Morgunblaðið - 16.10.1946, Síða 1

Morgunblaðið - 16.10.1946, Síða 1
T 33. árgangur. 234. tbl. — Miðvikudagur 16. október 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. FRIÐARRÁÐSTEFMLIMNR LAUI4 í GÆR Bjettarrannsókn iyr- irskipuð gegn Bergi Jónssyni sakadómara „Fyrir óhæfileg símasamiö! úr leyninúmeri". FINNUR JÓNSSON dómsmálaráðlierra, hefir fyrir- skipað opinbera rjettarrannsókn gegn Bergi Jónssyni, sakadómara og vikið honum úr embætti á meðan á rann- rókn stendur. I tilkynningu frá ríkisstjórninni, sem hlað- inu barst í gær, segir svo: „Dómsmálaráðuneytið hefir í dag skipað Gunnar A. Pálsson, bæjarfógeta, sjerstakan dómara til að fram- kvæma opinbera rjettarrannsókn á hendur Bergi Jóns- syni, sakadómara í Reykjavík, út af óhæfilegum síma- samtölum úr leyninúmeri á einkaskrifstofu sakadómara á Fríkirkjuvegi H, við dómsmálaráðherra o. fl. aðfaranótt miðvikudagsins 9. þ. m. og framkomu nefnds sakadóm- ara síðan út af máli þessu. Hefir Bergi Jónssyni jafnframt af framangreindum á- stæðum verið vikið úr embætti um stundarsakir og Valdi- mar Stefánsson verið settur sakadómari í Reykjavík“. | Verður reynt að ná samstarfi ailra flokka? Fonnaðar Sjálfstæðisflokksins bendir á þá leið. Skrifstofa forseta íslands sendi út svohljóð- ■ andi tilkynningu í gær: Kl. 10,30 tilkynti formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, forsætisráðherra, forseta íslands þetta: „Jeg tel ekki rjett, að jeg geri tilraun til stjórnar- myndunar að svo stöddu, nje heldur að jeg bendi á annan mann úr Sjálfstæðisfokknum til þess. Álít rjettast, að hafin verði samtöl milli allra þingflokkanna í því skyni, að leitast verði við, að ná nægilega víðtæku samkomulagi um afgreiðslu mála og stjórnarsamstarf“. Kl. 11,30 átti forseti fund með formönnum allra þing- ílokkanna saman og ræddi við þá um viðhorfið. Samkvæmt upplýsingum, er Morgunblaðið fekk á þinginu í gær, höfðu formenn Alþýðu- flokksins og Sósíalistaflokksins þegar í stað svarað játandi þeirri málaleitan, að flokkarn- ir ræddust við, en formaður Framsóknarflokksins óskaði að ræða málið fyrst á fundi í þing- flokknum. Að þeim fundi lokn- um mætti vænta svars frá for- manni Framsóknarflokksins. LOND'ON: — Eire hefir auk- ið innflutning sinn. á fyrri helm ingi þessa árs um helming, ef miðað er við fyrri hluta 1945. Sparta lapar enn London í gærkvöldi. TJEKKNESKI knattspyrnu- flokkurinn Sparta, tapaði þriðja leik sínum hjer í Bretlandi í gær. Þetta gerðist í Hampden Park, Glasgow, er Glasgow Rangers unnu Tjekkana með 3 mörkum gegn einu. Rangers voru altaf betri og voru vissir um sigur. Þeir skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik og eitt í þeim seinni og þá settu Tjekk- arnir einnig mark sitt. —Reuter. Vilhjálmur Finsen skipaður sendiherra Utanríkisráðherrarnir koma saman þann 4. nóv. London sunnudag. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRIÐARRÁÐSTEFNUNNI í París lauk í gær síðdegis og var fulltrúi Kínverja í forsæti á síðasta fundinum. —• Flutti hann ræðu og sagði að sagan alein gæti dæmt um þau störf, sem ráðstefna þessi hefði unnið. Fulltrúar Jú- góslava lýstu yfir að þeir gætu ekki undirritað samn- ingsuppköstin, þar sem þjóð þeirra hefði verið órjetti beitt við samningsgerðina við ítali. Utanríkisráðherrar stórveldanna fjögurra munu næst koma saman í New York og ræða friðarsamningsuppköstin FORSETI íslands skipaði í dag, Vilhjálm Finsen sendifull- trúa í Stokkhólmi, sjerstakan sendiherra með unaboði ráð- herra. — Vilhj. Finsen er fædd- ur í Reykjavík 27. nóv. 1883. Hann varð stúdent 1902. Árið 1913 stofnaði hann Morgun- blaðið með Olafi Björnssýni en' seldi það 1919 og hvarf frá rit- stjórn þess árið 1921 og flutti til Oslo. Var þar ritstjóri við Tidens Tegn og Oslo Aften- avis. Hann varð fulltrúi í danska sendiráðinu í Osló árið 1934, en skipaður sendifulltrúi íslands í Stokkhólmi árið 1940 og sendifulltrúi þar nokkru síðar. Hefir hann síðan gengt því embætti. Munu hafa verið hengdirínóK. London í gæfkvöldi. TALIÐ er að hinir 11 dauða- dæmdu í Niirnberg muni háfa verið hengdir í nótt milli kl. 11 og 3, en engar opinberar fregnir munu berast um það, fyrr en öllum aftökunum er lok ið. Meðan aftökurnar fara fram verður engum hleypt inn í fangelsið, þar sem þær fara fram og heldu'r engum út það- an. Vörður hefir verið elfdur ákaflega um fangelsið. Enginn hinna dauðadæmdu hafði áður verið látinn vita, hvenær aftak an átti að fara fram. Verður þeim tilkynt það um leið og þeir verða leiddir út til gálgans. Berskir embættismenn barðir og rændir í Póllandi Viðhorfin til Pólverja afhuguð London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. BRESKA stjórnin hefir sent pólsku stjórninni harðorð mótmæli, vegna þess að tveir breskir embættismenn voru barðir og rændir í borg einni í Suður-Póllandi. — Sendi- herra Bandaríkjanna er á förum heim, til þess að athuga afstöðu Bandaríkjanna til pólsku stjórnarinnar. Byrjaði með cigarettum. Fyrir nokkru voru tveir breskir embættismenn staddir í borg einni í Suður-Póllandi. Var annar breskur konsúll, en hinn fulltrúi við bresku sendi- sveitina í Moskva. Hittu þeir tvo menn í rússneskum einkenn isbúningum, og gáfu menn þessir Bretunum rússneskar ci- garettur. Ætluðu Bretarnir að bjóða mönnum þessum til gisti- húss síns og gefa þeim enskar cigarettur í staðinn. Pólverji kemur til sögunnar. Á leiðinni til gistihússins bættist pólskur liðsforingi í hópinn. Var hann drukkinn og rjeðist von bráðar á Bretana og veitti þeim báðum meiðsl. Eft- ir það drógu allir þremenning- Framh. á bls. 11. Lekaræðurnai. Auk iundarstjórans, fulltrúa Kínverja, tóku þeir til máls á þessum síðasta fundi, Byrnes, Bevin, Molotov og Bidault. —■ Ræddu þeir allir störf ráðstefn unnar og var aðálinntak ræðna þeirra það, að friðurinn yrði að vera friður fólksins, reglulegur heimsfriður. Byrnes flutti starfs mönnum ráðstefnunnar þakkir fyrir störf þeirra. Sagðist hann vona, að þótt mörgum hefði þótt meira krafað en starfað á ráðstefnunni, myndi þó ár- angur hennar verða það, sem þjóðirnar vonuðust eftir. . Frökkum færðar þakkir. Bevin og Byrnes færðu frönsku stjór?únni og Bidault, forsætisráðherra Frakka, þakk- ir fyrir að hafa búið ráðstefn- unni stað í París. Voru þeir á einu máli um það, að betri stað ur hefði ekki verið fáanlegur fyrir ráðstefnuna. Bevin sagði, að hann hefði verið í bresku stjórninni, þegar Frakkland fjell og væri sjer það mikil ánægja að geta nú starfað að friðarsamningum í hinni glæstu höfuðborg Frakklands, er væri orðin frjáls að nýju. Bidault sagðist aðeins harma það, að ekki hefði líka verið samið við Þýskaland, því raunar væri ekki hægt að semja við sam- herja Þjóðverja, nema því að- eins að örlög þeirra væru einn- i^ ákveðin. Fulltrúar streyma heim. Fulltrúar á ráðstefnunni eru nú allir á förum frá París. — Fara margir þeirra vestur um haf, til þess að sitja þar aðal- samkundu sameinuðu þjóðanna sem byrjar þann 23. þ. m. —• Byrnes mun hafa lagt af stað í dag, en Molotov fer á morgun með „Queen Mary“. LONDON: — Fundið hefir verið upp logsuðutæki, sem nota má neðansjávar, og er tal- ið að tæki þetta muni spara skipaeigendum stórfje. Tækið var nýlega sýnt í Liverpool og er það mikið fljótvirkara en venjulegt logsuðutæki. Það er mjög fyrirferðarlítið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.