Morgunblaðið - 12.01.1947, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. jan. 1947
Smekkur almennings gagnvnrt leiklist hefir breyst
— segir Brynjólfur Jóhannesson formaður Leikfjelagsins
— VIÐ höfðum gert okkur
von, um að hægt yrði að halda
50 ára afmæli Leikfjelagsins
hátíðlegt, með því að leggja
fjelagsskapinn niður, sagði
Brynjólfur Jóhannesson, for-
maður Leikfjelags Reykjavík-
ur við mig fyrir nokkrum dög-
um.
Það hefði verið einkennileg
afmælishátíð, segi jeg þá, bví
ekki hafði runnið upp fyrir
mjer, við hvað Brynjólfur átti.
— Nei. það hefði verið hið
hátíðlegasta afmæli, sem við
hefðum getað hugsað okkur,
sagði Brynjólfur, og sat við
sir.n keip. En því miður gat
ekki úr þessu orðið.
Nú er það von okkar, að
Þjóðleikhúsið verði tilbúið til
sýninga þ. 18. des. En þá eru
liðin 50 ár síðan Leikfjelagið
hóf starfsemi sína. Þá afhend-
um við að sjálfsögðu Þjóðleik-
húsinu allgr eignir fjelagsis.
Þá er hlutverki hins fimtuga
fjela^s lokið, annað og meira
komið í staðinn.
Máður er orðinn því svo van-
ur að hugsa um og horfa á
Þjóðleikhúsið sei» hálfgert hús
við Hverfisgötu, að mjer datt
ekki það mikla og margumtal-
aða fyrirtæki í hug, er Bryn-
jólfur^fór að tal um að leggja
niður Leikfjelagið. Það hljóm-
ar undarlega í eyrum að
heyra állt í einu talað um,
að Þjóðleikhúsið kynni að verða
fullbúið á einhverjum tiltekn-
um degi.
í stjórn í 16 ár.
Brynjólfur Jóhannesson hef-
ir verið óslitið viðriðin stjórn
Leikfjelagsins síðan 1930. í 10
ér ritari stjórnarinnar, en nú
á þessu afmælisári er hann for-
maður, og hefir verið það frá
1944.
Jeg bað hann að segja mjer
frá starfsemi fjelagsisn í stór-
um dráttum, eins og viðhorfið
er nú, og byrjaði með því að
spyrja hann, hve margir sæki
sýningar Leikfjelagsis, að jafn
aði yfir árið.
31.800 gestir.
— Við höfum haft flestar
eýningar á leikárinu 1941—42,
segir hann. Þá voru þær 108.
Þá var Gullna hliðið leikið 66
sinnum, en alls voru sýning
argestir á því leikári 31.800.
Sætin í Iðnó eru alís. 309, svo
ekki vantaði nema 500 til þess
að tala sýningargesta yfir árið
samsvaraði því, að öll sæti hafi
verið skipuð á öllum sýning-
unum. Manni getur sárnað
nokkuð mikið, hve Iðnó er lít-
11, þegar um slíka aðsókn er að
xæða sem varð á því leikári.
Aðeins á einu ári öðru hafa
sýningar náð 100, árið 1939—
40. •
Oft hefðum við haft fleiri sýn
ingar, ef við hefðum komist að
húsinu fleiri kvöld. En þess
hefir ekki verið kostur, vegna
þess að aðrirhafa þurft að kom
ast þar að.
Það verðúr vitáskuld mikill
munur þegar við komumst í
Þjóðleíkhúsið, sem mún hafa
750—800 sæti.
Tala sýningargestanna hefir
Rætt um Þjóðleikhúsið og framtíðina
ekki farið niður úr 20 þúsund-
um síðan á leikárinu 1938—39.
En þá var hún. ekki nema rúm
11 þúsund.
Kreppuár.
— Þá hefir fjelaginu verið
þröngur stakkur skorinn.
— Ójá. Þetta hefir svo sem
ekki alt saman verið leikur.
Erfiðast var að halda starfsem-
inni gangandi, þegar við stofn-
uðum hið svonefnda Abyrgðar-
mannafjelag, er skuldbatt sig
til þess, að taka á sig ábyrgð á
skuldum fjelagsins. Jeg var
einn af þeim, sem voru í á-
byrgðarmannafjelaginu. 1944
skuldaði Leikfjelagið 44 þús-
únd krónur. Það var mikið fje
í þá daga. Þá urðum við að
skera niður öll útgjöld, eins og
framast var hægt, og sjálfir oft
að vinna fy*ir ekki neitt. Með
því móti tókst að koma.fjelag-
inu úr ölium skuldum. Nú væri
ekki hægt að fá menn til þess
að leggja eins mikið á sig fyrir
ekkert kaup eins og þá var.
Nú hafa allir svo mikið að gera.
Launip.
— Þetta eru þó víst engin
kóngalaun, sem þið leikararnir
fáið enn í dag.
— Nei. Jeg á ekki við það.
Ef reikna ætti okkur Dagsbrún
arkaup fyrir vinnu okkar með
t. d. næturtaksta, þegar því er
að skifta, þá fengjum við mik-
ið hærra kaup. En við höfum
verið sammála um, að gera okk
ur ánægð með það sem fengist
hefir i aora hönd, eins og um
hitt, að vanda sem mest valið
á laikritunum, þó þau hafi
stundum ekki verið að sama
skapi vel sótt. A tímabili, þeg-
ar verst gekk, og fjárhagurinn
var sem þrengstur, gátum við
varla haft almennilegar sýning
ar, vegna þess hve mikið varð
að spara.
í gamla daga.
— Hvað getur þú álment í
stuttu máli sagt mjer um val
leikrita, og undirtektir almenn-
ings, eða hverskonar leikrit
mönnum fellur best í geð?
Liðin eru 30 ár síðan jeg
fyrst fór að hafa afskifti af leik
starfsemi. Fyrst í stað norður
á Isafirði. Þá voru danskir söng
leikir mest í móð. Þá þreytt-
ust menn seint á að horfa og
hlusta á ,,Æfintýri á göngu-
för“ og ieik eins og „Nei-ið“
eftir Heiberg. Jeg ljek í fyrsta
skifti á æfinni í því leikriti. Og
svo var það Skugga-Sveinn,
bæði í kaupstöðum og sveitum,
og Nýársnóttin hjer í Reykia-
vík. Þar sem leikhús-útbúmð-
ur var minni, og aðstæður erfið-
ari en hjer í bænum, treystu
menn sj_r sjaldan við Nýárs-
nóttina.
Nú er almenningur orðinn
mikið kröfubarðari, þar sem
hánn hefir samanfcurðir.n við tal
myndirnar. Við hjeldum hjer
að taimyn'íirnar múhdú alvég
géra xit áf. við alla leikstaif-
semi okkar. En það hefir farið
á annan veg eins hjer sem
Brynjólfur Jóhannesson.
annarsstaðar. Talmyndirnar
hafa stóraukið áhuga almenn-
ings fyrir# leikstarfseminni
heima fyrir.
Leikriíaval.,
— Eftir hverju hafið þið að-
alega farið við leikritaval?
— Það er erfitt að segja í
stuttu máli. Við höfum altaf
tekið fegins hendi við íslensk-
um leikritum, ef okkur hafa
borist, og við -höfum talið þess
virði, að þau yi’ðu , sýnd. En
mjög mörg leikrit eftir ísleigska
liöfunda hafa komið til fjelags-
ins, sem við höfum ekki talið
ástæðu til að taka til sýningar,
cða hafa þannig verið úr garði
gerð, að stjórn fjelagsins hefir
ekki talið þau leiksviðshæf. Oft
stafar þetta af þvú, að höfund-
arnir eru of ókunnugir leikhús-
um og leikstarfi, vita ekki
hvaða kröfur þarf að uppfylla
til þess að leikrit verði hentug
til sýningar.
Smekkur fóklsins hefir
breyst, eins og jeg mintist á áð-
an, og það til batnaðar. Ein-
kenrhlegt er það að hann fer
líka dálítið eftir árstíðum. Al-
menningur tekur betur alvar-
legum leiksýningum í skamm-
deginu, en þegar farið er að
vora. A vorin er ekki til neins
að bjóða leikhúsgestum alvar-
leg og þung leikrit. Þegar menn
eru farnir að kasta af sjer vetr-
arhamnum, þá vilja þeir horfa
á það eitt, sem kætir skapið
og gerir mönnum glatt í geði.
Að vísu er því vel tekið, á öll-
um tímum árs, að fá eitthvað
það á leiksviðið, sem hægt er
að hlæja að, en engu öðru vilja
menn sinna, þegar fer að lengja
daginn.
Shakespeare o
leikárum
fl.
A fyrstu íemarum miaum
var sjaldan leikið nokkuð eftir
höíunda úr hinum enrka heimi.
Fyrsta leikritið var leikið hjer
eftir Shakespeare árið 1926,
sens og Björnssons. Þótti í mik-
ið ráðist, að taka leikrit eftir
þá til sýningar. Lítið eitt hefir
verið leikið hjer eftir Strind-
berg enn, og af hinum yngri
dönsku höfundum hefir Kaj
Munk aðallega verið kyntur
fyrir íslenskum leikhúsgestum.
Ekkert af leikritum Nordahls
Grieg hefir enn verið sýnt hjer.
Kemur það til af því,- að við
höfum ekki treyst okkur til
þess vegna þess hve leiksviðið
i Iðnó er lítið.
Þj óðleikhúsnefnd.
—- Hvernig hugsið þið leik-
arar ykkur að rekstri Þjóðleik-
hússins vcrði hagað í aðalat-
riðum?
— Nefnd fjögra manna hefir
um skeið setið á rökstólum, sem
rn. a. á að semja frumvarp til
laga úm rekstur Þjóðleikhúss-
ins. í nefndinni erum við Hall-
dór Kiljan Hörður Bjarnason,
Þorsteinn Ö. Stephensen og
jeg. Aður en við höfum lokið
samning frumvarps þessa,. tel
jeg ekki tímabært að fjölyrða
um það.
Við þurfum
skemtanaskattinn.
Það gefur auga leið, að Þjóð-
leikhúsið þarf að njóta styrks,
er það hefir tekið til starfa.
Okkur leikúrunum finnst það
liggja beinast við, að leikhúsið
njóti skemtanaskattsins áfram
eins og hingað til.
Mj'er finnst að ekki muni
verða hægt að komast af með
færri en 15—20 fasta leikara
við Þjóðleikhúsið, þegar eftir
að byrjað verður á samfeldum
leiksýningum alla daga yfir
vetrarmánuðina, svo leikhúsið
þarf að hafa að minsta kosti
3—:— 4 leikrit í takinu í einu,
verður að byrja á nýju leikriti
um leið og. draga tekur úr að-
sókn á þeim sem sýnd eru, og
leikarar þurfa að byrja á æf-
ingum eldsnemma á morgnana,
og verða dTS halda áfram að
vinna allan daginn.
Forusta í leikment
Auk þess, sem halda þarf
uppi stöðugum leiksýningum.,
verður Þjóðleikhúsið, stjóm
þess og starfsmenn, að annast:
margskonar leiðbeiningastarf-
semi fyrir þá sem að leiksýn-
ingum starfa utan Reykjavík-
ur. Það er alveg ótrúlegt, hve
mikill áhugi er ríkjandi á leik-
list um alt land. Sífelt berast
til okkar fyrirspurnir, þar sem
við erum beðnir að leiðbeina
um alskonar efni, viðvíkjandi.
leiksýningum, og við beðnir að>
lána eitt og annað til sýninga,
sem halda skal við hin frum-
stæðustu skilyrði oft og einatt.
Gott samkomulag,
Nú er ekki vert að hafa þetta
mál mitt öllu lengra, segir Bryn
jólfur. Einu vil jeg þó b'æta við.
Otf er um það talað, að með-
al okkar leikaranna, sje ekkí.
sem b°st ramkomulag. En hjer
vaða menn reyk. Því þó róð-
úrinn hafi verið þungur, til
þess að halda starfsemi fjelags-
ins gangandi, get jeg ekki hugs-
að mjer betra samkomulag með
al leikaranna, en einkum þó
innan stjórnar Leikfjelagsins.
Sem formaður Leikfjelags-
ins finn jeg ástæðu til að þakka
þeim fjölmörgu vinum Leikfje-
lagsins, og leikstarfseminnar,
sem hafa sýnt einlægan og ó-
brigðulan áhuga fvrir starfií,
okkar. *
En þakklátastir ættum við
leikarnarnir að vera þeim á-
hugasömu iðnaðarmönnum, er
sýndu þann stórhug, að reisa
Iðnó fyrir yfir 50 árum, því
það var sannarlega vel gert og
stórmannlegt að reisa leikhús
fyrir höfuðstaðarbúa, meðan
þe'ir voru ekki nema um 4 þús-
und er hefir dugað bæjarbúum.
alla stund síðan, á meðan íbúa-
fjöldi bæjarins íneira en tífald[
aðist.
- Sð ára ðfmæli Leikfjelagsins:
Forseti Islands heiðar foririann
þess — l nýir heikrsmeðlimir
Á FUNDl Leikfjelags Reykjavíkur, sem haldinn var
í gær í lilefni af 50 ára aímæli fjelagsins, voru frú Eu-
femia Waage og Brynjólfur Þorláksson gerð heiðursfje-
lagar Leikfjelagsins. ■
Á þessum fundi var formaður Leikfjelags Reykjavíkur
Brynjólfur Jóhannesson, sædmur Fálkaorðunni.
Fundurinn liófst kl. 2 síðd. í®“
Iðnó. Brynjólfui; Jóhannesson,
setti fundinn með stuttri ræðu
„Þi'ettándakvöld“, í þýð'ingu í og gat þess að Iðnó hefði ver
Indriða Einarssonar. Tr,ö önn-
ur leikrit hans hafa veri5 íak-
ið valinn fundarstaður, því hjer
höfum við átt heima s.l. 50 ár,
in hjer á svið „Vetraræfintýr- cins. og hann komst að orði
ið“ og; „Kaupmaðúrinn í Fön-
eypim“ í fýrra.'
Þogár íari'ð vnr a’ð Sivcírfa 'frá
Þessú naást bar hann fram
'til "afnþýklar hína nýjú heiðurs
fjclaga Leikfjelágsins og voru
ijettmetinu urðu vérk norsku j þcir samþyktir með lófaklappí.
stórskáldanna fyrst fyrir, Ib-1 Brynjólfur Jóhannesson gaf
næst fyrsta ritara Leikíjelags-
ins, Friðfinni Guðjónssyni, orð-
ið. Las Friðfinnur upp fyrstu
fundargerð fjelagsins frá 11,
jan. 1897, er fjallar um lög fje-
lagsins o s skyldur fjclágs-
manna. Að þessu var gerður
góður rómur.
Et- Friðfinn'út' GuðjónSson
hafði lokið málí sínu, tók Bryn-
Framh. á 4. síöu- t