Morgunblaðið - 19.10.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.10.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. okt. 1946 ' stuðningnr Lunds- við nýsköpnninu Úfiáii á framleíðsluvörur lullnægjandi. rásöp ións 0. Maríassonar bankasfjóra bunkuns FRAM hafa komið í Þjóðvilj- anum fullyrðingar um, að Lands bankinn eða stjórn hans hafi kippt að sjer hendinni með út- lán til fiskframleiðenda, svd til vandræða hafi komið fyrir út- gerðarmenn af þeim sökum. Hefir tíðindamaður frá blað- inu átt tal við Jón G. Marías- son bankastjóra, og spurt hann um hvaða hæfa sje fyrir um- mælum þessum í garð bank- ans. Tiíhæfulaus ummæli Þjóð- viljans. Þau eru ekki á rökum reist, segir Jón. Bankastjórnin hefir haft þá reglu, að lána útgerð- armönnum út á venjulegar út- flutningsvörur tvo þriðju hluta af gangverði vörunnar og er þeirri reglu fylgt enn, nema hvað breytt var til í vor um lán til hraðfrystihúsanna. Eig- endur þeirra hjeldu því fram, að þessi lánsupphæð nægði þeim ekki. Varð þá að samkomulagi milli bankanna að lána tvo þriðju af gangverði hraðfrysta fisksins út á 1. veðrjett ,en 10 kr. út á hvern kassa að auki, gegn 2. veðrjetti, enda var fisk- urinn þá fyrirfram seldur. Ut- flutningsverðmæti hvers kassa hefir verið og er nú um 62 krónur, en framleiðendur hafa fengið að láni 50 krónur út á hvern kassa, eða sem svarar nálega 5/6 hlutum verðs. Koíaflökun. — Því hefir verið haldið fram, að bankinn hafi ekki lán- að út á hraðfrystan kola, svo kolaveiðar hafi því hætt. Þessi staðhæfing undrar mig stórlega. Bankinn hefir lán að 100 krónur út á hvern kassa (25 kg.) af kolaflökum, en það er um % hlutar af áætluðu úlflutningsverði kolans. Annað mál er svo það, að lít- ið eða ekkert mun hafa verið selt á þessu ári af hraðfrystum kolaflökun, svo nú liggja frysti húsin með um 800 smálestir af þessarf vöru. Út á saltfiskinn hefir bankinn lánað kr. 1.10 á kg. af þorski, en 70 aura á kg. af ufsanum. Yfirleitt hefi jeg ekki orðið var við að viðskiptamenn bank- ans hafi kvartað yfir því, að bankinn hafi ekki lánað nægi- lega mikið út á framleiðslu- vöruna, enda hjer fylgt gamalli venju og ákvæðum í reglugerð bankans. Viðskiftasamningar. Síðan barst talið að markaðs- horfum og viðskiptasamning- um, og upplýsti bankastjórinn það, sem hjer fer á eftir.' Samkvæmt vöruviðskipta- samningum við Sovjetríkin, sem gerðir voru í maí s. 1., kaUpa þau verulegan hluta af freðfiskframleiðslu þessa árs, eða 15 þús. tonn, og auk þess nokkuð af saltsíld, síldarlýsi og þorskalýsi, en við fáum þaðan kol og timbur. Vörurnar eru á báða bóga greiddar I dollur- um. — Þrjú skip annast nú flutning til Sovjetríkjanna á þeim afurðuxn, sem við seljum þan'gað. Til septemberloka hafa verið fluttar út til Sovjetríkj- anna afurðir fyrir 29,7 milj. kr., þar af hraðfrystur fiskur fyrir 18,4 milj. kr. Til Finnlands. í desember síðastliðið ár var eins og kunnugt er gerður vöru viðskiptasamningur við Finn- land. Samkvæmt honum skuld batt íslenska stjórnin sig til að veita útflutnir.gsleyfi til Finn- lands fyrir 20 þús. tunnum af saltsíld, auk lítils rhagns af hrað frystum fiski, þorskalýsi og ull. Finnska stjórnin skyldi á hinn bóginn leyfa útflutning til ís- lands á tilteknu magni af pappír, pappírsvörum og vör- um úr trje. Það sem af er þessu ári hafa verið fluttar til Finn- lands 8000 tunnur af síld. Til Tjekkóslóvakíu. Til Tjekkó-Slóvakíu hafa verið fluttar út á þessu ári af- urðir fyrir rúmar 7 milj. kr., aðallega hraðfrystur fiskur. Landsbankinn lánar andvirði útflutningsvaranna um eins árs bil, en notað er af andvirðinu það sem hægt er til kaupa á tjekkneskum vörum. Nema þau vörukaup nú hátt á 2. milj. kr. Mismunurinn á svo á sínum tíma að greiðast samkvæmt við skiptasamningi milli landanna. Frakkland. Til Frakklands munu hafa verið fluttar út á þessu ári af- urðir fyrir um 8 milj. kr., aðal- lega hraðfrystur fiskur og sölt- uð hrogn. Hefir þessi útflutn- ingur verið greiddur í sterlings pundum. En nú mun verða sú breyting á, að útflutningur þang að verði greiddur í frönkum og andvirðið notað til vörukaupa í Frakklandi. Af augljósum ástæðum hefir enn ekki verið hægt að gera viðskiptasamning við ítölsk stjórnarvöld. En væntanlega verður þess skammt að bíða nú þegar búið er að ganga frá frið- arsamningum við Ítalíu. Enginn fiskur hefir verið sendur til Spánar á þessu ári og mun það stafa af því, að Alþýðusamband íslands hafi lagt bann við afskipun fisks þangað. Hefi jeg heyrt að þessu banni sje nú afljett. 179 miljónir til framkvæmda. — Hvað er hæft í því, sem klingt hefir úr vissri átt nú um tíma, að Landsbankinn hafi snúist öndverður gegn nýsköp- uninni og reynt að stöðva hana? Reikningar bankans ættu að vera nokkuð haldgott vitni í þessu máli, segir bankastjór- inn. Frá &ví að nýsköpunin hófst — jeg kalla að það hafi orðið í ársbyrjun 1945 — hafa útlán Landsbánkans í Reykjavík auk ist um 139 milj. kr. Þar við bætist. svo aukningín á verð- brjefaeign bankans, sem er 40 milj. kr. Mjög mikið af þessu fje, 179 milj. kr., hefir farið í byggingbr síldarverksmiðja, í raforkustöðvar, hafnarbætur, fiskiðjuver, hraðfrystihús, fiski skip og flutningaskip og marg- víslegar aðrar framkvæmdir. Sjávarútvegslán. í ársbyrjun 1945 námu út- lán bankans til sjávarútvegs og sjávarvöruiðnaðar 25 milj. kr., eða 28% af heildarútlánum bankans, en í lok júlí s. 1. voru þessi útlán 93 milj. kr., eða 39% af heildarlánunum. Af reikningunum er greini- legt að þetta hefir komið við bankann, því um mitt ár í fyrra átti sparisjóðsdeildin um 200 milj. hjá seðlabankanum, en nú er sú inneign ekki nema um 50 milj. kr. Stofnlánadeildina vantar fje. Minna má á það í þessu sam- bandi, að á miðju þessu sumri tók stofnlánadeild sjávarútvegs ins til starfa. Á seðlabankinn að lána deildinni allt að 100 milj. kr. til nýsköpunarfram- kvæmda, en sú upphæð mun ekki gera betur en nægja til að lána út á aðkeyptu fiskiskipin. Nokkuð af þessum 100 milj. kr. er innifalið í ofangreindri út- lánaaukningu, t. d. það sem bú- ið er að greiða í nýju togurun- um, bráðabirgðalán út á fiski- skip o. fl. Þrátt fyrir þetta vantar enn stórfje til þess að stofnlána- deildin sje hlutverki sínu vax- in. Lögin um stofnlánadeild- ina gera svo ráð fyrir, að deild- in veiti svokölluð B-lán, er verja má til innlendra fram- kvæmda að því leyti, sem þær krefjast ekki erlends gjaldeyris. Fjár til þessara B-lána er gert ráð fyrir að deildin afli meðal annars með útgáfu vaxtabrjefa. í sumar bauð deildin út mjög hagkvæm vaxtabrjef í þessu skyni. Utboðsupphæðin var 10 milj. kr., en áskriftir hafa enn ekki borist að meira en 1,2 milj. kr. Er hin Ijelega þátttaka al- mennings í þessu útboði ekki vansalaus og virðist ekki bera vott um að mikill skilningur sje fyrir hendi á þeim stórfelldu framkvæmdum, sem nú standa yfir og hinni brýnu fjárþörf til þeirra. Bið jeg yfur að skora á fólk, unga sem gamla, ríka sem fátæka, í öllum stjettum, ■ að bregða nú við og kaupa brjef stofnlánadeildarinnar, hver eft- ir sinni getu. Stærð brjefanna er 500 kr., 1000 kr. og 5000 kr. og eru til tveggja, þriggja, fimm og fimmtán ára. Ef fengist sem svarar 500 kr. frá hverjum vinn andi manni í landinu, þá væri í bili leyst úr brýnustu fjárþörf stofnlánadeildarinnar og afstýrt því að hálfnuð verk stöðvist og á hinn bóginn skapaðir mögu- leikar til að hefja nokkuð. af .fyrirhuguðum framkvæmdum. Ólafur Sveinbjörnsson var einn þeirra, sem sæti tóku í Trygginganefnd. Misritaðist föðurnafn hans í blaðinu í gær. Sjötíu og níu ára er í dag, 19. okt., Indriði Finnbogason frá Fáskrúðsfirði. Hann dvelur nú á Elliheimilinu í Hafnar- firði. Yfirlýsing sakadómarans SAKADÓMARINN í Reykja- vík er sá einn maður á landi hjer, sem flestir menn eiga frelsi sitt og æru undir. Undir hans dómi eiga þeir íbúar höf- uðstaðarins, sem sakaðir eru um refsivert brot hvort þeir eru sýknaðir eða sakfeldir, og þeir sakfeldu, hvort þeir hljóta rjettláta refsingu eða eigi. Þeim manni, sem slíkur vandi er lagður á herðar, er sýndur meiri trúnaður en flest- um öðrum. Til hans verða menn að geta borið fullkomið traust. Hann má eigi vera staðinn að stráksskap eða óknyttum, hvorki í embættisstörfum eða utan þeirra. Enn þá síður verð- ur við það unað, að hann verði grunaður um saknæmar hót- anir eða opinber ósannindi. — Engum manni ætti fremur en sakadómara sjálfum að vera Ijóst, að ef rökstuddur grunur um slíkt kemur upp, þá er það nauðsyn, bæði vegna hans sjálfs en þó miklu fremur vegna allra þeirra, sem eiga undir hann mál að sækja, að grunsemdirnar sjeu rannsakað- ar til hlítar. * Sakadómara ætti einnig að vera það ljóst, að best fer á, að þegar slíkar grunsemdir eru vaknaðar, þá sjeu þær rann- sakaðar af þar til bærum dóm- stólum. Staðreyndirnar sjálfar, svo sem þær sannast fyrir dómi, látnar tala sínu máli, en blaðaskrif látin bíða meðan dómarinn vinnur að rannsókn sinni. Þessa krefst sakadómar- inn af óbreyttum afbrotamönn- um, þegar þeir eru leiddir fyrir hann, og minni velsæmiskröfur getur hann naumast gert til sjálfs sín, en þeirra ólánssömu samborgara sinna, sem honum er ætlað að sitja til dóms yfir. Þessi hefir þó eigi raun á orðið. Hið furðulega hefir skeð, að sakadómari hefir sjálfur hafið blaðaumræður um rann- sókn þá, sem nú stendur yfir út af athæfi því, sem hann er sakaður um og vissulega hlýt- ur að svifta hann nauðsynlegri virðingu og áliti, ef satt reynist. Og verra en það. í ritsmíð sinni segist sakadómari „þegar jeg hafði hugsað málið“, hafa sagt yfirmanni sínum, dómsmála- ráðherranum, ósatt um atriði, sem í augum allra heilbrigðra manna hlýtur að ráða miklu um það, hvort sakadómari verði talinn hæfur til að gegna sínu vandasama embætti. Slík yfirlýsing af hálfu dóm- ara er sem betur fer alveg ein- stæð, og er sannast sagt erfitt að skilja, hvernig sakadómari getur „hugsað“ sjer að halda embætti sínu eftir hana. Eða, hvernig á hann með myndug- leik að geta ámint sakborna meðbræður sína um að segja satt fyrir rjetti, eftir að hann hefir sjálfur, ótilneyddur á op- inberum vettvangi gefið þá yf- irlýsingu, að hann, eftir að hafa hugsað málið, hafi um mikilsvert atriði sagt dómsmála ráðherranum ósatt? Almenníngúr hjer í bæ krefst þess, að mál sakadómarans verði rannsakað til hlítar,; að ekkert verði undan dregið og skýrt komi í ljós, hvort gera eigi minni velsæmiskröfur til sakadómarans í Reykjavík, en gerðar eru til venjulegra af- brotamanna, sem dregnir eru fyrir lög og dóm. Málverkasýning Á SÝNINGU Kristins Pjet- urssonar í Sýningarskálanuni í Kirkjustræti eru samtals eitt- hundrað verk. Níu ár eru síðari Kristinn Pjetursson sýndi hjer síðast. Og er menn rifja upp fyrir sjer sýningu hans þá, ert um talsverða breytingu a'ð ræða, og hefir þó ytri. búnaður mynda hans tekið hvað mest- um stakkaskiftum. Hann hefir dálæti á að færa myndir sínar í íburðarmikinn búning sterkra lita rómantískra andstæðna, Viðfangsefriin eru að jafnaði landslag og eru mörg þeirra frá Vestfjörðum, sem þrátt fyrir „stiliseringuna11, bera keniii- merki þess staðar sem þau eru af. Þetta samspil raunveru- leika og ímyndunar fer ekki altaf illa saman, þótt stundum sje skotið yfir markið, eins og tildæmis í myndinni frá Hól- um í Hjaltadal, þar sem mál- aður er rauður kross í eitt hornið og blár í annað. Vatns- litamyndirnar eru yfirleitt þíðari en olíumyndirnar. í því sambandi vildi jeg nefna No. 45 „Gjarðhamar", og Nr. 55 „Ögur við ísafjarðardjúp“. Það er áberandi í hinum ný- uppteknu „stílum“, hvað hugs- að er meira um hávaða og gauragang, ef svo mætti segja, heldur en hljóðlega frásögn, sem vissulega krefst þjálfaðrar meðferðar lfta og lína, sem holt er að þreytast við, og sem meira skilur eftir, þá öllu er lokið. Aðeins eru fjögur ár síðan menn gátu skoðað myndir við góð skilyrði. Hafa menn líka notað sjer það tækifæri, því að sýningar hjer eru mjög vel sóttar, sem betur fer. Orri. — IMurnberg Frh. af bls. 1 járnstykki, sem var um tveir þumlungar á lengd. — Aldrei komst upp, hvar hershöfðing- inn hafði náð í þetta. Skömmu seinna fundust skóreimar, seín bundnar höfðu verið saman, í klefa Dönitz, og skeið var tekin af Sauckel 3. ágúst. ’**■- ' ! Einn hinna sýknuðu. Schacht hafði á einhvern hátt tekist að komast yfir þriggja feta langan snærisspotta, en nokkru seinna — 10. febrúar —< gerði Göring þriðju tilrauninU til að leika á rjettvísina, með því að smygla vírbút inn í klefu sinn. Yfirvöldin í Núrnberg segja, að ekkert hafi komið í ljós, sera gefi nokkra von um, að skýring fáist á því, á hvern hátt Göring náði í eitrið. Leitað var á föng- unum og í kleíum þeirra þrisv- ar sinnum í viku og eftirlit haft með þeim dag og nótt. LONDON. Fimm breskir þing- menn eru nýlega komnir til Japan. Þeir eiga að ræða her- nám landsins og ýmislegt því viðkomandi við hernámsstjórn- ina þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.