Morgunblaðið - 17.11.1946, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 17. nóv. 1946
Útg.: H.l. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Ausiurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Enn er hann stimplaður
ÞAÐ VAR ekki lítið sem á gekk hjá Tímanum vorið
1945, þegar landbúnaðarráðherra var að gera upp
reikningana við Mjólkursamsöluna. Mörg óþvegin orð
íjekk ráðherrann í þessu virðulega blaði.
Ein risafyrirsögnin yfir þvera forsíðu Tímans var á
þessa leið: „Siðlaus svik landbúnaðarráðherrans. Bændur
sviknir um 4—5 aura verðuppbót á hvern mjólkurlítra.
Drengileg tilslökun bænda er launuð þannig, að þeir eru
sviknir um 740 þús. kr.“! Inniháldið var svo í fullu sam-
ræmi við forskriftina.
Án efa eru flestir búnir að gleyma þessu áhlaupi Tím-
ans. En vegna þess að Hæstirjettur hefir nú skorið úr
deilunni, þykir rjett að rifja málið upp.
★
Ákveðið hafði verið að greiða niður verð á mjólk á
árinu 1944, en bændur skyldu fá í sinn hlut kr. 1.23 fyrir
lítrann. Þegar Mjólkursamsalan hafði gert upp reikning-
ana tjáði hún landbúnaðarráðherra, að ríkissjóði bæri að
greiða 1.214 þús. kr., því að þá upphæð vantaði til þess
að hægt væri að greiða kr. 1.23.
En þegar landbúnaðarráðherra fór að kynna sjer reikn-
ingana kom í ljós, að stórar upphæðir voru færðar á kostn-
aðarreikning, sem alls ekki heyrðu til reksturskostnaði.
Þar var talið varasjóðstillag Mjólkurbús Flóamanna kr.
157.722.41 og Mjólkursamlags Borgfirðinga kr. 44.553.22.
Þar var einnig talið byggingarsjóðsgjald (til nýju mjólk-
urstöðvarinnar í Rvík), 3 aurar af hverjum innvegnum
litra, samtals kr. 521.743.86. Fleira þótti landbúnaðar-
ráðherra athugavert. En samtals nam upphæðin um 740
þús. króna, sem ráðherrann dróg frá reikningi samsöl-
unnar.
Út af þessum aðgerðum landbúnaðarráðherra var mikið
skrifað og mikið talað. í hverju Tímablaði af öðru var
ráðherrann stimplaður sem „siðlaus svikari“. Hóað var
saman mörgum fundum og mótmæli pöntuð. Já, þá voru
ekki spöruð stóryrðin af hálfu hinna sjálfkjörnu „leið-
toga“ bændastjettarinnar.
En landbúnaðarráðherrann stóð fast á sínum ákvörð-
unum því að hann taldi sig hafa lög að mæla. En þegar
ekki tókst að kúga ráðherrann með stóryrðum og hótun-
um, var horfið að þeirri einu sjálfsögðu leið, að láta dóm-
stólana skera úr ágreiningnum. Og Mjólkurbú Flóa-
manna bauðst til að ríða fyrst á vaðið.
En þegar til kom og Mjólkurbú Flóamanna fór að
höfða málið, treysti það sjer ekki til að gera kröfu til ann-
ars en varasjóðstillagsins, kr. 157.722.41. Gjaldið í bygg-
ingarsjóðinn var ekki tekið með. Hefir sennilega, við nán-
ari athugun þótt vonlaust að krefjast endurgreiðslu þessa
gjalds.
En mál Mjólkurbús Flóamanna fór þannig, bæði í
undirrjetti og Hæstarjetti, að ráðherrann var sýknaður.
Er þar með fenginn úrskurður dómstólanna fyrir því, að
Jandbúnaðarráðherra hefir haft lög að mæla, í viðureign-
mni við Mjólkursamsöluna.
'ár
En svo er eftir að vita hvað Tíminn gerir. Skyldi hann
nú velja forsíðuna til þess að skýra frá dómi Hæstarjettar
í því máli, sem hann hefir svívirt landbúnaðarráðherr-
ann mest fyrir? Eða skyldi hann þegja. Máske grípur
hann til þess úrræðis, sem hann hefir stundum gert áður
undir svipuðum kringumstæðum, að ráðast á Hæstarjett.
En hvað sem gert verður, er ekki um að villast, að með
þessum dómi Hæstarjettar er Tíminn enn einu sinni
stimplaður.
Eitt getur Tíminn þakkað sjer í sambandi við þetta
mál. Skrif hans urðu til þess að vekja athygli á, að Mjólk-
ursamsalan hafði yfir 300 þús. kr. tekjur af brauða- og
sælgætissölu. Þetta varð til þess, að samsalan var nýlega
af Hæstarjetti dæmd til að greiða 40 þús. kr. útsvar til
Reyk j avíkurbæ j ar.
ÚB DAGLEC
Merkilegt
menningarstarf.
REYKVÍKINGAR ÞEKKJA
Tónlistarfjelagið og starf þess
hjer í þessum bæ. Það hefir
unnið merkilegt menningar-
starf á sviði tónlistarinnar. Það
hefir ráðið hingað heimsfræga
listamenn. Það hefir kent f jölda
manns að meta sígilda tónlist
og því er að þakka, að hjer
skuli vera kominn upp góður
tónlistarskóli.
Og þetta er þó dálítið skrýtið
fjelag á íslenskan mælikvarða.
í fjelaginu eru víst ekki nema
12 meðlimir. í því hefir aldrei
verið skift um stjórn og það
hefir aldrei farið fram á að fá
fulltrúa í ríkisstjórnina, við-
skiftaráð, búnaðarráð, eða
nokkuð annað ráð svo vitanlegt
sje. En það er meira en sagt
verður um flest önnur fjelög
hjer á landi, sem eitthvað kveð
ur að. Og það sem meira er
Tónlistarfjelagið hefir aldrei
sótt um styrk til Alþingis og
heldur ekki heft áhrif á vísi-
töluna.
Geta því allir sjeð, að hjer
er um einstakan fjelagsskap að
ræða.
Æskulýðstónleikar.
OG Á MEÐAN stjórnarvöld-
in, barnaverndarnefndir, heil-
brigðisnefndir, lögregla og
hverskonar önnur ,,völd“ í
landinu Velta vöngum og segj-
ast ekki vita hvað eigi að gera
fyrir æsku þessa bæjar, sem
sje á hraðri leið, beint í hund-
ana. Gangi með ólæknandi jazz
dellu, brennivínsþorsta og ærsl
á almannafæri, jórtandi tyggi-
gúmmi og hrópandi skæting í
náungann, tilkynnir Tónlistar-
fjelagið ósköp látlaust, að það
ætli að halda hjer lö—12
æskulýðstónleika á næstu 12
mánuðum og kenna ungmenn-
um höfuðstaðarins, að læra að
meta verk hinna sígildu meist-
ara tónlistarinnar.
Það þarf vafalaust nokkurn
kjark til, en þeir Tónlistarfje-
lagar hafa sýnt, að þeim hrýs
ekki hugur við smáerfiðleikum.
Það höfðu víst ekki margir trú
á þessum fjelagsskap. er til
hans var stofnað, en í dag hefir
Tónlistarfjelagið^ 1600 stvrkt-
arfjelaga. Það má kallast undra
verður árangur.
Bestu hljómleika-
áheyrendurnir.
LISTAMENN, sem koma
hingað frá Danmörku hafa
verið spurðir að því hvernig
þeim detti í hug að vera að
leggja á sig erfitt ferðalag um
hávetur til að halda hljómleika
á íslandi. Og þeir fara ekki
dult með ástæðuna. Þeir segja,
það er vegna þess að í Reykja-
vík eru bestu hljómleikaáhevr-
endur í álfunni. Listamaður,
sem „slær í gegn“ á Islandi er
hólpinn. Hann getur farið hvert
um lönd sem honum sýnist.
Þetta eru stór orð og merki-
leg frá dönskum mönnum, bví
ólíklegt er að Dönum sje ljúft
að sjá kóngsins Kaupmanna-
höfn missa þá forystu, sem hún
óneitanlega hefir haft að því
leyti til, að hvergi í Evrópu var
strangara ,,publikum“ og
hvergi jafn harðir dómar um
hæfni listamanna. Þessvegna
var það að listafólk, sem fór í
hljómleikaferð um Evrópu end-
andi ávalt í Kaupmannahöfn,
því þá gerði ekki lengur eins
mikið til þó dómarnir væru
misjafnt, er förin var á enda.
•
UmmæH lisía-
\ mannanna sjálfra.
HJER ER EKKI VERIÐ að
segja slúðursögu, sem heyrðist
á kaffihúsi, heldur frá ummæl-
um listamannanna sjálfra, sem
komið hafa til íslands hin síð-
ari árin. Þetta er haft eftir Ein-
ar Nörby söngvara, Elsu Brems,
Busch-fólkinu og öðrum fyrsta
flokks listamönnum, sem hing-
að hafa komið.
Það er ekki nokkur vafi á,
að það er Tónlistarfjelagið, sem
hjer á snarasta þáttinn í þeirri
þróunn, sem orðið hefir í lista-
smekk á tónlistarsviðinu.
En vandi fylgir vegsemd
hverri og því miður kemur það
fyrir, að Reykvíkingar eiga
ekki það hrós skilið, að þeir
sjeu fcestu tónlistaráheyrendur
í álfunni.
•
Undir smásjáinni enn.
ÍSLENSK NÁMSMÆR vest-
ur í Chicago sendir mjer úr-
klippu úr blaði þar í borginni,
sem birtir smágrein frá frjetta-
ritara sínum, sem verið hefir
á Llandi.
í þessari grein, eins og fleir-
um. sem birst hafa í erlendum
’ lö'íum hin síðari ár er blandað
■'aman hinum fáránlegustu stað
levsum og misskilningi um Is-
lendinga.
Það er nú ekki til neins
að verða uppvægur út af slíku
lengur. Okkur hefir einhvern-
veginn ekki tekist að halda
uppi þeirri kynningu, sem
nauðsynleg er til þess að er-
lend.ir frjettaritarar geti farið
nokkurn veginn rjett með. Og
litlar líkur eru til að breyt-
ing verði á meðan núverandi
stefna ræður hjá þjóðinni, að
best sje að gera ekki neitt til
kynningar.
•
Frúarfrumvarp
Jónasar.
ÞAD ÞARF OFT ekki mikið
tilefni til þess, að sjespegills-
mynd komi af okkur í erlend-
nm blöðum. Þannig er það til
dæmis í fyrnefndri grein
Chicagoblaðsins. Blaðamaður-
inn ræðir þar til dæmis þá
sfaðreynd, að fjórða hvert barn
á íslandi eða svo fæðist óskil-
getið. Þessu blandar hann inn
í frúarfrumvarp Jónasar frá
Uriflu og fullyrðir að Alþingi
hafi neyðst til að setja þau lög,
að stúlkur á íslandi skuli nefn-
ast frúr eftir 14 ára aldur og
betta hafi verið gert vegna þess
Þve margar ógiftar stúlkur á
Islandi sjeu mæður.
Það er sannarlega ekki öll
vitleysan eins.
awwHituiMiniuiii.miiimiliwiniKBffiH
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
mml kyniS @r pfeSra!
ERU konur greindari eða
heimskari en karlmenn yfir-
leitt?
Þessi spurning er altaf i fullu
gildi, og rædd daglega um víða
veröld. Eða hvað segja vís-
indin.
í síðasta hefti af Tímariti
Salmonsens-alfræðibókarinnar,
ritar skólasálfræðingurinn
mag. Harald Thorpe um síðustu
niðurstöður af vísindarannsókn
um í þessu máli. Tæpt er að
konur treysti niðurstöðum þess
um eða meti þær rjettar. En
hjer eru þær nú:
Gáfnahlutíallið eykst hjá
drengjunum, eftir því sem þeir
eldast. En um leið kemur í Ijós
að meðal drengja eru fleiri fá-
vitar og vitgrannir en meðal
stúlkna.
Gáfnapróf á 457 drengjum
og 448 stúlkum á aldrinum 5—
15 ára, hefir sýnt að stúlkurn-
ar eru venjulega 2—3 stigum
hærri en drengirnir, þangað til
börnin eru orðin 13—14 ára.
Þá fellur gáfnahlutfall stúlkn-
anna skyndilega niður fyrir
drengjanna.
Talið er að orsakirnar til
hærra gáfnahlutfalls1 stúlkn-
anna sje sú að það sem mest
er glímt við fram að þessu sjeu
tungumál og slíkt, en á þessum
sviðum eru stúlkurnar drengj-
unum fremri.
Rannsókn, sem gerð var í
Svíþjóð á 23.000 manns á aldi -
inum 9—20 ára, sýndi að mis-
munurinn á gáfum hinna
tveggja kynja verður íyrst
reglulega mikill um 15 ára ald-
ur, og eftir þann tíma eru dreng
irnir fremri. Gáfur þeirra þró-
ast sjerstaklega ört milli 15 og
19 ára aldurs.
Ef maður tekur bæði al-
menna greind og sjerstaka
hæfileika hjá hinum tveim
kynjum, þá kemur það fljótt í
ljós að sjergáfurnar eru vfir-
leitt miklum mun meiri hjá
karlmönnum en konum. Þeir
eru t. d. miklu betri en konur
í því að leysa stærðfræðileg
dæmi og slíkt en þó verður
munurinn allra mestur ef tekin
er ílatarmálsfræði.
Munurinn á sjergáfunum
virðist að sumu leyti liggja í
því hve hin tvö kyn hafa mis-
jöfn áhugamál og fyrir . þessu
getur verið meðfæddur grund-
völlur, og svo hefir umhverfið
sín áhrif.
UMRÆÐUR um utanríkis-
mál hefjast í brcska þinginu
n.k. mánudag. Frjettamenn
telja að allar líkur bendi til
þess, að til harðra átaka komi
i sambandi við umræðurnar,
sjerstaklega ef þeir 58 þing-
menn, sem nýlega lýstu yfir
^andúð sinm á utanríkisstefnu
I stjórnarinnar, gera alvöru úr
jþví, að krefjast þess að stjórn
in breytti um stefnu í þessum
rr.álum. Er talið, að svo kunni
að fara, að átökin um utan-
ríkismál leiði til þess að verka
mannaflokkurinn klofni —