Morgunblaðið - 19.11.1946, Page 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói:
NA og austan goia, — Ljett-
skýjað.
Þriðjudagur 19. nóvember 1946
ELDSVOÐINN við Amt-
mannsstíg. — Sjá bls. 1, 2, 5
og 7.
Srunarúsíimar vil Ámimannssiíg
Brunarústirnar við Amtmannsstíg 4 og 4A sk'smmu eftir a3 húsin hrundu. Hvíta steinhusið
cr Amtmannsstígur 6. Grein um brunann á bls. 1. 2. og 5. (Ljósm. Mbl.: Fr. Clausen).
TVÖ DAUÐ ASLYS
TVÖ dauðaslys urðu í gær
kvöldi. Annað var hjer í baen
um. Lítið barn varð undir
bíl á Skúlagötu og beið bana
af. Fyrir sunnan Hafnar-
fjörð varð hitt. Tveir bílar
rákust saman. Farþe,yinn í
öðrum þeirra beið bana af,
en bílstjórinn stórslasaðist
Maðuriníi sem Ijext hjet Jó-
bann Guðnason, kaupmaður
í Keflavík.
SLYSIÐ Á SKÚLAGÖTU
Klukkan rúmlega fjögur í
gaér var vörubí'.num R-906
ekið vestur Skúlagötu og
nokkrum metrum fyrir aust-
an Barónsstíg verður lítill
drengur, Jóhann Kristinn
Skaftason tii heimilis Hverf
ísgö \u 1' f’A, undir bíinum
og beið hann bana af.
BíJstjórinn, Þorsteinn Axei
Tryggvason, Kringlumýrar-
bletti 23, ók drengnum í
Landsspítalann. en er þangað
kom var hann látinn.
Bílstjórinn hefur skýrt svo
frá, að httnn hafi ekki o^ðið
drengsins var fyr en um leið
og slysi‘3 varð. Þá sá hann
hvar drengurinn hljóp fram
fyrir bílinn vinstra megin. —
Er talið sennilegt að hann
hafi skollið á vatnskassann og
farið á milli hjólanna.
Jóhann Kristinn Skaftason
var fæddur 24. des. 1943, því
tæplega þriggja ára að aldri.
Hann var sonur Skafta
' Kristánssonar, starfsmanns
við Strætisvagna Reykjavík-
ur.
SLYSIÐ FYRIR SUNNAN
HAFNARF.JÖRÐ
Það hörmulega slvs vildi
tii á Keflavíkurveginum í
gærkvöidi, er herbifreið og
íslensk vörubifreið rákust
Fullorðlnn ma&r og barn bíða bana. —
Bílsfjóri sJórslasasf
saman, að Jóhann Guðnason,
útgerðarmaður frá Vatnesi í
Keflavík, beið bana af meiðsl
um, er hann hlaut við árekst
urinn, en bifreiðarstjórinn,
Þorsteinn Bergmann, var lagð
ur mjög mikið slasaður inn
á St. Jósepsspítalann í Hafn-
arfirði.
Nákvæm skýrsla um slys-
ið var eigi fyrir hendi er blað
ið fór. í pressuna í gær, en
eftirfarandi upplýsingar fjekk
blaðið frá lögregiunni í Hafn
arfirði:
) Slysið vnrð hjá svonefnd-
ium Smalamannaskáia við
I Keflavíkurveginn, og vildi til
|með þeim hætti, að tíuhjóia
herb:frUð og íslensk vöru-
bifreið. G-150, rákust saman
, Herbífreiðin kom akandi
sunnan veginn, en G-150 kom
írá Hafnarfirði. í íslensku bif
reiðinni var auk bifreiðast.iór
ans, Þorsteins Bergman, Jó-
hann Guðnason, - útgerðar-
maður frá Vatnesi í Keflavík,
og var bifreiðin hlaðin timb-
urfarmi.
I Herbifreiðin rakst beint
jframan á íslensku bifreíðina,
með þeim afleiðingum að vjel
I íslensku bifreiðarinnar gekk
jaftur í stýrishúsið og timbur
farmurinn fram á bak þess
og lagði það saman. Farþeg-
inn, Jóhann Guðnason, sem
sat hægra megin í húsinu,
klemmdist á milli í stýris-
j húsinu, en bifreiðarstjórinn,
Þorsteinn Bergmann, mun að
^öllum líkindum bafa losnað
við bifreiðina, cr áreksturinn
,varð.
Skömmu eftir að slysið
vildi til kom áætlunarbifreið
frá Keflavík á slysstaðinn, og
flutti hún Jóhann Guðnason
og bifreiðarstjórann á St.
Jósepsspítalann ,í Hafnarfirði,
en er þangað kom var Jó-
hann látinn. Líðan .bifreiðar-
stjóranns var í gærkvöldi
m.jög slæm, en ekki var vitað
^með vissu hve alvarleg
jmeiðsli hann hafði hlotið
jnema að hann hafði hand-
legsbrotnað.
Þá er voru í herbifreiðinni
sakaði ekki.
Máiið er í rannsókn hjá
lögreglunni í Hafnarfirði.
LEIKFJELAG Hafnarfjarð
ar hefur frumsýningu að sjón
leiknum „Húrra krakki í
kvöld. Er þetta gnman-
leikur í þrem þáttum, eftir
Arnold og Bach, í þýðingu
Emils Thoroddsen.
j Hefur Leikfjelag Hafnar-
fjarðar fengið fjóra leikara
úr Reykjavík til þess að
ieika sem gesti, þau: Áróru
Halldórsdóttur, Regínu Þórð-
ardóttur, Harald Á. Sigurðs-
son og. Vilhelm Norðfjörð. —
'Aðrir leikar eru þessir: Ár-
sæll Pálsson, Eiríkur Jóhanns
son, Guðrún Jóhannsdóttir,
Herdís ‘Þorvaldsdóttir og
jSveinn V. Stefánsson.
Sænska llugfjelagið
BA eykur ílugferðir
tii íslands
FaitplA má greíða í tslenskism
peningum
SÆNSKA flugfjelagið ABA (Aktiebolaget Aerotran-
sport), sem heldur uppi flugferðum milli Stokkhólms og
Reykjavíkur, mun í næsta mánuði auka þessa starfsemi
sína með því að taka til þessarra ferða Skymaster-flugvjel,
:;em tekur 44 farþega, en fjelagið hefur haft í þessum ferð-
um flugvirki, hingað til, en þau taka að eins 14 farþega.
! Forðir Skymaster-vjelarinnar hefjast þann 10. desember og
j verður flogið tvisvar í þeim mánuði, til reynslu fyrst. Frá
jbessu skýrði hr. John Odin blaðamönnum í gær í bústað
j sænska sendiherran.s, en Odin er fulltrúi ABA hjer á landi.
j íslendingar geta greitt fargjöldin í íslenskum peningum. —
Umboð fyrir ABA hefur Flugfjelag íslands.
ELSTA FLUGFJELAG '
SVÍÞJÓÐAR
ABA er elsta flugfjelag
Svíþjóðar og hefur miklar
flugferðir. Það keypti all-
mörg amerísk flugvirki, sem
nauðlentu í Svíþjóð á stríðs-
árunum og Ijet breyta þeim
til farþegaflutnings, en vjel-
arnar taka ekki nema tiltölu-
lega fáa farþega og þurfa
mikla áhöfn. Er það því
mikil breyting til batnaðar
að Skymastervjel skuli verða
sett í ferðir milli Stokkhólms
og Reykjavíkur.
FA.RGJÖLD OG
FARMGJÖLD
Farið til Stokkhólms kost-
ar 2140 krónur, báðar leiðir.
Þá taka vjelarnar einnig
flutning, en farþegar mega
hafa 20 kílógrömm af far-
angri, ókeypis. Fyrir börn
eldri en tveggja ára greiðisþ
hálft fargjald, en yngri börn
en tveggja ára ferðast ókeyp
is. í ráði er að flugvjelin
lendi á Solaflugvellinum við
Stafangur í Noregi á leið
hingað og geta menn frá Nor
egi komist með henni, ef
rúm leyfir.
GREITT í ÍSLENSKUM
GJALDEYRI
Fargjöldin geta íslending-
ar greitt í íslenskum pening-
um hjer í Reykjavík, og það
þó að farþegar komi frá
Stokkhólmi. Geta menn sem
ætla hingað frá Stokkhólmi
símað hingað og beðið að-
standendur sína eða kunn-
ingja að borga farið hjá Flug-
fjelagi ísíands og lætur það
síðan skrifstofu ABA í Stokk
hólmi vita og fær þá hlutað-
eigandi farseSilinn afhentan
þar. Er þetta til ákaflega
mikils hægðarauka fyrir far-
þegana.
NÝTÍSKU FLUGVJEL
Skjfmasterflugvjel sú, sem
verður í förum fyrir ABA,
er af allra nýjustu gerð. Hún
mun koma hingað í fyrsta
skipti þann 10. desembcr n.k.
í vjelinni er hægt að fá
hressingu og sjerstakur út-
búnaður er til þess að hreinsa
loftið þannig að skipt er um
loft í vjelinni hverja mín-
útu. Reykingar eru leyfðar
og flugfreyja gengur um
beina. — í ráði er að flug-
vjelin lendi hjer í Revkjavík
urvellinum, til þess að far-
þegar þurfi ekki að aka frá
Keflavík, en ekki er að fullu
gengið frá þessu. Vjelar ABA
hafa hingað til lent á Kefla-
víkurvelli.
LÍKAR VEL VIÐ ÍSLAND
Hr. John Odin kvaðst líka
vel við ísland. Það er auð-
sjáanlega maður, sem gengur
að starfi sínu með lífi og sál.
— Munu menn fagna því, að
eftirleiðis verður aðgengi-
legra að ferðast milli íslands
og Svíþjóðar, en áður og
gengur ABA vonandi vel með
þessar auknu ferðir sínar
milli landanna.
Zukov !er —
Koniev lekur við
Moskva í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá
Reuter.
KONIEV marskálkúr hefur
tekið við af Zukov marskálkl
sem æðsti maður rússnesku
landherjanna. — Tilkynnt
var um breytingu þessa í
skýrslu um æfingar og próf
frá Frunze, hernaðarháskóla
Sovjetríkjanna í Moskva, en
það er aðalherskóli Rús^a. —
Koniev rjeði yfir herjum
Rússa á öðrum Ukrainuvíg-
stöðvunum í ný-afstaðinni
styrjöld.
Ilég um ávexfi
LONDON. Skipið Roxburg
Castle er nýkomið frá Suður-
Afríku til London og hafði inn-
anborðs 133.550 kassa af app-
elnum, 8000 kassa af grape-
fruit og 4000 kassa af sítrón-
um.
j