHMMHHHMMMHHMHHMHH
íbúð
Mig vantar tveggja til
þriggja herbergja íbúð 1.
okt. Fyrirframgreiðsla. •—
Upplýsingar í síma 5490.
Gunnar Jóhannsson,
Kárastíg 5.
vörubifreið 214 tonns, mo- f
del 1941, í ágætu ásig-. |
komulagi, er til sölu og |
sýnis kl. 1—4 í dag á torg- |
inu milli Túngötu og I
Öldugötu við Garðastræti. |
MIIIIIUIIIHIHMHHHIMUUIMMIMHHIintllMIIIHHIIHIII
I Bílamiðlunin 1
I Bankastræti 7. Sími 6063 |
I er miðstöð bifreiðakaupa. 1
IIMIIItllHlllillMllHlMMIHIIimilllllllllMHIIIimillHIHMI
illllMIIIIIIIIII 1111111111**1111111111111111111111111111’