Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. okt. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 9 Opistber sicýrsía ujtt; NJÓSNIR KOMMÚNISTA í CANADA ÞAÐ er ekkert launung- armál, að ö 11 lönd nota njósnara, jafnt á friðartím- um sem í styrjöldum. Endr- um og eins tekst að hand- sama njósnarana, og við rjettarhöldin, sem á eftir fara, lyftist blæjan örlítið, sem hylur njósnastarfann. Ekki fyr en í ár hefir það komið fyrir, að njósnakerfi rík isstjórnar hefir haft í för með sjer opinberar rannsóknir. — Kanadiska ríkisstjórnin gaf konunglegri nefnd, sem skip- uð var tveimur þektum dómur- um, fyrirmæli um að rannsaka skipulagningu og starfsaðferð- ir rússnesku njósnastarfsem- innar. í kjölfar þessara rann- sókna fylgdu málaferli í Lon- don og Montreal. Skýrsla þessarar konunglegu nefndar, sem er einna áþekkust æsandi leynilögreglusögu, hef- ir enn ekki verið birt opinber- lega hjer á landi (Bretlandi), en Sunday Dispatch hefir kom ist yfir eintak af skýrslunni og birtir að þessu sinni hluta af hinni áhrifaríku sögu. Gouzenko, Rússinn, sem fjell vel við vesturveldin. IGOR Gouzenko hinn 27 ára gamli dulmálsþýðandi, sem starfaði fyrir Colonel Zabotin, hermálaráðunaut við rússneska sendiráðið í Ottawa, lauk vinnu sinni, stakk skjölum úr leyni- skjalasafni sendiráðsins í tösku sína og lagði af stað heim á leið. Þetta var kl. 8, miðvikudags- kvöldið 5. sept. 1945. Ekkert hefði verið sjerlega eftirtektarvert í framkomu þessa unga manns hefði ekki svo staðið á, að hann var búinn að ákveða að snúa aldrei aftur til sendiráðsins. Þessi ákvörð- un hans átti eftir að hafa mik- ilsverð eftirköst víðsvegar í veröldinni og orsakaði nálega rof stjórnmálasambands Ráð- stjórnarríkjanna og Kanada — því Gouzenko bar í skjalatösku sinni skjöl, sem sönnuðu, að Rússar höfðu komið upp víð- tæku njósnakerfi í Kanada. „Fred“ njósnari. ÞAÐ, að hann sagði skilið við sendiráðið, var meginorsök þess, að upp komst um njósnir, sem fimmtán opinberir embætt ismenn og aðrir menn í trún- aðarstöðum í Kanada, áttu þátt í. Þeir störfuðu að öllu mögu- legu: jafnt að því að falsa vega brjef, sem að útvega upplýs- ingar um atómsprengjuna. Rússneskt sendiráð var ekki opnað í Ottawa fyr en 1942, en í skýrslu konunglegu rannsókn arnefndárinnar segir, að 18 ár- um fyrir þann tíma hafi verið starfandi í Kanada fjelagsskap- ur, sem stjórnað var frá Rúss- íandi og var í náinni samvinnu við kanadiska kommúnista. A einu af skjölum sendiráðs- ins stóð: Fred — formaður samsteyp- unnar. Vann hjá nágrönnunum til 1924. í þýðingu þýðir þetta: „Fred Vinnubrögð þeirra, hvernig þeim er stjórnað og hvernig komst upp um þær Fyrrí grein Zabotin Rose; þingmaður. yfirmaður kanadiska kommúnistaflokks- ins. Vann hjá N. K. V. D., til 1924“. (N. K. V. D. er rússneska leynilögreglan, sem áður gekk undir heitinu O. G. P. U.). Nefndarmenn taka það fram, að enda þótt þessi hreyfing hafi verið til í Kanada, hafi það ekki verið fyr en rússneska sendiráðið var opnað 1942, að hún var rækilega skipulögð. — Höfuðsmaður nokkur, Sokolov að nafni, sem var hermálaráðu- nautur við sendiráðið 1942, átti upphafið að skipulagningu fje- lagsskaparins. í júní 1943, tók Colonel Zabotin, við stöðu hans, og skýrsla hinnar kon- unglegu rannsóknarnefndar snýst að mestu um tímabilið frá komu hans, til september 1945. Bakgrunnurinn. IGOR Gouzenko var aðaldul málsþýðandi Zabotins. Það, að Gouzenko snerist hugur um ágæti Sovjetstjórnarfarsins og njósnanna, leiddi til þess, að hann fekk yfirvöldunum í Kan- ada nægilegar sannanir í hend- ur^ til að hægt væri að hefjast handa. Gouzenko hafði notið góðrar undirbúningssmentunar fyrir starfið, sem hann hafði verið kjörinn til að leysa af hendi. Hann var fæddur i Rússlandi árið 1919 og hafði gengið í fje- lagsskap ungkommúnista, þeg- ar hann var 16 ára að aldri. Eftir að pólitíska lögreglan hafði rannsakað allan feril hans, naut hann kennslu í dul- skrift og dulmálsþýðingu, en síðar var honum fengið starf í aðalnjósnasveit Rauða hersins í Moskva. Þar vann hann í eitt ár. Gouzenko tjáði kanadisku rannsóknarnefndinni, að með- an á þjálfun hans hafi staðið, hafi hann hvað eftir annað sjeð mikinn fjölda skeyta frá ýms- um löndum, sem snerust um samskonar starfsemi og hann síðar tók þátt í í Kanada. Eftir að hafa bárist í eitt ár á rússnesku vígstöðvunum, var hann í júni 1943. sendur til Kanada, en þar var honum sagt að hann mundi í tvö ár eða þrjú ár vérða til aðstoðar her- málasjerfræðingnum við rúss- neska sendiráðið. Lífsvenjubreyting hans skeði ekki skyndilega en þróaðist hægt og hægt, en þessu fylgdi samviskubreyting, sem átti ræt ur sínar að rekja til sambands hans við lýðræðishefð og lands venjur Kanada. Um 15 mánuðum eftir að Gouzenko kom til Kanada, kom skeyti frá Moskva með fyrir- skipunum til hans og fjölskvldu hans um að hverfa heim, en fyr ir atbeina yfirmanns hans, Co- lonel Zabotin^ fekk hann leyfi til að fresta heimförinni. Árið 1045 kom þó skipun frá Moskva um að Gouzenko yrði að koma til Rússlands ásamt konu sinni og barni. Það voru þessi fyrir- mæli, sem urðu til þess, að hann ákvað að tími væri kominn til að rjúfa öll bönd við Ráðstjórn arríkin. Barátta. í MEIRA en tvö ár hafði hann átt í baráttu við - sjálfan sig. En strax og hann vissi að byrj- að var að undirbúa heimför hans, segir í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar, valdi Gouzen- ko nokkur leyniskjöl og kom þeim þannig fyrir, að hann gat gripið til þeirra fyrirvaralaust, hvenær sem var. Er síðari skip- unin um heimför hans barst frá Moskva, safnaði hann þess- um skjölum saman og vfirgaf sendiráðið fyrir fult og alt. Meðal skjala þeirra, sem hann tók, voru handrituð brjef, sem nokkrir háttsettir embætt- ismenn í Kanada höfðu ritað, orðsendingar á dulmáli til og frá Moskva, ýmislegt úr dag- bók yfirmanns hans. sem hon- um hafði verið sagt að brenna en hann hafði í staðinn falið. Allt þetta notaði konunglega rannsóknarnefndin sem sönn- unargögn. Og hversu mikilvæg Rússum fannst þessi skjöl sjest á hinum furðulegu tilraunum. sem rússneska sendiráðið gerði til að endurheimta þau. strax og uppvist varð, að þau voru horfin. Næturatburðir. SAMA kvöld og Gouzenko yfirgaf sendiráðið fór hann til eins dagblaðanna í Ottawa og í hugðist að biðja ritstjóra þess | að birta ákvörðun sína og hvers vegna hann hefði tekið hana, en 1 svo fór, að honum reyndist ó- kleift að finna nokkurn mann, sem þorði að taka hann alvar- lega. Daginn eftir fór hann snemma að heiman og var úti þangað til klukkan sjö um kvöldið. Hann heimsótti ýmsa opinbera embættismenn, en tókst ekki að vekja áhuga þeirra fyrir málinu. Ekki hafði hann verið lengi í íbúð sinni, er hann sá tvo menn fyrir utan, sem sýnilega hjeldu vörð um húsið. Og enn höfðu ekki tiðið 24 klukku- stundir frá því hann yfirgaf sendiráðið! Skömmu seinna, sagði Gou- zenko rannsóknarnefndinni, var barið að dyrum og einhver kallaði nafn hans. Sonur hans hljóp í gegnum herbergið, og kom þannig upp um, að fjöl- skyldan væri heima, svo Gou- zenko fór út um bakdyrnar og bað nágranna sinn, sem var undirforingi í kanadiska flug- hernum, að skjóta skjólshúsi yfir son hans um nóttina, þar sem hann óttaðist, að tilraun yrði gerð til að myrða þau. Meðan á þessu stóð, sá hann og undirforinginn mann læð- ast á bak við húsið. Gouzenko, sem nú var orðinn yfir sig hræddur, bað undirforingjann að hýsa alla fjölskyldu sína, en í því kom annar nábúi hans og bauðst til að taka þau inn á heimili sitt næturlangt. Undirforinginn sagði síðar rannsóknarnefndinni að hann hefði tekið það upp hjá sjálf- um sjer, að biðja um hjálp lögreglunnar, og það varð að samkomulagi, að ef hjálpar væri þörf, mundi ljósið í bað- herbergj nágrannans verða slpkt. Brotist ínn. Skömmu fyrir miðnætti heyrðu þau, að einþver braust inn í íbúð Gouzenko. — Þegar þetta var rannsakað, kom lög- reglan að fjórum mönnum frá Sovjettsendiráðinu. sem aug- sýnileg voru að leita í íbúðinnL Einn þessara manna var Vitali Pavölv, annar ritari sendiráðs- ins og yfirmaður' rússnesku leynilögreglunnar 1 Kanada. •— Annar var liðsforingi nokkur að nafni Rogov. Samkvæmt skýrslu rann- sóknarnefndarinnar hafði Pav- lov orð fyrir Rússunum, og sagði, að þeir væru að leita að skjölum, sem tilheyrðu sendi- sveitinni. Eigandi íbúðarinnar, sagði hann, væri staddur í To- ronto og hefði gefið þeim heim- ild til að fara inn í íbúðina. Þar sem auðsjeð var, að brot- ist hafði verið inn þarna, var gert boð eftir einum af yfir- mönnum lögreglunnar, en á meðan hann var að kynna sjer málið, hurfu Rússarnir. Gouzenko og fjölskylda hans nutu lögregluverndar það sem eftir var nætur, og daginn eft- ir voru skjölin fengin yfirvöld- unum í hendur. Hann skýrði frá málavöxtum og baðst þess, að honum yrði haldið í gæslu- varðhaldi, til að tryggja öryggi sitt. Sovjetsendiráðið mótmælti þegar og fór þess á leit við ut- anrikisráðuneyti Kanada, að það „gerði þegar ráðstafanir til þess að leita að og handtaka I. Gouzenko, með það fýrir aug- um, að vísa honum úr landi, sem stórglæpamanni, sem stol- ið hefði peningum frá sendi- ráðinu“. Tilkynning frá Lúllabúð, Hverfisgötu 61. Afgreiðum aftur gjafapakka til Þýskalands, Austurríkis og Ungverjalands (síðasta sending fyrir jól). Húsnæði 2—4 herbergi og eldhús óskast í 4 til 8 mánuði, há leiga, fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 7980. MATARSALT, gróft og fínt, fyrirliggjandi. CCcjýert _J\ridíán43on (S? CCo. yanóóon,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.