Morgunblaðið - 21.01.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLA0IB Þriðjudagur 21. jan. 1947 I I __ Ui... Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Grár leikur % ÞJÓÐVILJINN var s.l. sunnudag að fræða lesendur sína um það, að Sovjetríkin hefðu sennilega aldrei hreyft kröfunum um herstöðvar á Svalbarða, ef Bandaríkin hefðu ekki áður verið búin að gera kröfu til herstöðva á íslandi. Þessa fregn kveðst Þjóðviljinn hafa eftir „Dag- ens Nyheter“ í Stokkhólmi, en sjálf dregur blaðið þá á- lyktun af fregninni, að þar sem við íslendingar höfum látið undan kröfum Bandaríkjanna um herstöðvar í okkar iandi, telji Sovjetríkin sjer ógnað með þessu, og þessvegna krefjist þau herstöðva á Svalbarða!! ★ Skyldi vera unt að auglýsa öllu berara fölsun stað- reynda en Þjóðviljinn gerir hjer? Og skyldi nokkur ís- lendingur fyrirfinnast sem lítur svo á, að Þjóðviljinn sje með þessari fölsun sanninda að þjena íslenskum hagsmun- um? Það er ekki nóg, að Þjóðviljinn falsi staðreyndirnar, varðandi afstöðu íslands til óska Bandaríkjanna um her- stöðvar hjer, heldur falsar hann einnig frásögn hins sænska blaðs. Þjóðviljinn leynir sem sje því, sem er aðalatriðið, að hið sænska blað gat þess í þessari sömu grein, að íslendingar hefðu hafnað kröfu Bandaríkjanna um herstöðvar. Hversvegna stingur Þjóðviljinn undir stól þessari frá- sögn hins sænska blaðs? Er það gert til að þjena íslensk- um hagsmunum? Eða skyldi þ'etta gert til afsökunar fyrir kröfum Rússa um herstöðvar á Svalbarða? ★ Svo virðist sem uppistaðan í grein ,Dagens Nyheter1 sje kapphlaup stórveldanna um herstöðvar í heimskauta- löndunum. En hver stofnaði til þessa kapphlaups? Þjóð- viljinn segir, að það hafi Bandaríkin gert. Samkvæmt skýrslu norsku stjórnarinnar, hafði krafa Rússa um „endurskoðun“ Svalbarðasamningsins frá 1920 borist norsku stjórninni í London 1944. Upplýst er nú, hvað Rússar meintu með þessari kröfu. Þeir vildu fá að víggirða Svalbarða, eða m. ö. o. að koma þar upp her- stöðvum. Rússar endurnýjuðu kröfuna vorið 1945, eftir að norska stjórnin var komin heim. Nú vitum við, að það var ekki fyrr en 1. október 1945, að Bandaríkin bera fram óskina um herstöðvar hjer á landi. Sýnist því eðlilegra að draga þá ályktun að óskir Banda- líkjastjórnar um herstöðvar hjer á landi hafi átt rót sína að rekja til málaleitana Rússa varðandi Svalbarða, sem iyrr komu fram. ★ En deilan um það, hvaða stórveldi hafi átt upptökin að kapphlaupinu um herstöðvar á heimskautasvæðinu eða þar í grend, hefir enga þýðingu fyrir okkur íslendina. Aðalatriði málsins er, að við íslendingar höfum aldrei ljeð máls á því að láta Bandaríkjunum í tje herstöðvar hjer á landi. Alþjóð veit, að við höfum neitað Bandaríkjunum um herstöðvar hjer á landi. Þetta mál er afgreitt af okkar hálfu, og viðurkent af Bandaríkjunum, að herstöðvamálið sje úr sögunni. Þessvegna gegnir furðu, að Þjóðviljinn skuli nú ganga i lið með Sovjetríkjunum og styðja óbeint kröfu þeirra um bækistöðvar á Svalbarða, með því að telja hana eðli- lega afleiðingu þess, sem búið sje að gera á Islandi! Slíkt er svo fjarri sannleikanum, að það gengur landráðum næst að halda slíkri fjarstæðu fram. Það getur orðið grár leikur fyrir okkur Islendinga, að bera slíkt á borð í viðkvæmu alþjóðamáli. Og þó að Þjóð- viljamenn vilji standa með Rússum í Svalbarðakröfunni, verða þeir að varast að gera það með þeim hætti að ger- > ast ljúgvitni gegn sinni eigin þjóð. ; Slíkt getur haft hinar háskalegustu afleiðingar fyrir okkur. 'Uíhuerji óhripar: ÚR DAGLEGA LlFINU Vel hepnuð tilraun. ÍSLENSKIR námsmenn, sem dvalið hafa við nám í Ameríku efndu til samkomu í Sjálfstæð- ishúsinu s. 1. föstudagskvöld. Var þetta einskonar tilraun í því skyni, að komast að raun um hvort nokkur grundvöllur væri fyrir slíkum fjelagsskap. Og það má segja, að tilraunin hafi hepnast vel. Skemtun þessi fór hið besta fram í alla staði. Skemtiatriðin voru góð og mikinn fögnuð vakti kvik- mynd, sem Sigurður G. Nor- dahl hafði tekið, er hann dvaldi vestra. Var mynd þessi af ís- lensku námsfólki í Kaliforníu og víðar og af komu forseta íslands til Bandaríkjanna. Eftir fyrstu undirtektum um þenna fjelagsskap að dæma má búast við, að hann eigi sjer líf og framtíð fyrir höndum. Gæti hann og orðið fyrirmynd að fleiri slíkum fjelögum, t. d. manna, sem dvalið hafa á Norð urlöndum, í Englandi, eða ef til vill víðar. Það er ávalt verið að kvarta um skort á skemtunum hjer í bænum og þó allir sjeu ekki sammála um rjettmæti þeirrar gagnrýni og sumum finnist ef til vill, að þær sjeu of margar, frekar en fáar, — þá er það víst, að það verður aldrei of mikið af góðum og heilbrigð- um fjelagsskap. • Menningaratriði. ÞAÐ ER EKKI óeðlilegt, að ungir menn og konur, sem dvalið hafa langdvölum er- lendis, fái 'einhverjar tilfinn- ingar í garð þeirrar þjöðar og þess lands, sem þeir h*fa gist og vilji halda sambandinu við, eftir fongum. Það er sama hvort það eru Bandaríkin, eða eitthvert Evrópulandanna. Menn eiga góðar minningar frá námsárum sínum og hafa gam- an af að rifja þær upp í hópi gamallra skólafjelaga og vina erlendis frá. Þegar stofnað er til slíkra fjelaga þá getur það og verið menningaratriði ekki alllítið. Eru mörg dæmi til þess, að slík fjelög hafa komið ýmsu góðu til leiðar í sambúð milli þjóða. Nægir að minna þar á fjelög, eins og t. d. Dansk-ís- lenska fjelagið, „Anglía“ og fleiri. • Enn um óskaþáttinn. ÞAÐ ER KVARTAÐ sáran yfir því, að þættirnir „Lög og ljett hjal“ og hinir svonefndu „óskatímar“, sem útvarpið hóf á sínum tíma, skuli hafa verið lagðir niður. Var á þetta minst lítillega hjer í dálkunum á sunnud. og í því tilefni hafa borist nokkur brjef. Eru þau öll í þeim anda, að hlustendum þyki skaði að því, að þessir þættir skuli hafa verið lagðir niður. Það verður nú að segja það alveg eins og er, að þessir blessaðir þættir voru ekki svo veigamiklir, eða mikið í þá lagt, að það ætti ekki að vera vinnandi vegur að halda þeim áfram, úr því að hlustendur hafa haft gaman af þessu. Einhvernstaðar hefir verið kvartað yfir því, að ekki fengj- ust menn til að sjá um þessa tíma. En hversvegna ekki að koma dálitlu lífi í tuskurnar og efna til verðlaunakepni í þessu sambandi. Það mætti vera pen- ingaverðlaun eða eitthvað ann- að, sem veitt væri fyrir bestu tímana. Slíkt myndi ábyggilega vekja athygli og koma af stað kepni hjá þeim, sem hafa upp á einhver skemtiatriði að bjóða. Saga Keflavíkur- flugvallar. ^ í NÝÚTKOMNU blaði, sem nefnist „The Army Airliner“ og gefið er út af ameríska flug- hernum, birtist grein um Kefla víkurflugvöllinn og nokkrar ljósmyndir þaðan. Er þar í stuttu máli rakin saga flug- vallarins, hvernig hann varð til og hverjum erfiðleikum það var bundið að koma þar upp flugvelli. Greinin er liðlega skrifuð, en varla nógu ítarleg og mun rúmleysi blaðsins um að kenna, því þetta er lítið blað, sem einkum er ætlað að flytja frjett ir og skemmtiatriði fyrir flug- menn hersins. En þetta greinarkorn gefur tilefni til að minnast á, að nauð 1 syn væri á því, að skrifuð yrði saga hernáms og herverndar á íslandi áður en það mál er fall- ið í gleymsku og erfiðara verð- ur að afla heimilda. Rit þetta ætti að vera sögu- legt heimildarrit, sem hægt væri að reiða sig á í alla staði. Birtar hafa verið „ástands- sögur“ frá styrjaldarárunum og fleiri munu vera í uppsigl- ingu, en það, sem vantar er að skjalfesta sögu hernámsins eins og hún var. Myndi þá margt koma í ljós, sem hulið hefir verið. En þetta er mikið verk og vandasamt og verður ekki unnið nema með aðstoð her- stjórna Breta og Bandaríkja- manna og norsku herstjórnar- innar. 1 MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Rússneskir hermenn eru illa agaoir ÞEGAR Rauði herinn. sótti inn yfir landamæri Mið-Ev- rópuríkjanna og hóf sigur- göngu sína inn í austurhjeruð Þýskalands og Austurríkis, fór að bera á því í frjettum, að herinn væri illa agaður og yf- irmenn ættu oft og tíðum fult í fangi með að hafa hemil á hermönnum sínum. Víst var það, að þessir her- menn voru óvægnir og harðir, sumir vildu segja miskunnar- lausir. Áróður pólitísku fulltrúanna hafði sýnilega haft það í för með sjer, að rússnesku her- mennirnir höfðu hinar furðu- legustu hugmyndir um lifnað- arhætti íbúa ríkja þeirra, sem þeir komu í. Misskilin vatnssalerni. Hinar furðulegustu fregnir fóru að berast af framkomu hinna sigrandi rauðliða. I einni af glæsilegustu höfuðborgum Evrópu ruddust þeir inn í verkamannabústaði og rændu þar og eyðilögðu. Þegar liðs- foringjunum hafi loks tekist að stöðva þetta skemdarfaraldur, kom skýringin: Hermennirnir höfðu gert þá stórkostlegu uppgötvun, að í íbúðum verka- mannanna voru vatnssalerni, en af því drógu þeir þá álykt- un, að þetta hlytu að vera íbúðir auðkýfinga, mannanna. sem pólitísku fulltrúarnir höfðu sagt þeim að væru höf- uðóvinir mannkynsins! Frá Vínarborg bárust líkar sögur. Heimsblöðin birtu . það í frjettum, að breskur liðþjálfi hefði verið skotinn til bana, er hann reyndi að koma í veg fyrir það að rússneskur her- maður svipti unga stúlku loð- kápu sinni á veitingahúsi. Sögurnar um armbandsúrin urðu víðfrægar. Ekkert freist- ari þeirra rússnesku meira. Frá Júgóslavíu til Borgundarhólms bárust fregnir að hermönnum Rauða hersins, sem öllu vildu ofra, jafnvel ■ lífinu sjálfu, til að eignast þetta undraverk nú- tímatækninnar. Vestræna menningin hafði sínar góðu hliðar. Fyrir um tveim mánuðum síðan heyrðist því fleygt á ný, að ýmsu væri ábótavant við heragann rússneska. I Vínar- borg höfðu skeð þeir atburðir, að sami óttinn var byrjaður að gera vart við sig meðal íbúa hinnar fornu menningarborgar og svo mjög bar á fyrstu daga rússneska hernámsins. Saga Önnu Marie Kurz og Liane Sykora, sem birt var í ,,Time“, skýrði dð nokkru þenn an -ótta. Ofbeldi. Anna Marie Kurz, sem var ung hjúkrunarkona, og Liané Sykora, 16 ára gagnfræðaskóla stúlka, fóru á veitingahús 1 rússneska hernámshlutanum í Vínarborg. Er þær sátu þar, komu fjórir hermenn úr Rauða hernum og buðu þeim að koma með sjer í Prater-skemtigarð- inn, sem nú er að vísu að mestu leyti eyðilagður, en frægur er þó fyrir hljómleika þá, sem þar voru haldnir fyrir styrjöldina. Stúlkurnar, sem skyldu hvað ,boðið þýddi, neituðu. Það næsta, sem þær vissu, var, er verið var að draga þær inn í leigubifreið og þær voru lagð- ar af stað til skemtigarðsins. Hvorki bílstjórinn austurríski, nje fólk það, sem viðstatt Var, þorði að skifta sjer af þessu. Næsta morgun fanst Liane Sy- kora dauð í Prater-garðinum. Hún hafði verið skotin. Önnu Kurz hafði verið nauðgað og andlit hennar var óþekkjan- legt af barsmíðum. íbúar Vínarborgar gátu lítið gert. En þeir vonuðu að friðar- samningunum yrði flýtt, og Rússar fengjust til að fallast á, að hverfa burt úr landinu með her sinn. -----»»♦ Gagnfræðanámskeið Menta- skólans. Nemendur, sem taka ætla þátt í námskeiði þessu, mæti í skólanum í dag kl. 3.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.