Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudágur 9. ,okt. 1946 1 MORGUNBLAÐIÐ H1IIMIM1NG GLÐIMLNDAR HANNESSONAR Framh. af bls. 6. en hann gerði. Samvistir við hann hafa verið mjer mikill fengur og er mjer ljúft að minnast hans, en vinátta tókst með okkur þrátt fyrir aldurs- mun fyrir 40 árum, sem hjelst æ síðan, þótt við gengjum að óskyldum verkefnum. Við Guðmund Hannesson mun íslenska þjóðin ávalt standa í mikilli þakklætisskuld. Hann var einn af afreksmönn- um hennar. Jón Hj. Signrðsson: Guðmundur Hannesson og Háskólinn Guðmundur sál. Hannesson flyst til Reykjavíkur frá Akur- eyri árið 1907, er þá skipaður ■ hjeraðslæknir í Reykjavík. Hann á þá að baki sjer glæsi- legan feril sem hjeraðslæknir og aðalskurðlæknir Norður- lands; þótti hann svo dugandi og heppinn í skurðlækningum sínum, að orð fór af um alt land, og mynduðust jafnvel þjóðsögur um hann. Iijeraðslæknisembættið í Reykjavík var þá undarlegt skoffín. Læknirinn skyldi gegna læknisstörfum jafnt á nótt sem degi, en auk þess átti hann að kenna eina eða fleiri námsgreinar við Læknaskól- ann. Guðm. Hannesson tók þegar að sjer kenslu í 3 náms- greinum, en þegar Háskóli ís- lands tók til starfa, haustið 1911 varð hann prófessor við læknadeildina og gegndi því starfi til 1. okt. 1936, er hann varð að hætta kenslu fyrir ald- urssakir. Aðalkenslugreinar hans voru: Líffærafræði, en það er lýsing á byggingu mann legs líkama: beinum, iiðum, vöðvum. hörundi, æðum, inn- ýflum, taugakerfi og skilninga- vitum, bæði að ytra útliti en einnig innri bygging skoðuð í stækkunargleri og smásjá. Fræðigreinin er mjög stór, gömul, í föstum skorðum, verða nemendur að læra hana vel og nákvæmlega, því þetta er einn hyrningarsteinn læknis- vísindanna. Guðm. heit. Hannesson kendi þessa námsgrein af kappi og nákvæmt, en ekki er jeg viss um, að hún hafi haft hug hans allan. Hitt aðalfag Guðmundar var heilbrigðisfræði, tiltölulega ung kenslugrein, liggur mitt á milli eiginlegrar læknisfræði og verklegs lífs. Þarna komu hinar fjölskrúðugu gáfur og hugkvæmni hans að miklu gagni, hjer gat hann látið gamminn geysa, kynt sjer gáfnafar og upplag nemand- anna. Jeg var prófdómari í þessari námsgrein frá 1911 og þar til Guðm. Hannesson hætti kenslu og þótti oft fróðlegt og skemtilega, sem þar bar á góma, og aldrei hefir staðið í nokkurri kenskubók. Kensla hans í þessari grein hlýtur að hafa verið örvandi og þrosk- andi fyrir nemendur hans Auk þessa kendi hann aðrar náms- greinar við og við í forföllum annara kennara. Þótt þetta kenslustarf hafi að vísu verið tímafrekt, en nauðsynlegt fyrir stúdentana, er þó þýðing Guðmundar fyrir Háskólann og sjerstaklega læknadeildina annars eðlis. Guðm. heit. var með mestu gáfumönnum þessa lands hug- myndaauðugur, sívakandi. las óhemju bæði í Jræðum sínum og öðrum efnum, minnið ágætt og hann var óspar að láta aðra njóta fróðleiks síns og hug- mynda. Hann mátti því nefnast ,,ó- róinn“ í deildinni, eða vekjand- inn; stöðugt með heilabrot og uppástungur hvernig auðið væri að bæta kensluna. Lítið af þessu komst þó í framkvæmd ekki af því að Guðmund skorti áhuga, eða viljaþrek, heldur af því hversu fjárreiður til skól- ans voru skornar við nögl og vegna húsplássleysis. Þó byrj- aði Guðmundur á kenslu í verk legri vefjafræði og skorti þó flest tæki til þess. Guðmundur var maður sí- starfandi og einnig eftir að hann var sestur í helgan stein. Hann var ágætlega ritfær og skrifaði mikið í blöð og tíma- rit. Árið 1916—1922 starfaði hann að mælingum á íslend- ingum og gaf út stórt rit um þær 1924. Rit þetta verður á- valt grundvallarrit um likams- vöxt og líkamsbyggingu íslend- inga, er þetta frábært vísinda- afrek og æskilegt að siíkum mannamælingum verði haldið áfram. Af öðrum ritum Guð- mundar vil jeg nefna állstórt rit um skipulag bæja útgefið með Árbók Háskólans 1915— 1916. Hafði ekki fyrr verið rit- að um þessi efni hjer á landi og því þarfasta nýjung. Slíkur áhugamaður hlaut einnig að taka mikinn þátt í stjórn Háskólans; hann ljet sig skifta öll mál hans og vildi framgang hans sem mestan. Hann var oft í Háskólaráði, rector Háskólans var hann 1915 og 1924—25 og fórst honum það vel og farsællega. Hann hugsaði og las mjög mikið um húsbyggingar — efni í þær, stíl og innrjettingu. Hann var því sjáifkjörinn af lækna- deild ef stórbyggingar voru á döfinni. Hann var formaður í bygg- ingarnefnd Landsspítalans, enn fremur í byggingarnefnd Há- skólans árin 1934—36 og á því sinn þátt í hinni fögru bygg- ingu. Fyrir öll þessi afrek í þágu vísinda og lands, sæmdi lækna- deild Háskólans hann heiðurs- doktorstitli 1941 og er hann annar maður, sem þá virðingu hefir hlotið. Hann var heiðurs- fjelagi í Medicinsk Selskab í Höfn og Háskóli Hamborgar sæmdi hann heiðurspemng úr gulli. Hjer er horfinn af sviðinu einn besti starfs- og afreks- maður ísiands á þessari öld, gáfur, minni, hugmyndafiug og hæfni hans alt í óvenju mæli, mikla starfsorku og starfsþrek, en mest var um vert: hann var samviskusamur gæðamað- ur, sem í engu vildi vamm sitt vita. . ;■ ';|íi í Magnús Pjetursson: Hannesson I og læknafjetags- skapurinn Fyrir rúmum 10 árum eða 9. sept. 1936, þegar Guðmundur Hannesson, prófessor, varð sjötugur, kom út sjersakt hefti aí Læknablaðinu, til þess að minnast hans. Sýnir þetta með al annars í hve miklu áliti hann var hjá stjettarbr. sín- um og hversu mikils þeir virtu hann. Því svo mikið hafði áður ekki verið haft við nokk- urn lækni nema Guðmund heitinn Magnússon. p raman á þessu hefti er hann nefndur „einn besti maður íslenzku læknastjettarinnar“. Jeg tel engan efa á því, að enginn, hvorki leikur nje lærður muni þá hafa talið þetta ofmælt, nje heldur að þeir muni enn telja svo og þannig hlýtur það að verða um alla framtíð um þá, sem nokkur veruleg kynni fá af störfum og lífi Guðmundar Hannessonar. í örfáum orðum er mjer ætlað að minnast á Guðmund Hannesson, sjerstaklega í ambandi við stjettarsamtök eða stjettarfjelagsskap ís- lenskra lækna og vil jeg byrja á því að staðhæfa að með hon um eiga læknasamtökin á bak að sjá, ekki „einum sín- um besta manni“, heldur tví- mælalaust þeim besta manni, sem enn hefur komið við þeirra sögu. Núverandi Læknafjelag ís- lands var stofnað 14. jan. 1918 og varð Guðmundur Hannes- son fyrsti formaður þess. Frá þeim tíma og fram til 1933 eða í rúm 15 ár, var Guðmundur Hannesson altaf í stjórn fje- lagsins og oftast formaður þess, en á aðalfundi fjelags- ins 1933 baðst hann svo ein- dregið undan endurkosningu að fjelagsmenn gátu ekki annað en látið að vilja hans, þó þeir vissu að þeir mættu ekki missa hann og að hans skarð myndi seint eða aldrei verða fyllt. Og svo mikið er víst að hefði hann ekki sjálf- ur tekið af skarið, mundi hann hafa haldið formennsk- unni til dauðadags. Svo ó skifts trausts naut hann með- al stjettabrræðra sinna, enda var hann þegar í stað gerður heiðursfjelagi og heiðursfor- seti Læknafjelags íslands. Þótt hann Ijeti af formennsku hjelt hann lengi vel áfram að vinna í þágu fjelagsins og| ætíð var hann boðinn og bú- inn tfl leiðbeininga og Ijet sjer á allan hátt mjög annt um gengi læknasamtakanna og við Læknfjelag íslands, sem hann hafði tekið ást- fóstri, hjelt hann slíkri tryggð sem það væri hans eigið barn, enda var það í sannleika svo, ví æskuár sín lifði það undir hans handleiðslu og honum má allra manna mest, þakka þann þroska, sem það svo skjótlega náði. Því var þó ekki þannig far- ið, að þetta ástfóstur hans væri ætíð við jafngóða heilsu, því að á tímabili þjáðist það' nokkuð af innvortis kvillum og utanaðkomandi vosbúð og kulda. En Guðmundur Hann- nesson hjúkraði því og hjúfr- aði það undir sínum verndar- væng og varði það utanað- komandi andstreymi með drengskap og einbeittni. Þó það sje hlutverk mitt að minnast aðeins á störf Guð- mundar Hannessonar í þágu læknasamtakanna, þá er það ekki unnt í fáum orðum, svo margþætt voru þau. Til þess að gera því efni full skil, yrði að rekja sögu læknasamtak- anna frá upphafi og saga Læknafjelags íslands er saga um störf Guðmundar Hannes- sonar því hann var lífið og sál- in í því og þó hann hyrfi úr for mannssæti, þá sveif andi hans alltaf yfir því. Og fram á síð- ustu stundu er óhætt að segja að hann hafi verið einhver allra virkasti fjelagi læknasamtak- anna. Það hafa víst ekki verið margir fundnir haldnir t. d. í Læknafjelagi Reykjavíkur án þess að hann mætti þar og mun hann hafa haft mjög gild for- föll, ef það hefur farist fyrir. Þætti mjer ekki ósennilegt að hann hafi mætt allra manna best og ekki nóg með það að hann sækti fundina heldur Ijet hann sig málin skifta og var jafnan glöggur á að benda á alt sem athygli hans vakti, og til- lögur hans voru alltaf jafn vel rökstuddar fram á siðustu stund. Jeg átti því láni að fagna, að vera samstarfsmaðUr Guð- mundar Hannessonar við Læknafjelag íslands um mörg ár og get jeg ekki hugsað mjer samvinnuþýðari nje samvisku- samari mann með að vera, því hann vildi ekki vamm sitt vita. Hann var svo samvinnuþýður, að okkur hinum fannst stundum nærri því um of. Þessu olli hans mikla samviskusemi og mikli drengskapur. Hann vildi aldrei á annan halla nje brjóta bág við skoðanir andstæðinganna fyr en hann hafði krufið alt til mergjar og sjálfur sett sig inn í rök andstæðingsins og máls- bætur allar, svo tryggt væri að ekki væri rangt gert. Þótti okk- ur hann stundum ganga full- langt um slíka samviskusemi, en kunnum þó að meta og skilja hugsunarhátt hans og göfugmennsku. — Ekki svo að skilja að hann fyrir þessar sak- ir væri nokkur veifiskati. Síður en svo. Hann var ætíð hinn ein- beittasti til varnar og sóknar, þegar öll rök höfðu verið vel grunduð og barðist af harðfylgi fyrir sinni sannfæringu gegn hverjum sem var að ráða. Og aldrei þurfti að eggja hann eða hvetja til þess að bera hönd íyr- ir höfuð síns fjelags og sinnar stjettar þegar honum fanst því misboðið eða gert rangt tií. Hlífði hann sjer þá hvergi og gekk fram fynr skjöldu. Starf Guc,inundar Hannes- sonar í þágu læknasamtak- anna var ekki eingöngu eða aðalega að verja stjettarhags- muni læknanna, heldur engu síður hitt að hvetja þá til dáða, vanda um breytni þeirra og koma þeim-til að starfa sem best að heilbrigðismálum þjóðarinn- ar, enda má segja að L. í. bafi undir forystu hans átt upptökin að flestum heillaríkustu fram- kvæmdum þjóðarinnar í heil- brigðismálum frá árinu 1918 og jafnvel þó lengra væri leitað. Jeg sagði áðan að jeg hefði um mörg ár verið samstarls>- maður G. H. Þetta er eiginlega ofmælt, því Guðmundur Hannesson vann eiginlega allt sjálfur, svo aðrir komust þar lítið að. Meðan hann var for- maður L. í mátti heita að hann ynni allt sjálfur, sem gera þurfti, nema innheimtu fjelags- gjaldanna. Slíkt vinnuþrek, slík vinnusemi og vinnugleði er al- veg einstök. Það er gott til þess að vita að Guðmundur Hannesson hjelt sinni andlegu heilsu og starfs- gleði fram í andlátið. Sjálfsagt 1 hafa starfskraftar hans eitt- ! hvað verið farnir að bila en ótrúlega lítið eftir aldrinum. Jeg fjekk brjefspjald frá hón- um fyrir tæpum mánuði síðan og skal enginn þar sjá á lit- hönd hans, að honum hafi í nokkru verið farið að förla þó áttræður væri. Það er gott að leggjast þann- ig til hinstu hvíldar að Joknu jafnmiklu, margbrotnu og göf- ugu æfistarfi, elskaður og virt- ur af öllum, ekki síst stjettar- bræðrunum. — í garð læknanna er höggvið stórt skarð. Lækna- stjettin mun jafnan minnast með þaltklæti og aðdáun hins ágæta foringja, vammlausa fjelaga, vinarins hollráða, ljúf- mennisins ástúðlega og áhuga- mannsins sívakandi. „Góðu dægri verður sá gramur um borinn, er sjer getur slíkan sefa“. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstar j ettarlögmenn Oddfellowhúsið. — Sími 1172. AJlskonar lögfræðistörf. Skrifstofustúlka Stúlka, vön vjelritun og öðrum algengum skrif stofustörfum, óskast nú þegar eða síðar. Svéinn éJaiíáóoh h f. Laugaveg 105:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.