Morgunblaðið - 19.11.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.1946, Blaðsíða 8
9 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. nóv. 1946 ÍMnðuttftlftftifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Auscurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. I lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Men taskólinn RÍKISSTJÓRNIN og Alþingi hafa nú um nokkurt skeið r-erið önnum kafin við að útvega rektor Mentaskólans í Reykjavík hentugt húsnæði. En þrátt fyrir það, að þessir iveir valdamestu aðilar í okkar þjóðfjelagi leggi fram alla krafta sína, og hafi sjálfan ríkissjóðinn að baki sjer, virðist þetta húsnæðismál rektors ætla að verða eitt erfið- asta og flóknasta vandamálið, sem stjórn og þing hafa íengið við að glíma um langt skeið. Skal engan undra þótt einstaklingar, sem lent hafa í húsnæðisvandræðum hjer í bænum, eigi erfitt að finna úrræði sjer til bjargar, þegar svona er ástatt fyrir þeim, sem öll völd og fjárráð hafa í sinni hendi. ★ í sambandi við þetta húsnæðismál rektors hefir tals- vert verið rætt um framtíð Mentaskólans sjáifs. Var fyrir stuttu uppi sú hugmynd, að leggja niður gamla skólann og byggja nýtt, stórt skólahús í úthverfi.bæjarins. Hafði stjórnskipuð nefnd lagt til, að skólanum yrði valinn stað- ur milh Laugarness og Kleppsspítala. Síðar kom í Ijós, að bærinn þurfti á öllu þessu landi að halda til ýmissa framkvæmda í þágu útgerðarinnar. Var þá farið að leita að öðrum stað í úthverfi bæjarins, undir mentaskólahús. Ekki er Morgunblaðinu kunnugt, hvort sá staður er enn fundinn, en heyrst hefir að ein- hverjir hafi augastað á hæðinni nálægt golfbrautinni. ★ Síðastliðið sumar skrifuðu tveir kennarar Mentaskól- ans grein um þetta mál hjer í blaðinu. Þeir voru alger- lega andvígir því, að byggður yrði einn stór mentaskóli íyrir Reykjavík. Þeir bentu á að reynslan hefði sýnt, að því fjölmennari sem skólarnir væru, því verri reyndust þeir. Auk þess yrði stjórn stórra skóla margfalt erfiðari. Þeir bentu einnig á það mikla óhagræði og aukinn kostn- að, sem af því leiddi fyrir nemendur og aðstandendur þeirra ef sækja þyrfti skólann í úthverfi bæjarins. Þessir kennarar Mentaskólans lögðu til, að gamli Menta- skólinn yrði notaður áfram, og starfsskilyrði þar aukin og bætt, eftir fylstu getu. Yrði svo horfið að því að Dyggja annan Mentaskóla í austurbænum, ekki neinn risaskóla, heldur hæfilegan og viðráðanlegan. Þannig yrði þróunin ekki einn stór skóli, heldur fleiri skólar og smærri ★ Það kom greinilega í ljós á 100 ára artíð Mentaskól- ans s. 1. vor, að hinir eldri nemendur vilja að skólinn verði kyrr á sínum gamla og fræga sögustað. Þeir ákváðu að beita sjer fyrir því, að þetta gæti orðið. Oft hafa verið uppi raddir um, að auka landrými skól- ans á hinum gamla stað, fá til afnota alt svæðið milli Amtmannsstígs og Bókhlöðustígs, upp að Þingholtsstræti Liggur nú fyrir Alþingi þingsályktunartiliaga um að skora á ríkisstjórnina að undirbúa löggjöf um eingnar- nám á húsum og lóðum á öllu þessu svæði. Margir hafa talið æskilegt, að þetta svæði í miðbæn- um yrði tekið til afnota í þágu Mentaskólans. En mikið hefir hingað til strandað á kostnaðarhliðinm. En eins og fjármálaráðherrann benti á í þinginu í gær, hefir við brunann mikla aðfaranótt sunnudags skapast nýtt viðhorf í þessu máli. Kvað ráðherrann sjálfsagt að athuga nú þá möguleika, að búa Mentaskólanum fram- tíð á sínum gamla stað. Má telja víst að nú verði horfið að þessu ráði. Og þeg- ar Mentaskólinn hefir fengið til afnota- alt hið umrædda svæði er honum trygð framtíð á sínum gamla stað um ófyrirsjáanlegan tíma og verður ekki annað sagt, en þetta sje að öllu leyti æskilegasta lausnin á húsnæðis- málum skólans. Staðurinn sem hann stendur á er orð- inn frægur í íslenskri menntasögu og húsið sjálft ber að varðveita eins lengi og unnt er. ÚR DAGLEGA LÍFINU Þegar rauði haninn galar. ÞAÐ SLÆR ÓHUG á menn, þegar rauði haninn galar. Þeg- ar eldsvoða ber að höndum fara menn oft fyrst að hugsa um, að það hefði alveg eins getað komið fyrir þá, að kvikn- að hefði í húsi þeirra, eins og nágrannans. Og þá hugsa menn oft í fyrsta sinni, hvort örygg- isráðstafanir gagnvart eldi sjeu í lagi. Og hætt er við, að talsvert vanti á, að menn gæti þess að gera nauðsynlegar varúðarráð- stafanir. I tveimur stórbrun- um, sem orðið hafa hjer í bæn- um með stuttu millibili, Hótel Island brunanum og nú Amt- mannsstígsbrunanum, hafa menn bjargað lífi sínu á björg- unarlínum. Það ætti að vera öðrum áminning um, að hafa jafnvel það öryggistæki í lagi. Ættu nú allir, sem búa i timburhúsum, bæði hjer í Reykjavík og annarsstaðar á landinu, að huga að því hvort björgunarlínur sjeu á sínum stað og þannig um þær búið, að þær gætu komið að gagni, ef þörf krefur. — Björgunar- línur er hægt að fá hjá Slysa- varnafjelagi Islands. Skeytingarleysið er dýrt. FYRIR NOKKRUM mánuð- um skýrði eftirlitsmaður rík- isins með eldvörnum frá því í blaðinu, að erfitt væri að fá menn í byggingum hins opin- bera úti á landi, til þess að gæta allra varúðarráðstafana. Það væri t. d. ekki óalgengt, að björgunarkaðlar hyrfu. Þeir hefðu verið notaðir til hins eða þessa, t. d. til að draga bíla, ef á lá, eða að þeim hafði bók- staflega verið fleygt. Slíkt skeytingarleysi getur orðið dýrt spaug. • Aleigan hverfur. ÞEIR, sem verða fyrir því óláni að lenda í eldsvoða missa stundum alt sitt svo að segja á einni svipstundu. Margt er hægt að bæta sjer upp aftur með peningum, en ýmislegt er það, sem ekki verður greitt með fje, eða er ófáanlega. En það er furðulegt hve fólk vanrækir að vátryggja eigur sínar. Menn láta reka á reið- anum og eru andvaralausir fyrir jafn einföldum hlut eins og þeim, að tryggja eigur sínar. • Dugandi slökkvilið. ENN EINU SINNI hefir slökkviliðið í Reykjavík sýnt, að í því eru dugandi drengir, sem hægt er að treysta til að gera það, sem í mannlegu valdi stendur til að vinna gegn elds- voðanum. Þeir láta einskis ófrestað að leggja sig alla fram. Margir slökkviliðsmanna leggja sig í beina lífshættu til að freista þess að bjarga því sem bjargað verður. I eldsvoðanum á sunnu dagsmorgun munaði t. d. mjóu, að minsta kosti einn slökkvi- liðsmanna fjelli niður af baki á þriðju hæð á húsi K.F.U.M., er hann var að reyna að gera sitt til að bjarga húsinu. Það þarf þrek til að vinna gegnblautur í veðurofsa og frostp eins og slökkviliðsmenn- irnir gerðu á sunnudagsmorg- uninn. Það eru slíkir menn, sem við þörfnumst í slökkvi- liðið. Og ekki má gleyma sjálf- boðaliðunum, borgurunum í bænum, sem ekki eru í liðinu sjálfir, en ávalt bjóða fram að- stoð sína þegar hætta er á ferð- um. • Ljelegar póst- samgöngur. PÓSTSAMGÖNGURNAR við Bandaríkin ætla ekki að batna mikið, þó það eigi að heita svo, að friður sje kominn á. Fyrir helgina kom mikið af pósti að vestan, sem hefir verið alt að 2% mánuð á leiðinni. í þessari póstsendingu voru blöð og tímarit frá því seinast í ágúst og alt fram í lok október. Mönnum verður harla lítið gagn að þessum pósti þegar hann loksins kemur og til lítils að vera að eyða peningum í að kaupa þessi blöð og tímarit, sem eru orðin úrelt þegar þau loks berast hingað til landsins. Póststjórninni ætlar ekki að gagna vel að fá því kipt í lag, að póstsamgöngur milli íslands og Bandaríkjanna verði reglu- legar. Má það furðu gegna hve tómlæti ríkir í þessum efnum og sannast sagt alls ekki við- unandi. „Aðeins einn árekstur“. ÞESS VAR GETIÐ til tíðinda hjer í blaðinu fyrir nokkru, að daginn áður hefði ekki komið nema ein kæra um árekstur milli bifreiða hjer í bænum. Var sagt að þetta væri einstakt og þess vegna vafalaust í frá- sögur færandi. En ekki var þess getið hve margir árekstr- ar væru venjulega á dag hjer í bænum. Þessi litla frjettaklausa gef- ur tilefni til hugleiðinga um það, hvort ekki væri rjett, að lögreglan segði frá orsökum árekstra, sem verða hjer í bæn um. Orsakirnar gætu orðið öðrum til varnaðar. 'iiiifminmsiiiiiiiiiiMii II iiiimiciiiiimiiMiiiiuNt MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Skriiið æiiinpm og vinum veslan ha?s! ÞESSI grein er eftir Stefán Einarsson ritstjóra Heims- kringlu, birtist þar þ. 30. okt. Hún á erindi til allra íslend- inga jafnt austan hafs sem vestan. Stefán segir: Eitt af því, sem jeg lofaði mörgum heima á ættjörðinni, fyrir skömmu, var að minna Vestur-íslendinga á að eiga sem oftast brjefaskifti við skyldmenni sín heima. Það rigndi bókstafelga yfir okkur vestangestina spurningum um skyldmenni og forna kunningja hjer vestra, sem eins eðlilegt er og dagur fylgir nóttu; gátum við oftast gert þeim, sem spurðu, einhverja úrlausn. En samt ef til vill ekki ávalt. Is- lendingar heima sögðust fyrst í stað hafa skrifast á við skyld- fólk sitt, en svo hefðu bústaða- skifti orðið, bæði hjer vestra og heima, og það hefði oft verið orsök þess, að brjefaskiftin hættu. Við svöruðum því til, að Islendingar heima sendu þá brj.ef sín til blaðanna, og þau mundu reyna að hafa uppi á frændum þeirra hjer. Vil jeg hjer endurfaka það og biðja þjóðbræðurna heima, að reyna að færa sjer þá aðstoð í nyt, sem blöðin geta veitt í þessu efni. Það var ekki laust við að mjer fyndist það syndsamlegt,1 að kynningu á þennan hátt skyldi ekki vera betur haldið við, en raun er á. Við komu ( okkar vestmannanna heim, rifjaðist margt upp frá liðnum dögum, og það leyndi sjer ekki hvað sú menning var hjart- fólgin íslendingum heima. Og við vissum fyrirfram að hún væri Vestur-Islendingum það einnig. Það veigra sjer margir við að skrifa vegna þess, að þeir þykjast ekki hafa nógu mikið efni um að ræða og ekki vita hvað þeir eigi helst að skrifa, sem frjettnæmt sje. En þetta er ekki rjett á litið. Frændurnir heima eru ekki að biðja um neinar víðfeðn^gr heimsfrjettir. Þá fýsir það eitt, að vita um skyldmenni sín og fornkunn- ingja; frjetta af þeim, heyra persónulega eitthvað um líðan þeirra og hvað þá þessa eða hina stundina gleður. Hugur Islendinga heima, ástúð og til- finning, er hin sama og hún var til frændanna. Og það mundi ekkert meira gleðja þá, en að vita eitthvað um hagi þeirra. Hjörtun slá eins og þau gerðu forðum og söknuðurinn út af skilnaðinum, er ávalt hinn sami meðal skyldra, hvernig sem hjólið annars snýst. Hinum löngu vetrarkvöldum, sem nú fara í hönd — vetur byrjaði eftir gamla íslenska tímatalinu s. 1. laugardag (26. okt.) — væri á engan hátt bet- ur varið, en þann, að setjast við og skrifa gömlu trygðavinim- um heima brjef og láta þá vita eitthvað um sig. Þeir mundu fá þá litlu fyrirhöfn margborgaða með ástúðlegum brjefum aftur að heiman og frjettum frá æskustöðvunum og ættlandinu, sem þeim yrði ógleymanleg skemtun. Látið því brjefaskrift ir, fyrir alla muni, ekki lengur undir höfuð leggjast. Þið svar- ið með því margri spurningu, sem við gátum ekki nema lítil— lega svarað, en frændunum heima liggur mikið á hjarta að fá fullkomnara svar við. Það hefir, auk persónulegs vinskap- ar, jafnframt þá kynningu í för með sjer milli frændanna, sem nú er í alvöru æskt eftir af ís- lendingum beggja megin At- lants-ála. E)aí! og ferofnafii LONDON. Lebrun, yrrum forseti Frakklands liggur nú rúmfastur vegna þess að hann datt nýlega á skemtigöngu og mjaðmarbrotnaði, Talið er að hann eigi lengi í þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.