Morgunblaðið - 19.11.1946, Síða 14

Morgunblaðið - 19.11.1946, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðiudagur 19. nóv. 1946 BiiiiHiiiiiiimiimiiimiiiiiiMfliiiiiiminr BLÓÐSUGAN Bmiiiimiimiiiiiimiimimiimmiimiiiiiiiimiiimiimimiiiii WL l'l imiiiiiimmmiiimmimiimmmiiiimiimiiiimmmmiimra 42. dagvr — Það kemur alls ekki mál- inu við, æpti Massingham ó- þolinmóðlega. Ef einhverskon- ar svik eða mútur verða upp- vís, er kosning hans ógild og kjördæmið gengur þá til yðar, sem hafði næstflest atkvæði. En nú ætla jeg að fara og ná í þessar sannanir, þvi jeg hefi þær sama sem í höndunum. Þakkið þjer forsjóninni, Sir Melmoth, að þjer hafið sjálfur barist heiðarlega. Massingham þaut út. brenn- andi af ákafa. Sir Melmoth hallaði sjer aftur á bak í stól- inn og saug fast vindil sinn. — Aldrei hefi jeg varið 450 pundum betur, tautaði hann við sjálfan sig. Tveim sólarhringum síðar kom Orme þjótandi inn í skrif- stofu verksmiðjunnar, óhreinn eftir ferðalagið og órólegur. Hann hafði verið alla nóttina í járnbrautarlestinni. — Hvað í ósköpunum er þetta eiginlega, Ingram? æpti hann. — Jeg fjekk skeytið þitt. Hvernig hefir þetta óhapp vilj- að til. — Jeg get varla horfst í augu við þig, drengur minn, stundi Ingram. — Þú sást skömmina út úr þessum Linke. Hvort hann er fantur eða heimskingi, veit jeg ekki enn. Það virðist svo sem hann hafi ráðið menn í verksmiðjuna upp á ágóða- hluta og jafnvel greitt þeim eitthvað fyrirfram, með því skilyrði, að þeir kysu þig. Og það hafa þeir gert. Craven og hans menn hafa komist að þessu, og þeir hafa þegar kært fyrir kosningasvik og mútur. Það er sagan í sem stystu máli. Orme var orðlaus af undrun. — Jeg hefi sent eftir Linke og þú getur spurt hann spjör- unum úr sjálfur, sagði Ingram. — En hjer er uppskrifað þetta, sem hann hefir gert. Orme flýtti sjer að lesa syndaregistur Linkes, og því- næst kom Linke inn. Hann var fúll á svipinn, en um leið auð- mjúkur. — Það er bara eitt, sem við viljum vita, Linke, sagði Ing- ram grimdarlega. — Hvernig dirfðust þjer að ráða þessa menn og fá þeim peninga. þvert ofan í ströng fyrirmæli okkar? — Jeg .. jeg neita því ekki, að jeg gerði það, sagði Linke stamandi, — en mjer gat ekki dottið í hug, að það væri talið mútur, heldur var það ætlun j mín að hjálpa ykkur. Þið sögð- uð sjálfur, að kosningin myndi standa tæpt, og jeg gat ekki annað skilið en þið ætluðust tii að jeg hjálpaði ykkur eitthvað. Eins og þið sjáið, hafði jeg tals- vert frjálsar hendur og svo hnfði jeg þessa 50 punda ávís- un frá ykkur. Það var meira en fyrir föstu vikulaununum, og jeg hjelt, að afganginn • tti að nota til hins. — Hjelduð??! Og svona getið j þj.er logið, án þess að roðna. Yður var greinilega bannað, hjer inni í þessari skrifstofu, að géra neitt þvílíkt! Það getur Orme hjerna vitnað! — Þjer sögðuð eitthvað í þá átt, sagði Linke og tvísteig, — en jeg hjelt að þjer meintuð það gagnstæða, svei mjer þá. Þjer vilduð ekki lána mjer ( peningana, sem jeg bað ýður j um, og auðvitað móðgaðist jeg ekkert af því. Því, skiljið þjer, jeg hjelt, að jeg gæti hjálpað ; yður eitthvað og þá myndi jeg fá peningana hjá yður eftir kosninguna. En þetta hefir alt | lent í klúðri og engum þykir það leiðara en mjer. Jeg hjelt, að þjer ætluðust til, að jeg gerði það, sem jeg gerði. Og ekki fæ jeg skilið, hvernig hin- ir hafa getað komist að því! Ingram þaut upp, sótrauður í framan og svo grimmilegur á svipinn, að Linke hörfaði und an. Orme tók nú fram í sam- talið. — Jeg hefi ekki annað við yður að segja, Linke, en þetta: Þjer skuluð segja rannsóknar- nefndinni þessa sögu yðar og muna að segja satt.Jeg á ekkert vantalað við yður. Gefðu hon- um ávísun fyrir laununum sín- um, Ingram, og svo getur hann j hypjað sig burt hjeðan. I Ingram flýtti sjer að skrifa ávísunina og fleygðl henni í Linke. — Það er eins gott fyrir yður að vera fljótur út, því það er ekki víst, að jeg geti stilt mig lengi um að leggja hendur á yður. Linke tók blaðíð og flýtti sjer út. Orme leit á fjelaga sinn. — Ætli jeg missi sætið fyrir þetta? spurði hann þreytulega. Aldrei hefði okkur dottið í hug að fara svona að. Heldur hefði jeg stolið úr vasa manns en gera slíkt. — Það er undir áliti nefnd- arinnar komið, svaraði Ingram, — ennþá getum við kannske sloppið. En vonin er sosum ekki mikil. Það kemur ekkert málinu við, hvort svikin hafa /erið framin með okkar vilja eða ekki. Þau eru framin til að hjálpa okkur, og fyrir það verðum við að gjalda. Orme stóð upp. — Heldurðu, að hjer liggi einhver svik bak við? spurði hann. — Vafalaust. En jeg bara skil ekki ennþá hvernig þeim hefir verið komið í kring. Mað- urinn er okkar þjónn, og í okk- ar brauði og okkar flokksmað- ur í stjórnmálum. Það er það 1 versta. Jæja, við gerum það sem við getum og vonum það besta. Þeir fjelagar ljetu nú rann- saka málið eins nákvæmlega og hægt var, en engan árangur bar sú rannsókn. Eftir þrjá daga átti nefndin að rannsaka málið. Fresturinn var ekki langur, af því málið virtist vera svo augljóst. Allir hlutaðeig- endur vitnuðu. Linke játaði brot sitt djarfmannlega og Ijet í ljósi iðrun. Hann reyndi alls ekki að velta sökinni á Orme, enda hefði það verið til einskis. Iljer þarf ekki að skýra frá rannsókninni í smáatriðum. Það var bersýnilegt, að kjósendur höfðu verið keyptir og það svo óvarlega og klaufalega, að undrum sætti. Linke fjekk ó- þyrmilegar áminningar hjá dómurunum og átti yfirleitt heldur bágt meðan á prófunum stóð. En til allrar óhamingju lá engin refsing við því, sem hann hafði framið. Hann var þjónn Ormes og frambjóðandinn varð að gjalda verka þjóns síns. For- maður rjettarins gaf úrskurð- inn, eftir að dómararnir höfðu talað saman stutta stund. „Rjetturinn álítur, að sann- anir liggur fyrir þess efnis, að svikum hafi verið beitt“, sagði hann. „Kosning hr. Ormes fyr- ir Westington-kjördæmi dæm- ist ógild. Rjett er að taka fram, að ekkert bendir til, að hr. Orme hafi sjálíur átt neina sök í svikum þeim, sem framin hafa verið, því hann virðist hafa gert alt sitt til þess, að kosn- ingin færi heiðarlega fram. Vjer getum því ekki annað en aumkað hann. En ensk lög heimta, að kosning sje ógild, ef svik hafa sannast, og á svik- um getur enginn. enskur maður tekið sæti sitt í þinginu, sem fulltrúti þjóðarinnar. Kosning hr. Ormes dæmist því ógild“. Um kvöldið koinu blöðin í Westington og um alt England með stórar fyrirsagnir: Kosningasvik í Westington. Kosning hr. Ormes ógild. Sir Melmoth Craven verður þingmaður kjördæmisins. Orme leið illa. Þetta var þúsund sinnum verra en þó hann hefði fallið við kosning- una á venjulegan hátt. Óvinur hans, sem hann vissi, að var fantur, hrósaði nú sigri, og alt það, sem Orme hafði lofað að gera sem þingmaður fyrir flokk sinn, varð nú að vera ógert. Eftir að hafa talað við Ing- ram, neitaði hann að tala við nokkurn mann annan, og var einn. Meðaumkum og vorkunn hefðu gert hann vitlausan. En meðan hann sat í þessum hug- leiðingum, kom brjef frá Dere- ham Hall, þar sem hann var beðinn að koma þangað undir eins. Þegar Orme kom þangað, tók frú Dereham við honum. Hún var geðsleg gömul kona, hvít fyrir hærum. en nú var hún frá sjer numin af reiði yfir óförum Ormes. — Þessir þingmenn! sagði hún, — eru flestir fantar og allir leiðinlegir. Jeg á tvo bræð ur í þinginu og einn frænda, og enginn þeirra veit fyrir víst, hvaða flokki hann tilheyrir -— en þeir eru þingmenn samt! Og þjer fallið .... eini heiðarlegi maðurinn, sem jeg þekki! Hrós ið þjer happi, hr. Orme. Þjer eruð of hreinn fyrir þá stofnun. Orme brosti beisklega er hann heilsaði gömlu konunni. Frú Dereham hafði verið hon- um góð'ur vinur í Westington. — Svei mjer ef jeg held ekki, að þjer sjeuð að harma þetta, sagði hún og leit á hann. — En til hvers væri það? Þjer hafið ólíkt meira verk að vinna —- já. og betra verk. En þjer hafið ekki gaman að hh ‘a á þennan kellingarvaðal, svo að jeg ætla að sækja aðraj sem j.-tur betur kcmið vitinu fyrir yður. BEST AÐ AT7GLYSA t MÍTRr.inSTBLAÐIlsrU Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 22. síðan við höfðum sofið. Og til þessa fundum við sárt á hinni tilbreytingalausu ferð yfir auða sólbakaða sljett- una. Áfram hjeldum við og áfram undir skini hinnar stöðugu hádegissólar, og ef við duttum var ýtt við okkur með velbeittum spjótsoddi. Fjelagar okkar duttu ekki. Þeir gengu beinir og stoltir á svip áfram, áfram. Stund- um yrtu þeir hver á annan á máli þar sem í voru aðeins einsatkvæðisorð. Þeir voru göfugmannlegir ásýndum með vel löguð höfuð og ágætan vöxt. — Karlmennirnir voru háir og vöðvastæltir með mikil skegg, en konurnar minni og ýturvaxnar með mikið, hrafnsvart hár, sem hnýtt var í lausar lykkjur. í andliti mátti kalla þetta fólk frítt, við sáum ekki eitt einasta andlit, sem kallað nefði verið ólaglegt á Jörðunni. Enga skargnpi bar fólk- ið, en síðan komst jeg að því, að orsökin til þess var að eins sú, að þeir sem tóku það höndum, höíðu svift það öllu slíku. Klæði þess voru þannig, að konurnar voru klæddar skikkju úr einhverju flekkóttu efni, sem líkt- ist mest hljebarðaskinni. Náði skikkjan frá öxl og niður a hnje og var haldið utanum mittið með leðurbelti. Á íótunum hafði fólk þetta leðurskó. Karlmennirnir höfðu iendaklæði úr loðnu skinni og voru þau stundum skreytt vígtönnnum dýrs þess, sem skinnið var af. Fangaverðir okkar, sem jeg hef kallað górillumenn, voru ekki eins digrir og górillaapar, en þrátt fyrir það voru þetta mestu beljakar. Handleggir þeirra og fætur voru ekki ósvipaðir og á mönnum, en búkurmn var ákaf- lega loðinn, og andlitin eins grimmdarleg og á þeim górillaöpum, sem jeg hafði sjeð annað hvort í dýragarði, eða úttroðna á safni. Það eina sem ekki svipaði til apanna, var ennið, það var ekki miklu lægra en á mönnum. Þeir voru klæddir ’ einskonar stakk úr grófu efni og höfðu á fótum sjer ilskó úr hinu þykka skinni af einhverju einstæða stein- aldardýrinu, sem enn lifði í þessari undarlegu veröld Þeir höfðu mikið af allskonar armböndum og hringj- Það hafði rignt í fleiri vikur og leðjan á vegunum var orðin í meira lagi djúp. Það var næst um ómögulegt að komast ferða sinna, en Halldór bóndi gat ekki dregið það lengur að fara í kaupstaðinn, til að sækja póstinn og ýmiskonar matvæli. Svo hann náði sjer í gamla snjóskó, sem hann átti, og lagði af stað, en fór varlega. Ekki hafði hann langt farið, þegar hann sá hatt á veginum. Hatturinn hreyfðist öðru hvoru. Halldór gekk að honum og lyfti honum — og sá sjer til mikillar furðu, að mannshöfuð var undir hattinum. — Góðan dag, sagði bóndi, er eitthvað að? — Nei, svaraði höfuðið, jeg sit ennþá á hestinum. ir Eftir að hafa beðið lengi eft- ir því, fjekk, ungur leikari loks- ins hlutverk. Hann átti að segja tvö orð: „Þey, skammbyssu- skot!“ En svo fór, að hann varð hræddur, þegar inn á senuna kom, og hrópaði: ,,Þr>y, skot- byssuskamm! N^:, neina skamskotabyss!" Svo reif hann í hár sitt og æpti: „Fari það norður og niður, heyrðuð þið ekki hvellir.n?“ ★ Og svo hafið þið eflaust heyrt getið um maninn, sem var svo fljótmæltur, að hann skildi ekki sjálfan sig. ★ — Þetta púns — hikk — er ekki nærri nógu sterkt, sag'ði sá fulli, um leið og hann drakk úr gullfiskakerinu. ★ — Heyrðu, litli minn, sástu hjera hlaupa hjerna framhjá? — Áttu við dýr, hefir löng eyru. — Já. — Og hendist áfram í stökk- um? — Já, já. — Þá hefi jeg engan hjera sjeð. ★ — Jæja, Nonni minn, jeg veit að þú sást mig kyssa hana systir þína. — Hvað þarf jeg að borga þjer, til þess að þú segir ekki frá? — Jeg krefst venjulega krónu. ik — Jeg þarf að spyrja yður mjög mikilsverðar spurningar — gefið þjer samþykki yðar, — Drekkið þjer, ungi maður? — Þakka þjer fyrir, gamli — en eigum víð ekki fyrst að ganga frá giftingunni?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.