Morgunblaðið - 21.01.1947, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. jan. 1947 •
GRÍPTU ÚLFINN
éJptir cHeóiie (^Larterió
- - ■—+
14. dagur
— Satt er það, mælti Helgi,
en þegar jeg var kominn í
strand, þá fjekk jeg alt í einu
nýja hugdettu. Setjum nú svo,
Bloem — við bara setjum nú
svo — að einhverjir glæpa-
menn hafi framið hið stórkost-
legasta bankarán, sem um get-
ur. Setjum svo, að þeir hafi
komist undan með rúmlega
miljón dollara í gulli. Setjum
svo að þeir hafi flutt það yfir
Atlantshaf og falið það í ein-
hverju ensku þorpi, sem er svo
afskekt að nafn þess væri al-
gjörlega óþekt, ef það stæði
ekki í ferðaáætlun járnbraut-
arlestanna. Og setjum nú enn-
fremur svo — það er bara á-
giskun eins og þjer sjáið —
að þeir hafi verið alveg ör-
uggir um það, að rjettvísin
væri ekki á hælum þeirra, og
því farið að hugsa um hvernig
þéir ætti að hagnýta hinn illa
fengna feng sinn. Fyrst og
fremst mundu þeir hafa hugs-
að sjer að bræða gullið, því að
það er ekki svo mikið af gull-
dollurum í umferð í Englandi,
að það hefði óðar vakið grun
víxlaranna, ef þeir hefðu ætiað
að skifta því fyrir enska mynt.
En samt sem áður yrðu þeir
litlu nær, því að fólk mundi
reka upp stór augu og spyrja
hvaðan þjer hefðuð fengið alla
þessa gullklumpa — hvort þjer
ræktuðuð þá í garðinum yðar
eða blátt áfram byggjuð þá til
í frístundum yðar. Og hvað
skyldi þá segja?
— Já, hvað skyldi segja?
sagði Bloem fýlulega.
— Nú, það er svo sem auð-
skilið, sagði Helgi. Ekki annað
en það, að þjer hefðuð fundið
þetta gull í aflóga námu í Af-
ríku.
— Það mundi duga, sagði
Bloem.
— Onei, góðurinn minn,
sagði Helgi. Þrátt fyrir alt mun
það ekki duga. Og þjer vitið
það vel.
Bloem sneri við honum og
bakinu og gekk burtu eins og
hann væri orðinn dauðleiður á
þessu. En Helgi sá hvað honum
leið og hló í laumi. Hann hafði
ekki verið viss um það áður að
hann hefði giskað rjett á fyrir-
ætlanir bófanna, en nú þóttist
hann sannfærður um það.
Hann var að ná í þræði máls
ins hvern á eftir öðrum.
En hver var úlfurinn? Hon-
um reið mest á að fá að vita
það. Hver af íbúum Baycombe
var svo útsmoginn að leggja á
öll ráðin? Ekki var það Bloem
og ekki Bittle. Corn kom ekki
til mála. Og þá voru ekki aðrir
eftir en hinn háæruverði Sir
Michael Lapping og-fáráðling-
urinn Lomas Coper. Eða gat
það verið hin tröllaukna ung-
frú Girton? Eftir voru þá ekki
aðrir en uppgjafa hermennirn-
i tveir, og frúrnar Shaw og
Smith. Skki var það líklegt. En
þó varð að aðgæta hvern mann
foetur. Lapping var svo heið-
virður maður, að það var engin
minsta ástæða til að gruna
hann. Algy var svo heimskur
og framhleypinn, að óhugsandi
var að það gæti verið hann.
Það gat svo sem vel verið, að
ungfrú Agatha Girton væri
karlmaður í kvenmannsfötum,
en hún var þó ekki líkleg til
þessa. Auk þess höfðu þau öll,
Bloem, Algy, Agatha og Bittle
verið í Baycombe, þegar úlfur-
inn rændi Confederato bank-
ann í Chicago. En Helgi gerði
ráð fyrir því, að hann hefði
þurft að dveljast fimm ár í
Bandaríkjunum, að minsta
kosti, áður en hann gat fram-
kvæmt það rán.
Helgi var ekki kominn
lengra í hugleiðingum sínum,
þegar Bittle kom inn aftur og
brá Bloem á hljóðskraf. Hvað
þeim fór á milli heyrði Helgi
ekki, nema orð og orð á stangli.
Hann komst þó að því. að úlf-
urinn var reiður vi^Bittle fyr-
ir það að hafa gert allan þenn-
an gauragang, en Bittle hefði
svarað því, að honum mundi
varla hafa tekist betur sjálfum.
En þá hefði úlfurinn komið
fram með nýja hugmynd. Svo
heyrði hann ekki meira litla
stund. En svo heyrði hann
greinilega að Bíttle sagði:
— Úlfurinn skipar okkur að
sleppa honum.
Bloem varð hinn versti, en
Bittle hjelt áfram að hvísla að
honum.
Helgi varð undrandi. Hvern-
ig stóð á því, að þeir ætluðu að
sleppa honum úr því að þeim
var kunnugt hversu mikið
hann vissi um þá? Hafði hon-
um ekki misheyrst? En þá
komu þeir Bittle og Bloem til
hans og Bittle tók af skarið.
— Nú er framorðið, Mr.
Temple, sagði hann, og við er-
um víst allir sammála um, að
við höfum leikið þennan skolla
leik nógu lengi. Þjer skuluð því
ekki láta okkur tefja yður
lengur.
— Er yður alvara? mælti
Helgi með uppgerðarundrun.
— Já, þjer megið fara hve-
nær sem yður þóknast.
Bittle hvesti á hann augun
og var svo grimdarlegur á svip
að auðsjeð var að hann sagði
þetta ekki af góðu geði. Svo
þrumaði hann yfir mönnum
sínum og þeir fóru allir út eins
og halakliftir hundar. Bloem
fitlaði við hálsknýti sitt með
annari hendinni, en hina hafði
hann í vasanum, sem sýndist
út troðinn.
— Þetta er fallega gert af
yður, sagði Helgi. Og jeg vona,
að þjer hafið ekkert á móti því,
þótt jeg hafi Önnu með mjer.
Hann gekk að dragkistu, sem
þar var, opnaði eina skúffuna
og tók þar hníf sinn og rendi
honum upp í ermina. Hnífinn
höfðu þeir áður tekið af honum
og falið þarna. Svo hneigði
hann sig fyrir þeim fjelögum.
— Jeg segi það alveg satt,
mælti hann blíðlega. að góð-
menska. ykkar gvngur fram af
mjer. Mig hafði síst af öllu ór-
að fyrir að þið væruð gæddir
mannúð og hjartagæsku. Eða
er það svo .að þið, þessir ber-
serkir, sjeuð hræddir við ung-
frú Holm?
— Það er rjettast fyrir yður
að * spyrja ekki of margra
spurninga, svaraði Bittle. Yður
ætti að nægja að vita, að hin
makalausa hepni yðar hefir
ekki brugðist yður fremur nú
en áður — en það er líklega í
seinasta skifti. Það er best að
þjer bjóðið góða nótt, áður en
við breytum ákvörðun okkar.
Helgi brosti .
— Þið ráðið engu. Þið verðið
að dansa eftir því sem úlfur-
inn segir. Eða eruð þið hrædd-
ir við Orace? Það gæti jeg
skilið, því að hann er ekki
lamb að leika við. Ef hann
frjetti það að þið hefðuð skert
eitt hár á höfði mínu, þá öf-
unda jeg ykkur ekki af því
hvernig hann mundi launa
ykkur það. Það er því best fyr-
ir ykkur að breyta skysamlega.
— Sjálfsagt, sagði Bittle út
í hött, eins og honum kæmi
þetta ekki við.
Helgi kinkaði kolli: — En ef
jeg'færi nú til lögreglunnar og
segði henni frá þvíj sem jeg
veit?
Bittle var að kveikja í vindli,
en hætti við það og leit bros-
andi á Helga.
— Þjer eruð ekki svo heimsk
ur að hlaupa til Scotland Yard.
Þjer vitið vel til hvers er að
vinna, og jeg held að okkur sje
óhætt að treysta yður.
Þetta kom alveg flatt upp á
Helga.
— Þið ætlið þá að leika þetta
eins og kappleik? sagði hann.
— Og jeg vona að þjer fáið
alveg nægju yðar af þeim leik,
sagði Bittle.
— Já, jeg veit að þjer bregð-
ist mjer ekki, blessaður, sagði
Helgi. — Jeg finn það á mjer.
Og þá er best að skilja. Berið
úlfinum kæra kveðju mína, og
segið honum frá því að mjer
þyki fyrir að hafa ekki kynst
honum. En — vel á minst,
Fernando. Þjer vitið að einhver
verður hengdur fyrir það að
myrða mann. Jeg ráðlegg yður
því að koma allri sökinni á úlf-
inn, áður en það er um seinan,
svo að þið verðið ekki hengdir,
herrar mínir.
— Við skulum sjá um okkur,
sagði Bittle.
— Agætt, sagði Helgi. Jæja,
góðu vinir, góða nótt og dreymi
ykkur vel.
Hann gekk fram að veranda-
hurðinni.
— Ef yður er það ekki á móti
skapi, þá fer jeg hjer út. Mjer
er illa við dimma ganga í hús-
um. Það er aldrei að vita hvað
þar leynist ....
— Bíðið þjer við, Mr. Temp-
lar, þrumaði Bittle.
Helgi sneri sjer við í dyrun-
um. Hann var enn brosandi óg
bar sig vel þótt föt hans væri
illa út leikin eftir viðureign-
ina. Hann vissi hvað mikið var
í húfi, og að mest reið á því að
hann færi ekki úr jafnvægi.
— Jæja, fjelagi?
— Það gæti máske sparað
yður lla andvökunótt og
komit ►eg fyrir að þjer fáið
lungnabólgu, að jeg segi yður
frá því að úlfurinn er farinn.
Það er því þýðingarlaust fyrir
yður að hanga hjer úti í garð-
inum.
Kauphöllin
er miðstöð verðbrjefa-
viðskiftanna, Sími 1710. |
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGHS. j
67.
Jeg gerði örvæntingarfulla tilraun til að ná í hendina á
Ja, en sithicinn kippti svo harkalega í spjótið, að minnstu
munaði að Ja missti fótfestuna, en vopnið rann úr greip-
um hans. Sjálfur hjelt jeg um það dauðahaldi og fjell í
áttina að sithicanum.
Um leið og skepnan fann að spjótið var orðið laust í
höndunum á Ja, hlýtur hún að hafa opnað kjaftinn til að
grípa mig, því þegar jeg kom niður, var spjótsoddurmn
enn í kjafti hennar, og árangurinn var sá, að hinn hár-
beitti oddur stakkst í gegnum neðri skolt hennar.
Sársaukinn kom ófreskjunni til að loka munninum. Jeg
kom niður á trýni hennar, missti tak mitt af spjótinu, valt
niður andlit skepnunnar og höfuð og þaðan niður eftir
hinu breiða baki hennar og niður á jörð.
Jeg hafði varla fyr snert jörðina, en jeg stóð á fætur
og þaut í áttina að gangstígnum, sem jeg hafði komið
eftir, er jeg lagði leið mína í þennan hryllilega dal. Er
jeg leit til baka, sá jeg að sithicinn var enn að berjast
við spjótið, sem stóð í kjafti hans, og Svo lengi stóð þessi
viðureign yfir, að jeg var kominn upp á klettabrúnina,
áður en honum vannst tími til að, elta mig. Og þegar
hann sá mig ekki niðri í dalnum, þaut hann hvæsandi út
í mýrarfenið, og það var það síðasta sem jeg sá til hans.
X. kafli.
Jeg kem aftur til Phutru.
Jeg flýtti mjer að klettabrúninni fyrir ofan Ja og hjálp-
aði honum að komast upp. Hann vildi ekkert hlusta á
þakkir mínar fyrir björgunina.
— Jeg hjelt, að væri úti um þig, þegar þú fjellst inn
í Maharamusterið, sagði hann, því jafnvel ekki jeg hefði
getað bjargað þjer úr klóm Maharanna, og þú getur gert
þjer í hugarlund, hversu undrandi jeg varð, þegar jeg
rakst í. eintrjáning, sem dreginn hafði verið upp á strönd
meginlandsins, og við hlið hans fótspor þín í sandinum.
—Jeg byrjaði strax að leita að þjer, þar sem jeg vissi,
að þú v'arst algerlega vopnlaus og varnarlaus gegn öllum
þeim hættum, sem leyndust hjer á meginlandinu. Það
olli .mjer engum erfiðleikum, að rekja slóð þína hingað.
Það fór vel, að jeg skyldi koma á rjettum tíma.
„Afi, ertu tannlaus?“ spyr
tíu ára snáði.
„Já, drengur minn jeg hefi
verið það fleiri ár“.
„Heyrðu, afi, viltu geyma
fyrir mig tyggigúmmíið mitt á
meðan jeg er úti að leika
mjer“.
★
í einu af suðurríkjum Banda
ríkjanna, Lousiana, er mjög
mikið gert fyrir gamalt fólk.
Gamalmennahæli eitt hefir t.
d. tekið upp á því að kenna
gömlu fólki að dansa, og hefir
sett á stofn dansskóla. Enginn,
sem er yhgri en sjötugur, fær
inngöngu í skólann.
★
„Anti-permanent“.
Um allan heim er mjög í
tísku að láta lita hár sitt, fá
sjer „permanent“, eins og það
er kallað. Hrokkinkollar eins
og negrar þurfa þó ekki á þessu
að halda, en í stað þess hafa þeir
komið sjer upp „permanent“-
stofum, eða rjettara „anti-
permanent“-stofum, í öðrum
tilgangi. Þar láta þeir sljetta úr
krullum sínum, svo að þeir fái
sljett hár.
★
í smábæ einum í Suður-
Frakklandi, St. Capraise d’Ey-
met, fundust nýlega undir kirkj
unni þrjár stórar koníaks-ám-
ur. Alitið er að koníakið hafi
verið falið þarna á byltingar-
tímabilinu í Frakklandi og vín-
ið sje því orðið 15 ára gamalt.
Því miður hafði leki komist að
ámunum og nokkuð af drykkn-
um farið til spillis.
★
Englendingur að nafni John
Philip Grenville sagði svo fyr-
ir í arfleiðsluskrá sinni, að
hann óskaði eftir því að mikill
hluti af eigum sínum færu í
það að standast kostnað af
stórkostlegri drykkjuveislu,
sem hann vildi að klúbbfjelag-
ar sínir hjeldu. Veislan var
haldin, en ekkjan hefir ekki
enn sjeð reikninginn. Formað-
ur klúbbsins borgaði hann. Nú
hefir ekkjan aftur á móti kraf-
ist þess að kostnaðurinn verði
greiddur af eigum mannsins
síns og leitað til þess aðstoðar
laganna.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimMiiiiMiiiimiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiin
I Alm. Fasteignasalan f
1 Bankastræti 7. Sími 8063. |
\ er miðstöB faateignakaupa. |