Morgunblaðið - 23.02.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.02.1947, Blaðsíða 5
j Sunnudagur 23. febr. 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 vantar nú þegar á tÆimili í nágrenni Reykja vikur. Uppl hjá Ráðningarstofu Reykjavík- ur, Bankastræti 7. Dráttarvfelar (Tractors). Tvær stærðir dráttarvjela get jeg útvegað frá Englandi. lieilduerólo, onóóon TSALA Á MORGUN (mánudag) hefst stórfengleg útsala hjá okkur og stendur yfir nokkra daga. Seld verður vefnaðarvara, ásamt margskonar tilbúnum fatnaði fyrir dömur, telpur og drengi o. fl. o. fl. Á útsölunni verður óvenjulegt vöruúrval, en verðið óheyrilega lágt. Munið þetta einstaka tækifæri og hafið hug- fast að þeir fyrstu hafa úr mestu að velja. Verslunin HOF h.f. Laugaveg 4. Sími 6764. Nokkrar stúlkur óskast til starfa við pökkun á flökum. Tala ber við verkstjórann, Viggó Jóhannesson á morgun. ddiólddjuuer ríhióinó við Grandagarð. Fasteignasala Höfum nú nokkra kaupendur að fasteignum. Þeir, sem hafa í 'hyggju að fela okkur fast- eignir til sölu í vor, eru beðnir að tala við okkur, sem fyrst. Málflutningsskrifstofa KRISTJÁNS GUÐLAUGSSONAR, hrl. og JÓNS N. SIGURÐSSONAR, hdl., Austurstræti 1, sími 3400. Krisljén Wathne Minniflgarorð <$x$x$x$x$x$>3>3xSxÍ>3><SxSxS><SxSx$>3x$x3x$k$xSx$x$><SX8>3xSxS><JxS>3xS^^ <&<<$xSX$X$X$X| Hjartanlega þakka jeg öllum, er auðsýndu mjer vináttu og hlýjan hug á fimtugs afmæli mínu 20. þm. með gjöfum, heillaskeytum, blómum og heimsóknum. Gísli R. Guðmundsson bókbindari. KRISTJÁN WATHNE er hnig- inn.í valinn. Fáum, er sáu hann fjörlegan og fasprúðan, sem að vanda, á Laugaveginum síð- degis laugardaginn 15. þ. mán.r hefði getað dottið það í hug, að hann væri liðið lík næsta morg- un. En svo var þó samt. Kristján fæddist á Fáskrúðs- firði 24. ágúst 1886. Foreldrar hans voru Elísabet Jónsdóttir, ættuð úr Breiðdal, og Friðrik Wathne kaupmaður og útgerð- armaður, síðar á Seyðisfirði, al- bróðir hins þjóðkunna Ottós Wathne á Seyðisfirði. Voru þau hjón annáluð valmenni, svo Kristján átti ekki langt að sækja mannkostina. Ungur fór Kristján utan, og var um skeið skrifstofumaður hjá Jakobi Gunnlaugssyni stór- kaupmanni í Kaupmannahöfn. Síðan var hann bandaritari í útbúi íslandsbanka á Seyðis- firði 8—10 ár. Er þeim, er þetta ritar, kunnugt um, að starfs- hæfni hans og lipurð, var mjög rómuð af samverkamönnum hans öllum, og' eigi síður af viðskiftamönnum bankans. Er hann hætti stai-fi þar, vann hann um hríð að verslunarstörf um á Fáskrúðsfirði og Seyðis- firði. En effir að hann fluttist til Reykjavíkur, varð hann starfsmaður í Sjúkrasamlaginu og hefir unnið þar frá byrjun þess, í áliti hjá öllu samverka- fólki. Hinn 8. okt. 1916, giftist Kristján eftirlifandi konu sinni, Þórunni Jónsdóttur frá Dratt- halastöðum í Hjaltastaðaþing- há, hinnni ágætustu konu. Sónur þeirra heitir Ósvald, er lokið hefir prófi við háskól- ann í Grand Forks í Bandaríkj- unum í stjórnfræði og enskum bókmentum. Kristján Wathne var einn þeirra manna, sem öllum var hugþekkur, prúðmenni, gleði- menni og vildi allra götu greiða. Björnstjerne Björnson sagði: ,,Þar, sem góðir menn fara, eru guðs vegir“. En ekki er það of- mælt, að þar sem Kristján Wathne fór, var góður drengur á ferð. Skíni sólir og sumur eilíflega yfir minningu hans. Sig. Arngrímsson. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstar j ettarlögmenn Oddfellowhusið. — Simi 1171. Allskonar iögfræðistörL TEK MYNDIR I IIEIMAHUSUM Opið kl. 8—16,30. Laugardaga kl. 1—3. Ljósmyndastofa Þ< SiffLtrcissonar orannó Háteigsveg 4 — Sími 1049 ÍBUÐIR i nýrri villubyggingu á fagurri hornlóð í suðausturbænum til sölu. íbúðarhæð: fimm herbergi, skáli, eldhús og bað, og kjallaraíbúð (að heita má alveg oían- jarðar): fjögur herbergi, eldhús og baö. Bráð- lega tilbúnar. Þeir, sem vildu gera tilboð í íbúðirnar, eða aðra hvora þeirra, sendi nöfn sín til afgr. Mbl. í umslagi, merkt: „íbúð 2/ 1947“, fyrir 26. þ. m. KAUPMENN KAUPFJELÖG Höfum fyrirliggjandi danska SOYU, 1/10, 1/4 og 3/8 1. glös einnig. danskan AVAXTALIT, rauðan og gulan. Verðið mjög hagkvæmt. dLacjert ^JCríó tjdnóóon CjÞ Co. íi.j^. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐÍNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.