Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.10.1946, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 9. okt. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 15 Fjelagslíí SKEMTIFUNDUR \U | Jj verður í kvöld í v?U Tjarnarcafé, kl. 9 e. h. Öllum eldri fjelögum er unnu að hlutaveltunni boðið — en fyrir þá yngri verður seinna skemtikvöld. Ármenningar. íþróttaæfingar fje- iagsins í kvöld í íþróttahúsinu: MINNI SALURINN: Kl. 7-8: glímuæfing, drengir. — 8-9: handknatth, drengir. — 9-10: hnefaleikar. STÓRI SALURINN: KI. 7-8: handknattl. karla. — 8-9: glímuæfing. ■— 9-10: I. fl. karla, fimleikar. — 10-11: frjálsar íþróttir. í SUNDHÖLLINNI: Kl. 8,45: sundæfing. Skrifstofan er opin í kvöld, kl. 8—10. Stjórn Ármanns. L O. G. T St. EININGIN, nr. 14 Fundur í kvöld, kl. 8,30. Rætt um vetrarstörfin. — Spilakvöld. — Fjölmennið. — Æ.T. — St. MÍNERVA, nr. 172 Fundur í kvöld, kl. 8,30 í Templarahöllinni. Bróðir Páll Jónsson, segir frá starfi Sjó- mannaheimilisins á Siglu- firði. — Æ.T. — UPPLYSINGA- og HJÁLPARSTÖÐ Þingstúku Reykjavíkur er op- in á mánudögum, miðvikudög um og föstudögum, frá kl. 2— 3,30 e. h. í TemplarahöIIinni við Fríkirkjuveg. Aðstoð og hjálp verður veitt, eftir því sem föng eru á, öllum þeim, sem í erfiðleik um eiga vegna áfengisneyslu sín eða sinna. — Með öll mál er farið sem einkamál. Kaup-SaJa MINNIN G ARSP J ÖLD barnaspítalasióðs Hringsins verða fyrstu um sinn af- greidd í Litlu blómabúðinni. Tapað Síðastliðinn mánudag, tapað- ist grænn hvítmunstraður BARNAVETLINGUR. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 5994. Fæði MATSALA Fast fæði selt á Bergstaða- stræti 2. miMit 111111111111 iiiiimiiiiiimiiimiimiiHiiiiiiiiiiiiiimi I I | Húsgögn til sölu j I Svefnsófi, 2 armstólar, ! | standlampi o. fl. ■— Upp- I § lýsingar á Freyjugötu 10 jj \ uppi, eftir kl. 6 í kvöld | [ og annað kvöld. iÍlimillllllUIIIIIHH*IIMIIIIIIIilll>IH"EII»nillllllllllllllI a 282. tlagur ársins. Árdegisflæði kl. 5,15. SíðdcgisflæðL kl. 17,35. Næturlæknir er í lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- Apóteki, sími 1618. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. Ljósatími ökutækja er frá kl. 19.05 til kl. 7,25. Söfnin. í Safnahúsinu eru eftirtöld söfn opin almenningi sem hjer segir: Náttúrugripa- safn: sunnudaga 1 Vz—3 e. h. og á þriðjudögum og fimtudög- um kl. 2—3. Þjóðminjasafnið opið sömu daga kl. 1—3. Skjala safnið er opið alla virka daga kl. 2—7 og Landsbókasafnið alla virka daga kl. 10—10. — Bókasafn Hafnarfjarðar er op- ið kl. 4—7 alla virka adaga og frá 8—9 e. h., mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga. Þeir, sem vilja votta próf. Guðm. Hannessyni virðingu sína, eru beðnir að láta styrkt- arsjóð ekna og munaðarlausra barna njóta þess. Níræður er í dag, 9. október, Jón Þórðarson, frá Stóru- Hildisey i Austur-Landeyjum. Jón Þórðarson fluttist 1931 til Reykjavíkur, og hefir dvalið hjer síðan. Heimili hans er á Baldursgötu 7. 50 ára hjúskaparafmæli eiga á morgun hjónin Valgerður Grímsdóttir og Gísli Gíslason. Heimili þeirra er á Bræðra- borgarstíg 55. Hjónavígsla. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Stokkseyrarkirkju, af sóknarprestinum þar, síra Arelíusi Nielssyni, ungfrú Sig- ríður Jónsdóttir, Magnússonar kaupmanns á Stokkseyri, og Karl Karlsson vjelstjóri, Stokks eyri. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn að Sæ- hvoli á Stokkseyri. Hjónaband. Síðastl. laugar- dag voru gefin saman í hjóna- band af sjera Bjarna Jónssyni ungfrú Kristín ísleifsdóttir frá Læk í Ölfusi og Pjetur Krist- jónsson, Kjartansgötu 2, Reykja vík. Heimili ungu hjónanna er á Kjartansgötu 2. Hjónaband. Laugardaginn 5. þ. m. voru gefinn saman í hjónaband, af sjera Sigurjóni Árnasyni ungfrú Ebba Aðal- heiður Bergsveinsdóttir, Njarð argötu 29 og Bjarni Þorsteins- son, sjómaður, s. st. Hjónaband. Á laugardaginn var voru gefin saman í hjóna- band af sjera Bjarna Jónssyni ungfrú Hjördís Pjetursdóttir Grettisgötu 40B og Bjarni Hall mundarson gullsm., Baróns- stíg 49. Hjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Rósa Jafetsdóttir, Skarphjeðinsgötu 4, Reykjavík og hr. Jón Krist- jánsson, Öldugötu 22B, Hafn- arfirði. Dregið var í happdrætti Kvenfjelags og Ungmennafje- lags Ytri-Njarðvíkur 1. októ- ber og komu upp þessi númer: 1059 Rafha-eldavjel, 3986 Útvarpstæki, 3433 Armbandsúr. Munanna skal vitja til Ólafs Sigurjónssonar, Grund. Skipafrjettir. Brúarfoss kom til Reykjavíkur 4/10 frá Kaup- mannahöfn. Lagarfoss fór frá Leith 5/10 til Kaupmanna- hafnar. Selfoss kom til Ant- werpen 6/10, fór væntanlega þaðan í gær til Hull. Fjallfoss er í Reykjavík, fer á morgun vestur og norður. Reykjafoss fór frá Reykjavík 7/10 til Ant- werpen. Salmon Knot fór frá Halifax 4/10 til Reykjavíkur. True Knot fór frá Reykjavík 27/9 til New York. Anne er í Reykjavík, fer í kvöld kl. 6 til Leith og Kaupmannahafnar. Lech fór frá Sauðárkrók í gær- morgun til Blönduóss, lestar frosið kjöt. Kirkjuritið 6.—7. hefti þessa árgangs er komið út. Efni þess er m. a.: Vor, kvæði eftir J., Hvítasunna eftir sr. Ragnar- Benediktsson, Hinsta förin eft- ir Wergeland, þýtt af V. Snæ- var, Handan við Skólabrú eftir Jakob Jónsson, Sr. Hólmgrím- ur Jósefsson eftir A. G., Meiri kristileg starfsemi eftir J. Scheving, Leiðtogar stórþjóð-1 anna eftir Pjetur Sigurðsson, Prestastefnan 1946, Aðalfund- ur Prestastefnan 1946, Aðal- fundur Prestafjel. íslands o. m. fl. ÚTVARPIÐ í DAG: 20 30 Útvarpssagan- ,,Að haust- nóttum“ eftir Knut Hamsun, VI (Jón Sigurðsson frá Kald- aðarnesi). 21.00 Tónleikar: Lög úr „Báts- mönnunum" eftir Sullivan (plötur). 21.15 Erindi: íslensk sjóminja- söfn (Gils Guðmundsson ritstjóri). 21.40 Tónleikar: Kalakórinn ,,Geysir“ syngur (plötur). 22.00 Frjettir. Ljett lög. Sjö börn enn látin Londqn í gærkveldi. SJÖ börn af þeim, sem slös- uðust, er hollenska hernaðar- flugvjelin hrapaði á skólann við* Appeldoorn í Hollandi, hafa nú látist af meiðslum þeim, sem þau hlutu. — Enn eru nokkur börn talin í hættu. Rjett hjá skólanum, þar sem slysið varð, bjó móðir flug- mannsins og vissi hún að son- ur hennar var í flugvjelinni. Þegar hún sá vjelina hrapa á skólann, varð henni svo mikið um, að hún hneig niður og var þegar örend. — Flugmaðurinn, sonur hennar beið bana, er flug vjelin hrapaði. — Reuter. — Þéröur Gesfsson Framh. al bls. 5. örugglega, að í honum var ekki „ills þegns efni vaxit“. í þessum björtu minning- um og í framtíð mannvæn- legra barna, mun líf Þórðar Gestssonar enn verða hjer langt og fagurt, svo vonirnar sem fæddust með honum fyr ir rúmum þrjátíu og tveim árum hafa, þrátt fyrir von- brigðin síðustu, ekki dáið allar nú 1 haust. 8. október 1946 S. M. Frh. af bls. 1 ÁLIT PÓLVERJA Einn af fulltrúum Póllands á friðarráðstefnunni flutti og ræðu í sambandi við friðar- samningana við Ítalíu. Vöktu þau ummæli hans nokkra at- hygli, að „ítalska þjóðin yrði að halda áfram að lifa, þó að ekki væri nema til þess að hún gæti haldið áfram að borga“. Snildarverk eftir sextuga konu: Eg vitja þín, æska. Minningar eítir Ólínu Jónasdóttur Þetta er bók um vonir og veruleika, eins og slíkt gerðist með ungri stúlku fyrir um það bil hálfri öld, því að hjer rekur Ólína Jónasdóttir bernsku- og æskuminningar sínar. Hún lýsir sjerstæðum einstaklingum, hversu þeir lifðu og dóu og daglegu lífi í norðlenskri sveit. Frá- sögnin er öll látlaus, ljett og sönn, því er bók þessi lifandi heimild um íslenska menningar- sögu. Ólína er löngu kunn af lausavísum sín- um. Hjer birtast fjölmargar þeirra. Þær eru gæddar bestu kostum íslensks alþýðukveðskap ar, liprar og ljósar, fágaðar og gagnyrtar. Má því hver lesandi vænta sjer nokkurs, hvort sem hann leit- ar listar eða fróðleiks. ^ _ i * Reknet !l f z I Nokkur reknet til sölu með sanngjörnu verði. < > 1 Upplýsingar í síma 7023. V, é i ► ILokað í dag kl. 1-4 I vegna jarðarfarar | Verzl. Hans Petersen | Jarðarför hjartkæra litla drengsins okkar, EINARS, sem fórst af slysförum 1. þessa mánaðar, fer fram frá heimili okkar, Suðurgötu 21, Hafnarfirði, fimtudaginn 10- október, kl. 2 eftir hádegi. Kristín Jónsdóttir, Sigurður Jónsson. JOHANNES NORDAL, fyrrv. íshússtjóri, ljest 8. október. Utförinni verður frestað um óá- kveðinn tíma, vegna fjarveru sonar hans. Ólöf Nordal. Hjartans þakklæti til allra, sem hafa auðsýnt mjer samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför elskulegs sonar míns, ÞÓRS BJARNASONAR. Ástríður Sigfúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.