Morgunblaðið - 19.10.1946, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. okt. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
5
Br/e/ írá Mþingn:
r þingmen
flokksþing ■
— Stjórnarmyndun og
Hsesta fjárlagafrum-
varpið — Hvað er framundan?
ALÞINGI það, sem kom sam-
an 10 okt. s. 1. er 81 samkoma
þingsins frá því að það var end-
urreist. Það er ennfremur 66
löggjafarþing en 49 aðalþing.
Þetta þing er fyrsta reglu-
lega þingið, sem saman kemur
eftir alþingiskosningar þær er
fram fóru á s. 1. sumri. Hlýðir
því að minnast lítillega á breyt-
ingu þá, sem varð á skipan
þess.
Nýir þingmenn.
Fimm menn, sem ekki hafa
setið á þingi áður, eiga þar nú
sæti.
Eru það þeir Gylfi Þ. Gísla-
son, sem er 4 þm. Reykvíkinga,
Halldór Ásgrímsson, sem er 2
þm. Norð-Mýlinga. Jóhann Haf
stein, sem er 7. þm. Reykvík-
inga, Hermann Guðmundsson,
sem er 11. landskjörinn og
Hannibal Valdimarsson, sem er
S. landkjörinn þingmaður.
Elstur þingmanna er nú
Björn Kristjánsson þingmaður
Norður-Þingeyinga. 66 ára, en
yngstur Gylfi Þ. Gíslason 29
ára.
Ein kona, fröken Katrín
Thoroddsen læknir, á nú sæti
á þingi. Hafði hún áður tekið
þar sæti sem varaþingmaður en
er nú 2. landskjörinn þm. Áður
hafa aðeins tvær konur, þær
Ingibjörg H. Bjarnason og Guð-
rún Lárusdóttir, átt sæti á Al-
þingi. Verður ekki annað sagt
en að þátttaka íslenskra kvenna
í stjórnmálum sje fremur
dræm.
Fyrsta vikan.
Fyrsta vika þessa þings hefir
verið mjög róleg, a. m. k. á
yfirborðinu. Fundir hafa fáir
verið haldnir, og örfá mál lögð
fram. Stærsti viðburður þings-
ins hefir til þessa verið afsögn
ríkisstjórnarinnar. Hafði hún
Betið að völdum frá haustinu
1944 eða í tæp 2 ár. Eins og
kunnugt er hefir forseti Islands
falið stjórninni að gegna áfram
Störfum til bráðabirgða og hafa
allir ráðherrarnir tekið það að
fejer, ráðherrar sósíalista þó
jneð þeim fyrirvara að mynd-
tm nýrrar ríkisstjórnar dragist
ekki mjög lengi.
Stjórnarmyndun.
Að sjálfsögðu verða það til-
^aunir flokkanna til nýrrar
Btjórnarmyndunar, sem setja
svip sinn á störf þingsins næstu
yikur eða mánuði. Þarf engum
að koma það á óvart þótt þær
tilraunir taki all-langan tíma
áður en árangurinn kemur í
ljós í nýrri stjórnarmyndun.
Fulltrúar frá ollum fjórum
Btjórnmálaflokkunum sitja nú
a viðræðufundum um málefna-
grundvöll. Áður hafði formað-
Ur Sjálfstæðisflokksins færst
undan að taka að sjer einn for-
ystu um stjórnarmyndun en tal
ið æskilegt að kannaður yrði
fyrst, með samtölum fulltrúa
allra flokka, grundvöllurinn
fyrir sem víðtækustu samstarfi
um stjórnarmyndun. Hefir það
án efa verið hyggileg ráðstöf-
un, enda að því ráði horfið
Ástæðurnar til þess að stjórn-
armyndun nú taki langan tíma
eru ýmsar. M.a. þær að óvenju
lega vandasöm mál bíða iausn-
ar þings og stjórnar. Fjármál
og dýrtíðarmál þarfnast gagn-
gerrar athugunar. I viðskipta-
málunum eru dökkar blikur á
lofti. Verð útflu.tningsfram-
leiðslunnar virðist vera orðið of
lágt miðað við framleiðslu-
kostnað. Af þeirri ástæðu ligg-
ur nú við borð stöðvun veru-
legs hluta hennar. Þær ráðstaf-
anir, sem ný stjórn hlýtur að
gera, eru þess vegna fyrst og
fremst þær, að tryggja afkomu
möguleika útflutningsfram-
leiðslunnar og halda áfram
þeirri tækmlegu nýsköpun,
sem lagður var grundvöllur að
með stjórnarsamningunum
haustið 1944. Á þeirri braut er
hvorki hægt nje heldur má snúa
við. En til þess að komast hana
á enda þarf áreiðanlega að gera
róttækar ráðstafanir, sefn grípa
inn í líf mikils hluta þjóðarinn-
ar. Við svo búið má ekki standa,
sem nú horfir, að hin atvinnu-
lega uppbygging, sem af mikl-
um þrótti og bjartsýni hefir
verið stofnað til, kafni í verð-
bólgu meira og minna heima-
tilbúinní. Um það greinir menn
trúlega ekki á þótt sitt sýnist
hverjum um leiðir til bóta.
Flokksþing. i
Þrír stjórnmálaflokkar hafa 1
nú boðað til flokksþinga hjer í i
Reykjavík. Eru það Alþýðufl.,
Sósíalistafl. og Framsóknarfl. :
Verða þessi þing háð í nóvem- i
ber. Má vænta þess að þær
samkomur hafi nokkur áhrif á i
afstöðu þessara flokka til stjórn i
armyndunar. Bendir það enn
til þess að stjórnarmyndun
dragist verulega á langinn.
Fjárlagafrumvarpið.
Fjármálaráðherra hefir nú
lagt fyrir Alþingi frv. til fjár-
laga fyrir árið 1947. Er það
hæsta fjárlagafrv., sem flutt
hefir verið. Samkvæmt því er
gert ráð fyrir að tekjur ríkis-
sjóðs verði 136,3 milj. kr. en
gjöldin 146 milj. kr. Tekjuhalli
því 9,7 milj. kr. Á sjóðsyfir-
li.ti er greiðsluhalli hinsvegar
áætlaður 21,9 milj. kr. Nema
útborganir samtals á sjóðsyfir-
liti 162,1 milj kr.
Tekjur ríkissjóðs af sköttum
og tollum eru samkv. frv.
áætlar 105,2 milj. kr. en eru á
fjárlögum þessa árs áætlaðar
88,5 milj. kr. Er vitað að sú|
upphæð hefir farið mörgum
miljónum króna fram úr áætl-
un.
Af ríkisstofnunum eru tekj-
urnar áætlaðar samtals 30,3
milj. kr. en á fjárlögum þessa
árs 33,2 milj. kr. þ. e. um það
bil 3 milj. kr lægri.
Gjöldin.
Gjaldamegin má nefna að til
nýrra þjóðvega er áætlað sam-
kvæmt frv. 5 milj. kr. en 7
milj. kr. á fjárlögum þessa árs.
Viðhaldskostnaður þjóðvega er
áætlaður 9 milj. kr. en er 8
milj. kr. á fjárl. þessa árs.
Til vitamála og hafnargerða
eru áætlaðar 7,1 milj. kr., en
eru á fjárl. þ. á. 6,6 milj. kr.
Á framlögum til flugmála
verður veruleg hækkun, eru
þau áætluð 4.2 milj. kr. en eru
á fjárl. þ. á. 943 þús. kr. Veld-
ur þar mestu um rekstrarkostn
að Reykjavíkurflugvaliarins,
sem gert er ráð fyrir að verði
3,1 milj. kr. Tekjur vallarins
eru hinsvegar aðeins áætlaðar
60 þús. kr.
Útgjöld til kenslumála hækka
úr 21,8 milj. kr. í 23,3 milj. kr.
Til landbúnaðarmála eru
samkvæmt frv. áætlaðar 15,6
milj. kr. á móti 10,5 miij. kr.
í ár. Spfettur þessi hækkun af
lögum þeim, sem síðasta Al-
þingi samþykkti um landnám
nýbyggðir og endurbyggingar
í sveitunum, 2,5 milj. til bygg-
ingarsjóðs og 2,5 milj. til rækt-
unarframkvæmda.
Til iðnaðarmála eru áætlaðar
3 milj. kr. á móti l’ milj. kr. á
fjárl. þ. á. Til siávarútvegs-
mála eru áætlaðar tæp 1 milj.\
kr. á móti 898 þús. á fjárl. þ. á.
Til fjelagsmála verður hækk
unin einna mest. Þar er gert
ráð fyrir að útgjöldin hækki
úr 7,4 milj. kr. á fjárl. þ. á.
í 21,8 milj. kr. á frv.
Sprettur þessi hækkun að lang
mestu leyti af hinum nýju lög-
um um almanna tryggingar.
Framlögin til trygginganna
verða nú samkv. frv. 18,7 milj.
kr. en eru á fjárl þessa árs
4,8 milj. kr. Hækkun til trygg-
inganna nemur þannig um 14
milj. kr.
I frv. eru ekki áætlaðar nein-
ar greiðslur til .niðurgreiðslu
landbúnaðarafurða. Til þeirra
voru á fjárl. þessa árs hinsveg-
ar áætlaðar 12 milj. kr.
40
Þáttur Alþingis.
Hjer hefir verið drepið á
nokkur atriði þess fjárl. frv
sem fjármálaraðherra hefir lagt
fyrir þingið. Kemur nú til kasta
þess að fara um það höndum.
Vafalaust verða gerðar á því
miklar breytingar eins og jafn-
an áður. En svo virðist sem
þingmenn verði nú að „ganga
hægt um gleðinnar dyr og gá
að sjer“ ef full forsjá á að vera
á höfð um stjórn á fjármálum
ríkisins.-Hefir nokkuð viljað á
það bresta undanfarin ár. Fjár-
lögin hafa undantekningarlaust
stórhækkað í meðferð Alþingis.
Sætir það raunar ekki furðu,
svo brýn er nauðsynin fyrir
margháttaðar framkvæmdir og
svo hörð er sóknin frá íbúum
hinna ýmsu byggðalaga, sem
við örðugar aðstæður búa. En
hvað, sem líður hinni bráðu
nauðsyn, verður ekki hjá því
komist að tryggja ríkisstjórn-
inni á hverjum tíma frekari
úrslitaáhrif á svip fjárlaga en
nú er. Það er nauðsynlegt íyr-
ir fjárhag ríkisins.
Stærsti stjörnukíkir
í heimi í smíðum
PASADENA, Californíu. —
Samkvæmt frásögn dr. AI-
fred H. Joy, eins stjórnanda
Mount Wilson stjörnuturns-
ins í Bandaríkjunum, verður
tímasparnaður aðalkostur
hins nýja stjörnukíkis á Palo-
mar fjalli, en kíkirinn hefur
sjóngler, sem er 200 þumlung-
ar að ummáli.
Með stjörnukíkirnum á
Mount Wilson, sem hefur sjón
gler, sem er 100 þumlungar að
ummáli, en verður stærsti
kíkir veraldar, þar til smíði
stjörnuturnsins á Palomar
fjalli er lokið, getur það tekið
allt að því fimm klukkustund
ir, að taka mynd af sumum
himintunglunum.
Með kíkirnum á Palomar,
segir dr. Jou, er hægt að taka
samskonar mynd á einni
klukkustund. Og, heldur vís-
índamaðurinn áfram, með
hinum nýja stjörnukíki ættu
því 4 stjörnufræðingar að geta
afkastað jafnmiklu og 20
starfsbræður þeirra, sem
vinna við Mount Wilson kík-
irinn. Dr. Joy segir ennfr.:
„Það er skortur á stjörnu-
fræðingum. Það, sem við að
öllum líkindum gerum, verð-
ur að nota 200 þumlungu kík-
irinn til rannsókna á hinum
fjarlægari stjörnum, sem enn
hefur ekki náðst til“.
Dr. Joy segir „að öllum lík-
indum“, vegna þess að nefnd
vísindamanna hefur nú starf-
að svo mánuðum skiptir að
því að ákveða, hvað verði meg
in rannsóknarsvið hinna
stjörnukíkira, en skýrsla
þeirra verður ekki tilbúin fyr
en eftir all-langan tíma.
í stjörnukíkirnum á Mount
Wilson er hægt að sjá 500
milljón ljósár út í geyminn.
Kíkirinn á Palomar dregur
helmingi lengra. Þetta þýðir,
að stjörnufræðingar geta nú í
fyrsta skipti tekið myndir af
himinkerfum, sem eru í 1000
milljón ljósára fjarlægð.
Dr. Joy efast ekki um það,
að svokallaðar stjörnuþokur
sé einnig að finna utan sjón-
víddar núverandi stjérnukík-
ira. — ,.í hvert skipti og við
smíðum stærri tæki“, segir
hann, „rekumst við á stjörn-
ur, sem virðast sanna þettfe“.
i
Það, sem framundan cr.
Alþingi það. sem nú er sest
á rökstóla á mikið verk fram-
undan og það situr að öllum
líkindum lengi. Mestu máli
skiptir það þó, hver árangur
verður af störfum þess. Um
hann verður að sjálfsögðu ekki
spáð hjer.
En á miklu veltur nú að ör-
ugg samvinna takist um skyn-
samleg lausn mála.
Síðasta Alþingi setti fjöl-
þætta löggjöf um stuðning við
atvinnulíf þjóðarinnar til lands
og sjávar, sköpun atvinnulegs
og fjelagslegs öryggis. Hlutverk
þessa þings er að treysta raun-
hæfan grundvöll þessarar lög-
gjafar. Það svar eitt sæmir
þeirri ótvíræðu traustsyfirlýs-
ingu, sem þjóðin gaf þriggja
flokka stjórninni í kosningun-
um í sumar.
S. Bj.
HEN GING AMEIST ARI
TIL VÍNAR.
LONDON. Einn af aðalböðl-
um Breta er nýlega lagður af
stað til Vínarborgar. Mun hann
egia að hengja fjölda manns,
sem dæmdir hafa verið til
dauða á hernámssvæði Breta í
Austurríki.