Morgunblaðið - 24.12.1946, Side 13
Þriðjudagur 24. des. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
13
50 ára:
S. í. B. S. flugvjel-
JAKOB JÓNASSON “SS,
gjaldkeri
JAKOB er fæddur á Gunn-
arsstað í Bakfcafirði 26. des.
1896. Hann ólsT upp hjá afa
sínum og ömmu, Jakobi Jóns-
syni bónda og konu 'hans Þór-
dísi. Afi hans var hinn mæti
eljumaður og laginn að segja til
Verka, varð hann því þegar í
æsku vel verki farinn og útsjón-
arsamur; var það gamla mann-
inum mjög að skapi og mun
honum hafá þótt hinn ungi
frændi sinn líklegur til þess að
verða góður bóndi. En hugur
drengsins hneigðist snemma til
bóklesturs og náms, en þá
var leiðin ekki greið til þess. Að
ráði afa síns fór Jakob í Iíóla-
skóla árið 1918. Kom þá í ljós
hve námslöngun hans var sterk
og hugurinn einbeittur. Svo illa
vildi til að hann missti af
strandferðaskipinu, sem var á
norðurleið; en hann ljet það ekki
aftra sjer og lagði land undir
fót og gekk alla leið norður að
Hólum; var þó ekki sparað að
letja hann fararinnar. Þaðan út-
skrifaðist hann 2 árum síðar.
Ekki vildi hann láta þar við
lenda; fór til Reykjavíkur,
komst í’ Samvinnuskólann og
var þar einn vetur. Eftir það
fór hann í Kennaraskólann.
Gerðist hann þá kennari og var
við það fjóra vetur. Fór þá til
Reykjavíkur og stundaði um
skeið verslunarstörf og verk-
stjórn.
Vorið 1929 giftist hann
iMaríu Jónsdóttur frá Reykja-
nesi. Er hún hin ágætasta kona,
góð húsmóðir og gáfuð vel. Eiga
þau hjón fimm efnileg börn.
Jakob er maður greindur vel,
eins og hann á kyn til. Afi hans,
Jakob Jónasson, og séra Magn-
ús Helgason frá Birtingaholti
voru bræðrasynir. Kristfn Jó-
hannsdóttir, móðir Jakobs, var
náfrænka Kristjáns Ejalla-
skálds. Sjálfur er Jakob ágæt-
lega skáldmæltur, bæði í
bundnu og óbundnu máli. Fór
hann snemma að gera vjsur.
Hefur hann marga snilldarvís-
una gert, enda sumar landfleyg-
ar. En ekki hefur annað komið
á prent eftir hann en skáldsag-
an Börn framtíðarinnar. Sýnir
sú saga hve mikils mætti vænta
af jafn skáldhneigðum manni ef
hann hefði mátt óskiftur gefa
sig að hugðarefnum sínum. Jeg
hygg fáa byrjendur hafa farið
betur á stað en Jakob gerir í
þessari bók sinni. Það er meira
en meðalmanns verk að byggja
upp persónur eins og Ara í
Birkihlíð og Helgu konu hans
og Guðrún í Birkihlíð, móðir
Ara, verður manni minnisstæð
jnerkiskona. Þá eru þau Gunn-
ar, sonur Ara og Iíelgu, og Dag-
jnar, dóttir Jensens kaupmanns,
skemmtileg ungmenni og góðir
fulltrúar hinnar framgjörnu
æsku. Kýmnigáfa höfundarins
jiýtur sín einnig víða vel. A-
deilan í bókinni er hnitmiðuð
og missir ekki marks; og maður
verður betri og vitrari við lestur
sögunnar. — Við vinir og kunn-
ingjar Jakobs vonumst eftir að
hann eigi eftir að söðla skáld-
fák sinn og spertta úr spori bæði
í ljóði og sögu.
Það er háttur Jakobs, að
hann er dulur í skapi og frek-
ar um of hljedrægur, sem stund-
um vill verða um gáfaða og til-
finningaríka menn, þó skap-
miklir sjeu undir niðri, en hann
er djarfur í máli, er því er að
skifta og leikur ekki á tveim
tungum með skoðanir sínar.
Hin góða ættarfylgja margra ís-
lendinga, trygglyndi og vinfesta,
er honum í blóð borin.
Margir kunningjar hans og
vinir munu nú á þessum tíma-
mótum ævi hans óska honum
allra heilla.
Jón S. Björnsson.
„Á ferð"
ÁSMUNDUR Gíslason, fyrr-
um prófastur á Hálsi, hefir gef
ið út nokkra minningaþætti
sína og kallað þá ,,Á ferð“. Síra
Ásmundur er fróður maður og
minnugur og á að baki lang-
an og merkan embættisferil og
að ýmsu leyti við kjör og að-
stæður, sem eru gerólík því, sem
nú tíðkast. Það er því menn-
ingarsögulegur fróðleikur í
mörgum þáttum hans og góðar
heimildir fyrir seinni tíma, auk
þess sem síra Ásmundur segir
vel og liðlega frá, yfirlætislaust
og hlýlega. í bókinni eru tólf
þættir um ýmislegt efni, frá
æskuárum höfundarins og
skólaárum og frá prestsskapar-
árum hans. — Sumt af þessu er
í fremstu röð þeirra minninga,
sem hjer hafa verið skráðar á
síðustu árufn. Kaflarnir um
kirkjuferðina, rjettadaginn og
skólaferðina eru ágætir og eiga
eflaust eftir að geymast lengi.
Kaflinn um. Fnjóskárbrúna er
einstaklega vel sagður og eins
kaflinn um skóginn. Þá er
þarna prýðileg frásögn um góð-
an hest, Ægir. Þetta er í heild
sinni notaleg og góð bók og
merk heimild. Hún er gefin út
af bókaútgáfunni Norðri og fal-
lega og snyrtilega frá henni
gengið.
VEGNA misskilnings og lítt
skiljanlegra mistaka, varð flug
vjel S.Í.B.S. eftir í New York,
er leiguskip Eimskipafjelagsins
fór þaðan, áleiðis til Reykja-
víkur, í byrjun þessa mánaðar
og kemur því ekki fyrr en um
áramót.
Eins og dagblöðin hafa skýrt
frá, fekk S.Í.B.S. í byrjun þessa
mán., skeyti frá seljendum vjel
arinnar um það að nú væri hún
komin um borð í skipið Becket
Hitch, sem þá var að taka farm
í New York. Þegar í stað gaf S.
Í.B.S. dagblöðunum þessar upp
lýsingar og að vjelin væri vænt
anleg hingað til bæjarins um
miðjan þenna mánuð.
Daginn eftir tilkynti Eim-
skipafjelag Islands í New York,
að seljandinn hafi látið taka
vjelina úr skipinu, skömmu
fyrir burtför þess. Ekki hafði
þó skipið fyrr úr höfn látið,
en seljandi vjelarinnar tilkynti
að kyrrsetning hennar hafi ver
ið á misskilningi bygð. Eim-
skipafjelagið fór þess.þá á leit
að vjelin yrði send til Halifax,
í veg fyrir Becket Hitch, eri
ekki fekkst seljandinn til þess,
en lofaði að koma henni í fyrsta
skip, er til Reykjavíkur íæri.
Það skip er True Knot, sem nú
fermir í New York.
S.Í.B.S. verður því, til að
fullnægja lögum, að fresta
drættinum um flugvjelina, þar
til hún er hingað komin, sem
væntanlega verður um áramót.
Vonandi eru nú allir erfið-
leikar, S.Í.B.S. vegna þessarar
flugvjelar úr sögunni og að
þessi ágæti gripur eigi eftir að
ryðja brautina til flugferða al-
mennings í eigin vjelum, hjer
á landi.
Um áramót mun S.I.B.S. til-
kynna hvenær dregið verður
um hinn fljúgandi fiskibát, sem
lengi hefir verið beðið eftir með
óþreyju, en er nú rjett ókom-
inn.
pr
rr
R. Kipling: Nýir dýrheim-
ar. — Gísli Guðmundsson
þýddi. Snælandsútgáfan.
í FYRRAHAUST kom út bók
sem mun hafa orðið flestum, er
hana lásu, til óblandinnar á-
nægju. Það voru Dýrheimar eft
ir Kipling — ýmsar %ógarsög-
ur frá Indlandi, þar á meðal
hin fræga saga um Mowgli, er
ólst upp meðal úlfanna.
Nú í haust kom út annað
bindi, Nýir dýrheimar, þó al-
gerlega sjálfstætt. Eru sög-
urnar í Nýjum dýrheimum frá-
brugðnar hinum fyrri, að því
ieyti, að þær gerast víðs vegar
í heiminum — sumar suður í
löndum, aðrar norður undir
heimskauti. En það er hið sama
að segja um þær og sögurnar
í fyrra bindinu — þær eru ó-
svikinn skemtilstur, ekki aðeins
unglingum, heldur hverjum sem
er. Frásögnin er ljett og sög-
urnar viðburðaríkar, en auk
þess má segja, að hver lína vitni
um skarpskygni höfundarins,
vit og mannkosti. Slíkt er ein-
kenni hinna bestu bóka.
Bæði Dýrheimar og Nýir dýr-
jheimar eru prýddar mörgum
ágætum myndum. ■—B.
Framhald af 5. síðu.
inn marka á milli án þess að
mótherjarnir snerti hann fyrr
en markmaðurinn annað hvort
grípur hann eða sækir knöttinn
aftur fyrir markið, því oft vill
bregðast síðasta og vandamesta
atriðið, að koma knettihum í
mark. Unun er að horfa á hinar
stílfögru hreyfingar markvarð-
anna og hinar löngu spyrn-
ur þeirra. Staðsetningar bak-
varðanna og skilningurinn milli
þeirra og miðframvarðarins er
frábær. Afbragðs frammistaða
hliðarframvarðanna finst mjer
einn mest áberandi. Dugnaður
og leikni innframherjanna í
sókn og vörn og hraði útherj-
anna að ógleymdu „höfuðspili“
miðherjanna Steele og Law-
ton er allt hvað öðru fullkomn-
ara. Hálfleikurinn er á enda og
leikurinn stendur 1:1, þótt
segja megi að Stoke hafi „átt
leikinn“.
I hljeinu er okkur ásamt
mörgum öðrum boðið inn í hið
allra helgasta, sem sje stjórnar-
herbergi Chelsea fjelagsins. —
Þar er veitt sjóðheitt te, brauð
og kökur eins og hver vill. Allir
veggir eru þaktir mvndum
fornra og nýrra kappa Chelsea.
Hópmyndir, ferðamyndir og
verðlaunagripir. Hjer virðast
allir helstu menn knattspyrn-
unnar í Englandi vera saman
komnir í dag. Menn skeggræða
um leikinn og spá úrslitum. —
Hljeið er fljótt að líða og við
hröðum okkur í sætin aftur.
Leikurinn hefst á ný. Eftir
5 mínútur skorar hinn snjalli
Lawton annað mark sitt, með
óverjandi lágu skoti í hornið.
Getur það verið að Chelsea ætli
I
nú að snúa við blaðinu og taka
forustuna fvrir alvöru eða er
þetta einskær hepni. Jeg hálf-
vorkenni Stokeliðinu, því þeir
eiga ekki skilið að vera í tapi.
En engin ástæða er til ao vor-
kenna piltunum þeim. Þeir bíta
á jaxlinn og segja — hingað
og ekki lengra. Nú tökum við
til okkar ráða. Hvert upphlaup
ið öðru fallegra er gert, en
ekki er við lamb að leika sjer
þar sem Chelsea vörnin er, með
markvörðinn sem sinn besta
mann. Steele sendir útherjana
upp eftir köntunum sitt á hvað.
Þeir hljóta senn að skora. Jú
— þar kom að því. Ormston, á
vinstra kanti dansar í gegnum
vörnina og skotið ríður af ó-
verjandi. Jafntefli 2:2. Skömmu
slðar kemur fyrirliði Stoke —
vinstri framvörður óvænt út úr
hópnum og séndir ægilegt skot
í bláhornið. 3:2. Eftjr þetta eru
úrslitin auðsæ. Chelsea herðir
sig, en alt kemur fyrir ekki. —
Steele sendir óverjandi skot í
stöngina. Hægri kantmaður
sýnir nú, að ekki er þörf á Mat-
hews. Hann er dásamlegur þessi
tvítugi piltur og nýtur þess sann
arlega að leika á Chelsea bak-
vörðinn eftir vild.Ormston, sem
nú er óstöðvandi, bætir tveim
mörkum við áður en lýkur.
Stoke 5, Chelsea 2, eru úrslit-
in. Mannfjöldinn þokast út —
allir ánægðir með góðan leik, en
vonsviknir yfir tapi Chelsea.
Ekki get jeg skilið svo við
'leikinn að jeg ekki minnist á
hin mörgu einvígi milli Frank-
lins, besta miðframvarðar Eng-
lands og Lawton, besta miðfram
herjans. Þar mættust tveir seig
ir og veitti hvorugum betur. —
Aldrei mun jeg gleyma þeim
drengilegu ástökum. Einnig má
minnaSt þess, að ekki sást eitt
einasta ódrengilegt atvik í þess
um harða kappleik. Það var
leikið karlmannlega og sterkt,
en ávalt drengilega. Mjer finst
þessar 90 mínútur hafa verið
örstutt stund, svo mjög naut
jeg þess, að sjá þennan glæsi-
lega, hraða og drengilega kapp
leik. Já, knattspyrna sem þessi
er vissulega dásamleg skemt-
un.
Undirbúningur
undir þálfiöku ís-
lands í Olympíu-
leikjunum hafinn
EINS og áður hefir' verið
• skýrt frá skipaði stjórn í. S. í.
í sumar nefnd til þess að sjá
um væntanlega þátttöku ís-
lands 1 Olympíu-leikunum í
London 1948.
Nefnd þessi hefir nú þegar
tekið til starfa og m.a. sent
umburðarbrjef til allra
íþróttabandalaga, hjeraðssam
hjeraðssambanda, íþróttaráða
og íþróttafjelaga innan vje-
banda í. S. í. Mun nefndin í
samráði við þessa aðila Vinna
að þjálfun íþróttamanna og
gangast m.a. fyrir því, að
íengnjr verði sjerstakir þjálf-
arar í hinum ýmsu íþrótta-
greinum, sem hafi stöðugt
samband við hina ýmsu þjálf
ara fjelaganna. Þá mun nefnd
in á sínum tíma annast val
i þeirra íþróttamanna, sem
jkeppa fyrir íslands hönd á
j Olympiu-leikunum og skipu-
, ieggja förina. Leggur hún í
því sambandi mikla áherslu á
að fjelögin temji fjelögum
sínum drengilega og fagra
framkomu, sem hverjum
íþróttamanni má vera til sóma
Loks hefir nefndin ákveðið
að reyna að koma á fót stofn-
sjóði til Olypíuferða, til þess
á þann hátt að tryggja þátt-
töku Íslands í Olypmíuleikun-
um, ekki aðeins í þetta skifti,
heldur og framvegis.
í Olpmpíunefndinni eiga
sæti Hallgrímur Fr. Hallgríms
son, formaður, Erlingur Páls-
son, varaformaður, Olafur
Sveinsson, ritari, Kristján L.
Gestsson, Jón Kaldal, Jens
Guðbjörnsson og Steinþór
Sigurðsson.