Morgunblaðið - 12.11.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 12. íióv. 1.946. — Landsamband íslenskra útvegsmanna — ............. Raddir útvegsmanna ..... Ritnefnd L. í. Ú. *. Ölaíur Jönsson, Sandgerði. STABREYNDIR UM FulltrúaráSsfundur L.Í.Ú. I gær hófst hjer í Reykjavík fulltrúafundur útvegsmanna víðsvegar af landinu og mun hann stnda yfir í nokkra daga. Mættir eru fulltrúar frá flest um fjelagsdeildum innan Lands sambands íslenskra útvegs- manna. Munu sitja fundinn um 70—80 útgerðarmenn og full- trúar þeirra. Fudur þessi er fyrst og fremst boðaður til þess að ræða vanda mál þau, sem nú steðja að út- vegi landsmanna og mun reynt að finna úrræði, sem leitt gætu til þess að hægt yrði að hefja veiðar á komandi ári og ef unnt er að varanlegur grundvöllur gæti skapast fyrir viðunandi rekstri útgerðarinnar í framtíð inni. Sem eðlilegt er, eru útgerð- armehn mjög áhyggjufullir yf- ir framtíðarhorfunum, þar sem sjáanlegt er að þorskveiðar verða ekki stundaðar á kom- andi vertíð nema með mjög miklum hallarekstri, ef ekki rætist verulega úr með sölu af- urðanna fram yíir það, sem nú liggur fyrir að hægt sje að ná, eða þá að sjerstakar ráðstaf- anir verða gerðar innanlands, ef tryggi útgerðinni betri og ör- uggari starfsskilyrði en nú virð ast, fyrir hendi. Útgerðarnlenn munu því leggja sig í líma til þess að finna leiðir út úr öngþveiti því, sem atvinnuvegur þeirra er nú kominn í og neyta allrar þeirr- ar orku og ráða, sem samtök þeirra valda til þess að vinna bót á því meini, sem hjer um ræðir og varðar hag allra lands manna. Okunnugleiki almennings á málefnum sjávarútvegsins. Þar sem vart hefir orðið við að landsmenn almennt geri sjer ekki ljóst hvernig hag útgerð- arinnar er nú komið og hvað virðist framundan í þeim efn- um, þykir rjett að birta almenn ingi nokkrar staðreyndir í því efni. Samkvæmt ósk „Hagfræð- inganefndarinnar“, sem stjórn- málaflokkarnir kusu sjer ný- lega til aðstoðar við lausn ,,stjórnarkreppunnar“, sem hjer ríkir, Ijet stjórn L.Í.Ú. þeim í tje yfirlit og áætlanir um rekst ur vjelbáta og togara, byggt á þeim aðstæðum, sem nú eru fyrir hendi. Birtist hjer á eftir 2 þessara áætlana í heild, önnur um rekst ur rúml. 50 smál vjelbáts, er gerður yrði út á Hnuveiðar í Faxaflóa á komandi vertíð, og hin um eina ísfiskferð togara til Englands. Auk þessa er get- ið um niðurstöðu talna úr öðr- um áætlunum. sem sendar voru og ennfremur pokkurra atriða úr greinargerð, sem fylgdi fram angreindu: Nýr vjelbátur 53 tonn byggður á íslandi kostaði kr. 550.000,00. Hann hefir ekki komist í Stofnlánasjóð. Skuldir hans eru: Fiskiveiðasjóður íslands kr. 150.000,00 ársv. 4% = kr. 6.000,00. Víxlar kr. 150.000,00 ársv. 5Yz% = kr. 8.250,00. Vaxtalaust lán úr Styrktarsjóði kr. 100.000,00. Framlag eigenda kr. 150.000,00 ársv. 5% = 7.500,00. Báturinn er vátryggður fyrir kr. 450.000,00 ársiðgj 7% kr. 31.500,00. í vertíðarbyrjun fær hann kr. 100.00,00 rekstrarlán vextir 6% p. á. Áætlun um rekstrarafkomu vertíðina 1947: Verð á slægðum fiski með haus 0,50 pr. kg = kr 250,00, skip- pund, 'verð á lifur 1,2’0 pr. líter og hrogn 0,50 pr. lítir. Afli: 1000 skippund fiskur á kr. 250,00 ....... kr. 250.000,00 31700 lítrar lifur á kr. 1,20 ........... — 38.040,00 15400 lítrar hrogn á kr. 0,50 ........... — 7.700,00 Afli samtals kr. 295.740,00 Sameiginlegur kostnaður er: Olíur ........................... 350 tn. af síld á 140,00 ........ Akstur á fiski og keypt vinna . . Viðlegugjöld..................... Hafnargjöld og vígtun á fiski . . .. Bjóðageymsla .................... Aukahlutir sjómanna............. . kr. 12.750,00 — 49.000,00 — 12.500.00 — 4.500 00 — 1.800,00 — 1.600,00 — 1.500,00 kr 83.650,00 Til að skipta í 25 staði .... kr. 212.090,00 eða kr.' 8.483,60 í hlut, skipv. éiga 14 hluti .... — 118.770,40 Báturinn fær 11 hluti........................ kr. 93.319,60 Kostnaður sem útgerðin greiðir ein: Orlofsfje skipverja 2% ........ kr. 2.375,40 Aukaþóknun 2. vjelstj.......... — 870,00 Vátrygging af bát í Y2 ár...... ■— 15.750,00 Slysa- og stríðstrygging í 4% m. .. — 2.700,00 Framkvstj. og bóknald............ — 6.000,00 Veiðarfæri ......................... — 40.000 00 Viðgerðir og viðhald í Y2 ár . . — 35.000.00 Laun vegna veikindaforfalla skipv. — 5.000,00 Útsvar, vitagjald og ýmislegt .. — 7.000,00 Afskrift af vjel og bát í V2 ár.... — 40.200,00 Vextir af Fiskveiðasjóði % ár .... — 3.000,00 Vexiir af víxlum Yz ár ............. — 4.125,00 Vextir af framl. eigenda Vi ár . . — 3.750,00 Vextir af rekstrarláni ............. — 2.000,00 Tap.............................................. kr. 74.450,80 kr. 167.770,40 kr. 167.770,40 Til þess að þessi bátur beri sig á vertíðinni, þarf fiskverðið að vera kr. 0,85 pr. kg., ef aðrir Iiðir haldast óbreyttir. Áætlun um útgerðarkostnað togara af meðalstærð. 24 daga veiðiferð. Kaup áhafnar 23.600,00 Orlof . — 944,00 Fæði . — 10.000,00 Til vjela 2.000,00 Veiðarfæri 10.000,00 Slysatrygging . — 3.000,00 Vátrygging skips 7.000,00 ís 4.000,00 Viðhald — 40.000,00 Hafnargjöld . — 1.000,00 Vinna í landi . — 12.000,00 Framkvstj. skrifstofuhald 0. fl. . . — 6.000.00 Útsvar . — 5.000,00 Útflutningsgjald . — 1.191,00 Löndun og sölul. erlendis . — 17.847.00 Tollur í Bretlandi . — 12.625,00 Kol 12.500,00 Aflaverðlaun og áhættuþ — 23.333,49 Sala í Bretlandi £ Mismundur (tap) . . 5.692 ....................... kr. 148.529,31 ............................. — 43.510,00 kr. 192.040,49 kr. 192.040,49 Eins og að framanritað kostn- aðaryfirlit sýnir er togari af meðalstærð gerður út á ísfisk- veiðar nú með verulegu tapi, þegar selt er fyrir núgildandi hámarksverð i Bretlandi,miðað við eðlilegan veiðitíma og vejnu legt magn af fiski í skipunum. í sambandi við yfirlit þetta teljum vjer rjett að taka fram eftirfarandi: 1. Kekstrarreikningar nokkra skipa hafa verið rannsakaðir, og er hægt, ef þess er óskað, að leggja fram sundurliðaða reigninga til sönnunar framan- skráðu. 2. Um viðhaldskostnaðinn, þ. e. 40 þúsund krónur, er rjett að geta þess til skýringar, að þar er talið, með hinu venjulega viðhaldi og viðgerðum — hin lögboðna 4 ára clössun á skip- unum, og henni deilt niður á ár og mánuði. 3. Söluupphæðin miðast við venjulegt magn í meðalskipi og skiptingu fisktegunda eftir því, sem algengast er. 4. I áætluninni er ekki tekið fram um verðmæti lifrar vegna þess, að algengast er að sú lif- ur, sem fæst úr hverri veiði- ferð, stendur ekki undir þeim kostnaði að greiða lifrarhlut skipverja samkvæmt gildandi samningum, enda er þá lifrar- hlutnum einnig sleppt í út- gjaldaliðnum. 5. Að sjálfsögðu er ekki gert ráð fyrir sköttum, þar sem skip ið er rekið með tapi Þá var og send áætlun yfir þorskveiðar með línu á notuð- um bát, 60 smál., sem kostaði kr. 373.000,00 og hafði hann fengið lán úr Stofnlánasjóði sjávarútvegsins að upphæð kr. 235.000,00 með 2 Y?% vöxtum pr. a. Gert var ráð fyrir sama aflam. (1.000 skp.) og aðrir kostnaðarliðir svipaðir nema þeir, sem leiða af lægri stofn- kostnaði, vöxtum og vátrygg- ingarupphæð skipsins. Niðurstaða þessarar áætlun- ar sýndi tap kr. 53.118,30. Til þess að slíkur bátur bæri sig, þyrfti því fiskverðið að vera kr. 0.76 pr. kg. af sl. fiski, að öllu öðru óbreyttu. Þá voru og sendar áætlanir um síldveiðar framangreindra báta, var miðað við núverandi aðstæður og verðlag s. 1. sumar. Gert var ráð fyrir að bátarnir öfluðu hver um sig: 5.000 mál síldar í bræðslu á kr. 31,00. | 1.000 tunur síldar í salt á kr. ; 54,00. j Þetta er að vísu ekki mikið ' aflamagn, en þó um 50% yfir meðalafla s. 1. sumars og einnig mun hærra en meðalafli áranria 1930 íil 1946. 60 tonna báturinn (sá ódýr- ari) sýndi tap kr. 42.259,50. Þarf því að fást kr. 40,60 fyrír síldarmálið og kr. 71,00 fyrir síldartunnuna til þess að hann geti borið sig að óbreyttum öðr- um aðstæðum. | 53 tonna báturinn (sá dýrari og með óhagstæðari áhvílandi lánum sýndi tap kr. 63.591,00. Þarf því að fá kr. 48,00 fyrir síldarmálið og kr. 80,00 fyrir ríldartunnuna, að öðrum að- stæðum óbreyttum, svo að síld veiðar hans beri sig. Þá var og sent yfirlit yfir saltfiskveiðar togara í einn mánuð. Var aflinn áætlaður 1.000 skp. af ufsa og verðið kr. 1,75 pr. kg. fob. pakkað, en það mun um 50% hærra verð held- ur en nú er fáanlegt fyrir ufsa. Samt sem áður sýndi yfirlit þetta nokkurt tap — að vísu lítið —, en verðið er heldur ekki fyrir hendi. í greinargerð, sem send var með áætlunum, sagði m. a.: , . ,,Það skal tekið fram, að með fylgjandi áætlanir um þorsk- veiðar með línu eru miðaðar við staðhætti og aflabrögð við Faxa flóa á síðustu árum, en afli á þeim árum hefir verið 60% hærri en hann var þar á árun- um 1935—1939. Aflafengur er óvíða jafn- mikill og við Faxaflóa og út- koma á línuveiðum þessvegna allt öðruvísi annarsstaðar á landinu. T. d. eru stórar ver- stöðvar á Vestfjörðum, þar sem aflabestu bátar eru langt undir meðalafla báta við Faxaflóa. Flestir útgjaldaliðir eru þó svip aðir á þessum stöðum. Verður því afkoma vestfirsku línuút- gerðarinnar mun mikið lakari. Svipuðu máli gegnir uft Vest- mannaeyjar, Hornafjörð og Breiðafjörð. En frá framan- greindum stöðum er aðal-Hnu- útgerð landsmanna á vetrar- vertíð rekin. Línuútgerð á öðrum tímum árs, er rekin í mun smærri stíl. Er aflafengur þá yfirleitt langt- um minni en á vetrarvertíð, en útgerðarkostnaður er þá og einnig oftast lægri. Mun þó hlut fallið þar p. milli síst vera út- gerðinni í hag miðað við útgerð á vetrarvertíð. Fjárhagsafkoma þeirra manna, sem stunda línuútgerð frá öðrum stöðum á landinu en Faxaflóa mun bví yfirleitt vera hlutfallslega lakari, en áætlanir þær bera með sjer, sem hjer fylgja. Áætlanir þær um síldveiðar Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.