Morgunblaðið - 21.01.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIð: Faxaflói:
KAPPHLAUPIÐ UM KULU-
SUÐ-AUSTAN cða austan
stormur. Rigning öðru hvoru.
Isfiskur fyrir
rúma miljón
Á TÍMABILINU 10. jan. til
18. jan. seldu 7 íslenskir tog-
arar ísfisk á markað í Bret-
landi. Samtals seldu þeir
15,843 kit fyrir kr. 1,158,649.37
Afla og söluhæsta skip er að
þessu sinni Gylfi. Með tæp
2700 kit, sem seldust fyrir
rúmlega 7800 sterlingspund.
Aðeins tveir togarar seldu
í Grinjsby, en það voru: Gylfi
með 2682 kit, fyrir 7862 pund
og Maí með 2108 kit, fyrir
€613 pund. Hinir fimm seldu
í Fleetwood. Faxi seldi 2060
kit fyrir 5940 pund, Helgafell
rneð 2511 kit, fyrir 7269 pund
Vörður með 2477 kit, fyrir
5921 pund, Drangey með 1717
kit, fyrir 5010 pund og Viðey
var með 2288 kit, sem seldust
fyrir 6178 sterlingspund.
Skákþing Reykja-
víkur
ÖNNUR umferð í meistara-
flokki á Skákþingi Reykjavík-
ur var telfd á sunnudag* í
meistaraflokki urðu úrslit þau,
að Jón Þorsteinsson sigraði
Gunnar Ólafss., Lárus'Johnsen
sigraði Ben. Benediktsson, Guð
imundur Pálmason vann Magn-
ús G. Jónsson. Þá vann Sturla
Pjetursson Aðalstéin Halldórs-
son og Pjetur Guðmundsson
vann Guðjón M. Sigurðsson.
Eggert Gilfer átti biðskák á
móti Jóni Ágústssyni.
í fyrsta flokki sigraði Guð-
mundur Guðmundsson Ólaf
Einarsson, Þórður Þórðarson
vann Eirík Bergsson og Ingi-
mundur Guðmundsson vann
Hafstein Ólafsson. Þá vann Sig
urgeir Gíslason Böðvar Pjeturs
son. Þeir Eyjólfur Guðbrands-
son og Skarphjeðinn Pálmason
áttu biðskák.
Þrír Svíþjóðarbálar
r
á Isafirði komasf
ekki á veiðar
vegna manneklu
Frá frjettaritara vorum.
Isafirði, mánudag.
HJEÐAN frá ísafirði stunda
11 bátar veiðar, þar af tíu línu-,
en einn togveiðar. Þar að auki
eru þrír af stærri bátunum að
búa sig á línuveiðar, en fjórir
þeirra minni hafa ekki komist
af stað vegna mannaleysis, og
þrír ■ Svíþjóðar-bátar liggja
einnig.
• Allmargir sjómenn fóru hjeð
an fyrir skömmu á vertíð í ver-
stöðvum við Faxaflóa. Gæftir
hafa verið fremur stopular, en
afli góður. Undanfarna þrjá
daga hefir verið róið almennt
og hefir aflast frá 8 til 12 sjmál.
á bát í róðri. Fiskurinn er allur
lagður í hraðfrystihús og til
herslu. — M. Bj.
Þriðjudagur 21. janúar 1947
Tvær íkvsikjuiil-
raunir gerðar
á sunoicjg
Á SUNNUDAGSMORGUN
var slökkviliðið kallað út
tvisvar sinnum með mjog
stuttu millibili. Þykir margt
benda til þess að brennuvarg-
ur hafi verið á ferðinni.
• Það var um kl. 5,30 um
morguninn að slökkviliðinu
var tilkynnt að eldur væri í
vörugeymslu skóverslunar-
innar Hector, Laugaveg 7.
Þegar slökkviliðið kom á
staðinn var vörugeymslupláss-
ið svo að segja alelda. Eldur-
inn flögraði um allt, því þar
inni var mikið af skóáburði og
gúmmískóm. Skemmdir urðu
ekki miklar á húsinu, en eitt-
hvað talsvert mun hafa eyði-
lagst af vörum af völdum
vatns og reyks.
Eldsupptök' virðast hafa
orðið úti við glugga á vöru-
geymslunni og þykir alt benda
til þess að um íkveikju sje að
ræða. En verið er að rannsaka
málið.
Um það bil og slökkviliðs-
bílarnir komu úr bruna þess-
um var hringt á slökkvistöð-
ina og sagt að eldur væri í
kjallara Franska spítalans. ■—
Þegar þangað var komið, var
eldur á milli þilja í herbergi,
sem snýr út að Lindargötu. —
Slökkviliðinu tókst fljótlega
að ráða niðurlögum eldsins, en
litlar skemdir urðu á gólfi.
Það er talið að eldurinn hafi
komið upp við loftgat. Eld-
ur hafi verið borinn að ytri
klæðningu, í gegnum loftgat-
ið. Þetta mál er einnig verið
að rannsaka.
SveiS Lárusar Fjeld-
sied er efst
ÞRIÐJA umferð í meistara-
flokkskeppni Bridgef jelagsins
var spiluð á sunnudaginn. Eft-
ir þá umferð er sveit Lárusar
Fjeldsted efst. — Úrslit milli
sveita urðu þau, að sveit Lár-
usar Fjeldsted vann sveit Harð-
ar Þórðarsonar með 3% gegn
% vinning. Sveit Einars B.
Guðmundssonar sigraði sveit
Lárusar Karlssonar, með þrem
vinningum gegn 1. Sveit Jó-
hanns Jóhannssonar sigraði
sveit Gunngeirs Pjeturssonar
með 2Vz vinning gegn 1%, og
sveit Gunnars Möller sigraði
sveit Halldórs Dungal með 3
gegn 1 vinning.
Sveitirnar standa nú þannig
að efst er sveit Lárusar Fjeld-
sted með 8V2 vinning, önnur
sveit Einars B. með 7% vinn-
ings og þriðja sveit Harðar með
6 vinninga. Þrjár sveitir eru
með 5Vz vinning, en þær eru:
sveit Lárusar Karlssonar, Jó-
hanns og Gunnars. Þá kemur
sveit Halldórs með 5 vinninga
og sveit Gunngeirs með 4%
vinning.
Fjórða umferð verður spiluð
í kvöld, ’
Björn Halldórsson.
Kfr hagfrællngar
frá Harvard háskóla
MEÐAL farþega á Brúárfossi
frá Ameríku s.l. laugardag var
Björn Halldórsson (skólastjóra
Vilhjálmssonar) hagfræðingur.
Hann útskrifaðist frá hinum
kunna Harvardháskóla í nóv.
s.l. með ágætiseinkun. Áður
hafði hann stundað nám í hag-
fræði við háskólann í Minnesota
og útskrifaðist þaðan með
fyrstu ágætiseinkun, er hann
tók B. S.-gráðuna. Síðan fór
hann til Harvard og tók þar
M.A.-gráðu.
Björn tók stúdentspróf við
Mentaskólann í Reykjavík ’39
og stundaði síðan nám í við-
skiftadeild háskólans í 2Vz ár
áður en hann fór vestur. Hann
býst við að dvelja hjer heima
fyrst um sinn.
Tónfistarsýning opn-
uð í kvöld
TÓNSKÁLDAFJELAG ÍS-
LANDS opnar sýningu sína í
kvöld kl. 20,15 fyrir boðsgesti
Formaður sýningarnefndar,
Jón Leifs og formaður fjelags
ins dr. Páll ísólfsson tala, en
mentamálaráðherra opnar
sýninguna með ræðu. Blásið
verður á lúðrana frá eiröld. ^
Athöfninni verður útvarpað.
Klukkan 22 les Lárus Páls-
son ,,Gleðióðinn“ eftir Schillef
í þýðingu Matthíasar Joch-
umssonar en lokaþáttur 9.
hljómkviðu Beethovens verð-
ur leikinn á eftir af plötum.
Ríkisútvarpið hefir góðfús-
lega látið sýninguníii í tje full
komnustu tæki til útvarps
hljómleika af plötum í saln-
um og verða þar tónleikar
daglega framvegis. Á kvöld-
in koma íslenskir listamenn
fram.
íslenskir fogarar fii
Lofofen.
NORSKA ÚTVARPIw
skýrði frá því í dag, að ver-
tíð væri nú að hefjast við
Lofoten. Er búist við að mik-
ið komi þangað af erlendum
skipum. Margir færevskir
togarar eru væntanlegir á
Lofotenmiðin og sumir komn
ir og ennfremur er búist þang
að við íslenskum togurum.
Ekki tímabært á endurskoða
tryggingalögin
FRAM er komið frumvarp
um breytingar á lögunum um
almannatryggingar, flutt af
Steingrími Aðalsteinssyni.
Er frv. þetta samhljóða þeim
breytingum, sem Sósíalistar
börðust sem mest fyrir s.l. vet-
ur og notuðu til áróðurs í kosn
ingunum.
Gísli Jónsson furðaði sig á
því, að mál þetta skyldi flutt
inn í þingið áður en ári væri
liðið frá samþykt laganna. —
Breytingar þessar voru mikið
ræddar á síðasta þingi og væri
ekkert nýtt komið fram sem
ekki lá fyrir þá.
Það væri að vísu eðlilegt að
jafnstór lagabálkur og al-
mannatryggingarnar myndi
þurfa endurbóta og lagfær-
inga, en úr því yrði reynslan
að skera. Það er ekki rjett að
fara að breyta lögunum áður
en reynsla er fengin fyrir því,
hvernig þau gefast. Hefði ver-
ið óhætt fyrir Steingrím að
bíða a. m. k. í 1 ár.
Breytingartillögur Stein-
gríms eru aðallega fernskonar:
I fyrsta lagi vill hann auka
vald tryggingarnefndann í
umdæmunum. Telur hann þær
nær valdalausar og stjórn
trygginganna sje ólýðræðisleg.
Gísli sagðist hafa átt tal við
marga menn út um sveitir um
þessa grein frumvarpsins, en
enginn hefði minnst á þennan
agnúa, sem Steingrímur ber
fyrir brjósti. Aftur á móti
hefði mönnum þótt nokkuð
þunglamalegt það kosningafyr
irkomualag, sem haft er, þegar
kosið er í trygginganefndirn-
ar. Síðan las Gísli upp úr 11.
gr., þar sem kveður á um vald
trygginganna: — „Hlutverk
tryggingarnefnda er að fylgj-
ast með rekstri trygginganna
í umdæminu, gera tillögur um
framkvæmd þeirra, gæta hags
muna hinna tryggðu og benda
á atriði, er mættu verða til
sparnaðar í rekstri trygging-
anna“.
Það væri því als ekki með rjettu
hægt að kalla nefndirnar valda
lausar, í öðru lagi vill Stein-
grímur að allar fastar lífeyris-
sjóðsgreiðslur hækki um 25%.
Það má æfinlega deila um
þetta atriði, sagði Gísli. En
þetta mundi valda stóraukn-
um útgjöldum trygginganna.
Nú þegar hafa komið kvart-
anir frá miklum fjölda sveit-
arfjelaga um hve gjaldabirgðin
væri þung. Tel jeg ekki rjett
að hrófla við lífeyrissjóðs-
greiðslunum fyrr en að komin
er a. m. k. ársreynsla.
í þriðja lagi eru bæturnar til
mæðra og ekkna.
Gisli gagnrýndi mjög það at
riði í frumvarpi Steingríms, að
ekkjur og ógiftar konur,
sem eiga börn, fá
greidda fjárhæð, sem svarar
til þriggja ára ekkjubóta,
ef þær giftast. — Hjer
væri fjöldi kvenna sem ætti 1
eða 2 böm, og ef þær nú gift-
ust, ætti eftir þessu að greiða
þeim þriggja ára heimanmund
sem gæti numið 10—70 þús.
kr, Það væri því ekki amalegt
fyrir konur, sem ætla að gifta
sig, að bíða með það þangað
til þær eignast 1 eða fleiri
börn. Rikissjóður ætti ekki að
stuðla að slíku.
Menn gætu ímyndað sjer
hvaða útgjöld þetta gætu .orð-
ið, þegar það er athugað, að á
hernámsárunum fæddist 25%
af börnum utan hjónabands.
Þá gerir frv. loks ráð fyrir
nokkurri breytingu á iðgjalda
greiðslum einstaklinga til
trygginganna.
Að lokinni umræðu var mál
inu vísað til fjelagsmálanefnd
ar.
Góð veiði í gær
í Kollafirði
DÁGÓÐUR afli var hjá síld
veiðibátimum á Kollafirði í
gaer.
í gærkvöldi höfðu 10 bátar
tilkynt Landssambandinu aflá
sinn og var hann þetta frá
20 til 80 tunnur á bát. Sam-
tals lönduðu bátar þessir um
550 tunnum. Nokkrir bátar
voru enn úti um kl. 7 í gær-
kvöldi.
Einum síldveiðibátanna
hlekktist á, skammt út af
Engey. Þetta var vjelbáturinn
Vinur. Vjelin bilaði og rak
bátinn að eyjunni. Er skamt
var orðið eftir skaut áhöfnin
upp rakettum og kom rn.b.
Guðný bátnum til aðstoðar og"
dró hann hingað í höfn.
Fyrirlestur um líf
bómullarræktunai-
manns í Sudan
NÆSTI fundur Anglíu verð-
ur haldinn í Tjarnarcafé n.k.
fimtudag og hefst kl. 8,45. — Á
fundinum mun Mr. John Bur-
gess frá bresku sendisveitinni
hjer flytja fyrirlestur um „líf
bómullarræktunarmanns í
Bresk-egyptska Sudan, en það
land er nú ofarlega í frjetíun-
um vegna framtíðarstjórnskipu
lagsins þar í landi, sem mikið
er rætt um þessar mundir. Mr.
Burgess hefir víða farið og m. a.
dvalið í Sudan alllengi.
Að fyrirlestrinum loknum
verða sýndar kvikmyndir, sem
British Council hefir lánað fje-
laginu og að lokum verður s\m
dansað til kl. 1, eins og venja
er til á samkomum Anglía.
SÍMATÆKI TIL PÓLLANDS
LONDON — Pólska stjórnin
hefir pantað símatæki og ýmis-
konar rafmagnsáhöld fyrir sam
tals um 600,000 sterlingspund
hjá fyrirtæki nokkru í Bret-
landi.