Morgunblaðið - 17.12.1946, Síða 8

Morgunblaðið - 17.12.1946, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. des. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, , Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjórif Ivar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Auscurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. 2.1ausasðlu 50 aura eiiitakið, 60 aura með Lesbók. Fundur útvegsmanna ÍSLENSKIR útvegsmenn koma í dag saman á fram- halds fulltrúafund Landsambands íslenskra útvegs- manna. Verða þar rædd þau mál, sem útgerðin nú horf- ist í augu við og afstaða útgerðarmanna til úrlausnar þeirra. Það er staðreynd, sem ekki verður gengið á snið viS, að sjávarútvegurinn hefir átt við örðugleika að etja. Breytt afurðaverð og vaxandi dýrtíð krefjast sjer- stakra ráðstafana til þesS’ að aðalatvinnuvegur þjóðar- innar verði rekinn. Uppbóta^reiðslur á framleiðslu út- vegsins er af mörgum ástæðum mjög hæpið bjargráð. Sjávarútvegurinn leggur þjóðinni til yfirgnæfandi meiri hluta þess verðmætis, sem hún framleiðir til útflutnings. Þegar hann hættir að bera sig, eru vand- fundnir máttarviðir, er haldið geti þjóðarbúskapnum uppi. Sjávarútvegurinn hefir staðið undir þeim dýrtíðar- ráðstöfunum, sem felast í niðurgreiðslu landbúnaðaraf- urða. Yrði hann megnugur þess eftir að byrjað væri að gefa með hans eigin framleiðslu? Hvaðan ætti að taka fje til þeirra milligjafa? Fjárhagur ríkissjóðs byggist á gengi atvinnuveganna, ekki síst sjávarútvegsins. Um nokkurt skeið kynni hann að hafa bolmagn til þess að verðbæta framleiðslu hans, en það gæti ekki orðið lengi. ★ Sem betur fer virðist ekki ástæða til þess að ætia að til slíkra ráðstafana þurfi að koma. Það sýna þær upp- lýsingar, sem forsætisráðherra gefur hjer í blaðinu í dag um markaðsmöguleika fyrir sjávarafurðir okkar. Ber sannarlega að fagna þeim tíðindum. En íslenskir útvegsmenn mega vera vissir um, að hvern- ig sem þessi mál ráðast, hljóta forystumenn þjóðarinnar að hafa glöggan skilning á þýðingu sjávarútvegsins fyrir efnahagslega afkomu landsmanna.. Sjálfstæðisflokkurinn mun a. m. k. ekki láta neins þess ófreistað, sem skyn- samlegt er, til þess að hann verði rekinn á traustum grundvelli sem lífvænleg atvinnugrein. Þingi sameinuðu * þjóðanna lokið ÚR DAGLEGA LlFINU Hvar er jólaskapið? ÞAÐ eiga margir bágt með að komast í jólaskapið, þótt nu sje ekki nema rjett vika eftir til jólanna. En hvernig eiga menn að geta hugsað sjer að fast sje komið að jólum í ann- ari eins sumarblíðu og nú er á hverjum degi. Fjarri sje mjer þó, að amast við blessaðri hlýj- unni, best að hún væri sem lengst. Á sunnudaginn voru marg- ir Reykvíkingar á ferli um göt urnar, eins og búast mátti við. Víða var þröng við búðarglugg ana, en óvíða íburðarmiklar gluggasýningar. Einna mesta athygli vakti gluggasýning Blómaverslunarinnar Flóru í Austurstræti. En það þurfti ekki mikið til þess að börnin hændust að sumum gluggun- um. Gifs-karl, sem velti vöng- um, eða tuskuhundur með raf- magnsstraum í róunni svo hún dinglaði til og frá „var aga- lega spennandi" í augum yngstu borgaranna. • Gluggasýningar kosta offjár. GAMALL verslunarmaður, sem áhuga hefir fyrir glugga- j skreytingum, mintist á það við mig í gær, að jeg væri að biðja um jólasýningar. Og þó það sje nú ekki alveg rjett skilið, að slíkt hafi verið heimtað, þá hafði jeg bæði skemtun og fróðleik af að heyra frásögn hans. Verslunarmaðurinn var al- veg með því, að' kaupmenn he-fðu skrautlegar gluggasýn- ingar, ef hægt væri að koma því við. Hann saknaði eins og fleiri Reykvíkingar jólasýn- inganna. En hann sagði mjer, að ef verslun ætlaði að,hafa sóma- samlega sýningu myndi það kosta 4—5 þúsund krónur á hvern glugga. Það væri ekki nóg með ait skraut væri ó- hemju dýrt, heldur fengist fólk ekki til' að vinna, nema' þá hírir eftirvinnukaup. Við þetta bættist svo^ að nú væru vörur yfirleitt til alt árið, en áður hefði mest komið fyrir jólin og þá sjerstök ástæða til að vekja athýgli á jólavörun- um. Það er því skiljanlegt, að ekki skuli vera mikið lagt í gluggaskraut. Gott fyrir kaup- endur líka, því ekki færi hjá því að þeir yrðu að greiða sinn hluta af auknum tilkostnaði við vörurnar, en flestum mun þykja nóg um verðlagið, þótt ekki bætist enn á aukakostn- aður. • Þröng við Raf- skinnugluggann. EINN VAR sá sýningar- gluggi, sem vakti sjerstaka at- hygli á sunnudaginn og sem bú ast má við þröng við til jól- anan. Það er hinn gamli kunn- ingi bæjarbúa, sem þó altaf er nýr, Rafskinna Gunnars Bachmanns. Höfundur hénnar hefir altaf lag á því ár eftir ár, að hafa eitthvað nýtt í glugganum, sem dregur veg- farendur að. Auglýsingateikningar Raf- skinnu verða smekklegri með hverju árinu sem líður og alt- af hefir Gunnar eitthvað frum- legt að sýna með. Eitt árið eru það ,,Dú-dú-fuglar“ í búri, skrautlegir fiskar, eða Raf- skinnukarlinn sjálfur, sem „hittir naglann á höfuðið“. 'Eða það eru skrautbúnir og skrýtnir jólasveinar. Það er ekki hægt að neita því, að Rafskinna „puntar“ upp á jólaskapið nú eins og endranær og Reykvíkingum findist - ábyggilega eitthvað vanta fyrir stórhátíðar, ef Raf- skinna kæmi ekki út á sínum gamla stað í Austurstræti. Það þarf hreint ekki svo lítið hungmyndaflug til að halda þessari útgáfu ár- eftir ár og með jafn góðum árangri og Gunnar Bachmarin. Við þurf- um alls ekki að hafa minni- máttarkend í þessu efni, því það er „alveg eins gott og sams- konar auglýsingaaðferðir í út- löndum.“ < • Bæjarjólatrjeð. FALLEGA var það hugsað hjá gömlum Reykvíking, Jak- ob Sigurðssyni, að senda Reykjavíkurbæ jólatrje að gjöf. Trje þetta verður nú sett úpp á Austurvelli og mun gera sitt til að bæjarbúar komist í jólaskap. Jólatrjeð er nú kom- ið upp á Haraldarbúð, en það tel jeg víst að mörgum Reyk- víkingum myndi finnast vanta mikið, ef það trje væri ekki komið á sinn stað nokkrum dögum fyrir jól, eins og venja hefir verið í fjölda mörg ár. Bæjarjólatrjeð er sjálfsagt. Fyrir nokkrum árum var stungið upp á því hjer í dálk- unum, að stórt jólatrje á góð- um stað myndi auka á jóla- skapið hjá bæjarbúum. Nú er það komið fyrir velvilja Reyk- víkings, sem búsettur er utan- lands. Vonandi að það verði að reglu í framtíðinni, að sett verði upp stórt jólatrje á góð- um stað í bænum, sem bæjar- menn geta eignað sjer ajmmit. Staður fyrir bæj- arjólatrje. í BLÍÐVIÐRINU á sunnu- dagskvöldið er jeg sá marga bæjarbúa ganga suður með Tjörn datt mjer í hug staður fyrir bæjarjólatrjeð. Það er Tj arnarhólminn. Ef þar væri sett stórt og myndarlegt jólatrje nokkrum dögum fyrir hver jól og stæði þar uppljómað með alla vega litum ljósaperum fram á þrett- ánda, myndi þáð heldur en ekki setja jólasvip á bæinn. Ef hægt-er frá tæknilegu. sjónar- miði að leggja rafstraum út í hólman, sem varla er þó nokkur vafi á, virðist hólminn vera tilvalinn staður. Það er sennilega orðið of seint fyrir þessi jól, en mætti athuga mál- ið fyrir þau næstu. ! MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . | Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefir nú lokið storfum sínum. Á því gerðist ísland meðlimur. þessara samtaka, sem þjóðirnar byggja nú svo miklar vonir á. Yerður það að teljast eitt þýðingarmesta spor er við höf- um stigið í utanríkismálum okkar. Þetta þing hinna Sameinuðu þjóða fór yfirleitt vel íram og gaf sæmilegar vonir um framtíð þeirra. Ágrein- ingsrnálum var ráðið þar til lykta með tilslökunum á báða bóga. Virðist svo sem sú tortrygni, er mjög varð vart á Parísarráðstefnunni í sumar, hafi nokkuj5 rjenað. En mik- ið verk bíður ennþá stjórnmálamanna þeirra, er nú halda heim til landa sinna frá New York og þá fyrst og fremst leiðtoga stórveldanna. Friðurinn við Þýskaland er ennþá ósaminn. Friðarsamningar hafa á þessu stigi málsins að- eins verið gerðir við bandamenn þess í Evrópu. Friðar- samningarnir við Þýskaland verða að öllum líkindum hafnir snemma á næsta ári, eða a. m. k. undirbúningur þeirra. En búast má við að þeir taki langan tíma. ★ En hvenær sem friðurinn verður endajílega saminn milli sigurvegaranna og hinna sigruðu, greinir þjóðirnar nú yfirleitt ekki á um það, að varðveisla hans bvggist fyrst og fremst á víðtækri alþjóða samvinnu. Á þeirri sam- * vinnu byggjast allar vonir manna um frið og öryggi. Og aldrei hefir þráin eftir friði verið jafn einlæg og nú hjá meginþorra mannkynsins. Aldrei hefir styrjöld haft jafn ægilegar afleiðingar og sú, er nýlega er lokið. Þess vegna eru nú e. t. v. meiri vonír til þess en áður að hægt sje að skapa varanlegan frið. ‘ ALBANÍA er eitt þeirra ríkja, sem hafa ekki fengið upptöku í Sameinuðu þjóð- irnar, enda þótt Balkan-þjóð þessi hafi sótt um að -gerast meðlimur bandalagsins. Ungur hershöfðingi, Enver Hodja hefir þar stjórnartaum- ana í sipni hendi. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, svo nokuð kvað að, er ítalir gerðu inrás sína í Albaníu vorið 1939. Þá heimtaði hann.af Zog konungi, að hann væri kyrr í landinu, til þess að framfylgja rjetti sínum. En konungur fór ekki að ráðum hans, heldur flýði land með fjölskyldu sinni og tók með sjer gullforðann. Eítir þá frammistöðu þýðir ekki fyri-r konung að ætla sjer að snúa heim, á meðan Hodja er uppistandandi. Þjóðþingið lagði til að Victor Emanuel yrði boðin kóróna landsisn. Hodja rjeðist harka- lega gegn því, en fiúði sí^San upp í fjöll, og gerðist foringi skæruliða. Þetfa var á árinu 1940. Næstu ófriðarár var hann yfirforingi skæruliða í fjöllum Albanir og S.þ. | Albaníu. í beinu framhaldi af því var hann tilenfndur sem forsætisráðherra bráðabirgða- stjórnar, er sett var á laggirn- ar haustið 1944. Hodja naut nú mjög mikillar hylli meðal þjóðarinnar, svo og meðal bandamanna. Sem eðlilegt var, því skæruliðasveit ir Albaníu, undir stjórn hans, reyndust þess megnugar að frelsa landið undan ánauð Þjóðverja. Þegar ófriðnum lauk, voru því engar hersveitir bandamanna í landinu, Alban- ir höfðu hjálparlaust getað rekið þýsku hersveitirnar af höndum sjer. Manntjón Albana í styrjöid- landsins eru um miljón manna. En 22,000 fjellu í ófriðnum. Samt hafði Hodja í ófriðarlok- in 70,000 manna vel æfðum her á að skipa og gat lánað talsvert af vösku herliði til Júgóslavíu í árslok 1944. Var þetta albanska herlið Júgóslöv- um mikill styrkur er þeir stöktu Þjóðverjurri á brott úr Bosníu og Svartfjöllum. Börð- ust þessir hérmenn Hodjá -’við hlið júgóslavríeskra hérsveita alt þar til Þjóðverjar gáfust upp 1 maí 1945. Hodja var í miklum metum meðal bandamanna í ófriðar- lok. Því var það og að stjórnir bandamanna viðurkendu bráða birgðastjórn hans í nóvember 1945, með því skilyrði þó að efnt yrði til kosninga. Grikkir mótmæltu strax viðurkenning albönsku stjórn- arinnar, með þeim rökum, að Albanir hefðu verið banda- menn ítala, og hefðu heimtað að fá yfirráð yfir grísku landi. Reis nú mjög sterk andúðar- alda gegn Albönum í Grikk- landi. Kosningarnar voru látnar fara fram þ. 11. nóv. 1945. Úr- slitin urðu þau, að flokkur Hodja fjekk 80% atkvæðanna. Síðar fór að bera á því, að Hodja átti minkandi vinsæld- um að fagna irieðal breskra og bandarískra stjórnmálamanna. Að nokkru leyti var hinum grísku mötmælum og andúð ® kent um þetta. En annað mun hafa átt sinn þátt í þessú ekki síður. Það fór að koma gréini- Frairíh. af bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.