Morgunblaðið - 21.09.1946, Page 16

Morgunblaðið - 21.09.1946, Page 16
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói: Allhvass vestan, Skúrir. Laugardagur 21. september 1946 ÍSLENDINGAR fá óskor^ vald yfir Keflavíkurflugvellin- um. Sjá bls. 1. Þannig lítur út hin nýja skólahverfaskifting Melaskóla, Miðbæjarskóla og Austurbæjarskóla. Þær götur, sem eru fyrir innan punktalínuna teljast til Miðbæjarskólahverfisins. Börn, sem eiga heima fyrir austan takmörkin eiga að sækja Austurbæjar- skóla, en sem eiga heima fyrir vestan skulu sækja Melaskóla. Um þær götur sem punktaiínan liggur, t. d. að austan um Klapp- arstíg og Skólavörðustíg og að vestan Garðastræti, teljast húsin beggja megin götunnar til Miðbæjarskólahverfisins. Skólahverfi Mela- Miðbæjar- og Austur- bæjarskóla endurskipulögð Martin Larsen rit- ar um handrita- málið K.höfn í gær. Einkaskeyti til Mbl. MARTIN LARSEN sendi- kennari í Reykjavík ritar neð- anmálsgrein í Socialdemokrat- en um handritamálið og ræðif í upphafi um það að íslending-, ar telji sig algerlega eina af Norðurlandaþjóðunum og sje skakkt að álíta að þeir sjeu orðnir eitthvað „vestursinnað-* ir“. Þá ræðir Larsen um vin- gjarnleika íslendinga í garð Dana. Larsen leggur áherslu á hina miklu þýðingu fornbókmennt- anna fyrir íslendinga og önn- ur Norðurlönd og segir að frá Háskóla fslands hafi þeir menh komið, sem hafi mesta þekk- ingu á þessu sviði, — til þess að rannsaka forn handrit. Segir Larsen að það sje óviðkunnan- légt fyrir ísland að handritip sjeu geymd erlendis, og að þau, sem sjeu ákaflega þýðingar- mikill skerfur frá íslendingum til menningar Norðurlanda, eigi að fara aftur í hendur íslend- inga, þar sem þau eigi heima, Myndi það ekki vera hindrun fyrir framþróun danskrar menn ingar að skila þeim, heldur þvert á móti. Þar að auki myndi þetta beina fleiri vísindamönnum til íslands, en áður hafi þangað farið. Það sje þessvegna rjett að skila handritunum og eina rausnin á málinu yfirleitt, þar sem það gleðji báðar þjóðirnax* varanlegá. Danir megi ekkj bregðast annarri norrænni þjóð, —Páll. Tilflutningur barna á milli skóla óhjákvæmi- legur ENDURSKIFTING skóla- hverfa Melaskóla, Miðbæjar- skóla og Austurbæjarskóla, kemur til framkvæmda 1. okt. n.k., sagði fræðslufulltrúi Reykjavíkurbæjar, Jónas B. Jónsson, blaðamönnum í gær. Hann sagði að endurskifting þessi hefði í för með sjer, að mörg hundruð börn yrðu flutt úr einu skólahverfinu í annað. Uíidirbúningur hófsí í vor. Á síðastliðnu vori, er fullvíst þótti, að byggingu Melaskóla yrði það langt á veg komið nú í haust, að kensla gæti hafist þar í 14 eða 15 stofum. Þá var hafinn undirbúningur að end- urskiftingu skólahverfanna. — Var þetta gert með tilliti til hins aukna skólarýmis. Skift- ingin er miðuð við þann nem- endafjölda, sem Melaskóli get- ur rúmað fullgerður, til þess að um nokkurt framtíðarskipulag geti verið að ræða. Jafnað niður í skólana. Til grundvallar skiftingunni var lögð skrá, er jeg hefi látið gera, segir fræðslufulltrúinn, um fjölda skólaskyldra barna við hverja götu í bænum, og var stuðst við síðustu manntals- skýrslu. Leitast var við, að sem jafnast kæmi í hlut hvers skóla, miðað við húsnæði. Samkvæmt þessari nýju skiftingu eiga um 1200 börn sókn í Miðbæjarskóla, í stað 1850 áður. í Austurbæjarskóla 1760 í stað 2115 og í Melaskóla 1200 í stað 170 barna, sem stunduðu nám við skólann áð- ur og voru þá í skólahverfi Skildinganesskóla. Það má þó gera ráð fyrir, að þessi hlut- föll milli skólanna breytist í náinni framtíð, sökum þess hversu ýms hverfi bæjarins byggjast nú ört. Börn flytjast á milli hverfa. Af skiptingu þessari leiðir, að mörg börn verða að flytj- ast á milli skólahverfa Miðbæj- ar, — Austurbæjar og hins nýja Melaskóla. Þeim er fjöll- uðu um þessa nýju skiftingu var það fyllilega ljóst, að slík- ur flutningur hlýtur að Vera miður heppilegur. Voru allir möguleikar til þess að draga úr þessari röskun athugaðir og ræddir gaumgæfilega. Niður- staðan varð sú, að hún væri óhjákvæmileg. — Verður því hvert barn að sækja skóla þess hverfis ,sem það er búsett í. Engar undanþágur verða leyfð- ar. Þetta langar mig að undir- strika, segir fræðslufulltrúi. — Það er því tilgangslaust að tala við skólastjórann varðandi þetta mál. Þetta nær þó ekki til viðurkendra einkaskóla. Þá gat fulltrúinn þess, að þau börn, sem stundað. hafa nám við Laugarnesskóla, en eiga heima í öðrum skólahverfum, geti haldið áfram námi þar. að fengnu samþykki skólastjórans. Eins og jeg sagði áðan, seg- ir Jónas B. Jónsson, þá kemur þessi skólahverfaskifting til framkvæmda 1. okt. Nú er það vitað, að kensla hófst í yngri deildum skólanna í byrjun sept. Sökum þess, að ekki er hægt að taka allt húsnæði Melaskóla til notkunar í haust, var horf- ið að því ráði, að 13, 12 og 11 ára börn, sem eiga heima á svæðínu frá mörkum skóla- hverfa Miðbæjar og Melaskól- ans að Hringbraut og Bræðra- borgarstíg, þar með talin öll þau hús sem standa við Bræðra borgarstíg, skuli eiga sókn í Miðbæjarskólann í vetur. Meistaramót Reykja- víkur í frjálsum íþrótt- um hefst í dag Sex Osló-farar taka itáii í því SÍÐASTA frjálsíþróttamót sumarsins, Reykjavíkurmeistara- mótið, hefst á íþróttavellinum í dag kl. 5 e. h. og heldur áfram á morgun og mánudaginn. Forseti íslands, herra Sveinn Björns- son, heiðrar íþróttamenn með nærveru sinni við setningu mótsins, Keppendur eru alls skráðir 40 frá fjórum íþróttafjelögum, KRS ÍR, Ármanni og Umf. R. — Meðal keppenda verða sex íþrótta- menn, sem tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í Oslo, auk flestr^ annara bestu íþróttamanna höfuðstaðarins. í dag verður keppt í þessum greinum: 200 m hlaupi, kúlu- varpi, 800 m hlaupi, hástökki, spjótkasti, 5000 m hlaupi, lang stökki og 400 m grindahlaupi. — Á morgun sunnudag, hefst keppni kl. 4 e. h. Þá vei’ður keppt í 100 m hlaupi, stangar- stökki, kringlukasti. 400 metra hlaupi, þrístökki, 1500 metra hlaupi, sleggjukasti og 110 m grindahlaupi, Mótinu lýkur svo á mánudag kl. 6 e. h. með keppni í 4x100 og 4x400 metr. boðhlaupum og fimtarþraut. Óhætt er að fullyrða, að þeix* verða margir, sem leggja leið sína á völlinn núna um helgina. Knattspyrnufjelag Reykjavík- ur sjer um mótið. Keppendur og starfsmenr* eru beðnir að mæta kl. 3,15. Meiri kolaframleiðsla LONDON: Kolaframleiðsla I Ruhr jókst í júlí. Nam fram- leiðslan þann mánuð að meðal- tali 174.000 smál. á dag, erj; 169.000 í júní og 164.000 í maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.