Morgunblaðið - 21.09.1946, Page 14

Morgunblaðið - 21.09.1946, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. sept. 1946 iStrákurinn og einbúinn Eftir E. V. LUCAS 60. dagur Hún sá að menn urðu harð- ari á svip. Múlasninn fór eins og hann komst. Nokkrir her- menn eltu á hlaupum og einn ætlaði að stöðva múlasnann, en datt um koll. Og alt í einu komust þau úr þrönginni út í aðra götu. Þar virtist vera mannlaust. Ökumaður hægði þá ferðina og rjett á eftir beygði hann inn í húsasund. Agnes heyrði að Cesar sagði: „Jæja, þá erum við komin alla leið. Við hefðum ekki átt að leggja út í þetta“. Agnes hafði fengið ekka af geðshræringu. Hún gat aðeins stunið upp: „Jeg get ekki farið inn strax. Bíddu við með að hringja dyrabjöllunni!“ Þau biðu þarna nokkra stund og hún hugsaði: „Nú er jeg kom- in hingað. Jeg get ekki snúið aftur. Jeg verð að fara inn! Cesar reyndi að hughreysta hana: „Takið yður þetta ekki nærri, Agnes litla“, sagði hann. „Farðu og hringdu“, sagði Agnes. „Það er ekkert að mjer“. Seraphine gamla kom til dyra, og hún kvaðst skyldu spyrja barónsfrúna hvort hún vildi taka á móti ungfrú Wicks. Agnesi gafst því enn tími til að jafna sig. Cesar tók við bögl- inum með kjólum barónsfrúar- innar. Rjett á eftir kom Sera- phine og bauð Agnesi inn. Agnes var að hugsa um það, að hún gæti beðið Seraphine fyrir böggulinn, en svo þótti henni minkun að því að vera komin hingað og þora ekki að tala við barónsfrúna. Hún staul aðist út úr kerrunni og fór á eftir Seraphine inn i húsið. Þegar inn kom lá við að hún gleymdi áhyggjum sínum. Þetta var í fyrsta skifti sem hún sá franskt hús að innan. Hús Mac Tavish, þar sem hershöfðinginn bjó, var ekki franskt. Það var yngra og mjög svipað öðrum húsum, jafnvel í norðurríkjun- um. En hjer blasti við henni ný veröld. Hjer var svalt og hjer angaði alt af blómum. Ókunn fegurð var yfir öllu. Þær gengu upp stiga og eftir löngum gangi. Þar opnaði gamla konan hurð og bauð Agnesi inn. Barónsfrúin kæmi rjett bráðum, sagði hún. Herbergið var yndislegt. Það var hálfrökkur þar inni og Agnesi var fyrst dimt fyrir aug um. Þó sá hún að þar voru stór og skrautleg húsgögn, píanó og marmaraarinn, með gyltum spegli. Og þegar henni birti fyr'ir augum, sá hún fyrst hvað þar var ríkmannlegt og skrautlegt. Hún undraðist æ meir, annað eins hafði hún aldrei sjeð. Þá heyrði hún að hurð var lokið upp. Hún sneri sjer við. Barónsfrúin var komin inn. Hún var í svörtum kjól með svart kniplingasjal yfir sjer. „Það var fallega gert af yður að koma“, sagði hún. Hún sagði þetta með þeirri uppgerðar rödd, sem einkennir það, sem sagt er fyrir siðasakir. Þar var ekki hlýleiki kunnings skaparins, eins og á leiðinni frá Bel Manoir. Og Agnes svaraði í sama tón: „Jeg kom hjerna með kjólana yðar. Það var fallega gert af yður að ljá mjer þá“. Og svo fóru þær að tala um daginn og veginn, um farsótt- irnar og hitann. Barónsfrúin gekk út að gluggunum og opn- aði þá. Heyrðist þá glöggt ham- arshögg og annar hávaði. „Þjer verðið að afsaka há- vaðann“, sagði hún. „Jeg er á förum hjeðan og það er verið að búa um dótið mitt. Það mátti ekki seinna vera að þjer kæm- uð. A morgun verður byrjað að búa um það, sem er í þessu herbergi“. Hún er á förum. Máske lag- ast þá alt. Máske jeg þurfi þá ekki að tala við hana, hugsaði Agnes. En svo kom önnur hugs- un: Máske fer hann með henni og það sje þess vegna, að hann hefir ekki komið að finna mig! — Ut um opinn glugga sá hún hina álmu hússins. Máske eru herbergin hans þarna! Barónessan settist nú hjá henni og það var þó altaf í átt- ina til alúðar. Agnes sá ekki betur en að hún hefði grátið og hnykti henni mjög við það, því að hún hjelt að svona kona gæti aldrei verið hrygg nje grátandi. Og þá kom það út úr henni, næstum ósjálfrátt: „Jeg kom líka í öðrum er- indagerðum —• út af Tom Bed- loe majór!“ „Jæja“, sagði barónsfrúin og brá hvergi. „Jeg veit um alt, sem skeði á Bel Manoir. Jeg veit alt“. Hún hikaði ofurlítið, en sagði svo: „Jeg kem til að láta yður vita, að þjer megið hafa hann. Jeg vil ekki taka hann frá neinni“. Barónsfrúin brosti fyrst og fór svo að hlæja. Það var ein- kennilegur hlátur, eins og hún rjeði ekki við hann. Agnesi gramdist: „Þetta er ekkert hlægilegt11, sagði hún. Barónsfrúin stilti sig. „Jeg ætlaði ekki að særa yður“, sagði hún. „Og jeg veit varla hvers vegna jeg hló. En jeg held að það hafi verið vegna þess hvað það er skrítið að þjer skuluð halda að jeg vilji hann. Jeg kæri mig ekkert um hann. Þjer skuluð hafa hann“. Agnes vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið. Það var sann- færing hennar, að þegar maður og kona höguðu sjer eins og þau Tom og þessi kona höfðu gert, þá elskuðust þau. Það var svo sem auðskilið. Og nú hló þessi kona að því. Agnes vissi blátt áfram ekki hvað hún átti að segja. Hún minkaðist sín. Hún kom hing- að af því að hún þóttist full- orðin kona, en nú var farið með hana eins og óvita, að henni fanst, brjóstumkennanlegan fá- ráðling. „Jeg kæri mig ekkert um hann“, endurtók hún. „Jeg hefi aldrei kært mig um hann. En hann hefir verið mjer til gagns - — á margan hátt“. Hún hló. „Þjer megið ekki halda að ekki sje margir menn eins og hann“. Agnesi svelgdist tvisvar á áður en hún gæti svarað. En svo mælti hún mjög lágt: „Þakka yður fyrir. Jeg hefi misskilið. Nú er best að jeg fari“. Og svo stóð hún á fætur. Barónsfrúin rjetti henni höndina, og Agnes tók hugsun- arlaust í hana. Henni fanst her- bergið hafa skift algjörlega um svip og verða skuggalegt. Og hún gat ekki að því gert — hún fór að gráta. Hún gerði sjer ekki almennilega grein fyrir tilfinningum sínum, nema hvað hún kærði sig ekkert um að fá Tom aftur. Henni fanst þetta líkast því, sem kastað hefði verið í sig gamalli flík, sem hún hefði einu sinni átt, en kærði sig ekkert um lengur. Sólin var að hniga, skuggar voru í garðinum og' hálf dimt orðið í herberginu. En þó var svo bjart að hún sá það glögt núna, þegar þær stóðu and- spænis hvor annari, að baróns- frúin hafði grátið. Augu hennar voru rauð og þrútin. Og Agnes skildi ekkert í þessu. Barónsfrúin hringdi bjöllu og Seraphine gamla kom og fylgdi svo Angesi til útidyra. Nú heyrðust engin hamarshögg og kyrt og rokkið var í garðinum. Við dyrnar gekk hár maður út úr skugganum. Hann sagði eitt- hvað við Seraphine á frönsku. Agnes þekti undir eins hinn þýða málróm. Það var Mac Tavish. Agnesi hafði ekki missýnst, barónsfrúin hafði verið að gráta. Hún hafði hágrátið alt frá þeirri stundu er Mac Tav- ist sneri við henni bakinu og fór, og þangað til Seraphine kom og sagði að „ljómandi fall- eg ung stúlka, sem hjeti Wicks, vildi finna hana“. Mac Tavish hafði komið þang að rjett eftir miðdegisverð og sagt Seraphine að sig langaði til að tala við húsmóður henn- ar. Barónsfrúin hitti hann svo inni í salnum. Þar stóð hann fyrir framan mynd af gömlu barónsfrúnni og var sú mynd máluð, þegar hún var í blóma lífsins 1 París. Hann var svo niður sokkinn í að skoða mynd- ina, að hann tók ekki eftir því þegar hún kom inn. Hún sagði: „Gamla baróns- frúin var fögur á æskuárum sínum“. Hann snerist á hæli og sagði: „Jeg varð ekki var við að þú komst inn“. Og svo bætti hann við: „Já, hún var mjög fögur, en það var ekkert ástúðlegt við hana. Móðir mín sagði jafnan að hún hefði ísklump í hjarta stað“. Hún settist og spurði: „Hvað kemur til að þú heimsækir mig um miðjan dag?“ „Jeg er kominn til að sækja skjöl flokksins. Þau verður áð- ur en þú ferð. Nú er öllu lok- ið“. Hann andvarpaði og mælti svo eins og til þess að afsaka sig: „Jeg efast um að nokkrum manni hefði tekist að halda flokknum saman. Louisiana- menn eru þannig gerðir. Þeir eru máske góðir hver út af fyr- ir sig, en sem flokksmenn er ekki á þá að treysta“. Hann settist ekki, heldui gekk fram og aftur um gólfið og forðaðist að líta framan í hana, eins og hann væri hálf- hræddur við hana. Hún sagði: „Hvað ætlarðu r.ú að gera?“ að það væri ekki margt skemtilegra en að falla í sjóinn í svona góðu veðri, — ef maður væri eins vel syndur og hann nú var. En svo fór hann að hugsa um að það væru hákarlar í sjónum og honum fór að líða heldur ver, og ekki batnaði þegar hann minntist þess hversu skemtilegt var oft heima í skólanum hjá öllum strákun- um, þó þeir væru oft að stríða honum. Svo fór hann að velta því fyrir sjer, hve mikið hinir strákarnir myndu öfunda hann, þegar þeir frjettu hvar hann hefði verið, en hann var samt farinn að hugsa um hákarl aftur, þegar fætur hans snertu botn. Þegar Kjammi hafði skreiðst á þurt land, var hann alveg dauðuppgefinn. Það var glaða tunglsljós og hann sá dökka breiðu fyrir ofan glitrandi hvítan sandinn. Þangað kjagaði hann og ójá, þetta var mjúkt grænt gras. Drengurinn lagðist niður og var bráðlega stein- sofnaður. Sólin var komin hátt á loft þegar Kjammi karlinn vaknaði aftur. Andartak litaðist hann um og var æði hissa á öllu saman. Hann hjelt fyrst að hann væri enn að dreyma, en svo mundi hann eftir sjer og fannst í sama bili að hann hefði ekki smakkað mat í heila öld. Hann stóð á fætur og teygði sig og lagði svo af stað til þess að kanna hið nýja ríki sitt. Hann stefndi strax á hæstu hæðina á eynni og horfði út yfir hana alla. Hún var ekki stór, langt frá því; mest klappir, naktar og rauðar eins og múrsteinn. Nokkur trje voru um eyna og líka grasbalar á víð og dreif. Ekkert merki sást um það, að menn byggju á þessum stað, en litlar grænar eðlur skriðu um og nóg var af engisprettum, en hvítir máfar sveimuðu í loftinu yfir höfði hans. Ekki þótti hinum nýja Robinson neitt glæsilegt að horfa á þetta allt saman sjerstaklega þegar hann átti bágt með að finna nokkra lækjarsprænu, en hann hjelt þó áfram að leyta af öllum mætti og ávexti vildi hann gjarna íinna, en hvorugt vildi takast eins og á stóð. Hann fór Forstöðukona Dugleg og ábyggileg stúlka óskast til að veita þvottahúsi forstöðu. Umsóknir merktar „For- stöðukona“, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ. m. Unglingsstúlka 15—17 ára óskast við ljetta vinnu. Hótel Borg Skrifstofustúlka Heildverslun óskar eftir skrifstofustúlku. Þarf að vera vcn bókfærslu, vjelritun og helst | kunna enska hraðritun. Hátt kaup verður I greitt. — Tilboð, merkt: ,,Hátt kaup — 87“, | sendist afgr. Morgunblaðsins. V BEST AÐ AUGLÝSA f MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.