Morgunblaðið - 12.11.1946, Page 10

Morgunblaðið - 12.11.1946, Page 10
Þiiðju 'ciÉ'iníi 1,2., npy.. 10 MORGUNBLAÐIÐ Verkamenn eiga að njóta jafnrjettis innan stjettarsamtakanna Stjettasamtök verkalýðsins á Islandi hafa bæði fyrr og síðar orðið fyrir allmikilli pólitískri ágengni frá vissum flokkum. Hefir þetta komið fram í því, að ákveðnir flokkar hafa viljað með einhverjum ráðum ná þeirri valdaaðstöðu innan stjettasamtaka verkalýðsins, að þeir gætu notað þessi samtök sjer til framdráttar í hinnni pólitísku valdabaráttu. í tíð Alþýðuflokksins, eða meðan stjettasamtök verkalýðs ins, Alþýðusamband íslands, og hin pólitísku samtök jafnaðar- manna, Alþýðuflokkurinn, voru eitt og hið sama, og sömu lög giltu fyrir báða aðila, þá var það svo, að verkamaðurinn var ekki hlutgengur til trúnaðar- starfa innan sinna samtaka, nema hann játaðist undir það að vera Albýðuflokksmaður, fylgja lögum og reglum Alþýðu flokksins. Þessari einstæðu skoðana- kúgun innan stjettasamtakanna var afljett fyrir ötula baráttu Sjálfstæðisverkamanna og Sjálf stæðisflokksins, og kom fullur formlegur skilnaður þessara tveggja óskyldu samtaka til framkvæmda árið 1942. Nú er það aftur á móti svo, að kommúnistar leggja á það höfuðkapp að ná valdaaðstöðu fyrir sína menn við meirihluta- kosningar þær, til stjórnar- og trúnaðarstarfa, sem fram fara innan fjelaganna, til þess á þann hátt að geta haft tögl og hagldir í stjettafjelagsskap verkalýðsins. Það er að vísu svo, að stjórn málaátök verða að sjálfsögðu ekki útilokuð mnan verkaiýðs- samtakanna. Þar eru menn saman komni’’ vegna stjettaað- stöðu og hafa að sjálfsögðu mjög mismunandi stjórnmála- legar skoðanir. Það, sem máli skiftir, er hinsvegar, að engir sjeu í þessu efni ofríki beittir og menn hafi hlutfallslega jafna aðstöðu til þess að koma fram pólitískum skoðunum eða áhrifum. Aukið lýðræðislegt rjettlæti. Það hefir frá öndverðu verið eitt aðalbaráttumál Sjálfstæð- isverkamanna, til þess að koma á meira rjettlæti í þessum efn- um innan verkalýðssamtak- anna, að teknar yrðu upp hlut- fallskosningar til allra trúnað- ar- og stjórnarstarfa. — Með þessu yrði trygt það sjálfsagða og lýðræðislega rjettlæti, að nokkurt tillit eða hlutfallslega tillit sje tekið til minnihlutans innan samtakanna á hverjum tíma, ef til átaka kemur. Þetta hefir verið eitt aðal- baráttumál núverandi forseta Alþýðusambands íslands, Her- manns Guðmundssonar, en hins vegar hefir hann ekkert aðhafst því til framdráttar þann tíma, sem hann hefir setið í valdastóli forseta Alþýðusambandsins. Að öllu þessu athuguðu hefi ýeg leyft mjer að bera fram é Alþingi frumvarp til laga um það, að það skuii skylt að við- hafa hlutfallskosningar tíl ftjórnar- og trúnaðarstarfa inn Eftir Jóhann Hafstein an stjettasamtaka verkalýðsins og við kosningar til Alþýðusam bandsþings og stjórnar Alþýðu- sambandsins, ef þess er krafist af Vs hluta þeirra. sem hlut eiga að máli á hverjum stað og hverjum tíma. Þetta frumvarp hefir sætt mis jöfnum undirtektum og all,- miklu aðkasti frá kommúnist- um og reyndar Alþýðublaðinu einnig. Mótbárurnar gegn rnálinu: Jeg skal nú víka nokkuð að þeim rökum, sem uppi hafa verið gegn málinu, ef rök skyldi kalla. Það er sagt, að með hlut- fallskosningum sje verið að innleiða pólitískar kosningar innan stjettasamtakanna og ver ið að skapa þar sundrungu og rjúfa faglega einingu verka- lýðsins. Þessu hampa komm- únistar. Þeir segja, að ekki eigi að innleiða póiitískar hlutfalls- kosningar. Jeg vil nú leyfa mjer að spyrja: Eru pólitískar hlut- fallskosningar nokkuð pólitísk- ari en pólitískar meirihluta- kosningar, því ef hlutfallskosn- ingar innan verkalýðssamtak- anna eru svo mjög pólitískar að varast ætti þær af þeim sök- um, þá verða menn að geta sýnt fram á, að þær meirihlutakosn ingar, sem nú eru viðhafðar, sjeu ópólitískar og hafi þá það fram yfir hina kosningaaðferð- ina. Að sjálfsögðu kemur það ekki til mála, að svo sje, og ekkert annað en fullkomin skyn helgi af hálfu kommúnista, þeg- ar þeir tala um, að með hlut- fallskosningum væri verið að innleiða póiitík í sjettafjelags- skapinn, sem annars sje þar ekki fyrir hendi. Það er stað- reynd, að fram hafa farið á haustinu kosningar til Alþýðu- sambandsþings, og kommú.nist- ar hafa farið hamförum og ferð ast um landið þvert og endi- langt til þess að hafa sín pólit- ísku áhrif í þessum kosningum og reyna að tryggja pólitísk kjör fulltrúa í hverju einasta verkalýðsfjelagi, sem þeir áttu þess nokkurn kost. Það er því fullkomið blygður.arleysi, að fórna höndum og tala um, að verið sje að innleiða pólitík innan verkalýðssamtakanna. — Það kann að vera, að komm- únistar vilji útiloka pólitísk áhrif innan verkalýðssamtak- anna, en það takmarkast bara við það, að beir vilja útiloka pólitísk áhrif allra annara flokka heldur en þeirra sjálfs. Þeirra pólitísku áhrif eiga að vera einráð innan samt., þess vegna má ekki taka upp lýð- ræðislegar rjettlætisaðferðir við kosningar innan þeirra. Þá eru þau önnur rök, sem færð hafa verið fram gegn þessu máli, að ekki eigi að löskipa hlutfallskosningar innan verka lýðssamtakanna, heldur sje það mál stjettasamtakanna sjálfra, að taka þetta upp af frjálsum vilja, þegar hann er fyrir hendi. Þessi mótbára er formlegs eðl- is, tekur ekki afstöðu til efnis- hliðar málsins, heldur þess forms, sem það er fram borið í. Skal jeg viðurkenna fúslega, að æskilegast væri, að ekki þyrfti til þess að taka, að beita af- skiftum löggjafarvaldsins. Hins vegar er það á engan hátt óeðli legt, að löggjafarvaldið láti sig skifta það, hvaða skipulagsregl um þau fjelagssamtök í landinu starfa eftir, sem hafa jafn mikla almenna þjóðfjelagslega þýð- ingu eins og stjettasamtök verkalýðsins. Það sem gerist og ákvarðast innan þessara sam- taka, hefir ekki eingöngu þýð- ingu fyrir þau ein og meðlimi þeirra, heldur og fyrir þjóðina í heild oft og einatt. Og þar sem hjer er um að ræða, að tryggja minnihlutanum lýðræðisleg rjettindi, þá er á það að líta, að það er ekki aðstáða til þess að koma slíku máli fram af frjálsum vilja, innan samtak- anna, meðan meirihlutinn vill nota valdaaðslöðu sína til þess að standa á rjetti minnihlutans. Jeg hafði reyndar búist við því, þegar Hermann Guðmunds son forseti Alþýðusambands ís- lands tók við því embætti, að hann myndi þá beita áhrifum sínum innan Alþýðusambands- ins, til þess að fá þessu máli framgengt af frjálsum vilja, þar sem hann hafði mjög svo barist fyrir því, að slíkt kosningafyr- irkomulag yrði tekið upp inn- an stjettasamtakanna, sem hjer um ræðir. Og þess ber þá að gæta að það er ekki fyr en eftir að hann hefir setið um tveggja ára skeið aðgerðalaus í þessum efnum, sem æðsti valdámaður Alþýðusambandsins, sem horfið er að því ráði að hreyfa þessu máli á Alþingi í frumvarps- formi. Tel jeg, að flutningur málsins hafi þá þegar nokkra þýðingu, ef hann mætti verða til þess að rumska við forseta Alþýðusambands og öðrum, er sofið hafa á verðinum i þessu rjettlætismáli. Jeg get látið þess getið, að forseti Alþýðu- sambandsins spurði mig, að lok inni fyrstu umræðu á Alþingi, um þetta mál, hvort jeg vildi draga mína tillögu til baka, ef hann lofaði því, að beita sjer fyrir því innan Alþýðusamtak- anna, að hlutfallskosningar yrðu teknar upp þar af frjálsum vilja, án afskifta löggjafar- valdsins. Þykir mjer þetta nokkru skifta og vísbending um, að málið kunni nú að kom- ast á meiri hreyfingu en verið hefur, hvað svo sem verður um framgang þess á Alþingi. Rjettmæti málsins og hliðstæð for- dæmi. Þá vil jeg víkja að ýmsum atriðum í sambandi við þetta mál, sem mæla með framgangi þess. Jeg skil naumast. að nokkur- um blandist hugur um, að hlut- fallskosningar eru í eðli sínu miklu rjettlátara form heldur en einfaldar meirihlutakosn- ingar, ef um það er að ræða, að nokkur átök eða fLokka- drættir geti átt sjer stað ,eða eigi sjer stað við kosningar, enda upphaflega fram komnar til þess að fullnægia kröfu lýð ræðisins um jafnrjetti og eðli- legt tillit gagnvart minnihlutan um. Forvígismaður breskra jafn aðarmanna, forsætisráðherra Breta, Clement Attlee, hefir sagt: „Lýðræði er ekki einungis stjórn meirihlutans, held- ur meirihlutastjórn, sem ber virðingu fyrir rjettind um minnihlutans. Þar sem öllum skoðunum minnihlut ans er lialdið niðri, þar er ekki um raunverulegt lýð- ræði að ræða“. Þetta held jeg, að Alþýðu- flokksmönnum hjer sje hollt að hugleiða. Þeirra afstaða í þessu máli er nokkuð kynleg. Sam- kvæmt skrifum þeirra í Alþýðu blaðinu kemur fram, að þeir vilja ekki taka upp hlutfalls- kosningar, af því að þær geti orðið til þess, að kommúnistar kunni að hafa nokkur áhrif innan verkalýðssamtakanna, en raunverulegt fylgi þeirra þar sje ekki nema 25% af verka- mönnum. Þeim hafi að vísu nú með bellibrögðum tekist að ná meirihlutavaldi viðast hvar inn an samtakanna, þrátt fyrir minnihluta sinn, en það beri að haga svo meirihlutakosningum, að andstæðingar kommúnista innan verkalýðssamtakanna sæki þær nógu vel, og eins og stendur í Alþyðublaðinu — ... „og það ryði kommúnistum að fullu í eitt skifti fvrir öll. — Þetta er í öllu mjög lýðræðis- legt. Og á þennan veg ber að skipa þessum málum, en það verður ekki gert á Alþingi“. — Jeg get nú ekki fallist á, að það sje mjög lýðræðislegt, að úti- loka áhrif kommúnista fyrir fullt og allt innan verkalýðs- samtakanna, ef það eitt tækist að ná meirihlutaaðstöðu gegn þeim innan stjettasamtakanna. Þetta viðhorf Álþýðublaðsins sýnir, að þeir Albýðuflokks- menn miða ekki afstöðu sína við það, hvað sje rjett og ekki rjett, heldur hitt, með hvaða pólitískum aðferðum þeir hafi mesta möguleika til þes sað ná sjer niðri á andstæðingum sín- um. Hlutfallskosningar eru fram bornar og meðal til þess að lækna slíka pest í fólki og alla þá óáran, sem hún leiðir af sjer. Við lifum ekki til farsældar í þessu þjóðfjelagi með því, að bolast hver gegn öðrum, held- ur hinu, að hver og einn njóti þess tillits, sem rjettlátt er. Það má nefna hliðstæð sam- tök verkalýðssamtökunum, þar sem hlutfallskosningar hafa verið upp teknar og þykja sjálf sagðar. Það hafa verið teknar upp í Búnaðarfjelagí íslands hlutfalls kosningar, þegar kjósa á full- trúa til Búnaöarþings. Á sama hátt gilda hlutfallskosningar við fulltrúavai innan hins ný- stofnaða stjettasambands bænda, sem er .einmitt hreinn stjettafjelagsskapur á sama hátt og fjelagsskapur verkalýðsins. í Háskólanum eru viðhafðar hlutfallskosningar, er kjósa á til Stúdentaráðs, og man jeg ekki betur en kommúnistar þar hafi einmitt verið með í því, að beita sjer fyrir því, að slíkt kosningafyrirkomulag væri þar tekið upp. En aðstaðan er tölu- vert hliðstæð. Það er þarna um að ræða einskonar sjettafjelags skap. Stúdentaráðið er níu manna stofnun, sem stúdent- arnir kjósa til þess að koma fram fyrir sína hönd og gæta hagsmuna Háskólastúdentanna. Að sjálfsögðu liggja langflest verkefni Stúdentaráðsins utan við hinn pólitíska verkahring. Engu að síður skiftast stúdent- arnir í pólitíska floltka um það, hverjum þeir vilja veita umboð til þess að gæta málefna sinna í Stúdentaráðinu. I stærsta verklýðsfielagi landsins, Dagsbrún, eru kosnir 31 fulltrúi á Alþýðusambands- þing. Fram koma tveir eða fleiri listar. Finnst mönnum það rjettlæti, að sá listinn, sem fær örfá, eða e. t. v. einu attkvæði fleira en hinn, fái alla full- trúana kosna en hinn engan? Þetta atriði er svo augljóst, að það þarf ekki vitnanna við. Þess er þá einnig að minnast, að verkamenn í Dagsbrún, er fylgja Alþýðuflokknum, hafa tekið ákveðna afstöðu með hlut fallskosningum, og var sam- vinna milli þeirra og sjálfstæð isverkamanna í fjelaginu, við síðasta fulltrúakjör til Alþýðu- sambandsþings — um það, að beita sjer fyrir þessu rjettlætis máli. Þáttur forseta Alþýðusambands- ins: Að lokum vil jeg svo víkja nokkrum orðum að því, sem snertir sjerstaklega forseta Al- þýðusambands íslands, Her- mann Guðmundsson, og er þess eðlis, að mjer finnst ástæða til þess að vænta nokkurs brautar gengis af honum í þessu máli. Hann hefir verið formaður útgáfustjórnar blaðsins „Lýð- frelsið“, sem mjög skorinort og óhikað barðist fvrir því máli, sem hjer um ræðir. Fyrstu greinina, sem birtist í þessu blaði ritaði Hermann Guðmundsson sjálfur, undir fyrirsögninni: „Hvers vegna verkamenn fylgja Sjálfstæðisfiokknum?11 Þar kemst hann m. a. svo að orði: „Á Alþingi berjast þing- mcnn Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að stjettarf jelögin verði gerð að hreinum fag- fjelögum, sbr. frumvarp Bjarna Snæbjörnssonar á haustþinginu 1939. Það er því ekki neitt undrunar- efni, heldur eðlileg afleið- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.