Morgunblaðið - 19.10.1946, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1946, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. okt. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 11 Ný Draupnissagn Æfintýraleg og skemtileg norsk sjó- mannasaga eftir Lars Hansen, einn vinsælasta rithöfund Norðmanna, þeirra, er fjallað hafa um líf og störf sjómannastjettarinnar: Æfintýri, sem Kristófer Kalvaag lend ir í á hinni hrörlegu skútu sinni, „Noregi“ munu verða flestum minn- isstæð, ekki síður en skipstjórinn sjálfur og hásetar 'nans. Þess vegna er vandfundin heppilegri bók handa öllum þeim, sem mætur hafa á sjó- sókn og sjómannalífi, mannraunum og svaðilförum, en saga Lars Hansens FAST ÞEIR SÓTTU SJÓINN. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar kr. 15,00 heft, en kr. 25,00 í vönduðu rexínbandi. Góð tækifærisgjöf. Njálsgötu 83, — sími 2923. Vinnukona Getum útvegað góða stúlku í vist, gegn því að fá leigð 1—2 herbergi og eldhús. Tilboð sendist blaðinu fyrir 24. þ.m. merkt: Tvent í heimili. Ungur maður getur fengið að læra köfun og jafnframt feng- ið fasta atvinnu, sem kafari hjá oss, æskilegt að hann sje járnsmiður eða hafi fengist við Járnsmíðar. Upplýsingar á skrifstofu vorri. HAMAR H.F. Sófaborð NÝKOMIN ^ataaer&in Hyerfisgötu 57. Meðal afli á síldveiðiskip nam 140 þús. krónum Oskars Kaíídórssonar af síldarvertíðinni OSKAR HALLDORSSON er kominn til bæjarins fyrir nokkru norðan frá Siglufirði. Þar hefir hann verið í sumar og haust. Hann hefir oft endra- nær, eins og lesendunum er kunnugt, gefið Morgunblaðinu yfirlit yfir vertíðir og annað er að útgerðinni lýtur. Hefir því tíðindamaður frá blaðinu far- ið á hans fund, og fengið hjá honum eftirfarandi frásögn um síldveiðarnar í sumar. Þátttakan. Eins og kunnugt er var þátt- takan í síldveiðunum með mesta móti í sumar, segir Ósk- ar. Alls tóku 246 skip þátt í veiðunum er voru samtals með 222 nætur. Að vísu var veiði- tími sumra þessara skipa stutt- ur, vegna þess hve seint þau komu á veiðar. Aflinn. Heildarafli þessara skipa var 1,171,496 hektolítrar af síld í bræðslu. En saltaðar voru 157 þúsund tunnur af Norðurlands- síld. í fyrra voru saltaðar 77 þús. tunnur fyrir norðan. Verðmæti allrar síldarinnar upp úr sjónum var um 31 milj. króna, þegar með er talin sú síld, sem fór til íshúsa á Norð- urlandi. Fyrir meðalafla á skip hefir því fengist að þessu sinni um 140 þúsund krónur. Útflutningsvetrðmæti síldar- lýsis síldarmjöls og saltsíldar hefir orðið 60—70 miljónir kr. Allar síldarafurðirnar voru seldar fyrirfram fyrir hátt verð. Til Rússlands voru seldai 100 þúsund tunnur eða trygð sala á því magni. En vegna þess hve afli var lítill, fóru ekki þangað nema 70 þús. tunnur. Reknetaveiði var með treg- ara móti fyrir Norðurlandi í sumar. Á þessu sumri og hausti hafa verið frvstar 55 þúsund tunn- ur beitusíldar. Ef línuveiðar verða reknar sem áður má bú- ast við nokkurri vöntun á beitusíld. í fyrra voru frystar 59 þús. tunnur beitusíldar. Ljeleg veiði útlendinga. Þátttaka útlendinga í sild- veiðunum við Norðurland var mikil í sumar. Jeg giska á að alls hafi þar verið 200—220 erlend síldveiðiskip. Norðmenn áttu þar flest skip. Næstir voru Svíar, þá Færeyingar og Danir. Afkoma útgerðar þessara er- lendu skipa hefir yTirleitt verið slæm vegna aflabrestsins. Ljel- egastur var aflinn á rekneta- skipunum. Leituðu skipverjar þó víða síldarinnar, alt vestan frá ísafjarðardjúpi og austur eftir, út af Vopnafirði, og langt norður í haf alt að 40—50 míl- ur nórður af Grímsey. Minni síld en í fyrra. Sumarið 1945 var mikil rekneta veiði, þó heil-daraflinn yrði lítill. En það getur ekki stafað af öðru en því, að þá hafi síld- armagn 1 sjónum verið meira en í ár. Afkoman. Jeg tel víst að taprekstui hafi verið mikill á síldarverksmiðj- unum að þessu sinni. Því þar er mikið fólk á kaupi um síldveiði tímann og kauptrygginggr há- ar. Mikill fjöldi nýrra vjelbáta komu sem kunnugt er til lands- ins 1 sumar. Voru þessir nýju bátar altaf að bætast við síld- veiðiflotann fram í miðjan ágúst. Tilkostnaður til útgerðar þeirra varð geisimikill. Margir eigendur þessara báta fengu út- gerðarlán hjá bönkunum. Hefi jeg heyrt að 40—50 af eigend- um þessara báta hafi ekki enn gert full skil á þeim útgerðar- lánum. Kauptrygging háseta á síld- veiðunum var kr 2500. En há- seta hlutur á bát, með meðal- afla er gaf samtals 140 þús. kr., var kr. 3,450. Afkoma margra sjómanna á bátum þeim, sem lítið veiddu, var mjög ljeleg, ekki síst þegar miðað er við kaup þess fólks, sem vann í landi við síldina. Tvær síldar- stúlkur t. d. er unnu hjá mjer við síldarsöltun í 7—8 vikur, og hæst kaupið höfðu, fengu kr. 5,600 og kr. 5.300. Afköstin. Vinna síldarstúlknanna er mest ákvæðisvinna. Eru afköst þeirra mikil, okki síst ef miðað er við afköst ýmsra landvinnu- manna, en hjá þeim eru afköst- in víða orðin lítil á síðari ár- um. Þykist jeg t. d. geta full- yrt að vinna ýmsra landvinnu- rrianna, er jeg kynntist á Siglu- firði í sumar var ekki meiri yf- ir vikuna, en hluta-sjómenn vinna í Sandgerði og í Kefla- vík á einum degi á línuveið- um. Vinnudagur þeirra er að vísu 16 stundir á sólarhring. Aflaleysisár. Núeru komin tvö sumur sem síldgrafli hefir verið tregur. Hefir þetta valdið mörgum von brigða. En þetta er ekkert nýtt í síldveiðasögu okkar. Fyrir 22 árum skrifaði jeg blaðagrein, þar sem jeg hvatti til þess að reistar yrðu síldarverksmiðjur. Þar minti jeg menn á, að árin 1917—19 voru síldarleysisár. varaði jeg menn við því, að leggja ekki árar í bát, þó síld- arleysisárin yrðu þrjú í röð. Því alt fyrir það myndi síldin aftur koma á sínar gömlu slóð- ir. Þetta reyndist svo. Og enn munu koma aíla- og aflaleysis- ár. A. m. k. þangað til við höf- um komist uppá, að vita meira en við nú vitum um það, hvernig síldargöngurnar haga sjer, og hvetrnig hægt er að veiða síldina, hvort sem hún veður eða ekki. Nýjar aðfcrðir í vændum. Nýtt veiðarfæri var reynt í sumar fyrir Norðurlandi, sem átti að duga. endaþótt síldin væði ekki. Voru það tveir sænskir bátar sem komu með veiðarfæri þetta er reynst hefir nothæft á síldarmiðum við Sví- þjóð. En hvernig sem á því stóð veiddist engin síld hjer með veiðarfæri þessu. Norðlendingur einn, sem jeg þekki, og vill ekki að nafns síns sje getið, vann að því í alt sum ar, að gera nýtt veiðarfæri. Hann hafði ekki gengið frá þessu tæki sínu fyrri en í sept- ember. Þá var það fyrst tilbúið til reynslu. En þá var síldin horfin af miðunum Vestfirðingur skrifar mjer ný lega og segir, að hann hafi fund ið upp nýtt veiðarfæri til síld- veiða. Með því eigi að vera hægt að veiða síldina á mismun andi dýpi. Ætti Fiskifjelagið að taka það mál til athugunar. London í gærkvöldi. SMUTS, forsætisráðherra Suöur Afríku. afhenti Attiee forsætisráðherra í dag ávísun að upphæð tæplega miljón sterlingspund. Gjöf þessi er tii bresku þjóðarinnar frá ibúum Suður Afríku. Er Smuts afhenti ávísunina kvað hann upphæð þnssa gefna til að sýna aðdáun Suð- ur Afríku-manna á framkomu Breta á styrjaldarárunum. Eina skilyrðið, sem fylgir gjöfinni, er að fjenu verði varið til hagsmuna bresku þjóðarinnar. Attlee þakkaði með' ræðu. Komst hann meðal annars svo að orði, að þetta væri enn einn vottur um vináttu Breta og Suður Afríkumanna. — Reuter. Jeg þykist mega íullyrða, seg ir Óskar, að í sumar var minni síld í sjónum fyrir Norðurlandi, heldur en sumarið 1945, þó veið in yrði nokkru meiri. Síldin óð betur í sumar.en í fyrra. En að minni síld hafi verið í sjónum jræð jeg af því, hve rekneta- veiðin var tre| að þessu sinni. til leigu fyrir lengri eða skemmri tíma, sömu- leiðis til leigu við gröft á húsgrunnum o. fl. Uppl. í síma 1669.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.