Morgunblaðið - 19.10.1946, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. okt. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
9
TÖFRABOGI MENUHINS
ÞEGAR Yehudi Menuhin var
barn að aldri, tóku foreldrar
hans hann oft á hljómleika,
vegna þess að þau höfðu ekki
ráð á, að kaupa konu til að
gæta hans heima. A hljómleik-
unum hlustaði barnið þögult,
en grjet aldrei. Tveim árum
seinna gaf faðir hans honum
leikfangafiðlu. Yehudi reyndi
að ,,spila“, og þegar ekkert
hljóð heyrðist í fiðlunni, fleygði
hann henni reiðilega á gólfið.
I stað þess að áreita hann,
keypti faðir hans litla fiðlu, og
Yehudi byrjaði að læra hjá
kennara. „En foreldrar mínir“,
segir Menuhin, „ljetu aldrei á
sjer skilja, að eitthvað kynni
að verða úr mjer. Mjer var að-
eins sagt af æfa mig, og það
gerði jeg.“
Þegar Menuhin var sjö ára
gamall, Ijek hann Mendelssohn
konsert með San Francisco
Symphony hljómsveitinni. A-
heyrendur voru 9000 og stór-
hrifnir. Tíu ára að aldri, ljek
hann í fyrsta skipti í Carnegie
Hall. New York gagnrýnendurn
ir, sem flestir hötuðu orðið
,,undrabarn“, sáu strax „hinar
sjerstæðu músíkgáfur1* ungl-
ingsins.
Þetta var 1927. Sama ár, j
Berlín, ljek hann un'dir stjórn
Bruno Walter hina stórkostlegu
„B“ fiðlukonserta — Bach, Beet
hoven og Brams. Að hljómleik-
unurn loknum, lyfti lítill, hvít-
hærður maður drengnum upp
í arma sína.
Hrifnir gagnrýnendur.
„í DAG, Yehudi“, sagði mað-
urinn, „hefurðu enn einu sinni
sýnt mjer fram á, að til er Guð
á Himnum“. Tár voru í augum
hans. Maðurinn hjet Albert
Einstein. Gagnrýnandi skrifaði
einhverju sinni um Menuhin:
„Hann dregur töfraboga yfir
hjartastrengi mannkynsins".
Aðrir frægir fiðlusnillingar
heilla áheyrendur sína, en
Menuhin vekur upp trúartil-
finningar hjá áheyrendum sín-
um. Þegar hann spilar, er líkt
og maður sje staddur í kirkju.
Þessi sterklegi ungi maður,
sem hefir líkamsvöxt íþrótta-
mannsins, hefir aldrei gert sig
ánægðan með það eitt, að leika
sjerlega vel. „Hljómlistin", seg-
ir hann, „er svo nátengd mann-
kyninu, að maður verður að
leita til mannkynsins sjálfs, til
að þroska hljómlistargáfur sín-
ar.“
Alt frá æskuárum, hefir
Yehudi verið nátengdur „hljóm
listinni og mannkyninu“. í
fyrsta skipti að hann jnan eft-
ir að hafa heyrt músík, var þá
er hann heyrði föður sinn
syngja hina dapurlegu Gyðinga
söngva, sem hann hafði alist
upp vlð í Palestínu. „Faðir
minn strauk til Bandaríkjanna,
þegar hann var sextán ára,
vegna þess að hann fjekk ekki
að leika á fiðlu,“ segir Yehudi.
„Hin djúptrúaða fjölskylda
hans gat ekki þolað að heyra
hann leika „ljettúðuga músík“.
Góð leiðsögn.
MENUHIN segir, að vel-
gengni hans sje hinum hollu
leíðbeiningum foreldranna að
þakka. Er hann varð heims-
frægur sem undrabarn, reyndu
þau að láta hann ekki verða
Undrabarnið, sem varð eitt af
mestu listamönnum veraldarinnar
JJLtir JJosepli 'lÁJechóL
er9
þess varan, að hann væri ólíkur
öðrum börnum. Hann átti engin
blaðaviðtöl fyr en hann var orð
inn fullorðinn og heyrði aldrei
orð á borð við „glæsilegar fram
tíðarhorfur“ eða ,,frægð“. Jafn-
vel þegar hann var, farinn að
vinna sjer inn 100 000 dollara
á ári, fjekk hann aðeins 25
cent á viku í vasapeninga.
Yehudi og vngri systur hans,
Hephzibah og Yaltah, nutu á-
líka uppeldis og önnur börn í
San Francisco, nema hvað for-
eldrar þeirra levfðu þeim
I hvorki að fara í kvikmvnda-
1 hús nje hlusta á útvarp. Vegna
hljómlistarstarfsemi Yehudis,
gat hann ekki gengið reglulega
í skóla, svo móðir hans kenndi
honum og síðar einkakennar-
ar.
Foreldrar Menuhins leyfðu
honum aðeins að halda 20 hljóm
leika á ári. Milli konsertanna
komu löng hvíldar og leikja-
tímabil. Hús Menuhin-fjöl-
skyldunnar við Santa Cruz í
Caliíorníu ómaði af glaðvær-
um hlátri. Yehudi þótti gaman
að eiga við bifreiðavjelar. Hefði
jeg ekki snúið mjer að músík-
inni, segir hann, mundi jeg að
öllum líkindum vera vjelavið-
gerðarmaður.
Frægðarför.
1935 lagði Menuhin upp í
fyrstu hljómlefkaför sína utan-
lands. I ferð þessari hjelt hann
i 10 hljómleika í 63 borgum og
13 löndum. Áheyrendur og
gagnrýnendur kunnu sjer ekki
læti. Blaðið London Times, sem
sjaldan lætur sjer bregða, sagði
„Það er auðvelt að skrifa hið
einfalda orð ,.fullkomnun“ í
sambandi við list hans“.
Að ferð þessari lokinni •—
Yehudi var þá 19 ára — neit-
uðu foreldrar hans öllum hljóm
leikatilboðum og slógu hendi
við stórkostlegum fjárhæðum.
Við fólk sögðu foreldrar hans:
„Við viljum að drengurinn
okkar njóti tveggja skemtilegra
áhyggjulausra ára, áður en
hann tilheyrir heiminum". Og
ásamt systrum sínum og hópi
vina fór hann í útreiðatúra,
synti, ljek á hljóðfæri, tók sjer
langar göngur og las mynda-
sögur.
„Þetta var dásamlegt,“ segir
Yehudi. „Við ljetum öllum ill-
um látum.“
Þegar hann fór til Evrópu,
fór öll fjölskylda hans með
honum — faðir, móðir og syst-
ur. í húsi því, sem þau leigðu,
voru þrjú píanó, eitt handa
hvorri systranna, Hephzibah og
Yaltah, og ei'tt handa manni
þeim, sem Ijek undir með
Yehudi.
Dag nokkurn kom Georges
Enesco, hið fræga rúmenska
tónskáld, í heimsókn, er Yehudi
og Hephzibah voru að leika sam
an Beethoven sónötu. Enesco
hlustaði um stund og sneri sjer
svo að vheimilisföðurnum.
„Hvers vegna,“ sagði hann,
„læturðu ekki Yehudi og Hip-
hzibah koma fram saman á
konsertum? Hún er mjög góður
píanóleikari."
Manuhin giftist.
OG þannig vildi það til, að
í nokkur ár voru Yehudi og
Hephzibah Menuhin frægustu
systkinin, sem fram komu opin
berlega. Styrjöldin batt enda á
þetta. í London varð Yehudi
ástfanginn af ástralskri stúlku
að nafni Nola Ruby Nicholas,
og þau giftust innan skamms.
Skömmu seinna giftist Hep-
hzibah bróður konu Yehudis og
Frægu njósnaskipi breytt
SIDNEY. — Nýlega kom við
í Sidney eitt af fyrrverandi
njósnaskipum ástralska flot-
ans, sem í styrjöldinni var oft
á ferð á þeim slóðum, sem
Japanir réðu lögum og lofum.
Skip þetta hefur nú verið selt,
og hyggst hinn nýi eigandi
þess aö nota það til skemmti-
siglinga.
Skipið, sem er 46 fet á lengd
og heitir Bintang Sian, var
eitt sinn vopnað földum vél-
byssum og fallbyssum, . og;
sigldi meðal annars inn á yfir-
ráðasvæði japanska flotans, til
þess að setja á land njósnara i
hollenzka Austur-Indíum og
afla upplýsinga um flota Jap-
ana.
Núverandi eigandi skipsins,
verkfræðingur að nafni Diar-
muid Jennings, hefur, ásamt
konu sinni, safnað ýmsum
heimildum um styrjaidarsögu
þess.
Bintang Sian var byggt í
Brisbane fyrir fjórum árum
síðan. Byggingu skipsins var
hagað þannig, að það líktist
sem mest sldpum innfæddra
manna á þeim slóðum, sem
það átti einkum að halda sig.
En í lestunr skipsins, þar sem
skip af ■ samskonar gerð
geymdu varning sinn, var
komið fyrir öflugri dieselvél
og stórum olíutönkum, þannig:
að hraði þess var um níu míl-!
ur og það gat siglt 6,000 mílur,
án þess að bæta við sig elds-.
listisnekkju
neyti. Vandlega földum byss-
um var auk þess komið fyrir
á dekki skipsins.
Eftir því sem hinn nýi eig-
andi Bintan Sian hefur kom-
ist næst, var dulbúningur
skipsins með þeim ágætum,
að aldrei þurfti að beita byss-
um þess.
Þegar styrjöldinni lauk,
sneri skipið aftur til Brisbane,
byssurnar vóru teknar í land.
og það var selt á opinberu
uppboði.
fluttist með honum til Ástra-
líu.
Yehudi-hjónin eiga tvö börn,
sjö ára stúlku og sex ára dreng.
Um börn sín segir Menuhin:
„Þau fengu fyrstu kynni sín
af hljómlist gegnum söng. Kon-
an mín og jeg sungum fyrir
þau.“
Hann ráðleggur foreldrum
eftirfarandi:
„Látið börnin hlusta á þjóð-
lög, erlend og innlend. Þetta
mun þroska hljómlistargáfu
þeirra og þróa tilfinningu þeirra
fyrir hljómfalli. Gætið þess
sjerstaklega, að reyna ekki að
þvinga þau til að taka fram-
förum. Ef born mín hafa
ánægju af hljómlist, er það á-
gætt. En jeg mundi enga til-
raun gera til þess, að gera þau
að starfandi hljómlistarmönn-
um.“
S. 1. ár ljek Menuhin oftar en
300 sinnum. Hann þáði borgun
fyrir minna en einn þriðja þess-
ara hljómleika, hitt voru kons-
ertar fyrir ýmsar góðgerðar-
stofnanir og Bandaríkjaher-
menn í mörgum löndum.
Loforð de Gaulle.
HANN flaug til Parísar, eft-
ir að Þjóðverjar höfðu verið
hraktir þaðan. Þremur árum
áður, hafði de Gaulle hershöfð-
ingi, lofað honum, að hann
mundi verða fyrsti listamaður-
inn, sem ljeki í hinni frelsuðu
höfuðborg Frakklands. Og í
Parísaróperunni ljek hann
Mendelssohn konsertinn, en
það hafði verið bannað í fimm
ár.
Jeg var staddur þar þetta
kvöld. Þarna voru einkennis-
klæddir h»rmenn og sam-
kvæmisklæddar konur, en lítið
bar á skarti liðna tímans. Fólk-
ið sat þögult og með lokuð
augu. Og margir grjetu.
Þegar hann sneri aftur til
Bandaríkjannai, spurði konan
hans, hvort hann hefði lent í
nokkrum ævintýrum. „Ekki
ævintýrum," sagði Menuhin,
„en átakarilegum atburðum.“
Hann sýndi henni brjef, sem
herprestur hafði ritað, eftir að
Menuhin hafði haldið hljóm-
leika fyrir hermennina.
„Kæri Menuhin: Menn mín-
ir eru að búa sig undir Orustu.
Ef þeir gætu allir heyrt Drott-
inn sinn tala til sín gegnum
músík Beethovens, Paganini og
Bach, eins og þú gerðir í gær-
kvöldi, mundi styrkur þeirra
og festa verða meiri í baráttu
þeirra við hin vondu öfl ver-
aldarinnar. Hvert á land, sem
jeg fer, mun það styrkja mig,
að minnast þeirra augnablika,
er jeg hlustaði á fiðlu þína. Það
var eins og jeg hefði tilbeðið
Guð í einu af hinum veglegu
musterum hans.“
Thor Jensen, stórkaupmaður
hefir nýlega afhent Margrjeti
Rasmus, Hringbraut 73 kr. 25
þús. að gjöf til væntanlegrar
vöggustofu . Thorvaldsensfje-
lagsins. Gjöfina afhenti hann
í nafni barna sinna og látinnar
eiginkonu. — Fyrir hönd Thor-
valdsensfjelagsins þökkum við
hinum heiðraða öldungi þessa
höfðinglegu gjöf og óskum
honum allra heilla og blessun-
ar. — Stjórn vöggusjóðs Thor-
valdsensfjelagsins.