Morgunblaðið - 19.11.1946, Page 1

Morgunblaðið - 19.11.1946, Page 1
16 síður <*• 33. árgangur. 262. tbl. — Þriðjudagur 19. nóvember 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. SLÖKkVILIÐIB BJARGAR 8 HÚSUM Uppdráttur af brunasvæðinu. Húsin, sem brunnu til ösku eru krossstrikuð, Amlmannsstígur 4 og 4A og íbúðarskúrinn. Húsin, sem cldur komst í og skcmdust að einhverju ráði eru ská- strikuð, Amtmannsstígur 2, K.F.U.M., Amtmannsstígur 2, Þingholtsstræti 12 og Bókhlöðu- stígur 11. I húsin Amtmannsstíg 5 og Þingholtsstræti 14 komst eldur að utan, en þau voru öll varin. (Þór Sandholt arkitekt gerði myndina fyrir Morgunblaðið). „ fjppreisnarmennirnir“ í breska þinginu greiddu ekki atkvæði með sinni eigin tillögu Hún var felld með 353 alkvæðum gegn esigu Lonaon í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. VANTRAUSTTILLAGA sú, sem 58 þingmenn úr stjórn árílokknum breska, Verkamannaflokknum, báru fram á Beyin, utanríkisráðherra og stefnu stjórnarinnar, var rædd í neðri málstofu breska þingsins og borin undir atkvæði. Urðu úrslitin þau, að tillagan var felld með 353 atkvæðum gegn engu. Greiddu „uppreisnarmennirnir“ ekki atkvæði með sinni eigín tillögu, heldur sátu hjá. íhaldsflokkurinn greiddi aþkvæði gegn tillögunni. „HAFA EKKI REYNT AÐ SÆTTA“ Crossmann, sem flutti til Ennfremur sakaði ræðumað- ur stjórnin um það, að vilja löguna. fylgdi henni úr hlaði 'stuðla að því að heimurinn og sagði, að breska stjórnin'skiptist í tvæi' fjandsamlegar Ijeti Bandaríkjastjóm alger- þjóðafylkingar í stað þess að lega ráða yfir sjer og hefði vera þjóðasættiri alls ekki „gegnt þeirri skyldu sinni að miðla málum milli „EKKERT TIL í ÞESSU“ amerískrar auðvaldsstefnu og Attlee, forsætisráðherra, rússnesks kommúnisma“. ■— Frh. á bls 12. «------------------------- Thor Thors undirritar stofnskrá ’JMO ídag THOR THORS sendiherra, formaður sendinefndar íslands á þing sameinuðu þjóðanna, undirritar á þriðjudagsmorgun- inn 19. nóvember stofnskrá sameinuðu þjóðanna. Þingfund ur hefst kl. 11 og býður forseti Island þá velkomið, en sendi- herra flytur stutta ræðu, og tekur sendinefndín sæti á ráð- stefnunni. (Frjett frá Utanríkisráðu- neytinu). LONDON. Nýlega hrundu svalir á húsi í indverskri borg og fórust 25 menn, sem á þeim stóðu. Var fólk þetta að horfa á skrúðgöngu Hindúa, sem framhjá fór, en svalirnar þoldu ekki þungann. 24 manns heimilslaust er tvö íbúðarhús brunnu á sunnudagsmorgun Furðuleg björgun TVÖ ÍBÚÐARHÚS og einn íbúðarskúr brunnu til ösku hjer í bænum á sunnudagsmorgun. Voru þetta húsin nr. 4 og 4A við Amtmannsstíg og bjuggu til samans í húsunum og skúrnum 24 manns. Auk þess brann hús K.F.U.M. við Amtmannsstíg mikið og eldur komst í nokkur önnur hús þarna í nágrenninu. Um tíma voru samtals 11 hús í hættu frá eldinum og rnilli þessara húsa var olíuport Hins íslenska steinolíuhlutafjelags. Af frábærum dugnaði tókst slökkviliði bæjarins að bjarga 8 húsum, tiltölulega lítið skemdum, sem í hættu voru. íbúar björguðust nauðuglega. íbúarnir í Amtmannsstíg 4, sem var stórt tveggja hæða timburhús, ásamt rishæð, björguðust allir mjög nauðuglega út úr húsinu, og í náttklæðum einum. Engu var bjargað af eignum þessa fólks, enda var húsið orðið nærri alelda þegar menn urðu varir við eldinn. Fjórum var bjargað út um glugga og slösuðust tveir er þeir voru að bjarga sjer út. Ari Arnalds íyrverandi bæjarfógeti, sem fór út um glugga á björgunar- kaðli og frú Steinun Kristjánsdóttir, ekkja Alberts Þórðar- sonar bankastjóra, sem ljet sig falla frá glugga á annar; hæð hússins. Tími var til að gera fólkinu í húsinu nr. 4A aðvart í tæka tíð og ennfremur íbúum skúrsins. í húsum í kring var fólki einnig gert aðvart um brunann og var byrjað að bera út úr þeim innanstokksmuni og annað verðmæti. Grikkir ákæra nágranna sína Harðir bardagar á norð- urlandamærunum London í gærkveldi. FORSÆTISRÁÐHERRA Grikkja, Tsaldaris, hefir sent sendiherra Breta og Banda- ríkjanna í Aþenu orðsendingu frá stjórn sinni, þar sem hann ákærir nágranna Grikkja, Al- bana, Júgóslava og Búlgara fyr ir að skjóta skjóJshúsi yfir og styrkja óaldarflokka, sem haf- ast við á norðurlandamærum Grikklands og gera árásir á gríska hermenn og grísk þorp. Talið er að stjórnin muni senda samhljóða ákæru til bandalags hinna sameinuðu þjóða. Þær fregnir hafa borist frá norðurhjeruðum Grikklands, að síðan í gærmorgun hafi grískar hersveitir háð harðar orustur við óaldarflokka. Sagt er að lið- sterkir óaldarflokkar haldi nú uppi hörðum árásum á herlið Grikkja og beiti þungum vopn- um, svo sem fallbyssum. —Reuter. Slökkviliðið gekk mjög vel fram í starfi sínu. Eldurinn kom upp rjett fyrir klukkan sex um morguninn, en ekki var búið að ráða niðurlögum hans að fullu fyr en um hádegi. Frost var nokkuð og norðan hvass- viðri og gerði það björgunar- starf erfiðara og eldshættuna meiri fyrir nágrannahúsin. Eldsupptökin. Eins og áður er getið kom eldurinn upp í húsinu Amt- mannsstíg 4. Það hús var eign „Samvinnumötunevtisins". Það mötuneyti var áður til húsa í „Gimli“, sem nú er biskupsbú- staður. Þegar mötuneytið varð að rýma það húsnæði í fyrra- sumar festi það kaup á Amt- mannsstíg 4. Á laugardags- kvöldið hafði mötuneytið gleð- skap á fyrstu hæð hússins, þar sem matsalir voru. Lauk þeim gleðskap á fjórða tímanum um nóttina, en fólk var á ferli. í húsinu framundir það að elds- ins varð vart. Rannsókn hefir leitt í Ijós, að eldurinn mun hata komið upp í suðurenda gangs á efri hæð. Virðast vera tveir möguleikar fyrir eldsupptökum: 1) Að kviknað hafi út frá rafmagni. 2) Að óvarlega hafi verið farið með eld og hann komist Framh. á 2, síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.