Morgunblaðið - 21.01.1947, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.01.1947, Qupperneq 7
Þriðjudagur 21. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 KAPPHLAUPIÐ UM KÚLUPENNANN SKÆÐASTI verslunarbar- dagi Bandaríkjanna — bardagi, þar sem öllum brögðum er beitt og þátttakendur bítast eins og óðir úlfar — snýst um kúlu- pennann. A einu ári seldust 8,000,000 pennar og útlit er fyr ir helmingi meiri sölu í ár. Og þó eru þessi ritfæri dýr. Sala sjálfblekunga hefir aldrei orð- Sð svona mikil. í Wall Street er slegist um hlutabrjef Eversharp-verk- smiðjanna, en þær framleiða kúlupenna. Annar framleiðandi •— Reynoldsverksmiðjurnar — græddi á tólf mánuðum 2,500,- 000 dollara, eftir að skattar höfðu verið dregnir frá. — Á fjórum mánuðum seldust þess- ir pennar fyrir hvorki meira nje minna en 1,250,000 dollara í verslun nokkurri í New- York. Sölumenn hafa keypt hundruð þúsunda kúlupenna, því í auglýsingúm er sagt, að hægt sje að skrifa með þeim frá þrem mánuðum upp í 15 ár (eftir því hver auglýsandinn er), án þess að endurfylla þá. Foreldrar skólabama, heillaðir af tilhugsuninni um það, að ekki þurfi að fylla penna barn- anna nema einu sinni allan skólagöngutíma þeirra, hafa flykkst í verslanirnar, til að kaupa hina nýju pennategund. Miljónir penna voru keyptar til gjafa, — þarna var nokkuð, sem hægt var að gefa mánni, sem þegar hafði eignast seðla- veski, armbandsúr og sígar- ettukveikjara. Auglýsingarnar, sem sífelt sungu pennanum meira lof, ýttu undir þetta verslunaræði, þar til svo var komið, að einn framleiðandi auglýsti í gamni ,,rakettupenna“, sem „hægt er að nota til að brennimerkja kvikfjenað, sem bræðir lása, ritar stafi í steinsteypu, eyðir óþarfa hárum . . . . og mætti jafnvel segja okkur að hægt væri að nota til brjefaskrifta". Þessi undrapenni átti að kosta 1,091,99 dollara, en með því vildi auglýsandinn hæðast að verðinu á kúlupennanum, sem kostaði frá 12 dollurum upp í 15. Framleiðandinn tilkynnti einnig, að hinn nýji penni kæmi á markaðinn eftir aðeins 9 ár. En ef þú vildir fá góðan sjálf- blekung strax, bætti hann við, hafði hann á boðstólum ágætis penna fyrir aðeins 2 dali. Þess ber þó að geta, að hinir nýju kúlupennar eru í raun og veru næstum eins góðir og seg- ir í auglýsingunum. Það er hægt að skrifa með þeim árum sam- an, án þess að endurfylla þá — hversu lengi er undir því kom- ið, hversu oft og mikið þú kannt að skrifa. Þú þarft ekki á þerripappír að halda, og þú getur hvorki óhreinkað hendur þínar nje föt. Vegna þess að pennaoddurinn þolir mikinn þunga, er hægt að taka mörg afrit með þessum furðupenna. Hann getur ekki lekið, hvorki í fiugvjel nje annarsstaðar. Þú getur skrifað á klæði, á hvaðá pappírstegund sem er, á blauta hluti og jafnvel á magann á krókódíl, meðan hann er í kafi. Þetta hefir verið gert í einni af auglýsingaherferðum kúlu- pennaf r amleiðenda. Ritfærið, sem valdið hefur bylt- pennaframleiðsiunni mgu i Eftir Don Wharton Oddurinn á þessum nýja penna er lítil kúla úr króm- uðu stáli, einn millimeter í þvermál. Kúlan hvílir í legu og snýst, er hún er dregin eftir pappírnum, og um leið og hún snýst, rennir hún bleki frá ,,blekgeymi“ niður á pappírinn. Þetta er ákaflega einfalt — en ef penninn á að vinna vel, verð- ur smíði hans að vera ákaflega nákvæm. Saga kúlpennans hefst i Ungverjalandi. Ladislao Biro kom til Budapest úr fyrri heims styrjöld. Hann var aðeins 18 ára að aldri, en þó dauðupp- gefinn uppgjafahermaður sigr- aðs hers. Hinir mörgu og undra verðu hæfileikar hans vekja enn furðu okkar. Hann lagði stund á læknisfræði. Hann var dáleiðari, myndhöggvari og málaði myndir, sem sýndar voru í opinberum listasöfnum. Hann skifti sjer einnig af stjórn málum og las prófarkir fyrir tímarit. Þetta hafði þær afleið- ingar, að hann gerðist upp- finningamaður, því að hann hat aði sjálfblekunga. Ásamt Georg, eldri bróður sínum, sem var efnafræðingur, byrjaði Biro að ^pyna að end- urbæta sjálfblekunga. Fyrsta tilraunalíkanið var verkfæri, sem var tvö fet á lengd. Árið 1939 fluttust bræðurnir frá Ungverjalandi til Parísar en þar varð brátt styrjöldin á vegi þeirra. Biro komst undan í júní 1940, og kom til Buenos Aires með minna en tíu dollara í vas- anum. Hann leitaði lengi að efnuðum mönnum, sem fengist gætu til að veita honum fjár- hagslega aðstoð við tilraunirn- ar, og tókst loks að vekja á- huga Argentínubúa nokkurs og Breta. Árið 1943 sendi hann fyrsta pennann á markaðinn. — Hann seldist ákaflega illa. Hann end- urbætti pennann — og þessi gerð reyndist ágæt. Seint á árinu kom einn af pennum Biros í pósti til J. C. Musser, forstjóra Eberhard Faber. Hann reyndi hið nýja verkfæri og stakk því svo niður í skúffu í skrifborði sínu. En með nokkurra daga millibili, reyndi hann pennann aftur. — Loks sýndi hann verkfræðing- um sínum pennann og í maí ’44, flaug hann til Rio de Janeiro, til að semja um framleiðslu hans fyrir ameríkumarkaðinn. Um líkt leyti komst hann á 300,- þeim kom með besta tilboðið 000 dollara til viðbótar 200,000, sem Faber átti að leggja fram fyrir einkarjettindi í Mið-Ameríku, og 514% af öll um söluhagnaði í Bandaríkjun- um. Á meðan á þessu stóð, var auglýsingaáróðurinn orðinn á- kaflega magnaður, og þegar Gimbels-verslunin í New York auglýsti í október, að nú væri furðupenni sá kominn á mark- aðinn, sem allir hefðu beðið eft ir, hjeldu margir, að hjer væri um penna þann að ræða, sem Ungverjinn hafði fundið upp. Svo var þó ekki. Eversharp var enn að reyna að endurbæta hinn nýja penna. Það, sem Gim bels hafði á boðstólum, var kúlupenni, sem Milton nokkur Reynolds hafði látið gera. Milton Reynolds hafði reynst sannkallaður undramaður við solu hjólbarða. Þegar hann var 26 ára var hann orðinn miljón- eri, 27 ára var hann orðinn gjaldþrota, síðar varð hann rík ur aftur, en missti aleigu sína á ný. Meðan á styrjöldinni stóð flutti hann 250,000 silfur sígar- ettukveikjara flugleiðis til Bandaríkjanna frá Mexico, og græddi hálfa miljón dollara á sölu þeirra. Reynolds rakst á kúlupenn- ann í Buenos Aires í apríl 1945. Hann keypti sjer hálfa tylft, flaug heim, náði sjer í verk- fræðinga og lögfræðinga og var viss um, að hann gæti framleitt kúlupenna án þess að þurfa á Biro-einkaleyfunum að halda. Pennar hans komu á markað- inn á undan pennum Ever- sharp. Þann 29. október seldi Gimbels 60,000 dollara virði af pennum hans í New York. Er vikan var á enda, hafði Gim- bels selt nálega 25,000 kúlu- penna fyrir 12 dollara og 50 stykkið. Verslunarmenn, sem vildu selja kúlupennann, þyrpt ust á skrifstofu Reynolds. Reynolds setti á laggirnar samkeppni um besta sýningu á kúlupennum. Verðlaunin voru samt&ls 33,000 dollarar og með þessu tókst framleiðandanum að fá 5,000 verslanir til að sýna "\ pennann í sýningargluggum sínum. Reynolds veitti einnig því fólki verðlaun, sem seldi mest af kúlupennum. — Fyrsta árið eyddi fyrirtæki hans 848,- 000 í auglýsingar. Um tíma ljet Reynolds einn starfsmanna sinna ekkert annað gera en gefa erfitt og mönnum kann að þykja, þar sem 104,643 Reyn- oldspennum hafði verið skilað aftur sem ónothæfum. Ever- sharp-verksmiðjurnar eyddu 2,000,000 dollara til rannsókna, Shaeffer gerði tilraunir með 30 mismunandi pennategundir og Parker varði 300,000 dollurum til allskonar tilrauna. „CA“ pennar Eversharp komu á markaðinn í apríl. Verð penn- anna var 15 dollarar. Sölumenn Eversharp notuðu ýmsar aðferðir til að fá fyrir- tæki til að taka að sjer sölu og dreifingu ppnnanna. Ein var að hella vatni á skrifborð ein- hvers forstjórans, skrifa nafn hans í pollinn, þurka vatnið upp og benda hreykinn á hið óafmáanlega nafn. Þá skrifuðu þeir einnig á vasaklúta og hristu svo skyndilega pennann framan í hinn væntanlega við- skiftavin, til að sanna það, að ekki* skvettist úr undraáhald- inu. Eversharp gerir ráð fyrir því, að pennar fyrirtækisins hafi selst fyrir um 20,000,000 doll- ara 1946, en það þýðir nokkuð yfir eina miljón dollara í vasa Biros og samstarfsmanna hans. En orustan um pennana er í algleymingi og kærurnar ganga á báða bóga. Reynolds er í máli við Eversharp og Faber og krefst 1. milj. dollara skaða- bóta. Þessi tvö fyrirtæki hafa svo fyrir sitt leyti kært Reyn- olds og krefjast sömu skaðabóta af honum. Hinir ýmsu penna- framleiðendur eyddu um 13 ijýljónum s. 1. ár í auglýsingar. Þrátt fyrir hina mörgu góðu eiginleika kúlupennans, er ekki hægt að nota hann til að draga mismunandi þykkar línur. Blek tegund sú, sem notuð er í penn- ann, hefir einnig verið gagn- rýnd, en blekið hefur síðan ver ið endurbætt. Eversharp hefir nýlega hafið framleiðslu á bleki í ýmsum litum — hægt er að skifta um lit með því að skifta um blekgeymi pennans. Ladislao Biro fann upp nýtt ritfæri. Enda þótt við getum ef til vill hlegið að auglýsingun- um og skrípalátunum, sem pennunum hafa verið samfara, ættum við að minnast þess, að meir en 60,000 kúlupennar eru framleiddir á dag. Lætin og gauragangurinn síðastliðið ár og hin tryllta sawkeppni, er hluti af þeim kostnaði, sem nýjungar og framfarir jafnan hafa í för með sjer. Kolaeldavjelar Átta gerðir af emailleruðum elda- vjelum nýkomnar. Verð frá kr. 405,00. JU r <C Co. acjnuóóon Hafnarstræti 19, sími 3184. Fyrirliggjandi IE Gott, ódýrt. J)\ ÍCny i ijóí^óó ovi iC CJv varan snoðir um það, að Bandaríkja- , pennann ýmsum áhrifamönnum — stjórnmálamönnum, blaða- mönnum og þekktum borgur- um. Meðan Reynolds mokaði sam an peningum, bjuggu aðrir framleiðendur sig nndir að sigr ast á honum, með því að senda á markaðinn betri kúlupenna- tegundir. Þetta var ekki eins her hefði hug á að kaupa Í0.000 penna handa flughernum. — Brátt kom að því, að stærstu pennaframleiðendur Banda- ríkjanna — Eversharp, Shaeff- er og Parker — voru farnir að berjast innbyrðis um þátttöku í hinum amerísku rjettindum Eberhard Fabers. Eversharp Oókhald og brjefaskriftir Tökum að okkur bókhald og endurskoðun, verslunarbrjefaskriftir, þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar á ensku. Fjölritun, vjelritun. BÓKHALD & BRJEFASKRIFTIR, Garðastræti 2, sími 7411.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.